Bændablaðið - 08.06.2023, Blaðsíða 10

Bændablaðið - 08.06.2023, Blaðsíða 10
10 Bændablaðið | Fimmtudagur 8. júní 2023 FRÉTTIR Alls voru 665 hross flutt út á fyrstu fimm mánuðum ársins, að því er fram kemur í tölum WorldFengs, upprunaættbók íslenska hestsins. Útflutningshrossin skiptust niður í 292 hryssur, 142 stóðhesta og 231 gelding og fóru þau til fimmtán landa. Meira en helmingur þeirra, 337 talsins, fóru til Þýskalands. Fjörutíu hross fóru til Bandaríkjanna, 59 til Svíþjóðar, 59 til Danmerkur, 43 til Sviss, 41 til Austurríkis og 22 til Frakklands. Alls hafa 27 hrossanna fengið fyrstu einkunn í kynbótadómi. Hæst dæmdu útfluttu hross það sem af er ári eru stóðhestarnir Spaði frá Stuðlum (ae. 8,73), Organisti frá Horni I (ae. 8,72), Púki frá Lækjarbotnum (ae. 8,49), Kambur frá Akureyri (ae. 8,42), Steingerður frá Horni I (ae. 8,41), Sigurfari frá Sauðárkróki (ae. 8,41) og Boði frá Breiðholti, Gbr. (ae. 8,40). Ný heimkynni Spaða og Boða verður Kentucky-ríki Bandaríkjanna. /ghp Útflutningur hrossa: Flest hross flutt til Þýskalands Samstaða framleiðenda afar mikilvæg – Jóhanna á Háafelli nýr formaður Beint frá býli Jóhanna Bergmann Þorvalds- dóttir, geitfjárbóndi á Háafelli í Hvítársíðu, var kjörin nýr formaður félags frumframleiðslu- og heimavinnsluaðila á lögbýlum, Beint frá býli. Beint frá býli var stofnað árið 2008 og í dag eru meðlimir þess 55 talsins. Megintilgangur félagsins er að hvetja til heimavinnslu og sölu beint frá bændum og vinna að hagsmunum þeirra bænda sem stunda eða hyggjast stunda hvers konar framleiðslu og sölu á heima- unnum afurðum. Beint frá býli varð aðildarfélag Samtaka smáframleiðenda matvæla fyrir rúmi ári síðan og eru samanlagt 114 félagsmenn á lögbýlum í félögunum og heildarfjöldi félags- manna ríflega 200. Beint frá býli í 15 ár „Þau viðfangsefni sem helst eru á döfinni núna þegar við erum að sigla inn í sumarið eru að venju þátttaka í bænda- og öðrum matarmörkuðum víða um land og svo matarmarkaði Krónunnar í haust. Það stefnir í stórt ferðamannasumar svo margir félagsmenn verða uppteknir við að taka á móti ferðamönnum og selja vörur sínar beint frá býli. REKO salan er alltaf á uppleið og svo að sjálfsögðu 15 ára afmæli félagsins sem við stefnum á að halda upp á í haust. Hlutverk formanns er margs konar, en hefur þó breyst mikið eftir að við fengum til liðs við okkur frábæran framkvæmdastjóra sem við deilum með Samtökum smáframleiðenda, hana Oddnýju Önnu Björnsdóttur. Fyrst og fremst er formaður andlit félagsins út á við. Titlinum fylgja mætingar á fundi af ýmsum toga og að halda utan um stjórnarfundi og vera í góðu sambandi við stjórnarmeðlimi og félagsmenn,“ segir Jóhanna. Fræðsla, ráðgjöf og stuðningur Meginmarkmið félagsins er að tryggja neytendum gæðavörur þar sem öryggi og rekjanleiki vöru er í fyrirrúmi. Einnig að hvetja til varðveislu hefðbundinna fram- leiðsluaðferða og kynningar á svæðisbundnum hráefnum og hefðum í matargerð. „Það er mjög mikilvægt fyrir frumframleiðendur að hafa félag eins og Beint frá býli sem vinnur að hagsmunamálum félagsmanna, er málsvari þeirra, kemur sjónarmiðum þeirra á framfæri og stuðlar að framförum í málefnum sem þá varða. Í gegnum félagið er veitt ýmiss konar fræðsla, ráðgjöf og stuðningur. Slíkur félagsskapur auðveldar okkur að leita til hvert annars með hugmyndir, aðferðir og bestu leiðir til að koma hugmyndum í framkvæmd. Samstaðan er líka afar mikilvæg þegar verið er að reyna að ná í gegn breytingum á regluverki til að draga úr hindrunum og fá í gegn leyfi fyrir til dæmis heimavinnsluaðstöðu á mjólkurafurðum eða kjötvinnslum, þá þurfa ekki allir að fara í gegnum allt ferlið heldur fá upplýsingar og stuðning frá þeim sem riðið hafa á vaðið,“ segir Jóhanna, en sjálf hefur hún verið með heimavinnslu á geitfjárafurðum á Háafelli í áraraðir. Hún framleiðir meðal annars kjöt, osta, snyrtivörur og handverk úr geitaskinni. Auk Jóhönnu var ný stjórn Beint frá býli kjörin á aðalfundi þess þann 25. apríl sl. Jóhanna Sjöfn Guðmundsdóttir er nýr vara- formaður félagsins, Hanna S. Kjartansdóttir ritari, Ann-Charlotte Fernholm var kjörinn gjaldkeri og Rúnar Máni Gunnarsson kom nýr inn í stjórn. Varamenn eru Guðmundur Jón Guðmundsson og Freyja Magnúsdóttir. /ghp Jóhanna Bergmann Þorvaldsdóttir, geitfjárbóndi á Háafelli í Hvítársíðu, var kjörin nýr formaður félags frumframleiðslu- og heimavinnsluaðila á lögbýlum, Beint frá býli, hefur verið með heimavinnslu í áraraðir. Mynd / Aðsend Kornræktendur fá fyrirframgreiðslu Opnað var fyrir umsóknir um jarðræktarstyrki og landgreiðslur þann 1. júní sl. Þeir sem hyggjast rækta korn og stofna jarðræktarumsókn og skrá upplýsingar um sáningu á því í síðasta lagi 15. júní fá fyrirframgreiðslu. Miðast hún að jafnaði við 25% af einingaverði á hektara jarðræktarstyrks ársins á undan, að því er fram kemur í tilkynningu frá matvælaráðuneytinu. Fyrirframgreiðslan er valkvæð og er stefnt að því að greiða hana út fyrir 1. júlí. Kemur hún til frádráttar jarðræktarstyrkjum umsækjanda sem koma til greiðslu í desember. Ekki er greidd fyrirframgreiðsla vegna annarrar ræktunar en kornræktar. „Þessi breyting er gerð í samræmi við tillögur Landbúnaðarháskóla Íslands í skýrslunni Bleikir akrar til eflingar kornræktar. Tilgangurinn er að koma til móts við kostnað bænda vegna sáningar og áburðargjafar í kornrækt,“ segir í tilkynningu matvælaráðuneytisins. Almennur umsóknarfrestur vegna jarðræktarstyrkja og landgreiðslna verður eftir sem áður 1. október en þá á að vera búið að ganga frá endanlegri umsókn. /ghp Spaði frá Stuðlum er nú í Þýskalandi en heldur svo til Bandaríkjanna. Mynd /Alexandra Dannenmann Brothættar byggðir styrktar Styrkjum til ýmissa verkefna í brothættum byggðum hefur verið úthlutað. Byggðastofnun segir frá úthlutun rúmra 48,5 milljóna króna til 72 verkefna sem styrkja á byggð, búsetu og mannlíf byggðarlaga sem starfa undir merkjum Brothættra byggða. Meðal verkefna sem hlutu styrk er vöruþróun á nautakjöti, hvítlauks- ræktun og ullarvinnsla í Dalabyggð, verkefni um iðnaðarreykhús, kaffibrennslu og verslun á Stöðvar- firði, bjórbrugg og framleiðslueldhús á Ströndum og kjötvinnsla í Árneshreppi. Verkefninu Brothættar byggðir var komið á fót með Byggðaráætlun 2014–2017 sem sértækt verkfæri Byggðastofnunar til að aðstoða byggðarlög sem standa höllum fæti. Markmið verkefnisins er m.a. að stöðva viðvarandi fólksfækkun og leita lausna með íbúum byggðar- laganna í samvinnu við ríkisvaldið, landshlutasamtök, sveitarfélög og brottfluttra íbúa. Þau byggðarlög sem hluti eru af verkefninu í dag eru Dalabyggð, Stöðvarfjörður, Strandabyggð og Bakkafjörður. /ghp Bygg á akri. Mynd / ghp Frá Strandabyggð. Mynd / ghp 9. – 20. september 2023 Fararstjórn: Kristín Jóhannsdóttir & Magnús R. Einarsson Verð 389.000 kr. á mann í tvíbýli Bókaðu núna á bændaferðir.is Upplifðu glæsilegar og einstaklega áhugaverðar spænskar borgir, heimsborgina Madríd, hina undurfögru Valencia og sólríku virkis- og strandborgina Alicante. Undurfagra Valencia & Alicante Sími 570 2790 bokun@baendaferdir.is Síðumúla 2 108 Reykjavík
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.