Bændablaðið - 08.06.2023, Blaðsíða 22

Bændablaðið - 08.06.2023, Blaðsíða 22
22 Bændablaðið | Fimmtudagur 8. júní 2023 Ólafur Gestur Arnalds er prófessor við Landbúnaðarháskóla Íslands. Hann lærði jarðvegsfræði við Montana State University og útskrifaðist með doktorspróf á því sviði frá Texas A&M University árið 1990. Á þessu ári kom út eftir hann bókin Mold ert þú, rúmlega 500 blaðsíðna ritverk sem gefur glögga mynd af jarðvegi og íslenskri náttúru. Hann hefur í gegnum tíðina fengist við greinar tengdar beitarfræðum og ástandi vistkerfa á Íslandi. Ólafur telur of algengt að viðkvæm vistkerfi séu nýtt til sauðfjárbeitar. Beit viðheldur slæmu ástandi Hann segir hóflega beit ekki hafa mikil áhrif á vistkerfi sem eru í góðu ástandi og hafa mörg vistkerfi þróast í milljónir ára samhliða ágangi beitardýra. „Það á ekki við á Íslandi,“ segir Ólafur. Hér á landi sé gríðarlega viðkvæmt vistkerfi, sem hafi verið án spendýra sem bíta gras fyrir landnám. Mörg af þurrlendisvistkerfunum hérlendis höfðu kjarrgróður, þ.e. birki og víði, sem voru ákaft nýtt eða reynt að losna við til að fá beitarhaga. „Það gerði vistkerfin á þurrlendi mun viðkvæmari en ella fyrir álagi hvers konar, eins og beit, en líka eldgosum og kuldaköstum. Fólk á síðmiðöldum upplifði jafnvel tíu stiga frost í júlí einhverja morgna. Þegar þetta allt lagðist saman í landi, þar sem fólksfjöldinn fór eftir því hversu mikla fæðu var hægt að framleiða á hverjum tíma, þá þýðir það að nýtingarstigið var alltaf rosalega hátt, ekki síst þegar fólki fór að fjölga. Beitin er meginþáttur í að valda jarðvegsrofi á undanförnum öldum og beitin er meginþáttur í að viðhalda slæmu ástandi lands,“ segir Ólafur. Beit raskar viðnámsþoli Ólafur segir að samspil nokkurra þátta valdi jarðvegsrofi. Hins vegar er landnýtingin, þ.á m. beitin, eini þátturinn sem við höfum stjórn á. Vistkerfi Íslands verður reglulega fyrir náttúrulegum áföllum, á borð við gjóskufall eða kuldatíð. „Þegar er búið að raska viðnámsþoli vistkerfanna með nýtingunni, þá verða afleiðingar af náttúrulegum áföllum miklu meiri. Þetta eru samverkandi þættir, þar sem landnýtingin er umliggjandi og allt um kring.“ Í sterku vistkerfi segir Ólafur að beit geti styrkt gróðurþekjuna, sé hún hófleg. Einkennist vistkerfið hins vegar af óþéttri gróðurþekju, þar sem lítið er um æðplöntur á borð við grös, þá á beit ekki við. Þar geti kerfið orðið fyrir miklum skakkaföllum við minnstu beit. Ólafur segir oft miklar breytingar verða á vistkerfum við minnkaða beit eða friðun. Þau kerfi sem einkennast af lyngtegundunum, sem er mjög víða að finna á hálendum grónum vistkerfum, sé í raun beitarlandslag, því það er búið að beita út þær tegundir sem sauðféð sækist eftir. „Þess vegna erum við búin að búa til mikið af rýrum lyngmóum sem einkenna landið. Þeir geta þótt eftirsóttir sem slíkir og eru víða búsvæði viðkvæmra fuglastofna.“ Ódýrast að friða Ólafur segir viðkvæmustu vistkerfin hérlendis vera meira og minna í mjög hnignuðu ástandi, eða horfin. Það séu hins vegar til vistkerfi í prýðilegu ástandi þar sem beitarnýting eigi vel við, en Ólafur telur of algengt að alhæft sé um mismunandi vistkerfi og þau sett í sama flokk. „Það sem við þurfum að fókusera á er að bæta ástand þess lands sem er í versta ástandi. Þar sem ástand er slæmt á að friða – skilyrðislaust,“ segir Ólafur og bætir við að sauðfjárbeit geti ekki bætt ástand viðkvæms lands. Ódýrasta og skynsamasta leiðin til að endurheimta hnignað vistkerfi sé að stöðva beit. Ólafur tekur þó fram að bændur séu mjög öflugir í að rækta landið með uppgræðslu og áburðargjöf, en það sé mjög kostnaðarsöm leið. „Það er ekki siðferðilega rétt að níðast á landi sem er í slæmu ástandi. Beitin á ekki alltaf að vera aðalatriðið, heldur ástand landsins. Í þessu samhengi eru til staðar önnur sjónarmið sem fara líka ansi hátt í dreifbýlissamfélaginu í dag. Það eru þessi meintu réttindi um að beita megi allt land – að sauðkindin eigi rétt á frjálsri för um allt landið. Eftir úrskurð umboðsmanns Alþingis er orðið ljóst að það er röng túlkun. Það er hugsunarháttur aftan úr öldum og alveg komin tími til að taka á þessu vandamáli.“ Við erum á gatnamótum Ólafur segir að árið 1998 hafi jarðvegsrof verið kortlagt yfir allt landið. Þar segir hann jarðvegsrofið hafa verið metið mjög mikið á stórum hluta landsins. Í kjölfarið hafi landnýtingarþátturinn í gæða- stýringunni í sauðfjárrækt verið þróaður þar sem átti að tryggja að beitin einskorðaðist við land í góðu ástandi. Þeir sem það gerðu áttu að fá hærri styrki. „En kerfið brást fullkomlega og er falskt, í raun ónýtt með öllu, því það fá allir bætur án tillits til beitarhátta. Samkvæmt kerfinu er ekki heimilt að beita á aðra án leyfis. Þeir sem verða hins vegar fyrir slíkri beit fá enga úrlausn og allir fá áfram greitt eins og ekkert hafi í skorist. Það er ekki hægt að benda á neinn farveg í stjórnsýslunni hvernig er hægt að taka á þessum málum. Með þessum nýjustu vendingum og úrskurði umboðsmanns Alþingis og dómsmálaráðuneytisins er ljóst að sveitarfélögin standa fyrir rosalegri dílemmu. Við erum á gatnamótum. Það er ljóst að það þarf að taka aðra stefnu. Þegar nýr kúrs er tekinn er mjög æskilegt að ástand landsins verði haft að leiðarljósi. Það er hægt! Ég hef ekkert á móti sauðfjárbeit þar sem er fallega gróið land og bóndinn á sannarlega rétt á að nýta það. Landgræðslan og sauðfjárbændur standa að verkefninu Grólind. Þar eru til upplýsingar, sem batna ár frá ári, um ástand lands, þannig að það er hægt að verða miklu markvissari í stýringu á beitarnýtingu á Íslandi.“ Tekur langan tíma „Þessi kerfi eru oft í afar hnignuðu ástandi, með kolefnisforða sem hefur gengið gríðarlega mikið á. Við friðun breytist þetta, en við megum ekki gleyma því að það tekur mjög langan tíma að endurheimta landkosti. Kæli- og frystiklefar í öllum stærðum og gerðum Margar gerðir af vélbúnaði fyrir kæli- og frystiklefa Mikið úrval af hillum Járnháls 2 - 110 Reykjavík Sími 440 - 1800 www.kaelitaekni.is Kælitækni er leiðandi í sölu og uppsetningu á kerfum með náttúrlegum kælimiðlum FRÉTTASKÝRING Ólafur Gestur Arnalds hefur beitt sér fyrir að varlega sé farið í beit í viðkvæmum vistkerfum. Mynd / Aðsend Beit á ekki við í viðkvæmum vistkerfum Ólafur Arnalds bendir á að samspil nokkurra þátta valdi jarðvegsrofi. Landnýtingin, þar á meðal beitin, er eini þátturinn sem við höfum stjórn á. Með því að friða viðkvæm svæði eykst viðnámsþol gagnvart náttúrulegum áföllum, á borð við gjóskufall og kuldatíð. Hér sést viðkvæmt svæði skammt frá Þingvallavatni sem nýtt er til sauðfjárbeitar. Mynd / Áskell Þórisson Beitin er megin- þáttur í að valda jarðvegsrofi á undan- förnum öldum og beitin er meginþáttur í að viðhalda slæmu ástandi lands...“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.