Bændablaðið - 08.06.2023, Blaðsíða 7

Bændablaðið - 08.06.2023, Blaðsíða 7
7Bændablaðið | Fimmtudagur 8. júní 2023 Félagar úr hestamannafélaginu Herði mættu í fallegum íslenskum lopapeysum í miðbæjar- reiðina. Á myndinni eru þeir Grettir Börkur Guðmundsson og Jón Kristinn Kristjánsson með fáka sína. LÍF&STARF Við skildum við Orm Ólafsson og hans bráðsnjalla hestabrag í síðasta þætti. Allt fór það prentverk að vonum og ágætum utan það, að þáttagerðarmanni varð illilega á í sínum aðfaraorðum, þar sem ég hugðist nafngreina heimildarmann að hugverkinu. Flágellan fór hins vegar með mig í þá skammarlegu skynvillu, að ég tilfæri Ólaf son Orms sem heimildarmann í stað bróður hans, Ágústar Ormssonar. Ólafur var mikill fræðamaður, sem er látinn fyrir nokkrum árum. Ágúst er hins vegar sá er fóðraði þáttinn með hinum fágæta kveðskap Orms föður síns. Bið ég þig, Ágúst minn, að virða mér það til vegs, að gamlast tekur mér glöggskyggni og gæfusemi til flestra verka. Líkt og boðað var í síðasta þætti, þá urðu út undan niðurlagsvísur hestamennskubrags Orms Ólafssonar sem hér fara nú eftir: Viðbrögðin munu verða skjót; -í vor þegar fer að hlýna reiti ég saman reiðingsdót og reiðfatagarma mína. Ósköp er gott að eiga hest, einstakur gleðivaki, og þægilegheitin þekkja best þeir sem detta af baki. Allnokkuð vísnasafn liggur eftir Orm, þótt ég viti ekki til að neitt hafi hann gefið út á prenti. Ágúst vék að mér öðrum brag eftir föður sinn, sem víða fór og margir þekkja, og þótti hið snjallasta hugverk. „Lífsskoðun mín“ heitir ljóðið sem hér fer eftir: Ég vil allra götu greiða grátinn þerra af votri brá. Ég vil úr myrkri í ljósið leiða, líkna þeim er sorgir þjá. Ég vil hugga hrellda móður, hörmung eyða sérhvers manns, ég vil leiða blindan bróður, brautir greiða sannleikans. Ég vil döprum fögnuð færa, fegurst rækta vonablóm, ég vil meira um lífið læra, leita að trúar helgidóm. Sjúka mannsins byrði bera breyta ef gæti líðan hans. Ég vil flestra vinur vera, verma gróður kærleikans. Ég vil gleyma sorgum sárum, syrgja fátt sem liðið er. Ég vil fækka tregatárum, treysta Guði og sjálfum mér. Ég vil lífsins fegurð finna, framar ekkert sælla kýs. Þá mun veröld vona minna verða jarðnesk Paradís. Í einmuna blíðu undangenginna daga gefur víða að líta léttfatað fólk lú garða sína og sá til sumarblóma. Valdimar Benónýsson orti í þeim anda: Sólin hlær á himinboga, hlýnar blær við árdagskinn. Allt sem hrærist lífs af loga lagið slær á strenginn sinn. Margeir Jónsson skráði þessa listagjörð í bók er hann færði Sigurlaugu Jónasdóttur (Sveinssonar) sem bjó þá á Sigurhæðum á Akureyri: Væri ég mát af völdum harms, vonin káta frá mér, gastu látið lindir hvarms leggja grátinn hjá sér. Aðeins þekktist, og ef til vill enn, nokkuð um áfengisdrykkju á útihátíðum. Haraldur á Kambi bar nokkuð sterkar tilfinningar til Bakkusar, og gat þess oftlega í vísum sínum: Eg er blankur yfirleitt, alla jafna þyrstur. Fer þó ekki fram á neitt frekar en Jesús Kristur. Umsjón: Árni Geirhjörtur Jónsson kotabyggd1@gmail.com MÆLT AF MUNNI FRAM Landssamband hestamannafélaga (LH) ásamt Horses of Iceland (HOI) stóðu fyrir miðbæjarreið laugardaginn 3. júní sl. Hestar og knapar frá hinum ýmsu hestamannafélögum á höfuðborgarsvæðinu og Suðurlandi lögðu leið sína í miðbæ Reykjavíkur en áætlaður fjöldi hrossa sem tók þátt í reiðinni var um 60 talsins. Fremst í flokki riðu Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, Guðni Halldórsson, formaður LH, og Sigurbjörn Bárðarson, landsliðseinvaldur í hestaíþróttum. Reiðin hófst við Hallgrímskirkju þar sem hestar og knapar hlýddu á ræður frá Áslaugu Örnu og Guðna ásamt því að ljúfir tónar frá Raddbandafélaginu voru spilaðir. Við þetta tækifæri kynntu tvö stærstu hestamannafélög landsins, Sprettur og Fákur, ákvörðun sína um að halda Landsmót hestamanna sameiginlega á félagssvæði Fáks árið 2024 og þar með var því samstarfi formlega hleypt af stokkunum. Knapar riðu sem leið lá frá Hallgrímskirkju niður Skólavörðustíg og Bankastræti yfir á Austurstræti, þar sem beygt var inn Pósthússtræti að Austurvelli. Þaðan var riðið áfram Vonarstræti og Tjarnargötu þar til komið var á endastað við Hljómskálagarð. Lífgar upp á miðbæjarlífið Guðni Halldórsson, formaður LH, sagði tilgang miðbæjarreiðarinnar vera að vekja athygli á hestaíþrótttinni og hestamennskunni í heild sinni. „Þetta er skemmtileg hefð sem hefur skapast, viðburðurinn lífgar upp á miðbæjarlífið og með þessum viðburði viljum við tengja hestamennskuna við lífið í landinu. Knapar úr hinum ýmsu hestamannafélögum tóku þátt í ár og höfðu mjög gaman af.“ Guðni sagði frá því í ræðu sinni að íslenski hesturinn væri stór hluti af þjóðararfi okkar Íslendinga og að þjóðin ætti að gera hestinum mun hærra undir höfði í allri kynningu og framsetningu á Íslandi. „Lundinn, víkingarnir, eldfjöllin, jöklarnir og jarðhitinn er allt frábært en þegar kemur að sérstöðu og stöðu meðal þjóðarinnar þá stenst ekkert af þessu samjöfnuð við íslenska hestinn.“ Guðni taldi það vera skipulagsmistök að ekki væri reiðstígur úr Víðidal og niður að Reykjavíkurtjörn. „Þar væri kannski aðstaða til að sleppa hestum í hólf, þetta væri passlegur reiðtúr, ríða í bæinn og fá sér eitt ískalt sódavatn á meðan hestarnir kasta mæðinni.“ Hann taldi þetta vera framtíðarsýn sem vert væri að skoða og gæti orðið lyftistöng fyrir annars fjölbreytt mannlíf miðbæjarins. Góð auglýsing fyrir hestinn Aðspurður sagði Guðni að reiðin hefði tekist mjög vel, starfsfólk LH og HOI hefði unnið vel að skipulagningu og þetta væri góð auglýsing fyrir hestinn. „Miðbæjargestir, bæði innlendir og erlendir, tóku okkur mjög vel og voru duglegir að taka myndir og myndbönd og deila því á hinum ýmsu samfélagsmiðlum sem fer svo um allan heim. Þetta er gríðarlega góð auglýsingin fyrir hestinn. Þetta er auðvitað mikið áreiti fyrir hestinn að fara þarna um bæinn, og t.d. var flugsýning í hámarki á Reykjavíkurflugvelli meðan á reiðinni stóð en hestarnir létu það ekki á sig fá.“ Miðbæjarreiðin var fyrst farin árið 2016 og hefur verið haldin ár hvert, þó með hléum á tímum heimsfaraldursins. /ÞAG Kynning á íslenska hestinum í miðbæ Reykjavíkur Jónína Sif Eyþórsdóttir, starfsmaður kynningar- mála Landssambands hestamannafélaga, Berglind Karlsdóttir, framkvæmdastjóri Landssam- bands hestamannafélaga, og Sverrir Einarsson, formaður hestamannafélagsins Spretts, tóku þátt í miðbæjarreiðinni. Síðust en ekki síst fór Bettina Wunsch, hestakona úr Þykkvabænum, sem hafði spennt fjóra gæðinga fyrir vagninn sinn. Hestamannafélögin Sprettur og Fákur munu sameiginlega standa að Landsmóti hestamanna árið 2024. Á myndinni má sjá fánabera félaganna, þær Guðnýju Dís Jónsdóttur, Vilfríði Fannberg Sæþórsdóttur og Þorbjörgu Helgu Sveinbjörnsdóttur. Hákon Hákonarson, formaður hestamanna- félagsins Harðar, ásamt Fenri Frey Kolka mættu prúðbúnir til miðbæjarrreiðarinnar og höfðu gaman af. Nýr lausapenni Umfangsmeira Bændablað kallar á mannafla og er Þórdís Anna Gylfadóttir nýr liðsfélagi blaðsins. Hún er með meistaragráðu í verkefnastjórnun og menntaður reiðkennari og hefur víðtæka reynslu í kynningarmálum á sviði matvæla og landbúnaðar. Hún hefur m.a. unnið sem verkefnastjóri hjá Íslandsstofu, Háskólanum á Hólum og Landsmóti hestamanna. Þórdís Anna bætist í hóp lausapenna blaðsins en netfangið hennar er thordisannag@gmail.com. Fremst í flokki riðu Guðni Halldórsson, formaður Landssambands hestamannafélaga, Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra og Sigurbjörn Bárðarson landsliðseinvaldur í hestaíþróttum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.