Bændablaðið - 08.06.2023, Blaðsíða 2

Bændablaðið - 08.06.2023, Blaðsíða 2
2 Bændablaðið | Fimmtudagur 8. júní 2023 FRÉTTIR ecoAgro Vistvænt rúlluplast - fæst hjá Líflandi Gæðaprófað af LBHÍ við íslenskar aðstæður 100% endurunnið Skannaðu kóðann fyrir nánari upplýsingar Matvælainnflutningur: Tollfrjálsi kjúklingurinn á veitingamarkaði Samdráttur í kaupum veitinga- markaðsins á íslenskum kjúkling bendir til þess að úkraínskt kjúklingakjöt hafi fyrst og fremst ratað til matvælafyrirtækja og veitingastaða. Frá janúar til aprílmánaðar 2023 hafa verið flutt inn til landsins rúmlega 220 tonn af úkraínsku kjúklingakjöti. Er það um 36% af öllum innflutningi á kjúklingakjöti til landsins á tímabilinu. Í apríl voru tæp 20 tonn af heilum frosnum kjúklingi flutt inn frá Úkraínu. Meðalkílóaverð þess var 356 kr. að því er fram kemur í tölum Hagstofu Íslands. Ekki kunnugt um verðlækkanir þrátt fyrir tollfrelsi Guðmundur Svavarsson, formaður búgreinadeildar kjúklingabænda, segir að kjötið sé fyrst og fremst framreitt í unnum matvörum og á veitingastöðum. „Mín tilfinning er sú að íslenskir neytendur hafi gert sér grein fyrir gæðum þessarar vöru og áhættu tengdri sýklalyfjanotkun og lágum kröfum til dýravelferðar. Þeir hafi staðið vörð um íslensku vöruna í búðum og sala úkraínska kjúklingsins hafi því orðið minni en verslunarmenn gerðu sér vonir um. Kjúklingurinn hefur því fyrst og fremst ratað inn á veitingamarkað þar sem hægt er að dulbúa hann sem íslenskan. Við sjáum dæmi um allt að 85% samdrátt í sölu til tiltekinna viðskiptavina á veitingamarkaði í apríl. Við höfum ekki séð dæmi um lækkað verð þar sem tollfrjáls kjúklingur frá Úkraínu er í boði, né heldur að uppruna sé sérstaklega getið á matseðlum,“ segir Guð- mundur. Framboð umfram sölu Hann bendir á að af öllum inn- flutningnum var aðeins 40 tonn heill kjúklingur. Um 260 tonn voru beinlaus vara sem uppreiknað í heilan fugl gerir um 390 tonn. Samtals jafn- gildir innflutningurinn því um 430 tonn leiðrétt fyrir beinahlutfalli. Alls voru ríflega 73 tonn af kjúklingakjöti flutt til landsins í aprílmánuði og var meðalverð þess 617 kr. Samkvæmt Mælaborði landbúnaðarins var framleitt tæplega 666 tonn af kjúklingi í apríl- mánuði hér á landi en sala kjúklings nam rúmum 650 tonnum. Því er framboð kjúklings umfram sölu. Innflutningur á kjúklingakjöti frá Úkraínu hófst í september á síðasta ári þegar um 16 tonn voru flutt til landsins. Innflutningurinn jókst svo hvern mánuð og náði hámarki í janúar þegar tæplega 108 tonn voru flutt inn. Í heild hafa tæplega 300 tonn af kjúklingakjöti verið flutt til landsins og heildarinnkaupaverð þess eru tæplega 157 milljónir króna. /ghp Innflutt úkraínskt kjúklingakjöt Mánuður Kíló September 2022 15.988 Nóvember 2022 41.340 Desember 2022 19.800 Janúar 2023 107.600 Febrúar 2023 13.840 Mars 2023 79.314 Apríl 2023 19.332 Samtals: 297.214 Heimild: Hagstofa ÍslandsGuðmundur Svavarsson. Guðmundur segir úkraínskan kjúkling hafa fyrst og fremst ratað inn á veitingamarkað. Ekki er skylt að upprunamerkja búvörur á veitingastöðum en þeir sem bjóða upp á mat eiga að hafa slíkar upplýsingar til reiðu samkvæmt löggjöf. Myndir / Alexander Mils Riðuveiki: Eitt sýni jákvætt á Urriðaá – Um 8% smitdreifing á Bergsstöðum Nú er ljóst að eina staðfesta riðuveikitilfellið á Urriðaá í Miðfirði var í kind sem kom frá nágrannabænum Bergsstöðum sem gjafagimbur haustið 2020. Þetta eru lokaniðurstöður sem Matvælastofnun hefur birt tilkynningu um. Niðurskurður á rúmlega 700 fjár var fyrirskipaður á Urriðaá vegna þessarar kindar. Bráðabirgðaniðurstöður úr grein- ingum sýna frá Bergsstöðum benda til þess að tæplega átta prósent hjarðarinnar þar hafi verið smituð. Kom ekki á óvart Dagbjört Diljá Einþórsdóttir, bóndi á Urriðaá, segir að þetta hafi ekki komið þeim á óvart. „Við reyndum að berjast ásamt öllum sveitungunum okkar við að stöðva niðurskurð. Okkur grunaði að smitið hefði ekki náð lengra en að Bergsstöðum. En það var ekkert hlustað á okkur. Okkur finnst þetta bara grátleg staða, fórna þessum góða stofni og svo finnst ekki ein kind smituð frá Urriðaá. Nú stefna þeir á að aflífa sölufé frá bænum um miðjan júní þó öll okkar sýni hafi verið neikvæð. Okkur finnst þetta algjörlega galin vinnubrögð hjá Matvælastofnun. Yfir helmingurinn af fénu sem við höfum selt frá Urriðaá hefur aldrei komist í kynni við þessa sem við áttum frá Bergsstöðum. Þessir gripir voru allir seldir áður en sú kind kom í fjárhúsin hjá okkur,“ segir hún. Margra ára meðgöngutími Í tilkynningu Matvælastofnunar kemur fram að meðgöngutími riðuveiki sé mörg ár og oftast ekki hægt að greina smitefnið í heilasýnum fyrr en mörgum árum eftir að kindin smitast. Niðurstöðurnar þýði ekki að engar af kindunum hafi verið smitaðar, aðeins að smitefnið hafi ekki greinst. Matvælastofnun minnir bændur á að gera viðvart ef þeir verða varir við einkenni í fé sem geta bent til riðu eða ef fé hjá þeim drepst af óþekktum orsökum. /smh Matvælarannsóknir: Vaxandi krafa um heildstæða sýn Kallað var eftir samræmingu, samtali samtaka svo sem landbúnaðar og sjávarútvegs, þolinmóðu fjármagni í framhalds- rannsóknir og þróun og endur- skoðun hamlandi regluverks á málþingi MATÍS sem fram fór í byrjun mánaðar. Fjallað var um framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi og hlutverk matvælarannsókna til að stuðla að sjálfbærri framleiðslu, nýsköpun og aukinni verðmætasköpun. „Framtíð matvæla framleiðslu varðar okkur öll, ekki aðeins hér á landi heldur á heimsvísu,“ sagði Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra í opnunarávarpi sínu. „Við þurfum að svara því hvernig hægt er að brauðfæða fleiri en nota sem minnst af auðlindum til þess og losa sem minnst af gróðurhúsalofttegundum. Matvælaframleiðsla þarf að vera sjálfbær til framtíðar og vísindi og rannsóknir gegna þar lykilhlutverki,“ sagði hún jafnframt. MATÍS væri alger kjölfesta í þessu viðfangsefni hérlendis. Matvælastefna Íslands til 2040 var nýlega samþykkt á Alþingi. Verðmæti fengins sjávarafla pr. kíló úr sjó hefur verið fjórfaldað á undanförnum árum með m.a. flutningatækni og meiri nýtni en slíkt þarf einnig að gerast í öðrum matvælagreinum. Að greina áhrif loftslagsbreytinga á matvælakerfi og umhverfisáhrif matvælaframleiðslu er meðal helstu rannsóknaáherslna MATÍS. Meðal þess sem rannsakað er þar á bæ eru áhrif þess að fóðra nautgripi á þörungum, á metanlosun og afurðir, og sömuleiðis hvaða áhrif það hefur að fóðra sauðfé á hvönn. Áhersla er á fullnýtingu; hringrásarhagkerfi kjötframleiðslu og aukna nýtingu hliðarafurða. Til dæmis er skoðað hvernig nýta megi blóð. Bent var á að neytendur væru kröfuharðir og æ þyngra myndi vega að kjötframleiðsla væri sjálfbær og gengi ekki á auðlindir, gæði yrðu umfram magn og vaxandi áhersla á dýravelferð. Þarna lægju mikil tækifæri fyrir hágæða kjötframleiðslu. Tvöfalda þarf próteinframleiðslu Innlend kornrækt annar nú um 1% af kornneyslu Íslendinga. Flutt séu inn 25 þúsund tonn af korni og hveiti árlega. Byggrækt hafi gengið vel og ræktun hafra sé nýjung sem lofi góðu en leggja verði ríkari áherslu á vöruþróun úr korni frá íslenskum kornbændum, meðal annars með líftækni. Fjallað var um nýprótein á málþinginu og mikilvægan þátt þess í sjálfbærri umbreytingu matvælakerfa. Bent var á að aðgengi að hágæðapróteinum færi minnkandi en eftirspurn hefði á hinn bóginn aldrei verið meiri. Talið er að próteinframleiðsla á heimsvísu þurfi að tvöfaldast fyrir árið 2050. Nýprótein geta verið t.d. þörungar, örþörungar, stórþörungar, stórfrumuprótein, skordýraprótein, einfrumungar og grasprótein. Rannsóknir standa yfir á nýtingu þeirra í matvörur, fæðubótarefni og fóður til m.a. fiskeldis og kjúklingaræktar. Spurt var hvort þörungar væru matur framtíðarinnar og tíndir til fjölmargir heilsubætandi kostir þeirra og ljóst að þar er vannýtt lífauðlind sem rannsaka þarf og nýta mun betur. Möguleikarnir séu nánast óþrjótandi. Framleiðsla áburðar var sögð mengandi og ekki sjálfbær. Óskastaða hérlendis væri mögulega að fanga fosfór og kalí úr aukaafurðum, nýta nitur úr lofti og fá brennistein frá Landsvirkjun og væri þá til orðinn sjálfbær áburður. Þá lægju tækifæri í notkun fiskeldisseyru, sláturúrgangs og alifuglaskíts en gera þyrfti áhættugreiningu á efnunum og kanna leiðir til flutnings og dreifingar m.t.t. áhættuþátta. Fram kom á málþinginu að nauðsynlegt væri að efla þekkingarstraum milli aðila sem koma að rannsóknum og framleiðslu matvæla. Skilgreina verði hvort afurðir og vörur séu hugsaðar á innanlandsmarkað eða markaði erlendis og gera viðskipta- og markaðsrannsóknir. Rannsóknarstyrkjum eigi ekki endilega að úthluta heldur fremur að virkja samkeppni milli vísindamanna. Þá sé mikilvægt að vinna að því að verkefni strandi ekki þegar búið er að þróa hugmynd og hrinda úr vör, en einn mesti áhættuþáttur bæði fjárfesta og fyrirtækja sé í fjármögnun á stækkunarþrepi. /sá
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.