Bændablaðið - 08.06.2023, Blaðsíða 36

Bændablaðið - 08.06.2023, Blaðsíða 36
36 Bændablaðið | Fimmtudagur 8. júní 2023 Hrina riðutilfella varð á Norð­ vesturlandi á árunum 2018–2021, þar sem skorið var niður á 11 bæjum. Á Syðra­Skörðugili í Skagafirði var skorið niður alls um 1.500 fjár haustið 2021. „Við megum taka fé aftur haustið 2024, en það eru ákvæði í samningnum um að við getum framlengt um eitt ár. Við kláruðum að þrífa á árinu 2022, sem er þá fyrsta fjárleysisárið og síðan þetta ár. Nú erum við að hugsa um hvað við gerum,“ segir Fjóla Viktorsdóttir á Syðra-Skörðugili í Skagafirði. „Það þarf hins vegar líklega engan viðskiptafræðing til að segja okkur það að líklega er hagkvæmara fyrir okkur að fá bæturnar í eitt ár enn, heldur en að byrja haustið 2024,“ segir Elvar Einarsson, en þau Fjóla, kona hans, stunda hrossarækt, hestaleigu, hestaferðir og ferðaþjónustu á sinni jörð ásamt því að reka þar tamningastöð. Auk þess sinnir Elvar reiðkennslu og Fjóla rekur bókhaldsstofu. Þau eru afar þakklát fyrir að hafa haft önnur störf til að sinna eftir að skorið var niður. Afurðatjónsbætur langt undir meðalafurðum Þegar þau eru spurð hvort þau hafi samið strax um bætur eftir niðurskurð og verið sátt við þær, segja þau að líklega hafi þau verið of fljót á sér en viljað klára þetta eins fljótt og hægt væri. „Við vildum bara fá þetta mál frá. En það voru auðvitað ýmis atriði í samningnum sem við vorum kannski ekki sátt við. En það má taka það fram að við nutum góðs af allri þeirri vinnu sem bændurnir í Blönduhlíðinni voru búnir að leggja í breytingar á samningnum árið áður. Eins og bæturnar eru reiknaðar í dag – og voru þegar við lentum í niðurskurðinum – þá er gert ráð fyrir afurðatjónsgreiðslum sem eru svo langt undir okkar meðalafurðum. Reyndar held ég að það eigi við um flest búin sem hafa lent í þessu á undanförnum árum. Þeir eru varla orðnir nokkrir sauðfjárbændur eftir, sem eru í þessu af fullum hug, sem eru með 16 kílóa meðalvigt eins og reglugerðin gerir ráð fyrir til viðmiðunar á bótagreiðslunum,“ segir Elvar. „Þegar við lögðum síðast inn var meðalvigtin 19,8 kíló, það munar því verulega um mismuninn. Þegar reglugerðin er gefin út árið 2001, þá fannst manni mikið að vera með 17 kílóa meðalvigt,“ bætir Fjóla við. Bústofnsbætur duga ekki Að þeirra sögn dekka bústofns- bæturnar engan veginn kaupin á nýjum bústofni. „Ef þú ætlar að kaupa þér sambærilegan fjölda og þú varst með er það vonlaust miðað við þær bætur sem eru í boði. Við vorum komin með um 600 hausa og sáum því strax að miðað við forsendurnar sem voru gefnar í samningnum gætum við aldrei keypt þann fjölda til baka,“ segir Fjóla. Elvar segir að þau hafi reynt að semja um einhverjar hækkanir, eins og bændurnir í Blönduhlíðinni höfðu gert, en það var án árangurs. „Við reyndum líka að fá ríkið til að leggja til fjármagn við hreinsun upp úr skurðum hér, því við töldum að þar gæti smitefni leynst. Við fengum engan hljómgrunn við því. Það var lítið hægt að bæta við eða breyta því sem stendur í reglugerðinni. Þannig að við skrifuðum bara undir og héldum lífinu áfram.“ Að vissu leyti í svipaðri stöðu og Miðfjarðarbændur „Við vorum kannski að vissu leyti í svipaðri stöðu og þau á Bergsstöðum og Urriðaá eru núna, nema að hjá þeim var komið að sauðburði en við vorum komin með allt fé heim að hausti,“ segir Elvar. „Hér voru um þúsund lömb úti á túnum og ef við hefðum sett okkur í þær stellingar að vera með einhvern mótþróa við afhendingu á fénu þá hefðum við lent í vandræðum, því aðstæður buðu einfaldlega ekki upp á að málið yrði tafið.“ „Okkur sýnist að allir lendi í því sama, bændur hafa í raun ekkert val og skulu gjöra svo vel að undirgangast ákvæði reglugerðarinnar eins og lög gera ráð fyrir. Þegar við lendum í niðurskurðinum er Sigríður Björnsdóttir starfandi yfirdýralæknir og hún reyndist okkur afar vel sem og allt starfsfólk Matvælastofnunar sem kom að okkar málum,“ bætir Fjóla við. Þakklát fyrir afurðatjónsbæturnar Þau segja bæði að auðvitað beri að þakka fyrir afurðatjónsbæturnar þrátt fyrir allt. „Við erum á „launum“, fáum greitt eins og við værum með fulla framleiðslu, þ.e. bæði beingreiðslur og innlegg, það má ekki gleyma því. Reglugerðin gerir ráð fyrir að þessar greiðslur eigi að standa straum af vinnu og að byggja upp nýjan stofn, en því miður þá duga ekki þessar greiðslur til að standa straum af þeim kostnaði sem verður við niðurrif sem og uppbyggingu fjárhúsa að nýju og kaup á nýjum bústofni, þannig að bóndinn verður alltaf fyrir fjárhagslegu tjóni,“ segir Fjóla. „Það er hluti af samningnum líka að viðhalda jörðinni, túnum og það þarf að heyja, líka sinna viðhaldi á girðingum svo annað fé komi ekki inn á þitt land. En það sem ég hef verið hugsi um varðandi þennan vinnukostnað er að það er í raun ekkert mál að rífa niður og hreinsa – en þegar kemur að því að byggja upp þá er það ekkert á færi allra að gera það. Ég er til dæmis ekki menntaður smiður og kostnaður við að ráða iðnaðarmenn í slík verk getur verið talsverður. Ég hef sjálfur áætlað að kostnaður við að standsetja fjárhúsin aftur verði aldrei undir 15 milljónum.Síðan ef við ætluðum að taka fé aftur þá myndi ekki hvarfla að okkur annað en að taka fé með verndandi arfgerðir gegn riðu. Það er alveg ljóst að næstu kannski tíu árin þá verður þetta fé mun dýrara en annað – sem ásamt auðvitað verðlagsþróuninni verður mikill kostnaðarauki við kaup á nýjum bústofni,“ segir Elvar. Þrjátíu ár á milli niðurskurða Þau Elvar og Fjóla segja að líklega hafi þau verið meðvituð um það í fjöldamörg ár að riðan væri einhvern veginn alltaf yfirvofandi. „Það er búið að skera niður hér á bæjum allt í kring og svo auðvitað hér á þessum bæ fyrir akkúrat 30 árum. Við vorum oft búin að tala um þetta okkar á milli, sumsé að það væri ekki hvort heldur hvenær riðan kæmi. Auðvitað var sjokkið mikið og þá fyrst og fremst eftirsjá eftir bústofninum, því við vorum með alveg gríðarlega gott fé. Árið fyrir niðurskurð sem og mörg sl. ár hefur búið hlotið mörg verðlaun fyrir afurðir,“ segir Elvar Fjóla bætir því við að þau hafi notið þess að hafa byggt á gjöfulum grunni frá föður Elvars, Einars Gíslasonar, en þau hafi tekið við búinu af foreldrum Elvars árið 1997. „Við fengum í gegnum árin margs konar viðurkenningar fyrir ræktun. Og er fyrst og fremst þessi merka ræktunarsaga á bænum sem maður fær ekki aftur. Það tekur þig fjöldamörg ár að rækta þetta aftur upp, sem ekki er endilega víst að takist. En svo var þetta líka þannig að við hugsuðum með okkur þegar tilkynningin barst, jæja, þá er komið að þessu,“ segir Fjóla Að sögn Elvars hafði faðir hans gríðarlegan áhuga á ræktun sauðfjár, virtur sem slíkur og starfaði sem ráðunautur í mörg ár. „Hann var lengi bústjóri á tilraunabúinu Hesti í Borgarfirði á yngri árum og kom að innleiðingu að því byggingarlagi sem er í lömbum í dag, lágfættara fé, með betri læri og betra bak. Hann fékk skammir fyrir þetta í byrjun því menn höfðu efasemdir um að féð gæti gengið í snjó og væri of lítið til að geta náð upp á garðana.“ Ofboðslegt tilfinningalegt tjón Fjóla segir að margir utan sauðfjár- ræktarinnar átti sig ekki á því að VARAHLUTIR Í KERRUR Vagnhöfða 7, 110 Reykjavík | Sími 517 5000 | stalogstansar.is st’ al og Bílabúðin Stál og stansar Eftirmál riðuveiki: Afurðatjónsbætur langt undir meðalafurðum og bústofnsbætur duga skammt – Hjónin á Syðra-Skörðugili misstu 30 ára gjöfula ræktun sína í niðurskurði árið 2021 Fokheld fjárhús. Fjóla og Elvar hafa ekki ákveðið hvað verður gert við húsin eða hvort byggt verður upp. Ýmsar hugmyndir eru uppi, meðal annars um smærri sauðfjárbúskap eða að hluti verði hesthús og hluti fjárhús. Í DEIGLUNNI Við vorum búin að vera allan þann dag í fjár- húsunum kófsveitt við að vigta til slátrunar og velja líf- lömb þegar okkur er tilkynnt þetta ...“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.