Bændablaðið - 08.06.2023, Blaðsíða 24

Bændablaðið - 08.06.2023, Blaðsíða 24
24 Bændablaðið | Fimmtudagur 8. júní 2023 Suzuki á Íslandi Skeifunni 17 Sími 568 5100 www.suzuki.is LÁTTU EKKERT STOPPA ÞIG! Suzuki fjórhjól eru með power stýri og 100% driflæsingu. Þau eru létt, lipur og meðfærilegTraust, ódýr í rekstri og þægileg í notkun. SUZUK I FJÓRHJÓL KINGQUAD 750AXI 4X4 VERÐ KR. 2.590.000 Hátíðir sumarsins: Sól í hjarta, sól í sinni HRINGINN Í KRINGUM LANDIÐ Austurland & Austfirðir 22.–25. júní Humarhátíðin á Höfn. Þrjátíu ára afmæli hátíðarinnar í ár og því mikið um skemmtan, gleði og húllumhæ fyrir alla fjölskylduna. 24. júní Skógardagurinn mikli. Árleg skógarhátíð Félags skógarbænda á Austurlandi, Barra, Héraðs- og Austurlandsskóga, Skógræktarfélags Austurlands og Skógræktar ríkisins verður haldinn í Mörkinni í Hallormsstaðaskógi. 23.–25. júní Bakkafjörður Bakkafest, tónlist og allir hressir! 23.–25. júní Sólstöðuhátíð Kópaskers 24. júní–1. júlí. Gönguvikan „Á fætur í Fjarðabyggð“. Einn stærsti útivistarviðburðum ársins, fjölskylduvænar gönguferðir og afþreying. Norðurland & Norðausturland 14.–17. júní Bíladagar haldnir á Akureyri. Dagskráin hljómar svo: 14. júní; Auto X, Drift. 15. júní; Rallycross, Græjukeppni, Risa bílahittingur, Bíla Limbo, Hávaðakeppni. 16. júní; Götuspyrna. 17. júní; Bílasýning, Burnout. 23.–25. júní Bæjarhátíðin Hofsós heim – mikið stuð í gangi. Til dæmis, þann 24. júní mæta Bjartmar og Bergrisarnir og syngja vel þekkta smelli á borð við Ég er ekki alki, Týnda kynslóðin, Fimmtán ára á föstu o.fl. 22. júní Sólstöðuhátíð Grímseyjar Reykjanes, Suðurland, Suðaustur- & Suðvesturland 10. júní Color Run hlaupagleðin haldin í Reykjavík 23.–25. júní Hvalfjarðardagar 23.–25. júní Jónsmessuhátíð Eyrarbakka 30. júní–2. júlí Bryggjuhátíð Stokkseyrar verður haldin Vesturland, Norðvesturland & Vestfirðir 22.–25. júní Danskir dagar á Jónsmessu í Stykkishólmi auk Landsmóts UMFÍ 50+ 23. – 25. júní Brákarhátíð, fjölskylduhátíð í Borgarnesi 29. júní–2. júlí Írskir dagar á Akranesi 29. júní–2. júlí Ólafsvíkurvaka 29. júní–2. júlí Fjölskylduhátíð Bíldudals grænar baunir Gleðigangan í Reykjavík, gengið niður Skólavörðustíginn. Mynd / Ragnar Th / Höfuðborgarstofa Á döfinni í júní Auðvitað hefur eitthvað ekki komist á lista, en hér að ofanverðu er ýmislegt upptalið sem má skemmta sér við. Nú þegar dagarnir hafa einkennst aðeins of lengi af gráma og rigningu gefur hver sólarglæta von um heitt og sólríkt sumar. Með það í huga er gott að rýna í dagskrá sumarsins og hlakka til betri tíðar. Að venju eru sólstöðuhátíðir víðs vegar um landið og einhverjir velta sér í dögginni um Jónsmessuna. Bíladagar á Akureyri kitla aðra, þrjátíu ára afmæli Humarhátíðarinnar á Höfn ætti að verða lengi í manna minnum, Color Run hlaupið gleður marga – a.m.k. ef ekki rignir – og svo auðvitað hátíðir verslunar- mannahelgarinnar í bland við allar þær tónlistarhátíðir, Danska eða Franska daga, vökur og þess háttar sem fyrirfinnast. Eitthvað er um réttindagöngur á borð við Druslugönguna í Reykjavík sem verður í ár haldin þann 23. júlí nk. Stendur Druslugangan fyrir því að færa ábyrgð kynferðisglæpa frá þolendum yfir á gerendur. Gleðigangan er önnur vel þekkt og vel sótt réttinda- ganga hinsegin fólks, kröfuganga sem kallar eftir jafnrétti, vitundarvakningu og útrýmingu mismununar, en einnig til að fagna því sem hefur unnist í baráttunni. Er hún haldin í borgum víðs vegar um heim, þó ekki alltaf á sama tíma. Á Íslandi hefur hún verið gengin í Reykjavík í ágústmánuði frá árinu 2000 sem hluti af Hinsegin dögum sem haldnir eru á sama tíma. Gleðigangan er að jafnaði gengin fyrsta laugardag eftir frídag verslunarmanna og upplagt að taka þátt í henni. Hér til hliðar er svo örlítið yfirlit þess sem helst er á döfinni í júnímánuði hérlendis. Júlí og ágúst verða eðlilega næstir á dagskrá er líða tekur á sumarið og reynum við að fjalla um það helsta sem er á döfinni þá mánuði. Þeir sem hafa upplýsingar um skemmtanir eða hátíðarhöld sem þeir vilja deila með öðrum mega hafa samband á netfangið sigrunpeturs@bondi.is. /SP Miðsumarshátíð norrænna manna, Jónsmessan, fagnar sumarsól- stöðum, birtu og yl. Sumarsólstaðir, eða lengsti sólargangur ársins, er þó 21. júní en Jónsmessan haldin þann 24. júní, sex mánuðum fyrir aðfanga- dag vegna tengingar hennar við kristni. Er nafn Jónsmessunnar dregið af nafni Jóhannesar skírara og þýðir í raun messa Jóhannesar, en eins og við tengjum við hana í dag fyllt náttúrutöfrum og kyrrð, hátíð sumars, sólar og birtu. Hún hefur ætíð haft á sér ævintýralegan blæ, en aðfaranótt Jónsmessunætur er þekkt sem ein fjögurra nátta ársins sem magnaðastar þykja hvað varðar töfra á einhvern hátt. Hinar eru jóla-, nýárs- og þrettándanótt. Þær eiga það sameiginlegt að vera í nánd við sólhvörf, sumars eða vetrar og á þeim flestum rætast draumar, dýr tala og allir yfirskilvitlegir hæfileikar og máttar koma í ljós, fólki til gleði eða ama auk þess sem óskasteinar, lausnarsteinar, draumagras, lásagras og huliðssteinar tala til hjörtu trúaðra á Jónsmessunni. Það er að minnsta kosti víst að þessa messutöfra ættu menn að njóta til fulls, að minnsta kosti innra með sér. /SP Jónsmessan: Hátíð töfra og sumarsólar Miðnætursólin í Ásbyrgi í allri sinni dýrð. Mynd / Markaðsstofa Norðurlands Ekki líður á löngu þar til þjóðhátíðardagur Íslendinga, 17. júní, verður haldinn hátíðlegur um land allt. Mynd / Ragnar Th / Höfuðborgarstofa
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.