Bændablaðið - 08.06.2023, Blaðsíða 46

Bændablaðið - 08.06.2023, Blaðsíða 46
46 Bændablaðið | Fimmtudagur 8. júní 2023 RÁÐGJAFARMIÐSTÖÐ LANDBÚNAÐARINS Nokkur atriði tengd slætti Það er alltaf mikilvægt að vanda val sláttutíma, ekki síst við fyrsta slátt sem yfirleitt er að gefa verðmætasta gróffóðrið. Þar ræður mestu fyrir hvaða gripi er verið að heyja og hvaða væntingar eru um magn heyja og gæði þeirra. Hey fyrir mjólkurkýr þurfa að hafa hátt orkugildi og vera hæfilega próteinrík en innihalda jafnframt nægilega mikið af tréni til að tryggja gott vambarheilbrigði kúnna. Miða má við til að fá gott hey fyrir mjólkurkýr að slá vallarfoxgras þegar það byrjar að skríða. Viðmið eins og þetta þurfa bændur að læra á með því að taka heysýni og bera saman milli ára. Munur á árferði og ólíkur sprettuferill grasanna gerir það að verkum að niðurstaðan verður ekki alltaf sú sama. Eins ræðst besti tíminn til sláttar mikið af samsetningu gróðursins og veðri. Við skrið og aukinn þroska grasanna eykst tréni í þeim, meltanleiki lækkar og orkan verður minni. Jafnframt lækkar prótein og magn annarra næringarefna. Sláttuhæð Það er mikilvægt að stilla sláttuvélina ekki of nærri. Fyrir nýlega ræktuð tún er mælt með að sláttuhæð sé ekki minni en um 10 cm. Með sláttuhæð er átt við hver stubbhæð grasanna er eftir slátt. Samanburður sem gerður var á 5 og 10 cm sláttuhæð sýnir eins og vænta mátti að magn uppskeru verður meiri við lægri sláttuhæðina en heygæðin verða minni. Hærri sláttuhæðin skilar hærri meltanleika (hærra orkugildi) og próteini í fóðrinu og minna tréni. Við hana liggur grasið einnig á hærri stubb og fjær jörðu sem leiðir til þess að það þornar hraðar og verkun þess verður betri. Þegar jarðvegur eða ryk blandast í hey getur það haft óæskileg áhrif á verkun þess og valdið skemmdum í geymslu. Hættan á þessu er meiri við litla sláttuhæð m.a. vegna þess að heyvinnutæki eru þá að vinna nær yfirborði jarðvegs og rífa því frekar upp jarðveg og önnur óhreinindi sem menga heyið. Þegar sláttuhæð er lítil seinkar það endurvexti grasa og hvenær taka megi seinni slátt. Vallarfoxgras er sérstaklega viðkvæmt fyrir því að vera slegið nærri. Forþurrkun Það er mikilvægt fyrir góða verkun heyja og lystugleika þeirra að þau þorni hratt eftir slátt. Því þarf að snúa og dreifa úr sláttuskárum strax eftir slátt til að flýta því ferli og hindra öndun plöntufruma og niðurbrot orku sem þá á sér stað meðan raki í grasinu er nægur. Það þarf að vanda fyrsta snúning, aka á móti sláttustefnu til að dreifa vel úr sláttuskárunum. Í tuggum sem ekki hefur tekist að ná til og fara blautar saman við þurrara hey við hirðingu eru aðstæður fyrir óæskilega gerjun sem síðan getur breitt út frá sér og spillt fóðrinu, hvort sem það er í rúllum eða stæðum. Þegar forþurrkun gengur hægt ætti ekki að hafa hana lengur en í tvo sólarhringa og taka heyið frekar saman ef þess er kostur. Við slátt er þurrefnisinnihald í grasi aðeins um 15-20% og ræðst m.a. af veðurfari, grastegundum og þroskastigi plantnanna. Til að hindra tap næringarefna vegna frárennslis plöntusafa þarf að forþurrka að 30% þurrefni. Við þurrkun á einu tonni af grasi úr 15% þurrefni í 30% eru fjarlægð 500 kg af vatni sem minnkar kostnað og léttir vinnu við heyskapinn. Forþurrkun hefur áhrif á heymagn í rúllum. Mælingar sýna að magn þurrefnis af heyi í rúllum (rúmþyngd kg þe/m3) eykst þar til um 55% þurrefni er náð. Við meiri þurrkun virðist heymagnið ekki aukast nema heyið sé mikið skorið. Við mikla þurrkun er líklegra að rúmþyngdin í rúllum verði heldur minni en við þurrefnisstig 55-65%. Við forþurrkun að 55% þurrefni rúma því færri rúllur það heymagn sem spildan gefur sem þýðir að það þarf minna plast utan um það og meðhöndla þarf færri rúllur. Við mikla þurrkun heyja á velli eykst tap næringarefna vegna molnunar verðmætra plöntuhluta s.s. blaða sem þorna hraðar en stönglar. Þessu veldur m.a. notkun heyvinnuvéla og þarf að beita þeim af meiri varúð eftir því sem heyið verður þurrara. Áhrif þurrkstigs heyja á lystugleika og át gripa eru ólík eftir tegundum búfjár. Fyrir mjólkurkýr virðist ekki vera hagur af því að þurrka hey meira en í um 40% þe. Fyrir hross er sennilega betra að forþurrka meira m.a. vegna þess að blautt hey fyrir hross á húsi kallar á meiri undirburð. Almennt má segja að fyrir sauðfé aukist lystugleikinn eftir því sem heyið er þurrara. Sláttur í múga eða dreifða sláttuskára Eins og áður er nefnt er mikilvægt að grasi sé vel dreift eftir slátt til að það byrji strax að þorna og þorni hratt. Því er mikilvægt að snúa strax eftir slátt og dreifa úr sláttuskárunum. Það er reyndar misjafnt hvernig skárum sláttuvélar skila. Sláttuvélar með knosara skila frá sér skárum sem loftar betur um en vélar án knosara og veldur það hraðari þornun. Stönglar þorna hægar en blöð og á knosarinn einnig að flýta þornun stöngla með því að merja eða hrufla þá og opna þannig vaxhúð þeirra. Best er að grasið leggist í dreifðan skára aftur úr sláttuvélinni. Þannig þornar það hraðar en ef það liggur í þykkari múga. Íblöndunarefni Notkun íblöndunarefna getur verið breytileg milli ára, m.a. háð veðurfari. Í sumum árum eru þau nauðsynleg til að tryggja næg fóðurgæði. Virkni efna er mismunandi og mikilvægt að velja efni sem henta aðstæðum hverju sinni. Sum henta best í blautt fóður meðan önnur eru betri í forþurrkað hey. Séu skilyrði til verkunar ákjósanleg, slegið á góðum tíma og ekki óhreinindi í heyinu eða annað sem spillt getur verkun þess er ekki ástæða til að nota íblöndunarefni. Lífræn íblöndunarefni innihalda gjarnan mjólkursýrugerla sem ætlað er að hraða æskilegri gerjun. Til að gerjunin verði hröð þurfa aðstæður fyrir mjólkursýrugerlana að vera góðar og þurrkstig heysins komið í a.m.k. 30%. Við krefjandi aðstæður, t.d. ef rakastig í heyinu er lágt eða lítið af sykri í því, henta kemísk efni eins og sýrur og sölt betur. Þau lækka sýrustig í heyinu hratt og koma þannig í veg fyrir að óæskileg gerjun nái sér á strik. Sumum efnum er ætlað að hindra myglu í heyinu Notaðir bílar Sjáðu fleiri bíla á notadir.benni.is Krókhálsi 9 | Reykjavík | 590 2035 SsangYong Rexton ‘17, sjálfskiptur, ekinn 102 þús. km. Verð: 3.990.000 kr. Porsche Cayenne S E-Hybrid, 4x4, ‘21, sjálfsk., ekinn 39 þús. km. Verð: 7.990.000 kr. SsangYong Tivoli Xlv Dlx, ‘18, 4x4, sjálfsk., ekinn 100 þ.km. Verð: 2.790.000 kr. 331830 800978 5915954x4 4x4 4x4 Opel Grandland X ‘19, sjálfskiptur, ekinn 89 þús. km. Verð: 3.190.000 kr. Nissan Juke ‘20, sjálfskiptur, ekinn 60 þús. km. Verð: 3.490.000 kr. Jeep Compass S Plug-In ‘21, sjálfsk. ekinn 47 þ.km., Verð: 6.490.000 kr. 404821 527247 340050 GOTT ÚRVAL NOTAÐRA BÍLA Vegna mikillar sölu vantar okkur allar tegundir bíla á skrá! Birt með fyrirvara um mynd- og textabrengl notadir.benni.is 4x4 Plu g-in Hybrid Plu g-in Hybrid Samanburður sem gerður var á 5 og 10 cm sláttuhæð sýnir eins og vænta mátti að magn uppskeru verður meiri við lægri sláttuhæðina en heygæðin verða minni. Hærri sláttuhæðin skilar hærri meltanleika (hærra orkugildi) og próteini í fóðrinu og minna tréni. Mynd / Eiríkur Loftsson Teikning / Elena Westerhoff
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.