Bændablaðið - 08.06.2023, Blaðsíða 48

Bændablaðið - 08.06.2023, Blaðsíða 48
48 Bændablaðið | Fimmtudagur 8. júní 2023 Fyrir nokkrum árum fór af stað á Íslandi einkar áhugavert þróunarverkefni, sem reyndar var svo hætt með, sem sneri að því að setja auknar gæðakröfur á íslensk kúabú, þ.e. meiri kröfur en hið opinbera gerir. Með þessu var verið að fylgja að hluta til eftir því sem hefur verið að gerast erlendis og þá sérstaklega í norðurhluta Evrópu en fullyrða má að flest kúabúin þar lúti einhvers konar gæðavottunarkerfum. Þessi kerfi eru mörg og breytileg en eiga það sameiginlegt að þau eru ekki háð opinberum eftirlitsaðilum heldur hefur verið komið á koppinn annaðhvort af afurðafyrirtækjum, vottunarfyrirtækjum eða verslunar- keðjum. Öll þessi kerfi miða að því að efla traust neytenda á gæðum framleiðslunnar og um leið að efla ímynd framleiðslunnar og/eða söluaðila varanna. Nú er meira að segja svo komið að margar erlendar verslunarkeðjur gera kröfu á alla framleiðendur landbúnaðarvara að þeir séu með svona gæðakerfi og ef ekki er um slíkt að ræða þá fá vörurnar einfaldlega ekki hillupláss í verslununum. Ekki er ólíklegt að slíkar kröfur rati einnig einn daginn til Íslands. Af hverju gæðakerfi? Það er eðlilegt að spurt sé um tilgang þess að setja upp sérstök kerfi, þegar nú þegar eru til lög og reglugerðir sem varða þær leiðir sem eigendur skepna eiga að fara. Skýringuna er þó að finna í þeirri staðreynd að hið opinbera gerir fyrst og fremst lágmarkskröfur um hitt og þetta, þ.e. að ekki sé gengið skemur en með ákveðnum hætti og þá er oftar en ekki haft að leiðarljósi dýravelferð og matvælaöryggi. Hægt væri að nefna mörg dæmi um þetta en nærtækast fyrir Íslendinga er líklega lágmarks stíustærð hjá hrossum, sem hérlend reglugerð segir að eigi ekki að vera minni en 4 m svo lágmarks dýravelferð sé uppfyllt. Hér er nefnilega talað um lágmarks stærð, þ.e. svo nóg sé gert svo hrossum líði ekki illa, en líklegt má telja að flestir byggi nú stærri aðstöðu en það fyrir hrossin sín svo dæmi sé tekið. Annað dæmi mætti nefna sem er lyfjaleifar í matvælum. Tilfellið er nefnilega að matvæli mega innihalda örlítið magn mælanlegra lyfja- eða varnarefnaleifa, þ.e. sé „magnið“ innan tiltekinna marka sem yfirvöld segja að sé óskaðlegt neytendum. Það er þó e.t.v. eitthvað sem afurðastöð getur einfaldlega ákveðið að vilja ekki, þrátt fyrir að það megi í raun samkvæmt hinu opinbera. Þannig hafa sumar verslunar- keðjur, afurðafélög og -fyrirtæki ákveðið að ganga lengra í þeim tilgangi að ná ákveðnu markaðslegu forskoti t.d. á samkeppnisaðilana. Gæðakerfin eru því hluti af ímynd varanna. Nærtækt dæmi er ákvörðun þýsku verslunarkeðjanna Aldi og Lidl sem ákváðu fyrir nokkrum árum að selja eingöngu drykkjarmjólk frá fyrirtækjum sem tryggja að mjólkin komi einungis frá bændum sem hafa ekki notað erfðabreytt fóður. Þessar verslunarkeðjur gengu þarna mun lengra en opinberar kröfur gera í Evrópu og voru einfaldlega að svara ákveðnu kalli frá neytendum í Þýskalandi og náðu um leið samkeppnislegu forskoti á aðra söluaðila mjólkur vegna sérstöðu. Bændur og fræðimenn höfðu eðlilega sína skoðun á þessu útspili verslunarkeðjanna enda er erfðabreytt korn ódýrara og ekkert sem bendir til þess að slíkt fóður hafi neikvæð áhrif á afurðirnar. Sú staðreynd kom bara þessu máli hreinlega ekki við! Hér voru verslunarkeðjur að marka sér sérstöðu og kölluðu eftir áhugasömum bændum og fyrirtækjum til samstarfs. Kallinu var svarað og gott betur því neytendur tóku þessu svo vel að fleiri verslunarkeðjur fylgdu í kjölfarið, til að svara samkeppninni. Nú er svo komið að líklega er erfitt fyrir neytendur í raun að fá mjólk frá kúm sem hafa fengið erfðabreytt fóður, a.m.k. í norðurhluta megin- lands Evrópu! Arlagården Hægt væri að taka dæmi af mörgum ólíkum gæðakerfum fyrir mjólkurframleiðslu en nærtækast er fyrir greinarhöfund að taka fyrir Arlagården®, enda gæðakerfi norður evrópska afurðafélagsins Arla Foods sem hann starfar hjá. Óhætt er að fullyrða að þetta gæðakerfi er eitt það strangasta sem er til í dag í heiminum en kerfið leit fyrst dagsins ljós árið 2005 og var í upphafi einungis notað í Svíþjóð og Danmörku. Kerfinu var komið á til þess að gera sérstöðu þarlendra mjólkurvara aðra og sterkari en innfluttra. Á þessum árum var mikið sótt inn á þessa markaði með mjólkurvörur annarra landa Evrópusambandsins, enda verðlag hátt í bæði Danmörku og Svíþjóð og því eftirsóknarvert að ná til neytenda þar. Til þess að svara samkeppninni, en á þessum árum var Arla Foods ekki orðið jafn stórt og öflugt og það er í dag, þá var sem sagt brugðið á það ráð að setja auknar kröfur á herðar þeim kúabændum sem eiga félagið. Bændurnir sjálfir ákváðu sem sagt að setja auknar kröfur á sig sjálfa! Þessar kröfur sneru í fyrstu einungis að mjólkurgæðum, þar sem gengið var lengra en opinberu kröfurnar sögðu til um. Snorri Sigurðsson snorri.sigurdsson@outlook.com GARÐYRKJA Á FAGLEGUM NÓTUM Það hefur gengið á ýmsu í veðurfarinu undanfarnar vikur. Lofthiti lágur, mikil hvassviðri víða og jörð blaut og köld. Þegar þannig háttar til verða oft tafir á garðvinnunni og sáning og gróðursetning dregst á langinn. Við skulum samt muna að slíkt ástand er fjarri því að vera undantekning hjá íslenskum ræktendum og þeir hafa þurft að takast á við óblíð náttúruöfl í sinni matjurtaræktun. Sáning og gróðursetning Þegar vel vorar er hægt að hefja gróðursetningu matjurta um eða upp úr miðjum maímánuði en margir garðyrkjubændur hafa fyrir venju að bíða fram undir mánaðamótin maí-júní, einmitt til að tryggja að plönturnar lendi ekki í síðbúnum vorhretum. Það tekur líka nokkurn tíma að koma öllum plöntunum í jörð. Gulrótasáningu er oftast hægt að hefja enn fyrr, en þó er alls ekki öll von úti enn. Þótt nú sé nokkuð liðið á júnímánuð og veður hefur tekið stakkaskiptum frá okkar kalda maímánuði er vel hægt að gróðursetja og sá til matjurta í heimilisgarðinn. Þá er um að gera að vanda til verka, þannig að gróðurinn taki sem fyrst við sér. Gulrótafræ er hægt að láta spíra í nokkra daga í röku íláti við stofuhita, en gæta þarf þess að skipta oft um vatn og sá um leið og sést í fyrstu spírurnar á fyrstu fræjunum. Þannig er hægt að vinna upp glataðan tíma. Matjurtaplöntur fást tilbúnar til gróðursetningar í flestöllum garðplöntustöðvum. Nú er kjörið að sá til næpna, gulrófna, radísa, salats og sumra kryddjurta. Alls ekki er of seint að gróðursetja matjurtir eins og hvítkál, blómkál, spergilkál rauðkál, toppkál og skyldrar tegundir. Jafnvel kartöflur er ekki of seint að setja niður núna. Veðurfarsbætandi aðgerðir fyrir ungplönturnar Skjól er grundvallaratriði í allri ræktun og jörð skal vera farin að hlýna nokkuð vel. Víðast hvar ætti það ekki að vera hamlandi lengur. Verka þarf plöntunæringuna vel ofan í matjurtabeðin þannig að hún fari að nýtast sem allra fyrst. Upphækkuð beð í körmum tíðkast mikið nú orðið og fer vel um matjurtirnar í þess háttar reitum. Í mörgum tilvikum eru gluggahlerar á reitunum eða bogalaga þak klætt plasti og það gefur ræktuninni aukinn yl og skjól. Ein einfaldasta og árangurs- ríkasta leiðin til að auka lofthita í matjurtabeðunum er að breiða yfir þau þunnan ræktunardúk sem fæst í metratali í garðyrkjuverslunum. Dúkurinn er settur yfir matjurtirnar strax að lokinni sáningu eða gróðursetningu og fyrstu vökvun. Hann veitir skjól, dregur úr ágangi meindýra, loft- og jarðvegshiti undir dúknum verður töluvert hærra en utan hans. Hann hefur einnig þann kost að rignir í gegnum hann og hægt er að vökva plönturnar án þess að fjarlægja dúkinn. Dúkurinn er hafður yfir plöntunum þangað til þær eru orðnar vel stálpaðar en ekki svo lengi að hann fari að sliga þær. 4-6 vikur henta í mörgum tilvikum ágætlega. Festa þarf dúkinn vel með jöðrunum til að hann virki vel gegn meindýrum. Illgresi þrífst líka ágætlega undir dúknum en auðvelt ætti að vera að taka dúkinn af meðan unnið er við illgresishreinsun, hreykingu og aðra umönnun. Gefumst ekki upp þótt móti blási Þótt margir garðeigendur hafi þurft að horfa upp á tré, berjarunna, skrautrunna og annan garðagróður verða fyrir talsverðum útlitsskaða í vor munu allflestar tegundirnar nú hafa náð sér nokkurn veginn og verða glæsilegar eins og venjulega. Í tilviki matjurtanna er skaðinn tæpast jafn mikill, það er einna helst að nokkur seinkun á sáningu og gróðursetningu hafi sett strik í þann reikning. Við vitum öll að sumarið verður gott og getum farið að hlakka til uppskeru síðsumars og í haust. Ingólfur Guðnason, fagbrautar- stjóri garðyrkjuframleiðslu, Garðyrkjuskólanum Reykjum/FSu Gæðavottun kúabúa Í gæðakerfinu Arlagården eiga allir nautgripir að vera hreinir, allt árið. Öll kúabú hjá Arla eru metin árlega af hlutlausum fagaðilum sem starfa ekki hjá Arla. Mynd / Arla Grænmetið í heimilisgarðinum: Alls ekki of seint að hefjast handa Matjurtagarður. Mynd / Guðríður Helgadóttir Ingólfur Guðnason. Nærtækt dæmi er ákvörðun þýsku verslunarkeðjanna Aldi og Lidl sem ákváðu fyrir nokkrum árum að selja eingöngu drykkjarmjólk frá fyrirtækjum sem tryggja að mjólkin komi einungis frá bændum sem hafa ekki notað erfðabreytt fóður ...“ Vinsamlega hafið samband við Björgvin Guðjónsson, búfræðing og löggiltan fasteignasala í síma 510-3500 og 615-1020 eða á netfangið bjorgvin@eignatorg.is Skipholt 50b, 105 Reykjavík Vegna aukinnar eftirspurnar óskum við eftir bújörðum á söluskrá
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.