Bændablaðið - 08.06.2023, Blaðsíða 26

Bændablaðið - 08.06.2023, Blaðsíða 26
26 Bændablaðið | Fimmtudagur 8. júní 2023 Brasilísk stjórnvöld lýstu seint í maí yfir neyðarástandi í dýraheilbrigði í 180 daga vegna fuglaflensutilfella í villtum fuglum. H5N1-veiran er mjög smitandi fyrir margar fuglategundir, þar á meðal alifugla. Brasilía er stærsti útflytjandi kjúklingakjöts á heimsvísu. Tilfelli H5N1 í villtum fuglum hafa verið staðfest í landinu, einkum á tveimur svæðum um miðbik austurstrandarinnar, og hefur landbúnaðarráðuneyti landsins sett á fót neyðaraðgerðamiðstöð til að samræma og skipuleggja aðgerðir á landsvísu gegn vágestinum. Útflutningur síðasta árs á kjúklinga- kjöti frá Brasilíu nam um 9,7 milljörðum dollara, segir á fréttaveitu Reauters. Samkvæmt leiðbeiningum Alþjóðaheilbrigðismálastofnunar- innar (WHO) muni Brasilía að svo stöddu ekki fyrirskipa sölubann á alifuglum vegna fuglaflensunnar. Mestu kjötframleiðslusvæðin eru í Brasilíu sunnanverðri. Kína er helsti kaupandi brasilísks kjúklingakjöts og er talið líklegt að fuglaflensutilfellin muni hafa áhrif á innflutning frá Brasilíu. Samkvæmt Alþjóðadýraheilbrigðis- málastofnuninni (WOAH) hafa nýlega fundist tilfelli fuglaflensu í villtum fuglum og alifuglum á Ítalíu, í Argentínu, Kanada, Tékklandi, Danmörku, Ungverjalandi og Suður-Afríku. Benda greiningar á tilkynningum til WOAH um 18.620 UTAN ÚR HEIMI Dýrasjúkdómar: Brasilía lýsti yfir neyðarástandi Brasilía hefur lýst yfir neyðarástandi í dýraheilbrigði landsins vegna fuglaflensu. Mynd / E. Myznik Pólsk bændasamtök vara við því að mikill innflutningur ódýrs kjúklingakjöts og eggja frá Úkraínu beri innlenda fram- leiðslu ofurliði. Fyrir skemmstu fór að bera á andstöðu pólskra bænda við mikinn innflutning á úkraínskum kornvörum, eftir að tollar á innflutningi voru felldir niður í kjölfar innrásar Rússa. Nú hefur það sama gerst með afurðir eggja- og kjúklingabænda með þeim afleiðingum að afurða- verð hefur hrunið. Poultry World greinir frá. Framleiðslukostnaður lægri Áætlað er að framleiðslukostnaður á eggjum og kjúkling í Úkraínu sé 25 prósent lægri en í Póllandi. Lækkað afurðaverð hefur leitt til að pólskir bændur eiga erfitt með að láta enda ná saman. Nokkrir hafa brugðið til þess ráðs að blanda kjúklingafóður heima á bæ, en varað h e f u r verið við að það geti minnkað framleiðslu. Fulltrúar bænda hafa sent pólska landbúnaðarráðuneytinu beiðni um að taka málið til umræðu á vettvangi Framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Vilja setja framleiðslukröfur Pólskir kjúklingaframleiðendur hafa bent á að eina leiðin til að breyta núverandi ástandi sé að framlengja ekki niðurfellingu tolla á innflutningi frá Úkraínu til Evrópusambandsins. Engu breyti ef Pólland eitt og sér taki aftur upp innflutningshömlur, ef úkraínskur varningur kemst óheftur til annarra landa ESB. Innflutningurinn hefur áhrif á markað allra sambandsríkjanna. Kallað hefur verið eftir að auknar kröfur verði settar á framleiðslu þess kjöts sem flutt er inn, til að jafna stöðu bænda. Bændurnir bæta við að enginn neiti því að þörf sé á að leggja Úkraínu lið, en nauðsynlegt sé að finna flöt sem kippir ekki stoðunum undan innlendri land- búnaðarframleiðslu. /ÁL Pólland: Úkraínskur kjúklingur kaffærir innlendan Bændablaðið kemur næst út 22. júní Örverur eru langmikilvægasti þátturinn í að ákvarða hversu mikið kolefni geymist í jarðvegi, samkvæmt nýrri rannsókn sem birt var 24. maí í tímaritinu Nature. Í grein á vef bandaríska Cornell- háskólans segir að rannsóknin veiti mjög mikilvægar vísbendingar með tilliti til loftslagsbreytinga og bætts jarðvegsheilbrigðis, fyrir m.a. landbúnað og matvælaframleiðslu. Rannsóknin sé hin fyrsta sem mæli hlutfallslegt mikilvægi örveruferla í kolefnishringrás jarðvegs. Rannsóknin, „Microbial Carbon Use Efficiency Promotes Global Soil Carbon Storage“, setji fram nýja nálgun til að skilja betur gangverk jarðvegskolefnis, með því að keyra saman örverutölvulíkön, gagnaaðlögunarkerfi og vélanám til að greina umfangsmikil gögn sem tengjast kolefnishringrásinni. Niðurstöðurnar séu einkar forvitni- legar m.a. í tengslum við búskapar- hætti og aukið fæðuöryggi. Rann- sakendur komust að því að geta örvera til að geyma kolefni í jarðvegi er hið minnsta fjórfalt mikilvægari en nokkurt annað ferli, þar á meðal niðurbrot lífefna. Þetta séu markverðar upplýsingar því jarðvegur jarðarinnar geymi þrefalt meira kolefni en andrúmsloftið. Mæld var skilvirkni kolefnisnotkunar örvera, sem segi annars vegar til um það magn kolefnis sem notað var af örverum til vaxtar og hins vegar hversu mikið var notað til efnaskipta. Þegar kolefni sé notað til vaxtar bindi örverur það í frumum og að lokum í jarðvegi. Notað til efnaskipta losni kolefni sem aukaafurð í andrúmslofti sem koltvísýringur, þar sem það virki sem gróðurhúsalofttegund. Rannsóknin sýni að vöxtur örvera sé mikilvægari en efnaskipti til að ákvarða hversu mikið kolefni geymist í jarðvegi. Segir í frétt Cornell-háskóla að kolefnisvirkni jarðvegs hafi verið rannsökuð síðustu tvær aldir, en þær rannsóknir aðallega snúist um hversu mikið kolefni berist í jarðveg úr plöntuleifum og rótum og hversu mikið tapist út í andrúmsloftið í formi CO2 þegar lífrænt efni brotnar niður. /sá Jarðvegsrannsóknir: Örverur lykillinn að bindingu kolefnis í jarðvegi Örverur gegna lykilhlutverki í að binda kolefni í jarðvegi samkvæmt nýrri rannsókn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.