Bændablaðið - 08.06.2023, Blaðsíða 8

Bændablaðið - 08.06.2023, Blaðsíða 8
8 Bændablaðið | Fimmtudagur 8. júní 2023 FRÉTTIR www.kofaroghus.is Sími 553 1545 TIL Á LAGER STAPI - 14,98 fm Tilboðsverð 779.000 kr. 25% afsláttur BREKKA 34 - 9 fm Tilboðsverð 489.000 kr. 25% afsláttur NAUST - 14,44 fm Tilboðsverð 539.000 kr. 30% afsláttur VANTAR ÞIG PLÁSS? TILBOÐ Á GARÐHÚSUM! FÁANLEGT Í VEFVERSLUN Nýsköpun: Broddmjólk og mysuprótein undirstaða bætiefnis – Matvælasjóður styrkir vöruþróun á fæðubótarefnum úr landbúnaðarafurðum Fyrirtæki hjónanna Birnu Guð- rúnar Ásbjörnsdóttur og Guð- mundar Ármanns Péturssonar, Jörth, hlaut á dögunum tæplega 20 milljón króna styrk úr Matvælasjóði fyrir verkefni sem miðar að því að hagnýta mysu- prótein með íblöndun góðgerla. Vonast Birna til að úr því þróist ný afurð undir merkjum Jörth sem hefur að undanförnu auglýst sína fyrstu vöru á markaði, bætiefnið Abdom 1.0, sem unnið er úr broddmjólk mjólkurkúa. Broddmjólk hefur verið hjónunum hugleikin í áraraðir. „Ég ólst upp við að fá ábrysti og við hjónin höfum vanið okkur á að drekka hana beint,“ segir Birna en út frá samtali þeirra um heilsusamleg áhrif neyslu hennar varð til hugmynd að vöru. Eftir sjö ára vegferð kom bæti- efnið Abdom 1.0 síðan á markað í mars síðastliðnum. Það er að uppistöðu unnið úr broddmjólk úr Gunnbjarnarholti. „Mjólkinni er safnað, hún gerilsneydd, gerjuð og frostþurrkuð, við hana er svo bætt sérhannaðri míkróhjúpaðri góðgerlablöndu, hún svo sett í hylki í GMP vottaðri framleiðslu,“ segir Birna. Viðtökur hafi verði góðar. „Við erum ekki í massaframleiðslu því við erum að vinna úr takmörkuðum hráefnum og seljum eingöngu beint í gegnum netverslun á heimasíðu Jörth.“ Birna hefur á undanförnum áratugum fengist við næringar- ráðgjöf og fræðslu en meltingar- vegurinn og þarmaflóran hefur verið þungamiðja rannsókna hennar í næringarlæknisfræði. „Ég er iðulega spurð að því hvað hægt er að taka inn til að bæta þarma- flóruna. Mataræðið er alltaf númer eitt, tvö og tíu. En ég hef þó alltaf verið að leita að góðu bætiefni.“ Broddmjólkin komi þar sterk inn enda innihaldi hún æskilega næringu og vörn fyrir afkvæmið fyrst um sinn. Í broddmjólk er fita, hátt próteinhlutfall, kolvetni og hún er rík af steinefnum og vítamínum. Birna segir broddmjólk ekki nýtta í dag á sama hátt og áður. „Kálfurinn fær nægju sína en nýting á umfram broddmjólk sem kýrin framleiðir er lítil enda hefur neysla ábrysta minnkað. Við sáum tækifæri í að nýta þessa vannýttu auðlind.“ Gerjuð matvæli mikilvæg Með rannsóknum og vísindum er í auknum mæli farið að tengja ýmsa sjúkdóma við mataræði með því að horfa á heilsuna í gegnum þarmaflóruna og meltingarveginn. Einn af lykilþáttum góðrar þarma- flóru er neysla gerjaðrar næringar. „Við ættum í raun að vera að fá í okkur gerla og gerjaðar afurðir alla daga en við erum almennt ekki að því lengur því mataræði hefur breyst í gegnum tíðina. Áður fyrr gerjuðum við matvæli til að auka geymslutíma en í dag erum við með ísskápa og pakkamat og þannig hefur þörfin fyrir gerjun matvæla minnkað. Við hugsuðum því bætiefnið einnig út frá því, það er gerjuð afurð sem dekkar þá neyslu fyrir nútímamanneskjuna,“ segir Birna. Næsta vara á dagskrá Birnu og Guðmundar inniheldur mysuprótein. „Í dag er mikið af mysupróteinum flutt úr landi og nýtt í líkamsræktariðnaðinn, enda er þetta góður og hollur próteingjafi fyrir líkamann. Það liggja tækifæri í því að nýta þessa afurð á nýjan hátt hérlendis, vinna próteinin og blanda þau gerlum, líkt og við erum að gera með broddmjólkina, til að ná fram ákveðinni virkni.“ Hún segir styrki frá Matvælasjóði breyta öllu í vöruþróunarferlum líkt og þessum. „Styrkurinn gerir okkur kleift að komast upp úr holunni og ráðast í verkefnin. Það styttir leiðina að eiginlegri vöruframleiðslu,“ segir Birna, en þau hlutu sams konar styrk fyrir þróun Abdom 1.0 árið 2021. /ghp Miðja alheimsins innvortis Heilbrigð þarmaflóra er mikilvæg af fjölmörgum ástæðum að sögn Birnu. „Þarmaflóran er miðja alheimsins, innvortis. Hún er þetta umbreytingarafl sem við höfum innra með okkur. Þegar við látum eitthvað ofan í okkur fer maturinn gegnum þetta langa rör, meltingarveginn. Hann er þakinn örverum frá munni og alveg í gegn. Samsetning þarmaflórunnar ræður miklu um hversu vel eða illa okkur gengur að ná góðri næringu úr matnum. Við erum bæði með hag- stæðar og óhagstæðar örverur sem hafa áhrif á heilsuna. Það veltur á því hvað við setjum ofan í okkur hvaða örverum við erum að skapa góðar aðstæður til að dafna.“ Hún segir vísindin hafa sýnt fram á tengsl ýmissa sjúkdóma við mataræði í gegn um rannsóknir á þarmaflórunni og meltingarveginum. Ef þarmaflóran sé í miklu ójafnvægi þá geta einkennin verið t.d. uppþemba og óregla í meltingu. En önnur einkenni utan meltingartruflana geta líka verið einkenni ójafnvægis í þarmaflóru, s.s. húðvandamál, ofnæmi og óþol. Birna G. Ásbjörnsdóttir hefur á undanförnum áratugum fengist við næringarráðgjöf og fræðslu en meltingarvegurinn og þarmaflóran hefur verið þungamiðja rannsókna hennar í næringarlæknisfræði. Mynd /ghp Matvælasjóður styrkti fjölbreytt verkefni Fimmtíu og þrjú verkefni hlutu styrk úr Matvælasjóði en úthlutun var tilkynnt þann 31. maí sl. Styrkirnir námu alls 577 milljónum króna. Alls bárust 177 umsóknir til sjóðsins að þessu sinni en veittir eru styrkir úr fjórum flokkum; Báru, Keldu, Afurð og Fjársjóði. Bára styrkir verkefni á hugmynda- stigi að hámarki þremur milljónum króna. Styrkflokkurinn er ætlaður einstaklingum og litlum fyrirtækjum fyrir 6 mánaðar löng verkefni sem geta verið til að kanna fýsileika, greina eða útfæra hugmynd tengda íslenskri matvælaframleiðslu. Alls hlutu 25 verkefni styrki en á listanum má m.a. finna verkefni um gráðostagerð, geitamjólkurafurðir, gerilsneyðingu matvæla með háþrýstingi, húðvörur úr íslenskri nautatólg, krabbavinnslu, heimavinnslu mjólkurafurða, forystu- fjárkjöt, um tónik úr íslenskum jurtarótum og leðurgerð með hreistur og beinum. Rannsóknir á eggjaneyslu og þörungapróteini Kelda styrkir rannsóknir og verkefni sem miða að því að afla nýrrar þekkingar vítt á sviði íslenskrar matvælaframleiðslu. Ellefu verkefni hlutu styrk en hæstan styrk flokksins, 30 milljónir króna, hlaut Orify ehf. fyrir verkefni sem nefnist „Stafrænn tvífari matvæla“. Matís er skráður umsækjandi að sjö verkefnum sem hlutu styrk sem fjalla m.a. um þörungaprótein, fóðrun holdanauta, eggjaneyslu, bruggger og kolefnisspor matvæla. Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins hlaut styrk fyrir rannsókn á bóg- kreppu og Landbúnaðarháskóli Íslands fékk styrk fyrir tveimur rannsóknum. Níu verkefni hlutu styrk úr Keldu, sem hefur þann tilgang að aðstoða fyrirtæki við að styrkja markaðsinnviði og markaðssókn afurða. Veittir voru styrkir fyrir markaðsherferð fyrir nýja wasabi vöru, fyrir vörumerkjaþróun Landeldis ehf., tvær ginframleiðslur fengu styrk fyrir markaðssókn og Ölgerðin Egill Skallagrímsson hlaut styrk fyrir markaðssetningu Collab í Svíþjóð. Vegan álegg og fullvinnsla hrossakjöts Átta verkefni fengu úthlutun úr Afurð sem styrkir verkefni sem komin eru af hugmyndastigi en eru þó ekki tilbúin til markaðssetningar. Styrkveitingar miða að því að gefa styrkþegum tækifæri til að móta og þróa afurðir úr hráefnum sem falla til við matvælaframleiðslu. Hæstan styrk flokksins, 30 milljónir króna, hlaut fyrir- tækið Klaki Tech fyrir verkefnið „Hrognaflokkunar- og pökkunar- búnaður“. Fyrirtækið Jörth ehf. hlaut tæpar 20 milljónir króna til að hagnýta mysuprótein með íblöndun góðgerla, en viðtal við Birnu G. Ásbjörnsdóttur, einn stofnenda fyrirtækisins, má nálgast hér til hliðar. Einnig voru veittir styrkir fyrir verkefni sem miða að því að nýta hliðarstraum við vinnslu eldislax til matvælaframleiðslu, fyrir ræktun kóngaostra, fyrir þróun nýrra afurða með fullvinnslu á hrossakjöti og fyrir þróun á íslensku vegan áleggi. Listi yfir styrkþega Matvæla- sjóðs má nálgast á vefsíðu matvæla- ráðuneytisins. /ghp Banna lausagöngu á Brekknaheiði Sveitarstjórn Langanesbyggðar hefur formlega farið fram á að Vegagerðin girði með fram veginum yfir Brekknaheiði samhliða lagningu nýs vegar yfir hluta heiðarinnar. Vegagerðin setti sem skilyrði fyrir þátttöku í kostnaði sem af þessu hlytist að Langanesbyggð bannaði lausagöngu búfjár á friðuðu svæði við veginn yfir Brekknaheiði. Ætlar sveitarstjórn að verða við þessum óskum og banna lausagöngu búfjár og friða svæði með fram veginum frá gatnamótum að Þórshöfn og að bænum Felli í Finnafirði. Þetta kemur fram í fundargerð sveitarstjórnar frá 11. maí sl. /sá
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.