Bændablaðið - 08.06.2023, Blaðsíða 25

Bændablaðið - 08.06.2023, Blaðsíða 25
25Bændablaðið | Fimmtudagur 8. júní 2023 Ný myndbönd úr breskum sláturhúsum sýna þjáningarfullan dauðdaga svína sem kæfð eru til dauða. Áætlað er að 88 prósent breskra svína sé slátrað á þennan hátt. Guardian greinir frá, en myndirnar eru hluti af heimildamyndinni Pignorant, sem er í vinnslu. Baráttufólk, sem kom földum myndavélum fyrir, segja myndböndin sýna hversu „gersamlega ómannúð- leg“ notkun koltvísýrings er við slátrun. Á móti segja fulltrúar sláturhúsa að umrædd aðferð feli í sér þá mestu dýravelferð sem kostur er á. Alvarlegt velferðarmál Samkvæmt vísindalegu áliti Evrópsku matvælaöryggisstofnunarinnar frá 2020 segir: „Nálægð við koltvísýring í miklu magni er álitið af stofnuninni alvarlegt velferðarmál þar sem það er mjög ógeðfellt og veldur þjáningum, ótta og sársauka í öndunarvegi.“ Myndirnar sýna hvar svínin fara í litlum hópum í búr fyllt með koltvísýringi. Þar engjast þau um af sársauka og reyna að finna leið til að sleppa út. Þau eru nokkrar mínútur að kafna og sjást sprikla og taka mikil andköf. Síðastnefnda atriðið þykir benda til að sársaukinn sé mikill. Þegar þau hafa misst meðvitund er þeim sturtað úr klefanum. Myndirnar sýna að sum svínin byrja að vakna úr meðvitundarleysi áður en þau eru endanlega drepin. Aðgerðarsinnarnir á bak við myndatökuna segja þetta sýna fram á að breskum sláturhúsum er meira umhugað um eigin hagnað en velferð dýranna. Myndböndin voru tekin í sláturhúsi Pilgrim í Ashton-under- Lyne í norðvesturhluta Englands. Pilgrim er í eigu brasilíska kjötframleiðslurisans JBS. Fulltrúar Pilgrim bera af sér allar sakir og segja ekkert geta tengt myndböndin við sín sláturhús. Vantar fjárhagslegan hvata Í áliti frá vísindalegri ráðgjafarnefnd bresku ríkisstjórnarinnar frá 2003 segir að notkun koltvísýrings við slátrun sé óviðunandi aðferð. Þar var lagt til að aðferðin verði lögð niður á fimm árum. Síðan þá hefur aðferðin breiðst út og hlóta 88 prósent breskra svína þessar meðferð. Skoðað hefur verið að nota aðrar gastegundir, eins og argon eða helíum, sem eiga að leiða til kvalaminni dauðdaga. Notkun þeirra er hins vegar talsvert dýrari og þarf að ráðast í kostnaðarsamar breytingar á tækjabúnaði. Sláturhúsum býðst enginn fjárhagslegur hvati til að breyta sínum háttum. /ÁL Sláturfélag Suðurlands | Fosshálsi 1, Reykjavík - 575 6070 | yara@yara.is | www.yara.is 1. Hvar er bærinn? 2. Stærð jarðar og þar af ræktað land? 3. Gerð bús? 4. Hvað telur þú vera stærstu áskorunina í keppninni? 5. Hvert er sáðgresi keppnisspildunnar? 6. Hefur keppnisspildan verið kölkuð? Ef svo er þá með hvaða kalkgjafa og hve mikið? 7. Áhugamál? Spurningalistinn Gróffóðurkeppni Yara 2023 Kynning á keppendum 1. Hjartarstaðir, 701 Egilsstaðir. 2. Jörðin er um 5000 ha, ræktað land um 120 ha. 3. Blandað bú. Mjólkurframleiðsla, nautaeldi og sauðfé. 4. Stærsta áskorunin í keppninni er líklega veður- farið. 5. 80% vallarfoxgras og 20% vallarsveifgras 6. Nei. 7. Skógrækt og ferðalög 1. Skeiðháholt 1, Skeiða og Gnúpverjahreppi 2. Ca. 300 ha þar af 200 ha ræktaðir. 3. Blandað bú u.þ.b. 300 nautgripir þar af 70 mjólkurkýr og 15 holdakýr, 50 kindur og 50 hross. 4. Veðurfar. 5. SS rækt. 6. Stendur til að kalka í vor eða milli slátta með Dolomit kalki 3 tonn á ha. 7. Búfjárrækt er virkasta áhugamálið. Storytell og Rás 1 er helsta afþreyingin í dráttarvélinni. Halldór Sigurðusson og Ágústína S. Konráðsdóttir Jón Vilmundarson og Guðrún Helga Þórisdóttir Hjartarstaðir Skeiðháholt Bretland: Gasklefar í svínasláturhúsum Dýravernd: Ríkið þarf ekki að greiða skaðabætur Máli vegna vörslusviptingar fjár lokið með sýknu. Málshöfðun byggðist á að MAST hefði misbeitt valdheimildum. Landsréttur staðfesti með dómi 19. maí sl. sýknudóm Héraðsdóms Reykjavíkur um að íslenska ríkið þyrfti ekki að greiða skaða- og miskabætur vegna vörslusviptingar. Landsréttur hafði áður ómerkt dóm héraðsdóms og vísað málinu heim í hérað. Forsaga málsins er sú að MAST gerði athugasemdir við aðbúnað og ástand fjár á býli en ábúendur brugðust ekki við. Stofnunin ákvað því að vörslusvipta og var féð í kjölfarið flutt í sláturhús haustið 2014. Byggðist málshöfðunin á að MAST hefði misbeitt vald- heimildum sínum og aðgerðir stofnunarinnar verið ólögmætar. Í dómnum kemur meðal annars fram að í gögnum málsins sé getið um bágborið ástand á fénu og að vigtarseðlar úr sláturhúsi hafi sýnt fram á að ástand margra gripa hefði verið bágborið. Jafnframt að talsvert hefði verið um vanmetafé sem ætla mætti að hefði að mestu leyti mátt rekja til lélegrar fóðrunar, brynningar og slæms aðbúnaðar. /sá FRÉTTIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.