Bændablaðið - 08.06.2023, Blaðsíða 23

Bændablaðið - 08.06.2023, Blaðsíða 23
23Bændablaðið | Fimmtudagur 8. júní 2023 Okkur hættir til að hugsa í árum eða áratugum – mannsævin er svo stutt. Þegar við erum komin hátt upp til fjalla þurfum við að hugsa í árhundruðum, því þessi kerfi eru svo svifasein, það er svo kalt og það er svo lítil umsetning.“ Ólafur segir að mosi taki ekkert endilega yfir þegar landsvæði er friðað fyrir beit. Vistkerfin og tegundasamsetningin taki hins vegar breytingum. „Blómplöntur og grös fara síðan að vera meira áberandi í þessum kerfum, sé ekki búið að útrýma þeim. Þetta er það sem sést við friðun úti um allt.“ Aðspurður út í rannsóknir á þessu málefni, segir Ólafur að vandamálið í þessum efnum sé tíminn. Fólk sé hins vegar búið að friða land úti um allt og þar sjáist þróunin á landinu. „Þú setur ekki upp girðingu og kemur svo þremur árum, eða jafnvel tíu árum, seinna og dregur einhverjar stórfenglegar ályktanir um hvað er að gerast. Það er hægt að horfa á land sem hefur verið lítið notað um langa hríð og bera það saman við land sem hefur verið mikið notað. Svo eru til eyjar, klettasyllur og annað sem hafa notið algerar friðunar, í landi sem er handónýtt, og þá kemur í ljós að þar vex kannski birkiskógur. Það er engum blöðum um þetta að fletta og ég held að flestir vistfræðingar landsins séu á einu máli, þó það séu ekki allir. Þetta er hitamál af því það tengjast þessu hagsmunir, en þetta er ekki hitamál innan vistfræðinnar. Það eru þessir beitarhagsmunir og rómantísk „ítök“ sauðkindarinnar í hugum margra sem gera að verkum að það verða skiptar skoðanir.“ Nýta af skynsemi „Það eru mörg svæði á Íslandi þar sem beit hefur verið hætt. Eftir því sem beitarálag minnkar á svæðum, þá eykst framleiðni og gróðurhula í landinu. Það er ekki þar með sagt að við eigum að hætta að nýta landið. Við eigum að gera það af skynsemi og ekki nýta land sem er í slæmu ástandi. Það má sjá þessar breytingar, eins og í Þórsmörk, sem stendur þó í nágrenni þriggja eldfjalla. Sé beitin mikil, kemur hún í veg fyrir endurnýjun birkiskóga,“ segir Ólafur. Víða eru stórar „eyjar“ birkiskóga sem þrífast þrátt fyrir beit, en hún kemur í veg fyrir að þær breiðist út. Þórsmörk hafi verið samansafn birkieyja sem hafa tengst eftir að beit létti. Þar sem fræuppspretta er til staðar getur birkið breiðst mjög mikið út. Þetta sést einnig á Skeiðarársandi, þar sem sem nú vex upp sjálfsáður birkiskógur. Ólafur segir það vera þrátt fyrir beit, en hún er mjög lítil í þessu tilfelli. „Þegar birkiskógar eru í eðlilegu ástandi og vaxinn upp þannig að sauðfé útrými honum ekki með beitinni, þá eru beittir skógar mjög fallegir, frjósamir og opnir. Skilyrðin eru að það þarf að friða birkiskógana af og til, til að tryggja það að þeir deyi ekki út, því teinungur og fræplöntur vaxa ekki upp á beittum svæðum.“ Ólafur nefnir í þessu samhengi skógareyðingu sem á sér stað í Skyndidal á Lóni, Heklubyggðum og á Jökuldal. „Það er líka hægt að sjá hvernig birkið kemur aftur þegar beitinni er létt,“ segir Ólafur. Þetta sé til dæmis hægt að sjá á landgræðslusvæðum í Landsveit. Umhverfiskröfu í styrki og aðgerðir „Áratugurinn sem nú er að líða er áratugur endurheimtar vistkerfa á vettvangi Sameinuðu þjóðanna. Jafnframt hefur sáttmálinn um líffjölbreytileika beint því til þjóða að við tökum frá vistkerfi og höldum þeim í náttúrulegu ástandi. Við þurfum að endurheimta landgæði á stórum svæðum á Íslandi. Það er hægt, oft og tíðum með að stýra landnýtingunni betur inn á svæði sem þola nýtinguna, en hlífa öðrum. Það þýðir að við eigum að breyta styrkjakerfi landbúnaðarins, sem oft og tíðum styður við ranga landnýtingu,“ segir Ólafur, og tekur fram að það sé vandamál um heim allan. „Evrópusambandið og fleiri hafa lagt áherslu á að gera miklu ríkari umhverfiskröfu í styrkjum og það hefur miðað töluvert. Við getum notað styrkina til að breyta þessari landnýtingu á ekki löngum tíma. Síðan þarf vitaskuld aðgerðir. Þær aðgerðir geta meðal annars miðast við að endurheimta birkiskóga á landi sem nú er auðn og notað kolefnisbindingu sem fjárhagslegan hvata. Það sem skiptir máli fyrir okkur Íslendinga til framtíðar er að endur- heimta þessi náttúrulegu vistkerfi, Re-wilding eða Regeneration er þetta tundum kallað.“ Ólafur hvetur til að gætt sé hófs við notkun á erlendum plöntutegundum og telur að þegar fram líða stundir muni skógrækt og önnur svæði með mjög einsleitri tegundasamsetningu framandi trjátegunda ekki vera tekin gild til kolefnisjöfnunar. „Ef umhverfisáhrifin eru mjög neikvæð eða stuðla að miklum breytingum á því sem er náttúrulegt, þá er umhverfisávinningurinn um- deilanlegur. Allt land sem er í fram- för er hægt að fá til að binda mikið kolefni, sérstaklega það sem hefur verið í slæmu ástandi. Það er meira kolefni í moldinni á hnattræna vísu en í gróðri og andrúmsloftinu samanlagt. Moldin er langmikil- vægasti geymirinn þegar upp er staðið,“ segir Ólafur. Hann nefnir að erlendis finnist graslendi með svartri mold. Sú jörð bindur mjög mikið kolefni ef hún fær að vera graslendi og er hóflega beitt. Vegna þeirra agna sem myndast við efnaveðrun í moldinni á Íslandi er eðli jarðvegsins sérstakt og getur hann bundið mjög mikið kolefni. „Efnaveðrun hér er mjög ör. Birkiskógar sem vaxa upp hér á illa grónu landi binda á endanum margfalt meira en frjósöm svartjörð erlendis. Þetta eru mjög sérstök kerfi og þetta gerist annars staðar á eldfjallasvæðum jarðar. Það er eðli íslenskrar moldar að binda kolefni. Mikil nýting kemur í veg fyrir að þessi binding verði og það getur gengið á forðann. Þar sem land er í slæmu ástandi, þar sem mikið er af rofdílum og það er opið, getur það andað frá sér koltvísýringi í stórum stíl,“ segir Ólafur Gestur Arnalds. /ÁL Ólafur segir að birkiskógur geti vaxið á rýru landi ef beitar nýtur ekki við. Þess sjást dæmi á eyjum og klettasyllum þar sem sauðfé hefur ekki náð til. Hér sést birkihrísla á Héraði. Mynd / Áskell Þórisson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.