Bændablaðið - 08.06.2023, Blaðsíða 13

Bændablaðið - 08.06.2023, Blaðsíða 13
Hrein íslensk fæðubót frá Eylíf Eylíf vörurnar fást í öllum apótekum, Hagkaup, Krónunni, Heilsuhúsinu, Fjarðarkaupum og Nettó Ókeypis heimsending á eylif.is ef keypt er fyrir 7000 kr eða meira Betri lífsgæði með Active JOINTS Már Guðnason húsasmiður hefur starfað við álagsvinnu í gegnum árin. Nú þegar hann er kominn á eftirlaun hafa komið fram ýmis eftirköst erfiðisins. Már hefur fundið út að Active JOINTS frá Eylíf reynist vel til að bæta lífsgæðin. „Ég var alltaf í átaksvinnu, aðallega í virkjunum. Það hefur komið niður á líkamanum en ég hef verið sérstaklega slæmur í hálsinum. Ég vann lengi í járna- bindingum og oft með mikil þyngsli í höndunum. Það reynir á skrokkinn og kemur fram þegar maður eldist,“ segir hann. „Ég var með mikla verki í hálsinum og átti erfitt með svefn. Ég hafði leitað til heimilislækna í ein- hver ár, en það eina sem ég fékk út úr því var að taka verkjalyf. Ég fór í nudd með litlum árangri, verkirnir versnuðu bara ef eitthvað var. Ég var síðan sendur í myndatöku og þá kom fram mikið slit í hálsliðum en því miður á svo vondum stað að ekkert er hægt að gera. Eina ráðið voru verkja- og gigtartöflur það sem eftir er, sem mér hugnaðist ekkert sérstaklega vel,“ útskýrir Már. Get loksins sofið „Ég sá auglýsingu frá Eylíf um Active JOINTS og hugsaði með mér að það væri nú allt í lagi að prófa þetta. Það var í mars 2020. Eftir fjórar vikur var ég farinn að finna fyrir að eitthvað var að breytast og eftir fjóra mánuði var ég orðinn töluvert betri. Ári seinna var ég hættur að finna fyrir verkjunum í hálsinum. Fyrir mér er þetta kraftaverk og lyginni líkast. Ég fékk nýtt líf. Engar verkjatöflur og mér gekk vel að sofna á kvöldin. Í rauninni er ég laus við verkina,“ segir Már, sem tekur þrjú hylki á dag og ætlar sannarlega að taka Active JOINTS frá Eylíf áfram. Már var svo óheppinn að fótbrjóta sig fyrir sex vikum og er viss um að Active JOINTS hefur hjálpað beinunum að gróa. Læknirinn er ánægður með hversu vel hefur gengið hjá honum. „Ég var svo óheppinn á leið í Krónuna á Hvolsvelli að detta. Það var rok úti og ég var með tvo nælonpoka sem fuku frá mér. Í flýtinum að ná þeim hrasaði ég með þeim afleiðingum að ég mölbraut á mér fótinn. Ég brotnaði svo illa að læknirinn sagði að í raun áður en aðgerðin fór fram hefði fóturinn verið ónýtur. Aðgerðin hefði hins vegar gengið vel og ég er farinn að stíga í fótinn,“ segir hann og bætir við: „Enda læknirinn, Benedikt Árni Jónsson, algjör snillingur, besti skurðlæknir á landinu að öðrum ólöstuðum,“ segir hann. Active JOINTS styrkir beinin Már segir að hann hafi spurst fyrir hjá Eylíf hvort það hentaði að taka Acive JOINTS á meðan beinin væru að gróa. „Mér var sagt að það væri mjög gott þar sem Active JOINTS styrkir beinin. Ég hélt því áfram að taka hylkin og er viss um að það hefur hjálpað þeim að gróa,“ segir hann. „Ég er bara virkilega ánægður með virknina í Active JOINTS og hef mikla trú á þessu fæðubótarefni enda eru innihaldsefnin kalkrík sem er nauðsynlegt fyrir viðhald beina. Einnig er C- og D3-vítamín í Active JOINTS frá Eylíf. Ég get ekki annað en mælt með vörunni,“ segir Már og bætir við að eiginkonan taki Smoother SKIN & HAIR og sé sömuleiðis mjög ánægð með þá vöru. Vörulínan frá Eylíf Vörulínan Eylíf býður upp á fimm vörur, Active JOINTS, Stronger BONES, Smoother SKIN & HAIR, Happier GUTS og nýjasta varan er Stronger LIVER, allt vörur sem hafa reynst fólki vel. Vörurnar eru unnar úr hreinum, íslenskum hráefnum, engum aukaefnum er bætt við og framleiðslan er á Grenivík undir GMP gæðastaðli. Íslensku hráefnin sem notuð eru í allar Eylíf vörurnar eru: • Kalkþörungar frá Ískalki Bíldudal • Smáþörungar (Astaxanthin) frá Algalíf Reykjanesbæ • Kísillinn frá Geosilica Reykjanesbæ • Kollagen frá Marine Collagen Grindavík • Kítósan frá Primex Siglufirði • Íslenskar jurtir frá Íslenskri Hollustu Hafnarfirði Hrein íslensk óerfðabreytt hráefni Íslensk framleiðsla Heilsan er dýrmætust Fæðubótarefni kemur ekki í staðinn fyrir fjölbreytta fæðu. Ekki ætlað börnum eða barnshafandi konum. Ekki er ráðlagt að taka meira en ráðlagður dagskammtur segir til um. Geymist þar sem börn ná ekki til. Ragnar Alfreðsson Trésmiður Már Guðnason Húsamiður Mælir hiklaust með Stronger LIVER Ragnar Alfreðsson trésmiður notar bætiefnið Stronger LIVER með frábærum árangri. „Blóðið í mér hefur verið að hlaða upp járni og fylgjast þarf náið með gildunum því ef þau verða of há þarf að fara í aftöppun. Ég fer því í blóðprufur á þriggja mánaða fresti en eftir að ég fór að taka inn Stronger LIVER frá Eylíf hafa lifrargildin, sem voru áður ekki upp á tíu, snarbreyst til hins betra. Það er einfaldlega allt í topplagi eftir að ég fór að taka inn þetta magnaða bætiefni sem hefur breytt ótrúlega miklu fyrir mig,“ segir Ragnar, alsæll með árangurinn. Hann hefur tekið inn Stronger LIVER samviskulega upp á dag hvern í hálft annað ár. „Ég mæli 100 prósent með Stronger Liver því ég þekki það af eigin raun. Ég er yfirleitt ekki ginnkeyptur fyrir töflum eða bætiefnum en fékk ábendingu um Stronger LIVER frá Eylíf. Í fyrstu var ég hikandi og hafði enga trú á áhrifum þess en eftir að ég fór að lesa mér til um bætiefnið ákvað ég að prófa. Ég var nýkominn úr blóðprufu þar sem lifrargildin voru alltof há og fannst ég ekki hafa neinu að tapa að gefa þessu séns. Eftir þriggja mánaða skammt varð ég svo nánast orðlaus yfir því hvað gildin höfðu breyst mikið þegar ég fór næst í blóðprufu. Stronger LIVER var greinilega að svínvirka,“ segir Ragnar, og læknirinn hans var líka hissa á betri lifrargildum. „Ég sagði lækninum að ég væri að taka inn Stronger LIVER og hann sagði það greinilega virka mjög vel, sem eru sannarlega góð meðmæli. Vitaskuld má maður ekki vera með fordóma fyrirfram og dæma það sem maður veit ekki um. Það heillaði mig líka að bætiefnið er unnið úr náttúrulegum og íslenskum hráefnum,“ segir Ragnar sem mælir eindregið með Stronger LIVER. „Nýrnastarfsemin var líka í pínu ólagi hjá mér en þetta virðist haldast í hendur því nýrnagildin hafa líka lagast eftir að ég fór að taka inn Stronger LIVER. Ég er mjög ánægður og mun halda áfram að taka inn þetta einstaka bætiefni inn fyrir heilsu mína. Ég mæli því hiklaust með Stronger LIVER fyrir alla sem glíma við ójafnvægi í járnbúskapnum því allt hefur það lagast í mínu tilviki og ég hef þurft að fara miklu sjaldnar í aftöppun en áður. Ég hef líka hvatt félaga mína sem eru með of hátt lifrargildi að taka inn Stonger LIVER og senn kemur í ljós hvort gildin hafi ekki lækkað hjá þeim líka.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.