Bændablaðið - 08.06.2023, Blaðsíða 44

Bændablaðið - 08.06.2023, Blaðsíða 44
44 Bændablaðið | Fimmtudagur 8. júní 2023 LESENDARÝNI HURÐIR Tunguháls 10, 110 Reykjavík, sími 567 3440, vagnar@vagnar.is, vagnar.is • Stuttur afhendingartími • Hágæða íslensk framleiðsla • Val um fjölda lita í RAL-litakerfinu • Vindstyrktar hurðir Bílskúrs- og iðnaðarhurðir Iðnaðarhurðir Iðnaðarhurðir með gönguhurð Bílskúrshurðir Hurðir í trékarma Tvískiptar hurðir Smíðað eftir máli Fyrsta flokks þjónusta og ráðgjöf Sextug er hún og líka þúsund ára Í sumar eru liðin sextíu ár frá því Skálholtsdómkirkja var vígð og hefur verið unnið að afmælisárinu árum saman. Það verður ekki sagt að vígsluafmælið beri brátt að. Núna þegar viðgerðum er óðum að ljúka með endurnýjun á öllu ytra byrði guðshússins og innandyra stendur kirkjan öllum opin til að koma og njóta. Það á sérstaklega við um helgihaldið en það má einnig leggja áherslu á að kirkjuverðir opna kirkjuna alla daga og taka á móti fólki yfir daginn, einstaklingum og hópum. Hægt er að panta fyrir hópa og einnig að fá veitingar á nýja veitingastaðnum Hvönn og gistingu á Hótel Skálholti sem er hvort tveggja í húsinu sem lengi hefur verið kallað Skálholtsskóli. Þótt sagan sé mikil og gömul er þjónustan ljúf og aðstaðan nútímaleg. Endurnýjunin er að innan sem utan og má segja að nýjasta skeiðið hafi byrjað með gjörbreyttu skipulagi og nýju rekstrarformi rétt fyrir Covid. Ekkert kom af sjálfu sér en margar hendur vinna létt verk ef þær vinna saman. Og þær hendur bjóða núna alla velkomna til að skoða, rifja upp og njóta. Dómkirkja okkar tíma er sextug en hún stendur á sama grunni og fyrri kirkjur. Kirkja á staðnum er meira en þúsund ára því Gissur hvíti reisti þá fyrstu árið þúsund sumarið sem allir íbúar Íslands tóku kristna trú eftir ákvörðun Alþingis og með úrskurði Þorgeirs Ljósvetningagoða. Er sonur hans, Ísleifur, varð biskup 1056 og þau Dalla Þorvaldsdóttir settust hér að varð kirkja Gissurar að dómkirkju biskupsins sem þjónaði þá bæði Íslandi og Grænlandi. Tíminn fram að afmælinu hefur verið vel nýttur til að safna fyrir og gera upp mikla dýrgripi kirkjunnar. Listgluggar Gerðar Helgadóttur voru að skemmast og sprungur voru komnar í mósaíkmynd Nínu Tryggvadóttur. Þeim viðgerðum lauk árið 2018 og hafði Verndarsjóður Skálholtsdómkirkju þá safnað á fjórða tug milljóna í verkið. En næstu verkefni biðu því kirkjan hélt áfram að leka og klukkurnar voru að þagna hver af annarri. Danska klukkan hafði fallið niður og brotnað og mótorar annarra hættir að virka. Bókasafnið í turni kirkjunnar var í hættu og niðri gerðu kórfélagar grein fyrir ástandi kirkjunnar með því að tenórinn þyrfti að hafa með sér regnhlíf á æfingar. Hann sat næstur bununni niður vegginn. Margir lögðust hér á eitt og var ákveðið að endurnýja alveg þakið með nýjum steinskífum og nýjum þakrennum, gera við veggina og laga drenið en að lokum að mála kirkjuna. Lauk því í fyrra langt á undan áætlun. Næsta stóra ákvörðunin var að taka allt í gegn að innan og lauk því í maí. Bókhlaðan gæti farið í nýtt húsnæði Gestastofunnar á þessu ári með Prentsögusetri Íslands. Sr. Kristján Björnsson. Íslenskt grænmeti – við vitum hvaðan það kemur Í leikskólanum Álfheimum á Selfossi var nýverið unnið með þemað íslenskt grænmeti. Áður en farið var að skoða íslenskt grænmeti fengu krakkarnir, sem eru fæddir 2019, fræðslu um loftslagsbreytingar. Rætt var um hvernig t.d. mengun frá bílum hefur áhrif á hitastig jarðar og veldur því að ísinn á norðurpólnum bráðnar. Og hvað verður þá um ísbirnina? Velt var upp hugmyndum um hvað við gætum gert til að minnka umhverfisáhrif okkar. Eitt af því var að borða íslenskt grænmeti í staðinn fyrir influtt grænmeti sem þarf að fara langar leiðir með skipum eða flugvélum til Íslands. Börnin kynntu sér framboð á íslensku grænmeti, máluðu gúrkur, paprikur, gulrætur og fleira og merktu það með límmiðum frá Sölufélagi garðyrkjumanna. Þau smökkuðu alls konar grænmeti og lærðu að þekkja íslenskt grænmeti á umbúðum í verslunum. Í leikskólanum Álfheimum á Selfossi eru umhverfismál stór þáttur í daglegu starfi. Lögð er áhersla á að kenna börnum frá unga aldri að bera virðingu fyrir umhverfinu. Rusl er flokkað á öllum deildum og reynt er að endurnýta alls konar efni fyrir listsköpun. Lífrænn úrgangur fer í moltutunnu þar sem moltuormar búa til kraftmikinn áburð. Á útikennslusvæðinu eru fjórir gróðurkassar þar sem börnin spreyta sig í grænmetis- og blómaræktun. Draumurinn væri að fá gróðurhús á leikskólalóðina svo hægt væri að rækta kryddjurtir og fleiri grænmetistegundir með börnunum. Um þessar mundir er leikskólinn að leita styrkja til að láta drauminn verða að veruleika. Þó kominn sé smá upphæð í sjóðinn vonast starfsfólk og börnin á Leikskólanum Álfheimum að fleiri styrktaraðilar sýni áhuga á að styðja þetta verkefni. Það er hagur okkar allra að fræða börn um ræktun og sýna þeim að grænmeti sem er ræktað í okkar heimalandi er best því við vitum hvaðan það kemur. Brigitte Bjarnason, leiðbeinandi í leikskólanum Álfheimum á Selfossi. Börnin spreyta sig í grænmetis- og blómaræktun á útikennslusvæði leikskólans Álfheima. Myndir / Aðsendar Börnin máluðu gúrkur, paprikur og gulrætur og merktu það með límmiðum frá Sölufélagi garðyrkjumanna. Frá veitingastaðnum Hvönn. Þessi fallegi útskurður er eftirmynd af styttu sem finna má í Brussel í Belgíu en þar stendur hún sem lögreglumaður í dulargervi sem gömul kona sem var raunin á tíma í borginni þegar lögreglan réðst í aðgerðir gegn vasaþjófum. Dagana 11.–12. maí var haldin vegleg og skemmtileg menningar- og handverkshátíð að Árskógum í Seljahverfi í Breiðholti þar sem hannyrða- og smíðalistaverk eldri borgara voru til sýnis. Fjölmargir lögðu leið sína til að líta á herlegheitin en til viðbótar við sýninguna var einnig menningardagskrá í boði fyrir gesti og gangandi. /ehg Ómar Arason gerði þetta glæsi- lega skjaldarmerki. Líf og fjör á handverks- hátíð í Árskógum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.