Bændablaðið - 08.06.2023, Blaðsíða 4

Bændablaðið - 08.06.2023, Blaðsíða 4
4 Bændablaðið | Fimmtudagur 8. júní 2023 FRÉTTIR Hagkvæmar glugga- og hurða heildarlausnir Fáðu tilboð í viðhaldslitla REHAU Nordic Design Plus PVC/plast eða ál glugga- og hurðakerfi frá þýsku framleiðendunum REHAU og SCHUCO, á hagstæðu verði. gluggalausnir.is - tilboð@gluggalausnir.is - 5197787 - Glugga lausnir ehf. Samstarf: Evrópusambandið styrkir áburðarverkefni Á dögunum hlaut verkefnið Terraforming LIFE styrk frá umhverfis- og loftslagsáætlun Evrópusambandsins að fjárhæð 6,26 milljónir evra, sem samsvarar tæpum milljarði íslenskra króna. Styrknum er ætlað að vinna að uppsetningu áburðarframleiðslu úr búfjárúrgangi og afvatnaðri fiskimykju, sem nýta má til landbúnaðarnota, skógræktar og landgræðslu. „Þetta er hæsti styrkur sem veittur hefur verið undir þessari áætlun hingað til lands, sem og einn þeirra fyrstu,“ segir Þorvaldur Birgir Arnarsson, lögfræðingur í umhverfis-, loftslags- og auðlindamálum hjá Bændasamtökunum. Verkefnið er unnið í samstarfi Orkídeu, Landeldis, Bændasamtakanna, Ölfus Cluster og færeysku verkfræðistofunnar SMJ, með aðkomu frá norska tækjaframleiðandanum Blue Ocean Technology. Hlutverk Bændasamtakanna „Send var inn sameiginleg umsókn allra umsækjenda haustið 2022, og jákvætt svar barst á vordögum 2023. Samningur um styrkveitingu var svo undirritaður í maímánuði 2023 milli Evrópusambandsins og allra samstarfsaðila verkefnisins,“ segir Þorvaldur. Mikil vinna sé nú fram undan en lengd verkefnis er fjögur ár. „Nú er búið að skrifa og reikna í heilt ár, og nú hefst vinnan við að hrinda verkefninu í framkvæmd. Þetta er auðvitað vegferð og tekur tíma að koma þessu saman en við ætlum að láta hendur standa fram úr ermum. Fyrst þarf að sækja um og fá öll tilskilin leyfi og svo hendum við okkur í þetta. Vonandi getum við farið að sjá afurðir á markaði innan fárra ára,“ segir Þorvaldur. Verkefninu er skipt upp í mismunandi verkþætti, þar sem hver og einn samstarfsaðili hefur sitt afmarkaða hlutverk. Eitt af hlutverkum Bændasamtakanna er að sögn Þorvaldar að finna leiðir til öflunar og flutnings búfjáráburðar og að brúa bil milli bænda og þeirra sem að verkefninu standa. „Eins fellur það í skaut samtak- anna að kynna niðurstöður verkefnisins opinberlega þegar þar að kemur og mögulega kynna það fyrir kollegum okkar í Evrópu. Það er enda skilyrði fyrir því að styrkur fyrir svona verkefni fáist að þau séu yfirfæranleg til annarra landa og nýtist þannig sem flestum.“ Skref í átt að sjálfbærni í áburðarmálum Styrkurinn er veittur í undirflokk áætlunarinnar sem fjallar um hringrásarhagkerfið og bætt lífsgæði. „Umhverfis- og loftslagsáætlun ESB styrkir meðal annars verkefni sem efla hringrásarhagkerfið með nýrri tækni og lausnum og styrkinn fengum við til að vinna að nákvæmlega því. Við teljum verkefnið tvímælalaust til þess fallið að geta aukið innlent fæðuöryggi og styrkt áfallaþol íslensks samfélags með framleiðslu á innlendum áburði með þessum hætti,“ segir Þorvaldur. „Framleiðsla á tilbúnum áburði er, eins og menn vita, afskaplega mengandi iðnaður og áburðarverð á heimsmarkaði hefur hækkað gríðarlega síðustu ár, sem gerir bændum landsins erfitt fyrir. Þar fyrir utan er áburðarframleiðsla á meginlandinu að miklu leyti háð orku frá Rússlandi, sem gerir kaup á slíkum áburði svo sem ekkert mikið meira spennandi í ljósi stöðu mála. Okkar von og trú er að með því að framleiða áburð með þessum hætti hér á Íslandi getum við tekið stórt skref í átt að sjálfbærni landsins í áburðarmálum,“ segir Þorvaldur. /ghp Mykjudreifing. Eitt af hlutverkum Bændasamtakanna er að sögn Þorvaldar Arnarssonar að finna leiðir til öflunar og flutnings búfjáráburðar og að brúa bil milli bænda og þeirra sem að verkefninu standa. Mynd / Myndasafn Bbl Þorvaldur Arnarsson. Dregur úr innlendri framleiðslu nautakjöts Samdráttur í nautakjötsfram- leiðslu nú er afleiðing lægra afurðaverðs árið 2021 að sögn formanns búgreinadeildar nautgripabænda. Innlend kjötframleiðsla í apríl 2023 var samtals 1.515 tonn, 3% minni en í apríl árið á undan, að því er fram kemur í tölum Hagstofu Íslands. Framleiðsla svína- og alifuglakjöts var sú sama og í apríl í fyrra en nautakjötsframleiðslan dróst hins vegar saman um 13%. Afleiðing tveggja ára ákvarðana Rafn Bergsson, formaður búgreina- deildar nautgripabænda, segir að aðalástæð samdráttarins sé óviðunandi afkoma í nauta- kjötsframleiðslu síðustu ár. „Eldistími nautgripa er langur, þannig eru ákvarðanir sem teknar voru vorið/sumarið 2021 hafa áhrif á það hversu mikið framboð er af íslensku nautakjöti á markaði í dag. Sumarið 2021 var afurðastöðvaverð nautakjöts töluvert lægra en það er í dag en VATN vísitalan náði lágmarki í október 2021. Bændur brugðust við með því að draga saman og það sjáum við nú í minnkuðu framboði,“ segir hann. Bindur vonir við hækkandi verð Rekstrarskilyrði í nautakjötsfram- leiðslu hafi verið erfið undanfarin ár en nýlegar hækkanir gefi bændum von. „Ef gögn Hagstofunnar eru skoðuð, skilaði nautakjötsfram- leiðslan, sem fellur undir „önnur nautgriparækt“ töluverðu tapi bæði 2020 og 2021 og skýrsla RML um rekstur og afkomu nautakjötsframleiðenda fyrir árin 2017–2021 greinir frá því að á árunum 2019–2021 borguðu nautakjötsframleiðendur á bilinu 412–603 krónur með hverju kílói af framleiddu nautakjöti. Gífurlega erfið rekstrarskilyrði eru þannig farin að segja til sín. Undanfarið höfum við þó séð hækkanir á afurðaverði, vonandi heldur það áfram og við förum að horfa fram á bjartari tíma,“ segir Rafn. /ghp Samdráttur í nautakjötsframleiðslu í apríl var 13% frá árinu áður. Mynd / Odd Stefan Rafn Bergsson, formaður búgreina- deildar nautgripabænda. Mynd / ÁL Bændablaðið kemur næst út 22. júní Flutningur nautgripa yfir varnarlínur Nokkuð hefur borið á misskilningi eftir að reglum um flutning nautgripa yfir varnarlínur var breytt. Breytingin felur í sér að ekki þarf lengur að sækja um leyfi fyrir flutningnum. Aftur á móti gildir enn að sérstök rannsókn skuli fara fram á heilbrigði þeirra gripa sem flytja á milli varnarhólfa, sbr. 25. gr. dýrasjúkdómalaga (nr. 25/1993). Þetta kemur fram í tilkynningu frá Sigurbjörgu Ólöfu Bergsdóttur, sérgreinadýralæknis nautgripa og sauðfjár hjá Matvælastofnun. Þessi rannsókn á heilbrigði getur farið fram á tvennan hátt. Annars vegar er hægt að hafa samband við hlutaðeigandi héraðsdýralækni og fá samþykki hans fyrir flutningnum. Hins vegar er hægt að ráðfæra sig við sjálfstætt starfandi dýralækni/ dýralækni búsins og fá hjá honum vottorð um heilbrigði gripanna sem síðan er hægt að framvísa til starfsmanna Matvælastofnunar við eftirlit ef þeir óska eftir því. „Sérstaklega er horft til stöðu garnaveiki á því svæði sem flytja skal frá og hvort veiruskita eða aðrir smitsjúkdómar séu í gangi á svæðinu. Ekki er til þess ætlast að sérhver gripur sé skoðaður heldur að horft sé til söluhjarðarinnar sem heildar,“ segir í tilkynningunni. Ef smitsjúkdómar eru til staðar er alltaf mest hætta á smiti frá dýri til dýrs og smitvarnir eru aldrei of hátt skrifaðar. /ghp
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.