Bændablaðið - 08.06.2023, Blaðsíða 12

Bændablaðið - 08.06.2023, Blaðsíða 12
12 Bændablaðið | Fimmtudagur 8. júní 2023 FRÉTTIR Vetrarsól er umboðsaðili Sláttuvélar & sláttuorf Snjóblásarar Askalind 4 | Kópavogi | Sími 564 1864 | vetrarsol.is Gulltryggð gæði 40 ár á Íslandi Sláttutraktorar Þrír handhafar landgræðsluverðlauna Handhafar landgræðsluverðlaunanna 2023 ásamt landgræðslustjóra og matvælaráðherra. F.v.: Árni Bragason landgræðslustjóri, Hildur Guðbjörg Kristjánsdóttir hjá Midgard, Þröstur Magnússon, formaður Skógræktarfélags Kópavogs og Kristinn H. Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Kópavogs, Októ Einarsson og Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra. Mynd / Áskell Þórisson Októ Einarsson, Skógræktar- félag Kópavogs og ferðaþjónustu- fyrirtækið Midgard eru handhafar landgræðsluverðlaunanna 2023. Á dögunum veitti Landgræðslan árleg landgræðsluverðlaun en þau hlutu þrír aðilar sem á ólíkan hátt hafa stuðlað að landgræðslu. Landeigandi jarðanna Heiðar- lækjar og Heiðarbrekku á Rangár- völlum, Októ Einarsson, hlaut verðlaun með því að sýna mikið frumkvæði og vera fyrirmynd annarra landeigenda í landgræðslu að því er fram kemur í umsögn Landgræðslunnar. Októ hefur unnið að því að græða jarðir sínar um árabil en þær eru illa farnar sökum jarðvegsrofs og hefur nú unnið á um 200 hektara svæði en markmið hans er að koma í veg fyrir frekari eyðingu gróðurs og jarðvegs, mynda sjálfbæra gróðurþekju og síðar skóglendi. Kristinn H. Þorsteinsson, fram- kvæmdastjóra Skógræktarfélags Kópavogs, voru afhent verðlaunin fyrir hönd félagsins og verkefnis um endurheimt birkivistkerfa, sem snýr að söfnun og sáningu birkifræja. Verkefnið hófst vorið 2020 og er markmið þess að efla útbreiðslu birkiskóga með landsátaki við söfnun og dreifingu fræja. Í umsögn Landgræðslunnar segir að Skógræktarfélag Kópavogs, með Kristinn í fararbroddi, hafi borið hitann og þungann af vinnu við framkvæmd verkefnisins. Þá hlaut ferðaþjónustufyrirtækið Midgard í Rangárþingi eystra verðlaun fyrir skýr umhverfismark- mið í tengslum við nýtingu lands í ferðaþjónustu og áherslu á umhverfis fræðslu til starfsfólks og ferðamanna. Í umsögn Landgræðslunnar segir að ferðaþjónusta sé ein tegund landnýtingar og í ljósi vaxandi ferðamennsku á Íslandi sé mikilvægt að gefa henni gaum. Í rekstri sínum hefur Midgard lagt áherslu á um- hverfismál, s.s. minni matarsóun, fræðslu nemendahópa og eflingu umhverfisvitundar starfsfólks. /ghp Alþingi: Auknar fjárveitingar til viðhalds varnarlína í Miðfjarðarhólfi Fjárveitingar til viðhalds á tveimur varnarlínum sauðfjársjúkdóma milli Miðfjarðarhólfs og Vestur- landshólfs hafa verið hækkaðar en verður rúmum 40 milljónum króna úthlutað til viðhalds varnar- lína í ár. Matvælaráðherra samþykkti tillögur Matvælastofnunar um hækkun á fjárveitingu til viðhalds á Hvammsfjarðarlínu úr 3,5 millj. kr. í 5,0 millj. kr. og á Tvídægrulínu úr 5,0 millj. kr. í 8,0 millj. kr. Kemur það í kjölfar riðutilfella sem komu upp í Miðfjarðarhólfi og er fjármagninu ætlað að vera nýtt til að skipta út verst förnu hlutum girðinga á línunum og gera þær vel fjárheldar. Kostnaðaráætlun vegna viðhalds varnarlína í ár nemur 40.150.000 króna að því er fram kemur í svari matvælaráðherra við fyrirspurn Lilju Rannveigar Sigurgeirsdóttur, þingmanns Framsóknarflokks, um varnarlínu sauðfjársjúkdóma. Er þeim kostnaði skipt niður á viðhald þrettán varnarlína. „Í kjölfar riðutilfella sem komu upp í Miðfirðinum nú í vetur skapaðist mikil umræða um varnarlínur sauðfjársjúkdóma og viðhald þeirra. Mér fannst nauðsynlegt að fá svör við ýmsum spurningum í tengslum við þessi mál og sendi því fyrirspurn á matvælaráðherra. Svar ráðherra dregur fram með skýrum hætti hvaða varnarlínur eru á viðhaldsáætlun. Einnig kemur fram að framlög til viðhalds þessara varnarlína hafa lækkað á undanförnum árum. Það er hins vegar mikilvægt að nú hefur verið ákveðið að hækka fjárveitingu til viðhalds á Hvammsfjarðarlínu og Tvídægrulínu,“ segir Lilja Rannveig. Hvammsfjarðarlína nær úr Hvammsfirði milli Þorbergsstaða og Hrútsstaða um Laxárdalsheiði í Hrútafjörð sunnan Fjarðarhorns en Tvídægrulína liggur úr Hvammsfjarðarlínu við Skeggöxl um Kvíslavötn og Arnarvatn stóra í Langjökul við Jökulstalla. Í svari matvælaráðherra við fyrirspurn Lilju Rannveigar kemur fram hver kostnaður hefur verið fyrir viðhald varnarlína frá árinu 2018– 2022 eftir einstökum varnarlínum og heildarraunkostnaður við viðhald þeirra. Sést þar að raunkostnaður var ávallt hærri en áætlanir gerðu ráð fyrir. Einnig má í svari matvælaráðherra finna heildaryfirlit yfir línubrjóta árið 2022 eftir varnarlínum, aldri og kyni línubrjóta. Þeir voru 271 talsins. Þar sést að í fyrra voru flestir línubrjótar skráðir við Hvítár- línu, 38 talsins, en næstflestir við Mið- fjarðarlínu, 23 talsins. Alls voru 17 línubrjótar skráðir við Tvídægrulínu og 15 við Hvammsfjarðarlínu. /ghp Alls var 271 línubrjótur skráður árið 2022 að því er fram kemur í svari matvælaráðherra við fyrirspurn um varnarlínu sauðfjársjúkdóma. Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir, þingmaður Framsóknarflokks. Ný stjórn Hampfélagsins var kjörin á aðalfundi þess 28. maí sl. Í henni sitja Andri Karel Ásgeirs- son, Anna Karlsdóttir, Gunnar Dan Wiium, Gunnar Guttormur Kjeld, Sigríður Árdal, Sigríður Hrönn Sigurðardóttir og Þórun Þórs Jónsdóttir. Sigurður Jóhannsson, fráfarandi formaður, Oddný Anna Björnsdóttir og Logi Unnarsson Jónsson gáfu ekki kost á sér til áframhaldandi stjórnarsetu en í tilkynningu frá félaginu segir að mikilvægt sé að nýtt fólk með nýjar hugmyndir og eldmóð komist að og taki næstu skref í starfi Hampfélagsins. Hampfélagið eru samtök stofnuð til að fræða og miðla þeim ávinningi sem hlýst af nýtingu hamps fyrir betri og sjálfbærari framtíð að því er fram kemur á vefsíðu þess. Það var stofnað í september árið 2019. /ghp Ný forysta Hampfélagsins Fólksbílaflotinn ber ábyrgð á 64% losun og hópferðabílar 6% Ríkisstjórn Íslands hefur sett lofts- lagsmál í forgang og kynnt sérstaka aðgerðaáætlun þar að lútandi. Stjórnvöld hafa sett sér markmið um að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda um 55% eða meira til 2030 og stefnt er að kolefnishlutleysi árið 2040 með markvissum aðgerðum. Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra segir að til þess að ná þessu marki þurfi samhent átak stjórnvalda og stofnana með þátttöku allra í samfélaginu, ekki síst öflugra fyrirtækja. Einstaklingar taka einnig þátt í verkefninu með ýmsum hætti en gera einnig skýrar kröfur um að tekið verði fast á málum. Með auknum umsvifum á síðustu árum, ekki síst í ferðaþjónustu, hefur bílafloti hópferðafyrirtækja stækkað. „Samkvæmt ökutækjaskrá hjá Samgöngustofu eru alls 3.148 hópbifreiðar í landinu en undir þann ökutækjaflokk falla raunar bæði rútur og allir almenningsvagnar. Við vitum líka að nær allur hópbifreiðaflotinn hefur verið knúinn með dísel, eða 2.996 ökutæki, en 120 eru bensínbílar. Nokkrar rútur eru knúnar með metan eða lífdísil og fimmtán strætisvagnar eru rafknúnir eftir því sem ég veit best,“ segir Sigurður Ingi. Hann segir að heildarlosun gróðurhúsalofttegunda frá vega- samgöngum hafi verið metin og árið 2021 báru hópferðabílar ábyrgð á 6% af heildarlosuninni. Flutningabílar bera ábyrgð á 19% og sendibílar 11% en býsna stór fólksbílafloti landsmanna ber ábyrgð á 64% af heildarlosuninni. /mhh Innviðaráðherra kom nýlega við hjá hópferðafyrirtæki Guðmundar Tyrfingssonar (GTS) á Selfossi og vígði þar nýja 49 manna rafmagnsrútu með því að taka smá rúnt á henni. GTS ætlar sér að rafmagnsvæða allar rútur fyrirtækisins, sem eru um 40 talsins, á næstu fimm árum. Myndir /MHH Sigurður Ingi Jóhannsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.