Bændablaðið - 08.06.2023, Blaðsíða 6

Bændablaðið - 08.06.2023, Blaðsíða 6
6 Bændablaðið | Fimmtudagur 8. júní 2023 Hinn 1. júní síðastliðnum var tilkynnt að verkefnið Terrraforming LIVE hafi hlotið styrk upp á tæplega milljarð íslenskra króna til að vinna að verkefni sem miðar að því að efla hringrásarhagkerfi innlendrar matvælaframleiðslu og til að koma til móts við loftslagmál landbúnaðarins til framtíðar. Ef verkefnið gengur allt eftir er um mikið framfaraskref að ræða í umhverfis- og loftslagsmálum landbúnaðarins. Síðastliðið ár höfum við hjá Bændasamtökunum sett umtalsverða vinnu frá okkar starfsfólki í þetta verkefni sem hefur skilað þessum árangri í samstarfi við meðumsækjendur. Með þessum styrk er þó ekki einvörðungu verið að skoða möguleika á að framleiða umhverfisvænan áburð til nota fyrir bændur, heldur einnig til landgræðslu og annarrar ræktunar hér á landi. Af þessu tilefni vil ég þakka öllum þeim sem komu með okkur í þessa vegferð, ferlið hefur verið lærdómsríkt og hefur sýnt að bændur vilja vera í forystu þegar kemur að því að leysa loftslagsvandann. Á næstu mánuðum munum við upplýsa um næstu skref um þá verkþætti sem snúa beint að bændum og Bændasamtökunum. Skýra þarf regluverkið Til að svona mikilvæg verkefni hljóti framgang þarf að skýra og jafnvel endurskoða verkefnið með hliðsjón af bestu fáanlegu tækni, en ein varðan sem taka þarf á snýr að heimildinni til þess að flytja búfjáráburð á milli sóttvarnarhólfa svo hægt sé að koma hluta hráefnisins í fullvinnslu. Teikn eru á lofti innan Evrópusambandsins að á næstu árum munum við sjá samræmd skilyrð í formi regluverks um áburð sem er gerður úr endurunnum eða lífrænum efniviðum og að hvatt verði til frekari notkunar hans með það að markmiði að stuðla að aukinni notkun endurunninna næringar- efna sem myndi styðja enn frekar við þróun hringrásarhagkerfisins, auðvelda nýtingu auðlinda og draga úr þörfinni á því að við þurfum að treysta á næringarefni frá löndum utan Evrópska efnahagssvæðisins. En til að þetta raungerist þarf að treysta á þátt stjórnarráðsins og er þar ábyrgð ráðuneytanna sem fara með skipulagsmál og umhverfis- og loftslagsmál ekki síst minni. Loftslagsvegvísir atvinnulífsins Bændasamtökin hafa liðna mánuði unnið að verkefni með fulltrúum umhverfisráðuneytisins sem nefnist Loftslagsvegvísar atvinnulífsins (LVA). Þar hefur BÍ verið aðili að þessu verkefni í nokkur misseri, m.a. á vettvangi Grænvangs. En nú liggur fyrir að ráðuneyti umhverfismála hefur sagt að landbúnaðurinn verði tekinn fyrir síðar án þess að nefna fyrir því ástæður eða hvenær unnið verði áfram að vegvísum fyrir landbúnaðinn. Þetta þykir í hæsta lagi athyglisvert þar sem tími til aðgerða er núna og stjórnvöld segjast stefna að því að losun frá landbúnaði verði komin úr tæplega 605 þúsund tonnum í 575 þúsund tonn Co2 ígilda árið 2030. Þá er reiknað með að árangur aðgerða hvað varðar samdrátt í losun frá landbúnaði byrji fyrst að skila sér árið 2025, þannig að tíminn er afar naumur. Í rammasamningi sem var endurskoðaður 2021 kemur eftirfarandi fram: „Af hálfu stjórnvalda er fyrirhugað að verja verulegum fjármunum til aðgerða á sviði loftslagsmála á næstu árum. Samningsaðilar telja þýðingarmikið að þar verði stutt við framangreind markmið og munu gera sérstaka samninga um slík verkefni, eftir því sem aðstæður leyfa á gildistíma samkomulagsins.“ Þarna vantar eitthvað inn í samtalið og bendir hver á annan um hvernig eigi að nálgast þetta verkefni. Nú á síðustu dögunum áður en alþingismenn fara í sumarfrí er rætt um matvælastefnu og landbúnaðarstefnu til næstu ára og hvernig ætlum við að láta þessi verkefni raungerast nema stutt verði við landbúnaðinn með auknu fjármagni. Því má ekki gleyma þeim skuldbindingum sem atvinnugrein stendur frammi fyrir. Stýrivextir og verðbólga Í umhverfi rekstrar er mikill vandi þeirra sem eru skuldsettir og þar eru bændur engin undantekning. Mjög mikil fjárfesting hefur átt sér stað í frumframleiðslunni þar sem aðbúnaðarreglur hafa kallað á mikla fjárfestingu og skuldsetningu í greininni. Og verkefninu hvergi nærri lokið. Við samantekt Bændasamtakanna um þetta efni hefur verið áætlað að við hverja 100 punkta hækkun stýrivaxta kallar það á tæplega 700 til 900 milljóna króna hækkun útgjalda á ári í greininni. Allt væntanlega helst þetta í hendur við aukin útgjöld og tekjur bænda dragast saman. Hvað er þá til ráða? Augljósa svarið liggur fyrir, en er það lausnin á viðkvæmum tímum kjaraviðræðna, og hvert eiga bændur að sækja sínar kjarabætur? Þetta höfum við ítrekað í viðræðum um endurskoðun búvörusamninga en lítið hefur borið á öðrum tillögum til að nálgast verkefnið. LEIÐARI Riða Í þessu tölublaði Bændablaðsins eru heimsóttir bændur á fjórum bæjum, sem urðu fyrir því áfalli að skera þurfti niður lífsviðurværi þeirra vegna riðu. Frásögn þeirra er sláandi og því eiga orð bændanna þennan dálk: „Maður upplifir svo mikið varnarleysi, þú hefur ekkert val þegar þú lendir í riðuniðurskurði, þú verður bara að fara að lögum og sitja hljóð hjá þegar bústofninn þinn er sóttur og drepinn – allt það sem þú hefur byggt upp. Þetta er alveg ofboðslegt tilfinningalegt tjón og hrikalegt að lenda í! [...] við vorum öll afar beygð daginn sem bústofninn var sóttur og keyrður burt í síðasta sinn enda áttu allir sínar uppáhaldskindur. Þarna voru í hópnum m.a. Blíða gamla, Flekka, Eik, Bolla & Dísa – bara bless, og við sjáum ykkur ekki aftur. Síðan taka við þessi ár þegar enginn sauðburður er og svo fyrstu göngurnar þegar við eigum enga kind í fjöllunum, það var mjög erfitt. Auðvitað er sauðfjárrækt búin að vera stór þáttur í lífi okkar og lífsstíll,“ segir Fjóla Viktorsdóttir á Syðra-Skörðugili í Skagafirði, en búfjárstofn hennar og eiginmannsins, Elvars Einarssonar, var skorinm niður árið 2021. Hann segir: „Okkur sýnist að allir lendi í því sama, bændur hafa í raun ekkert val og skulu gjöra svo vel að undirgangast ákvæði reglugerðarinnar eins og lög gera ráð fyrir [...] Það var lítið hægt að bæta við eða breyta því sem stendur í reglugerðinni. Þannig að við skrifuðum bara undir og héldum lífinu áfram.“ Gunnar Sigurðsson á Stóru-Ökrum 1 í Skagafirði, sem, ásamt Svanhildi Pálsdóttur, missti allan sinn bústofn vegna riðu árið 2020, segir: „Eins og ljóst má vera af nýlegum málum, til dæmis í Miðfirði, þá er staðreyndin sú að maður getur ekki byrjað á sama stað og maður var á þegar niðurskurðurinn varð. Þú þarft alltaf að borga dálítið mikið með þér. [...] Áfallið hjá mér var fyrst og fremst samfélagslegt, því við vorum á hreinu svæði þar sem hægt var að eiga í viðskiptum með gripi, samgangur var opinn, það voru hrútasýningar og heilmikill félagsskapur í kringum sauðféð. Nú skall allt í lás og ég sá fyrir mér að þetta yrði mikið áfall – sem auðvitað kom á daginn. Ég upplifði þetta þannig að við bændur hættum bara að tala saman.“ Elín Anna Skúladóttir á Bergsstöðum í Miðfirði segir: „Það var hræðilega erfitt að sjá á eftir kindunum sínum sem áttu nokkrar vikur í burð, hlaupa upp á sláturbílinn. Flestar þeirra voru einstakir karakterar og miklir vinir okkar og maður sá í augum þeirra hvað þær voru óttaslegnar á þessari ringulreið.“ Ari G. Guðmundsson, Bergstöðum: „Auðvitað hefur þetta ferli allt verið mjög erfitt, en þó var líðanin verst þessa páskadaga sem við þurftum að gefa fénu sem eftir var – vitandi að það væri að fara. Fyrri hópurinn fór á föstudaginn langa og sá síðari annan í páskum. Og enn verra var reyndar að horfa á eftir fénu frá nágrönnum okkar á Urriðaá.“ Dagbjört Diljá Einþórsdóttir á Urriðaá lýsir upplifun sinni: „Við urðum vitni að því, þegar allt varð stopp með urðunarstaði og hræin voru búin að vera um sólarhring við sláturhúsið á Hvammstanga, að allt í einu sjáum við að það er verið að flytja rollurnar okkar í gámum að flugvellinum á Króksstöðum í Miðfirði. Sá bær blasir við okkur út um stofugluggann. Þá hafði verið ákveðið í skyndi að urða hræin þar án þess að skoða aðstæður almennilega.“ Ólafur Rúnar Ólafsson á Urriðaá segir: „Við náðum einhvern veginn aldrei að syrgja rollurnar fyrr en nokkru seinna. […] Við vorum svo á kafi í þessu ræktunarstarfi að það er erfitt að útskýra hvað það hafði mikil áhrif á okkur að lenda í þessu – höfðum legið yfir skýrsluhaldinu í Fjárvís til að móta okkar eigin línur í ræktuninni sem hefur tekið allan okkar tíma hér þótt stuttur sé.“ „Það er heldur vonlítið fyrir okkur núna að standa í einhverju stríði um að fá sómasamlegan samning um réttlátar greiðslur fyrir okkar bústofn,“ segir Dagbjört. Mitt á milli umhverfis og verðbólgu Í júlílok árið 1968 greinir Dagblaðið Vísir frá því að á landbúnaðarsýningunni, þeirri stærstu sem þá yrði haldin hérlendis, verði m.a. keppt um verðlaunasæti í uppeldi kálfa. Segir í textanum: „Tólf unglingar á Suðurlandi fengu sér kálfa, sem þeir tóku að sér að ala upp sjálfir, og mátti enginn annar koma þar nærri. Einn heltist úr lestinni, þar sem honum fannst kjánalegt að bursta og kemba kálfi. Krakkarnir ellefu munu koma með kálfa sína á landbúnaðarsýninguna í Laugardal og leiða þá í dómhring. Hæstu verðlaun eru 10.000 krónur. Tekið verður tillit til byggingarlags kálfanna, tamningar, framkomu unglings og dagbóka og skýrslna, sem börnin hafa fært um tamninguna af mikilli nákvæmni.“ Ekki kemur fram hvert ungmennanna hlaut verðlaunin, en sýningin, sem haldin var þann 9. ágúst í Laugardalnum, þótti gefa glöggt og greinargott yfirlit yfir þróun landbúnaðar og þær framfarir sem orðið höfðu yfir þá áratugi frá því að sýningin var fyrst haldin. /SP Mynd / Myndasafn Bændasamtaka Íslands GAMLA MYNDIN Gunnar Þorgeirsson formaður Bændasamtaka Íslands gunnar@bondi.is Bændablaðið kemur út 23 sinnum á ári. Því er dreift ókeypis á yfir 400 stöðum á landinu og á öll lögbýli landsins. Lesendur geta einnig gerst áskrifendur að blaðinu og fengið það sent heim í pósti gegn greiðslu burðargjalds. Árgangurinn (23. tölublöð) kostar þá kr. 14.900 með vsk. Ársáskrift fyrir eldri borgara og öryrkja kostar kr. 11.900 með vsk. Heimilisfang: Bændablaðið, Borgartún 25, 4. hæð - 105 Reykjavík. Sími: 563 0300 – Kt: 631294-2279 Bændablaðið er í eigu Bændasamtaka Íslands. − Málgagn bænda og landsbyggðar − Ritstjóri: Guðrún Hulda Pálsdóttir (ábm.) gudrunhulda@bondi.is – Sími: 563 0300 – Blaðamenn: – Ástvaldur Lárusson astvaldur@bondi.is – Hulda Finnsdóttir hulda@bondi.is Sigrún Pétursdóttir sigrunpeturs@bondi.is – Sigurður Már Harðarson smh@bondi.is – Steinunn Ásmundsdóttir steinunn@bondi.is Auglýsingastjóri: Þórdís Una Gunnarsdóttir thordis@bondi.is – Sími: 866 3855 Netfang auglýsinga: thordis@bondi.is − Vefur blaðsins: www.bbl.is − Netfang blaðsins: (fréttir og annað efni) er bbl@bondi.is Frágangur fyrir prentun: Sigrún Pétursdóttir – Prentun: Landsprent ehf. – Upplag: sjá forsíðu – Dreifing: Landsprent og Íslandspóstur. ISSN 1025-5621
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.