Bændablaðið - 08.06.2023, Blaðsíða 49

Bændablaðið - 08.06.2023, Blaðsíða 49
49Bændablaðið | Fimmtudagur 8. júní 2023 TIMBUR EININGAHÚS Sími: 893 3022 einingar@einingar.is www.einingar.is   SKIPAGATA 16 ◊ OPIÐ KL. 9-17 FÖS 9-16 ◊ FASTEIGNASALAN BYGGÐ TRAUST FASTEIGNASALA 464 9955 byggd@byggd.is www.byggd.is Björn Lögg. fasteignasali bjorn@byggd.is Árni Hrl. Freyja Ritari Greta Huld Lögg. fasteignasali greta@byggd.is Björn Lögg. fasteignasali bjorn@byggd.is Ólafur Már Nemi til lögg. fast. olafur@byggd.is Berglind Lögg. fasteignasali berglind@byggd.is Freyja Ritari FREKARI UPPLÝSINGAR OG ALLAR EIGNIR Á BYGGD.IS MIKLIGARÐUR Jörðin er staðsett í um 20 mín akstursfjarlægð frá Akureyri í Djúpadal í Eyjafjarðarsveit. Á jörðinni er einbýlishús, heilsárs timburhús, vélaskemma, fjós með mykjukjallara, fjárhús, hlaða og hesthús. Þá er ræktað land um 43 ha. Verð: 115 mkr. BRÚNAGERÐI – DALADÝRÐ Í FNJÓSKADAL Um er að ræða jörðina Brúnagerði í Fnjóskadal þar sem í dag er rekin Daladýrð. Jörðin er um 300 ha. að stærð og þar hafa sum útihúsa verið endurskipulögð og endurnýjuð með reksturinn í huga. Íbúðarhúsið er sex herbergja á einni hæð samtals 158,5 fm. og er mikið upprunalegt. Jörðin býður upp á mikla möguleika í einungis 20 mín akstursfjarlægð frá Akureyri. Verð: 129 mkr. FLJÓTSBAKKI - ÞING.SVEIT Um er að ræða jörðina Fljótsbakka í Þingeyjarsveit þar sem rekið er sveitahótel í gamla fjósinu, þar eru 12 herbergi. Verð: 180 mkr. VÍÐIGERÐI - EYJAFJARÐARSVEIT Um er að ræða jörðina Víðigerði í um 16 km akstursfjarlægð frá Akureyri. Stærð jarðar er talin vera um 200 ha. og af því ræktað land um 50 hektarar. Jörðinni fylgir um 235 þús l. mjólkurkvóti, nú 45 mjólkandi kýr og 40 aðrir gripir í uppeldi. Tæki skv. tækjalista. Verð: 260 mkr. Síðan bættust við fleiri atriði og nær gæðakerfið í dag til allra þátta búskaparins. Þannig ná kröfur Arlagården® nú til mjólkurgæða, dýravelferðar, meðferðar á lyfjum og varnarefnum, umhverfismála, sjálfbærni, ásýndar búa og fleira mætti nefna. Dæmi um kröfur Nefna má ótal dæmi um kröfur sem afurðafyrirtæki gera, sem ganga lengra en opinberar kröfur. Þannig er t.d. ekki skylda í öllum löndum að setja kýr út á sumrin, en þrátt fyrir það setja sum afurðafyrirtæki það sem skyldu. Þá eru t.d. flest lönd með kröfu um ákveðið lágmarksrými í m2 á hvern grip en afurðafyrirtækin geta hæglega ákveðið að ganga lengra og krefjast aukins rýmis. Varðandi ímynd framleiðslunnar gera sum fyrirtæki t.d. kröfu um að allri gripir séu tandurhreinir öllum stundum. Þannig fá bændur frávik frá gæðaúttekt ef t.d. óhrein læri á gripum finnast í fjósum þeirra. Einnig, séð frá nærliggjandi vegi, gera sumar afurðastöðvar kröfu um að kúabúið beri með sér það yfirbragð og ásýnd að þarna sé stunduð matvælaframleiðsla í fyrsta flokki. Fleiri dæmi má nefna eins og að ekki megi finnast hárlausir blettir á kúm, svo sem vegna nudds eða legu. Að allir básar eigi að vera þurrir og með undirburði. Að enginn nautgripur megi liggja á rimlum óháð aldri. Að mjólkurgæðin eigi að vera helmingi betri en opinberar kröfur segja til um. Að allar klaufir séu vel hirtar. Að allir nautgripir geti valið úr a.m.k. tveimur stöðum til að drekka o.s.frv. Valfrjálst í upphafi Í fyrstu, þegar Arlagården® gæða - kerfinu var komið á koppinn, gátu bændur valið að taka þátt og fengu þeir þá bónusgreiðslu ef þeir stóðust gæðakröfurnar. Jafnt og þétt jókst þátttakan í kerfinu, enda eftir töluverðum fjármunum að slægjast, og svo kom að því að stjórn félagsins ákvað einfaldlega að allir þyrftu að uppfylla kröfurnar og var þar með gæðaálagið fjarlægt í raun þ.e. allir fengu þar með fyrrgreindan bónus. Þeir sem ekki treystu sér til að uppfylla gæðakröfurnar urðu hreinlega að hætta búskap eða finna sér annan kaupanda að mjólkinni, þrátt fyrir að vera mögulega með framleiðsluleyfi þarlendra matvælastofnana. Reyndar er það svo í Danmörku að vegna stærðar Arla þar í landi er félagið með svokallaða kaupskyldu á mjólk, þ.e. verður að taka við allri umframmjólk frá öðrum á markaðinum. Þannig geta aðrar afurðastöðvar keypt mjólk af kúabændum, en ef þær fá einn daginn of mikið af mjólk inn þá geta þær skilað umframmagninu til Arla! Það gátu þær a.m.k. þar til krafan um Arlagården® var sett á öll bú innan Arla. Þá gat Arla hafnað mjólkinni á þeim forsendum að hún uppfyllti ekki kröfur félagsins. Það tók því ekki langan tíma fyrir alla kaupendur á mjólk í Danmörku að setja á gæðakerfi. Í dag er það svo að flest afurðafélög í Evrópu hafa tekið upp gæðakerfi og hafa þar með fylgt í fótspor Arla. Framtíðin? Fyrsta atrenna að gæðakerfi fyrir kúabú á Íslandi gekk ekki upp, en það er brýn ástæða til að halda áfram. Gæðakerfin eru komin til að vera í mjólkurframleiðslu heimsins og kröfurnar fara nánast vaxandi ár frá ári, enda orðið hluti af markaðsstarfi fyrirtækja sem selja mjólkurvörur víða um heim. Í dag geta t.d. félög eins og Arla og fleiri félög og fyrirtæki sem eru á alþjóðlegum markaði, gefið neytendum ákveðna tryggingu fyrir því að ef þeir kaupa vörur fyrirtækjanna þá eru neytendurnir að stuðla að aukinni dýravelferð, ábyrgri lyfjameðferð, sjálfbærni o.fl. mætti nefna. Þetta er einfaldlega staðreynd sem þarf að horfast í augu við, og takast á við, áður en erlendar mjólkurafurðir ná hér fótfestu á grunni gæðakerfa sem skáka hraustlega lágmarkskröfum hins opinbera á Íslandi. Sími: 517-8240 - Súðarvogur 20 - www.eyjalind.is Vertu vinur okkar á Facebook Sæti og varahlutir í - Lyftara - Vinnuvélar - Vörubíla - Báta
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.