Bændablaðið - 08.06.2023, Blaðsíða 21

Bændablaðið - 08.06.2023, Blaðsíða 21
21Bændablaðið | Fimmtudagur 8. júní 2023 Anna Guðrún Þórhallsdóttir er prófessor við Háskólann á Hólum. Hún lærði úthagafræði, eða range science, í Utah Bandaríkjunum á níunda áratugnum og útskrifaðist með doktorspróf árið 1988. Hún segir beitarfræðina vera sérstaka að því leyti að hún taki til plantnanna og beitardýranna. „Beit er flókið samspil þessara þátta. Ef einungis er horft á beitina út frá plöntunum, eða út frá skepnunum fæst ekki öll myndin.“ Hún segir að ekki séu til neinar rannsóknir framkvæmdar á Íslandi sem sýni með óyggjandi hætti að beitin sé orsök jarðvegsrofsins. Flestar heimildir um efnið séu afleiddar frá grein Sigurðar Þórarinssonar jarðfræðings í Skógræktarritinu 1961. „Það eru hvergi neinar mælingar á beit í þessari grein. Þetta er ekki ritrýnd grein eða rannsókn.“ Í grein í Bændablaðinu í apríl 2021 skrifar Anna Guðrún: „Við friðun gisnar svörðurinn og mosi, fléttur eða kjarrgróður koma inn. Þessar breytingar má greinilega sjá víða um land, bæði í gömlum túnum sem ekki eru lengur slegin og á svæðum sem hafa verið friðuð fyrir beit. Bæði mosi og fléttur eru mjög hægvaxta sem segir líka að framleiðslan, og þar með kolefnisupptakan, minnkar til muna. Þar sem hvorki mosi né fléttur hafa eiginlegar rætur þá veikist einnig svörðurinn sem verður viðkvæmari fyrir rofi af völdum vatns og vinda.“ Grasplöntur og grasbítar þróast samhliða Anna Guðrún segir grasplöntur hafa þróast samhliða grasbítum. Þegar grasið er bitið hættir það við að mynda punt og fer vöxturinn frekar í ræturnar, fleiri sprota og í að þétta svörðinn. „Þetta er viðbragð náttúrunnar. Ef fólk heldur að beitin sé svona slæm – hjálpi mér hvað Guð hefur gert mikil mistök. Ef beitin er skemmdarvargur, þá eru öll beitardýr úti um allan heim alltaf að skemma.“ Anna Guðrún segir að 60–80% grasplöntunnar sé neðanjarðar. Í áðurnefndri Bændablaðsgrein frá 2021 stendur: „Grasræturnar vaxa fram þar sem vatn og næringu er að finna á hverjum tíma, eru skammlífar og er því umsetning og velta rótarmassans mikil. Dauðar rætur verða eftir sem fæða fyrir niðurbrotsörverur og mynda jarðveginn. Ekki er óalgengt að rætur grasa nái niður á 1-2 m dýpi, jafnvel 3 m á þurrum stöðum á jörðinni [...]. Kolefni sem tekið er upp af plöntunni úr andrúmslofti getur verið komið niður á 2 m dýpi í jarðveginum eftir nokkra klukkutíma. Graslendisjarðvegur er því einstakur þar sem hann er mjög lítið lagskiptur og með hátt hlutfall kolefnis í öllu jarðvegssniðinu.“ Rannsókn á áhrifum friðunar Anna Guðrún segir að friðuð beitarlönd bindi minna kolefni en þau sem ekki eru friðuð. Í þessu samhengi bendir hún á rannsókn sem er í gangi núna þar sem stendur til að skoða kolefnisupptöku lands á 40 mismunandi stöðum. Nú hafa verið framkvæmdar mælingar á helmingi reitanna. „Við erum að skoða svæði sem hafa verið friðuð í 20 til 70 ár, svo erum við með samanburðarsvæði við hliðina á sem hafa verið beitt. Því lengri friðun, því minni kolefnisupptaka verður.“ Hún segir mjög sterkt samband milli tíðra öskugosa og uppblásturs hérlendis. Samkvæmt henni glímum við ekki við mikið jarðvegsrof á láglendi, heldur sé uppblásturinn bundinn við hálendið. Í þessu samhengi bendir hún á að 75 prósent landsins sé yfir 200 metrum. „Ísland er háslétta.“ Anna Guðrún segir að uppblásturinn á hálendinu orsakist af lausu efni sem hefur komið frá gosstöðvunum. Hún nefnir sem dæmi gosið í Öskju 1875 sem veldur uppblæstri í Jökuldalnum. Skipulögð beit á svona landi, sem er það lítil þannig að hún viðhaldi grasinu og það dreifi úr sér, sé samkvæmt Önnu Guðrúnu miklu betri aðferð til stöðvunar uppblásturs, en að taka beit alveg af. Þá taki mosi yfir sem er viðkvæmari fyrir náttúruöflunum. Hvenær er ofbeit? Anna Guðrún segir mjög erfitt að gefa út skýrar línur á því hvenær land er ofbeitt og hvenær ekki. Mikilvægt er fyrir bændur að kanna ástand gróðurs á afréttum áður en fé er rekið í sumarhagana. „Það er ekki gott að byrja að beita úthaga mjög snemma því að gróðurinn þarf að ná sér á strik. Ég held að það sé frekar dýraverndunarmál en plöntuvandamál að setja ærnar upp á þessa afrétti sem eru með mjög lítið af gróðri. Við vorum án efa að beita landið of mikið þegar við fórum upp í hæstu hæðir með fjárbúskapinn á áttunda og níunda áratugnum.“ Þessi sömu ár voru jafnframt þau köldustu sem hafa verið í hundrað ár og var samspil þessara tveggja þátta stór orsakavaldur í hnignun lands fyrir aldamót. „Þetta er allt önnur veröld í dag. Við erum búin að fækka fénu svo mikið að nú erum við að lenda í vandræðum með vanbeit. Ég sé hvergi uppblástur núna og hef ekki séð hann í hátt í 20 ár. Þessi hugmynd að það taki landið hundruð ár að gróa, held ég að sé einhver mýta. Landið er miklu fljótara að jafna sig. Þú getur bara séð það í vegköntum alls staðar, landið er miklu duglegra en við héldum áður.“ Anna Guðrún segir að landnámið hafi haft í för með sér miklar gróðurfarsbreytingar, en það hafi ekki verið beitin sem olli þeim, heldur skógarhögg til eldiviðarframleiðslu. Hæfileg beit í skóglendi „Það er gott að vera með hæfilega beit inni í skógi. Í friðuðum birkiskógi, sem er mjög gott að hafa á ákveðnum svæðum, er dimmt undir og það eru fáar tegundir sem lifa. Ég held að það sé algjör misskilningur að það þurfi að friða þetta allt saman, af því þetta skemmir ekki, heldur eykur hæfileg beit tegundafjölbreytnina, landið verður opnara og það verður meiri birta.“Anna Guðrún segir nýjar rannsóknir benda til þess að skógrækt sé ekki eina aðferðin til að binda kolefni og að graslendi sé ekki síðra. „Ef þú lest síðustu skýrsluna frá IPCC [Milliríkjanefnd um loftslagsbreytingar], þá er loksins farið að koma inn á að það þurfi að huga að graslendinu. Það er mikill munur á kolefni í jarðvegi í skóglendi og graslendi, því skógurinn setur meirihluta kolefnisins ofanjarðar, en grasið neðan jarðar. Ef við erum að tala um að koma kolefninu á einhvern stað sem er öruggur, þá er miklu betra að setja kolefnið niður í jarðveginn, af því það þarf ekki nema einn bruna í skóginum og þá er allt kolefnið farið.“ Seigt dogma „Þessar hugmyndir um ofboðslega slæm áhrif beitar eru einhverjar 1950 hugmyndir. Það var verið að hætta að kenna þetta þegar ég var í Bandaríkjunum um 1980. Það er eins og við séum að kenna einhverja pápísku hérna. Þetta dogma er seigt. Þetta er söguskoðun sem ekki stenst þegar nánar er skoðað,“ segir Anna Guðrún Þórhallsdóttir. Hjarta heimilisins Við hönnum innréttingar að þínum þörfum Fríform ehf. Askalind 3, 201 Kópavogur. 562–1500 Friform.is. Sumaropnun: Mán. – Föst. 10–17 Laugardaga LOKAÐ2000 — 2022 Anna Guðrún Þórhallsdóttir er einn helsti sérfræðingur Íslands í beitarmálum. Hún segist ekki hafa orðið vör við uppblástur undanfarin tuttugu ár og telur að sum svæði glími við vanbeit. Mynd / Háskólinn á Hólum „Ísland er háslétta,“ segir Anna Guðrún, en 75 prósent landsins er 200 metra fyrir ofan sjávarmál. Horft yfir Kaldadal. Mynd / Áskell Þórisson Hófleg beit getur styrkt graslendi Grasplantan þróaðist samhliða grasbítum. Þegar hún er bitin skríður hún ekki, en beinir vextinum til rótanna og í að þétta svörðinn. Mikið kolefni binst jarðvegi graslendis. Myndir / Áskell Þórisson - Framhald á næstu síðu. Þetta er allt önnur veröld í dag. Við erum búin að fækka fénu svo mikið að nú erum við að lenda í vandræðum með vanbeit....“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.