Bændablaðið - 08.06.2023, Blaðsíða 41

Bændablaðið - 08.06.2023, Blaðsíða 41
41Bændablaðið | Fimmtudagur 8. júní 2023 NT ryksugur HDS háþrýsti/hitadælur Hreinsibúnaður og vélar PGG rafstöðvar K háþrýstidælur HD háþrystidælur rafver.is - S: 581 2333 - rafver@rafver.is Jörðin Hallgilsstaðir 1 í Langanesbyggð er til leigu. Á jörðinni er stundaður sauðfjárbúskapur með um 400 fjár. Tún og ræktarlönd eru um 35 ha, beitiland gott og húsakostur ágætur. Leigutími er frá 1. ágúst nk. en getur verið samkomulagsatriði. Nánari upplýsingar fást hjá Jónasi Pétri Bóassyni formanni Jarðasjóðs Langanesbyggðar s. 844 0752 og á netfanginu jpb@centrum.is Þeir sem hafa áhuga á því að leigja jörðina eru vinsamlegast beðnir að skila inn tilboði á skrifstofu Langanesbyggðar eða á netfangið bjorn@langanesbyggd.is. Umsóknarfrestur framlengdur til 20.júní. Jarðasjóður Langanesbyggðar. „True Believer“, Borgarfirði eystra, 17. júní 2023 Englanna urt Ég sá borg englanna um nótt í gleymdum draumi. Ég leit Los Angeles liggjandi í aftursætinu á þaklausum bíl sem ók eftir yfirgefnu breiðstræti og horfði upp á brunnin pálmatrén og sá að þetta voru hvannir úr öðru lífi. Urtir englanna sem sendiboði Guðs kom með um nótt til verndar og lækningar gegn plágunni. Síðan kom dygð urtarinnar úr höndum sendiboðans þessu villta blómstri í allflesta aldingarða sem mér sýndust brunnin pálmatré. Þeir aldingarðar eru að vísu horfnir og aðeins til í hverfulum draumum og frjósömu minnisleysi í yfirgefnum firði þar sem veröldin hefur snúist á hvolf. Glötuð þekking segir tempran hennar heita og sæta og safinn mótstríði öllum þeim meinum sem mönnum er á móti skapi. Sigtar burt eitrið með hita líkamans og leysir blóðið úr læðingi kvillanna. Frelsar andann, frelsar fegurðina, gerist sjálf sendiboði og verndarengill. Þessar dygðir drógu mig að henni, harðneskju hennar og sætleika. Hún birtist mér sem frummynd okkar sjálfra, spegill og tilgangur. Ég sá inn um gyllta hliðið inn í raunværða vitund mannsins, inn í náttúruna, drauminn, frjóvgunina og framlag aldingarðsins til festingarinnar sem er bæði villt og stjórnlaus. Ég sá að plægð og mannvit kemur þar hvergi nærri eða herfuð slétta og sáning nema þá sem brunnin pálmatré. Ég sá að urtin teiknaði upp af innra táknsæi togstreituna á milli nautnar og geldingar í blómunum en í rótinni togaðist á merkingin og röddin í lakanískum skilningi á jarðplógastarfsemi í sundurgreiningu sálarinnar. Ég sá að rótin var styrkur, stöngullinn þekking, laufin vernd og blómið var innblástur. Ég sá að hvert fræ var ósagt orð. Svo vaknaði ég. Ófeigur Sigurðsson Sveinn skotmaður. Árin 1979-1984 ferðaðist hann um Bandaríkin og myndaði alls konar fólk,“ segir Stephan. „Richard tók það úr sínu daglega amstri og smellti af mynd. Síðan kom bókin út og ekki síst; fyrir mig – inn í mitt líf. Það var í París 1991. Ég hvet alla til að skoða þetta meistaraverk. Kannski ég taki eintak með mér til að sannfæra bændurna um ágæti þessarar hugmyndar en í kjölinn er þetta hrein heimild um mannskepnuna; og hver vill ekki vera með í því gúmmelaði?“ Um það hvað Stephan ætlast fyrir að öðru leyti segist hann staddur í miðjunni á margumtöluðu langtímaverkefni sínu, LAPB. „Tólf plötur (vínylplata, ljósmyndasería, texti, kvikmynd og hugmynd) af 24 eru tilbúnar og ég er á tíma miðað við að sú fyrsta kom út 2018. Ætli ég stefni ekki á lokasýninguna 2031 um heim allan og tengi við hátíðarhöldin á 60 ára afmæli forsetans? Annars bara mæta á verkstæðið snemma í fyrramálið, eins og alla daga ársins,“ segir Stephan að lokum. /sá Blóðhöndin.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.