Bændablaðið - 08.06.2023, Blaðsíða 52

Bændablaðið - 08.06.2023, Blaðsíða 52
52 Bændablaðið | Fimmtudagur 8. júní 2023 LESENDARÝNI Í fréttatilkynningu Hafrannsókna- stofnunar og í grein Ragnars Jóhannssonar, rannsóknastjóra fiskeldis hjá stofnuninni, í Bændablaðinu hinn 9. mars, kemur m.a. eftirfarandi fram: ,,Hann klykkir út með því að vitna í umsögn þess eðlis að með lög- festingu áhættumatsins hafi verið gefin lagaheimild til þess að erfðablanda íslenskan lax.“ Hér er vitnað ti l greinar höfundar sem birtist í Bænda- blaðinu hinn 9. febrúar. Höfundur birti einnig grein í Bændablaðinu hinn 04.06.2020 undir heitinu ,,Það er búið að lögfesta heimild til erfðablöndunar á villtum íslenskum laxastofnum“. En skoðum nú málið betur, er þessi Valdimar Ingi Gunnarsson einn um þessa skoðun? Hvað segja lögfræðingarnir? Það hafa margir verið með gagnrýni á áhættumat erfðablöndunar, en höldum okkur eingöngu við það sem fram hefur komið í umsögnum við fiskeldisfrumvarpið árunum 2018 og 2019, þar sem m.a. áhættumatið er vistað. Fram kom í umsögnum tveggja lögfræðinga: • Jón Þór Ólafsson, lögfræðingur og þáverandi formaður Stangveiðifélags Reykjavíkur: ,,Það er raunar með nokkrum ólíkindum að veitt sé lagaheimild fyrir því að erfðablanda megi villtan íslenskan lax.“ • Friðleifur Egill Guðmundsson, lögfræðingur og formaður NASF á Íslandi: ,,NASF hefur áhyggjur af því að löggjafinn sé að lögfesta með beinum hætti að það sé í lagi að erfðablanda náttúrulega laxastofna með kynbættum norskum eldislaxi.“ Hér er rannsóknastjóri fiskeldis hjá Hafrannsóknastofnun upplýstur um að það eru a.m.k. tveir lögfræðingar sem eru á sömu skoðun og þeir komu jafnframt fyrr með þessa ábendingu en höfundur. Mikill fjöldi umsagnaraðila komu einnig með kröfu um enga innblöndun eða erfðablöndun við meðferð málsins á Alþingi Íslendinga. Áhættumatið Tilgangur líkans áhættumats erfðablöndunar er að gefa rétta mynd af fjölda strokulaxa sem gætu tekið þátt í klaki í hverri veiðiá. Sá fjöldi er í beinu sambandi við áhættu á erfðablöndun. Ef fjöldinn fer yfir þröskuldsmörk á hverju ári er hætta á því að erfðablöndun safnist upp með tíma og hafi áhrif á stofngerð náttúrulegra stofna. Athyglisvert er að fram kemur í einni umsögn Landssambands veiðifélaga við fiskeldisfrumvarpið þegar það var til umfjöllunar að áhættumatið gerði ráð fyrir að eldislax muni finnast í ám vítt um landið og veiðiréttaeigendur kunni að verða fyrir tjóni og því mikilvægt að gert væri ráð fyrir skaðabótaákvæði í lögunum. Hugmyndafræðin röng Hugmyndafræði áhættumats erfðablöndunar eins og Hafrann- sóknastofnunin lagði til árið 2017 í skýrslu sinni ,,Áhættumat vegna mögulegrar erfðablöndunar milli eldislaxa og náttúrulegra laxastofna á Íslandi“ gengur út á að: • fylgjast með þegar strokulaxar ganga upp í veiðiár, • grípa ekki til mótvægisaðgerða til að lágmarka skaðann, • mæla síðan þá erfðablöndun sem hefur átt sér stað. Ákveðnar betrumbætur voru gerðar á áhættumatinu við afgreiðslu laga um fiskeldi á árinu 2019, einkum er varðar mótvægisaðgerðir, vegna þrýstings margra aðila. Þrátt fyrir það kemur fram í skýrslu Ríkisendurskoðunar sem kom út fyrr á þessu ári að óháðir sérfræðingar telja að vöktunar- og mótvægisaðgerðir í áhættumati erfðablöndunar séu takmarkaðar að umfangi. ,,Taka verður alvarlega ábendingar um að hvaða leyti vöktun og mótvægisaðgerðum af hálfu Hafrannsóknastofnunar er ábótavant“ kemur fram í skýrslu Ríkisendurskoðunar. Lög um umhverfisábyrgð brotin Rannsóknastjórinn er jafnframt upplýstur um að hugmyndafræði áhættumats erfðablöndunar er að brjóta lög nr. 55/2012 um umhverfis- ábyrgð. Við umhverfisslys gera lög um umhverfisábyrgð ráð fyrir úrbótum rekstraraðila í tilfelli slysasleppinga sem felur í sér að fjarlægja eldislax úr veiðiá, gripið verði til aðgerða utan umráða- svæðis fyrirtækis og kostnaður greiddur af tjónavaldi. Í nýlegu áliti meirihluta stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar um skýrslu Ríkisendurskoðunar um málefni fiskeldis kemur fram: ,,Sýnir það þörfina á að beita markvisst aðgerðum til þess að fjarlægja eldislax úr ám í nágrenni sleppiatvika, líkt og tíðkast í Noregi.“ Að mati meirihlutans var talið mikilvægt að ákvæði laga og reglna um strok verði endurskoðað. Fyrirhuguð er endurskoðun laga um fiskeldi á næsta ári og ef þessi breyting kemst í gegn mun áhættumat erfðablöndunar eflaust standast lög um umhverfisábyrgð. Fórna til að auka framleiðsluheimildir Hugmyndafræði áhættumats erfðablöndunar gerir ráð fyrir að verja stærri veiðiár en fórna þeim minni til að hægt væri að úthluta meiri framleiðsluheimildum til eldis á frjóum laxi. Hér hefur jafnræðisreglan að engu verið höfð. Mikilvægt er að bera virðingu fyrir eigum íslenskra landeigenda þar sem er að finna litlar veiðiár á eldissvæðum og í næsta nágrenni. Þær ár vega ekki þungt í stóra samhenginu en geta verið mikil verðmæti fyrir einstaka landeigendur. Eigendur lítilla laxveiðiáa hafa verið algjörlega hunsaðir af höfundum áhættumats erfða- blöndunar og stjórnvöldum og þannig er þeirra eigum sýnd mikil vanvirðing. Það er löngu tímabært að stjórnvöld sýni eigum íslenskra landeigenda virðingu og vonandi verður það gert við fyrirhugaða breytingu á lögum um fiskeldi á næsta ár. Að lokum Höfundur er hvorki eigandi veiðiáa eða laxeldisfyrirtækja og hefur því ekki meiri hagsmuna að gæta í þessu máli en almennt gerist með íslenska skattgreiðendur. Stækkandi hópi er að verða það ljóst að áhættumat erfðablöndunar hefur lítið sem ekkert með náttúruvernd að gera og er fyrst og fremst notað til að úthluta framleiðsluheimildum til erlendra fjárfesta og fulltrúa þeirra. Staðreyndin er sú að áhættumat erfðablöndunar opnar fyrir það að umhverfissóðarnir fái að njóta sín á kostnað þeirra sem vilja standa sig vel. Hugmyndafræði áhættumats erfðablöndunar er röng, stenst ekki lög um umhverfisábyrgð, en því er alltaf hægt að breyta. Valdimar Ingi Gunnarsson sjávarútvegsfræðingur. Lögfesta erfðablöndunar á laxi Valdimar Ingi Gunnarsson. Notkun sýklalyfja í landbúnaði Í nóvember 2022 kom út tólfta skýrsla Evrópsku eftirlits- stofnunarinnar um notkun sýkla- lyfja í landbúnaði (ESVAC), þ.e. í búfé sem haldið er til matvælaframleiðslu að sölu sýklalyfja til fiskeldis meðtaldri. S k ý r s l a n nær til ársins 2021 og tekur til 31 lands; ESB ríkjanna 27 auk Bret- lands, Sviss, Noregs og Íslands. Sala sýkla- lyfja í Evrópu er borin saman sem sala í milligrömm (mg) á samræmda búfjáreiningu, PCU. PCU vísar til „Population Correction Unit“ sem tekur annars vegar tillit til stofnstærðar og hins vegar áætlaðs meðalþunga gripanna þegar sýklalyfjameðferð fer fram. Í ESB löndunum 27 hefur sala sýklalyfja dregist saman frá árinu 2018 úr 118,3 mg/PCU í 96,6 mg/PCE eða 18,3%. Það samsvarar um 1/3 af markmiði ESB um 50% samdrátt í sölu sýklalyfja árið 2030. Markmið ESB hljóðar upp á að þá nemi salan að hámarki 59,2 mg/PCU. Til samanburðar er sala sýklalyfja í landbúnaði á Íslandi einungis 3,6 mg/PCU. Þegar horft er til allra landanna, alls 31, þá nam sala sýklalyfja að meðtali 84,4 mg/PCU eða ívið minna en innan ESB. Samfelldar upplýsingar fyrir árin 2011–2021 liggja fyrir frá 25 löndum og hefur sala á sýklalyfjum fyrir búfé dregist saman í þeim um 46,5%. Frá 2017 –2021 dróst salan saman um 20,9% í því 31 landi sem tekur nú þátt í starfi ESVAC. Sala sýklalyfja á Íslandi Meðfylgjandi mynd sýnir sölu á sýklalyfjum fyrir búfé sem milligrömm á búfjáreiningu (mg/ PCU). Segja má að Ísland og Noregur skeri sig úr þessum hópi nú líkt og áður. Löndin fjögur í samanburðinum sem standa utan ESB eru öll í hópi þeirra tíu landa þar sem salan er minnst. Sala á sýklalyfjum til hópmeðferðar Þegar litið er á sölu sýklalyfja fyrir búfé eftir því á hvaða notkunarformi þau eru voru 86,3% sölunnar á formi sem fyrst og fremst er ætlað til hópmeðferðar. Þetta skiptist þannig að lyf til að blanda í vatn til drykkjar var söluhæsta vöruformið eða 57,9% af heildarsölu í þessu 31 landi. Þar á eftir koma lyf til blöndunar í fóður (21,8%) og duft til inntöku (6,6%). Önnur notkun skiptist síðan í lyf til notkunar í sprautuformi sem nam 12,6%, sýklalyf til inndælingar í spena/ júgur, 0,71% og aðrar vörur sem námu 0,42% af heildarsölunni. Í samanburði við þau lönd sem innfluttar búvörur koma frá, sem eru helst Danmörk, Þýskaland, Holland, Pólland og Ítalía, hefur Ísland algera sérstöðu. Sala sýklalyfja í þessum löndum er frá því að vera ríflega níföld á við sölu á Íslandi í Danmörku upp í tæplega 49 föld í Póllandi, miðað við sölu í mg/PCU. Í umfjöllun um sýklalyfjanotkun á Íslandi kemur skýrt fram að engin framleiðsla er á fóðri með viðbættum sýklalyfjum, hjá íslenskum fóðurframleiðendum. . Sýklalyf og umhverfið Á undanförnum árum hafa vísindamenn hert rannsóknir á áhrifum útskolunar lyfja í búfjáráburði á umhverfið. Í grein Frontiers síðan í september 2022, „Insights into the impact of manure on the environmental antibiotic residues and resistance pool“, er margan fróðleik að finna um þetta auk tilvitnana í eldra efni. Í henni kemur fram að notkun búfjáráburðar í landbúnaði sé nú álitin lykiláhrifaþáttur á útbreiðslu gena (erfðaefnis) sem hafa myndað ónæmi gegn sýklalyfjum (ARG; Antibiotic resistance genes) hjá mannfólki, dýrum og í umhverfinu bæði á láði og legi, þar með talið grunnvatni. Margar rannsóknir hafa sýnt fram á að notkun búfjáráburðar frá húsdýrum sem hafa verið meðhöndluð með sýklalyfjum hefur leitt til aukningar á sýkla- lyfjaþolnum bakteríum (ARB; Antimicriobial resistant bacteria) og sýklalyfjaþolnum genum (ARG) í jarðvegi, samanborið við jarðveg sem fékk verksmiðjuframleiddan tilbúinn áburð eða engan áburð. Sérstaða Íslands er ótvíræð Af myndinni sem sýnir sölu sýklalyfja sést glöggt það mikilvæga forskot sem Ísland hefur á flestar aðrar Evrópuþjóðir. Þetta forskot nær einnig til óhjákvæmilegra áhrifa á umhverfið og hvernig lyfjaleifar og lyfjaþolið erfðaefni getur síðan borist með drykkjarvatni og beit búfjár inn í fæðukeðjuna á ný. Þetta eykur enn á þá ógn sem stafar af vaxandi sýklalyfjaónæmi í heiminum. Í ljósi alls þessa, hví ættu Íslendingar þá að sækjast eftir að flytja inn og neyta búfjárafurða sem eru framleiddar við margfalda notkun sýklalyfja á við það sem gerist hér á landi og með tilheyrandi áhrifum á umhverfið og þar með íbúa viðkomandi landa? Meiri sómi væri að því að kappkosta að vera okkur sjálf næg um þær búfjárafurðir sem við kjósum að neyta og getum framleitt hér á landi. Erna Bjarnadóttir, hagfræðingur hjá MS. Kýpur Pólland Spánn Ítalía Grikkland Belgía Þýskaland Holland Írland Danmörk Bretland Litháen Finnland Svíþjóð Ísland Sala sýklalyfja fyrir búfé eftir löndum Noregur 2,5 * 3,6 * 10,9 * 17 * 20,3 * 28,3 * 33,4 * 42,4 * 47,6 * 73,2 * 95,3 * 108,8 * 157,2 * 173,5 * 175,5 * 296,5 * *mg/PCU Sýklalyfjaónæmi er ein af þremur stærstu heilsufarsógnum samtímans að mati framkvæmda- stjórna ESB og WHO. Hættan á sýkingum af völdum fjölónæmra baktería, sem geta borist úr dýrum í fólk, eykst með auknum innflutningi á hráu kjöti frá löndum þar sem sýklalyfjanotkun er mikil. Það felast gríðarleg lýð- heilsuleg og fjárhagsleg verð- mæti í þeirri sérstöðu sem fylgir takmarkaðri notkun sýklalyfja í landbúnaði á Íslandi. Heimild: European Surveillance of Veterinary Antimicrobial Consumption - ESVAC Erna Bjarnadóttir. Klakaruðningar í Laxá í Dölum. Mynd / Valdimar Ingi Gunnarsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.