Bændablaðið - 08.06.2023, Blaðsíða 39

Bændablaðið - 08.06.2023, Blaðsíða 39
39Bændablaðið | Fimmtudagur 8. júní 2023 Hótel/gistihús til leigu til lengri tíma - Framtíðarráðstöfun - Tilbúið til rekstrar strax í sumar √ Allur búnaður til staðar, bókanir sumarsins og bókunarkerfi tengt við Booking.com og Expedia.com. √ Áður skóli og heimavist. Náttúruperla mitt í fuglafriðlandi Svarfdælinga. √ Tvö hús, samtals um 1300 fermetrar. √ Ný vönduð rúm og sængurfatnaður, þvottavélar og góð aðstaða. √ Möguleiki á heilsársrekstri og búsetu. √ Framtíðartækifæri fyrir fagaðila og áhugasama með metnað í hótel og gististarfsemi. Húsabakki Svarfaðardal Fasteignamarkaðurinn ehf. – Óðinsgötu 4 , 101 Reykjavík – www. fastmark.is -fastmark@fastmark.is Valhöll Fasteignasala ehf. - Síðumúla 27, 108 Reykjavík - www.valholl.is Lífræn hreinsistöð • Fyrirferðalítil fullkomin sambyggð skolphreinsistöð • Uppfyllir ýtrustu kröfur um gæði hreinsunar • Engin rotþró eða siturlögn 25 ára ábyrgð • Tæming seyru á þriggja til fimm ára fresti • Engir hreyfanlegir hlutir • Stærðir frá 6 – 55 persónueiningar Tunguhálsi 10 - 110 Reykjavík Sími 517 2220 - petur@idnver.is G ra fik a 19 ÖFLUG VÖKVADRIFIN VERKFÆRI FRÁ HYCON DÖNSK GÆÐASMÍÐI OG ÁRATUGA REYNSLA Tangarhöfða 1, 110 Reykjavík / 551 5464 / wendel.is Brothamrar Kjarnaborvélar Steypusagir Vatnsdælur GlussadælurNiðurrekstarhamrar Sauðfjársetrið á Ströndum: Erlendum gestum safnsins fjölgar Náttúrusmiðja með Ástu Þórisdóttur á einni Náttúrubarnahátíð Sauðfjár- setursins, en önnur slík hátíð verður haldin í sumar dagana 14. til 16. júlí. Mikið verður um að vera á Sauðfjársetrinu á Ströndum í sumar en auk fastasýningar um sauðfjárbúskap og sveitafólk á Ströndum verða þrjár sérsýningar inni í húsinu. Úti er listaverka-, náttúruskoðunar- og söguslóð eftir göngustíg út á Orrustutangann. Einnig verða tvær stórhátíðir í sumar; dagana 14.–16. júlí verður Náttúrubarnahátíð með alls konar listviðburðum, smiðjum og útivist. Þar er ókeypis aðgangur og alltaf mikið líf og fjör. Svo er Íslandsmeistaramót í hrútadómum þann 20. ágúst en þangað koma bændur og búalið af öllu landinu til að keppa og horfa á. Mikið verður um dýrðir þann dag, enda eru núna tuttugu ár síðan Strandamenn fundu þessa íþrótt upp og hófu að keppa í hrútaþukli. Guðrún frá Lundi Esther Sigfúsdóttir, framkvæmda- stjóri Sauðfjársetursins í Sævangi, segir sérsýningarnar í sumar mjög spennandi. „Við erum til dæmis með sýningu um rithöfundinn Guðrúnu frá Lundi uppi í kaffistofunni hjá okkur. Þetta er sýning sem hefur verið á flakki um landið og höfundar hennar eru Kristín Sigurrós Einarsdóttir og Marín Hrafnsdóttir, sem er barnabarnabarn skáldsins. Guðrún skrifaði Dalalíf og ótal aðrar bækur og hefur alltaf verið feikivinsæl, hvað svo sem bókmenntafræðingar hafa sagt um hennar verk. Aðrar sérsýningar á safninu í sumar eru um hvítabjarnakomur til Vestfjarða og á Strandir og svo er lítil sýning um förufólk fyrri alda, kynlega kvisti sem flökkuðu bæ af bæ og þáðu mat og húsaskjól,“ segir Esther. Rabarbarapæ hefur slegið í gegn Esther segir að gestir séu almennt mjög sáttir og glaðir eftir heimsókn sína á Sauðfjársetrið. Hún segir að erlendum gestum hafi fjölgað mjög mikið. „Enda erum við með sýningartexta á ensku og þýsku, auk íslenskunnar. Nú eru sýningartextar á frönsku líka að bætast við, sem er gott því það kemur þónokkuð af Frökkum sem eru reyndar sérlega áhugasamir um rabarbarapæ sem er til sölu í kaffistofunni. Það hefur ratað í einhverja vinsæla ferðahandbók að langbesta rabarbarakaka landsins fáist á Sauðfjársetrinu. Við skildum ekkert í þessu fyrst, þegar þeir komu einn af öðrum að kaupa af okkur köku,“ segir Esther hlæjandi. /MHH Regnbogakindin, sem tekur á móti gestum þegar komið er í Sævang þar sem Sauðfjársetrið á Ströndum er til húsa. Myndir /Aðsendar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.