Bændablaðið - 08.06.2023, Blaðsíða 50
50 Bændablaðið | Fimmtudagur 8. júní 2023
Þessa dagana vinnur Land-
græðslan að gerð svæðisáætlana í
Landgræðslu.
Þær eiga
uppruna sinn
í lögum um
landgræðslu
þar sem segir
að ráðherra
málaflokksins
gefi út land-
græðsluáætlun
á fimm ára
fresti og til 10 ára í senn. Í
áætluninni komi fram stefna
stjórnvalda í landgræðslu með
hliðsjón af markmiðum laganna
um jarðvegs- og gróðurvernd og
sjálfbæra landnýtingu. Ný áætlun
var samþykkt í fyrra undir heitinu
Land og líf: Landgræðsluáætlun
og landsáætlun í skógrækt en
þar er í fyrsta skipti birt sam-
eiginleg framtíðarsýn stjórn-
valda í landgræðslu og skógrækt
til ársins 2031.
Í sömu lögum segir einnig
að Landgræðslan skuli vinna
svæðisáætlun fyrir hvern lands-
hluta í samræmi við landgræðslu-
áætlun. Þar séu tilgreind land-
græðslusvæði sem og önnur
svæði þar sem lögð er áhersla
á landgræðslu með tilliti til
náttúruverndar og gildandi skipu-
lagsáætlana og í sátt við áherslur
eftir landshlutum. Áætlunin skal
gerð í samráði við sveitarfélög
og aðra hagsmunaaðila og
endurskoðuð á fimm ára fresti.
Samhliða vinnur Skógræktin
sams konar áætlun í skógrækt en
áætlanirnar tvær kallast á enda
markmið þeirra það sama, að
tilgreina hvernig samstarfi við
sveitarfélög um landgræðslu og
skógrækt verði háttað.
Jafnframt vinna stofnanirnar
tvær, Landgræðslan og Skóg-
ræktin, að sameiginlegu verkefni
sem hefur þann tilgang að bæta
landnotkun sveitarfélaga.
Það verkefni felur í sér að greind
verði tækifæri sem felast í breyttri
landnotkun innan sveitarfélaga í
þágu loftslagsmála. Markmiðið
er að stuðla að samdrætti í
losun gróðurhúsalofttegunda frá
landi og aukinni bindingu
kolefnis í gróðri og jarðvegi með
kolefnishlutleysi að markmiði.
Með því verði grunnur lagður að
sameiginlegri sýn á þau tækifæri
sem liggja á bættri landnotkun
þar sem er horft er til sjálfbærrar
landnýtingar, uppbyggingar auð-
linda, jarðvegsverndar, endur-
heimt vistkerfa og þannig stuðlað
að aukinni sátt og samstöðu
um aðgerðir.
Afrakstur verkefnisins verða
tillögur að loftslagsaðgerðum
og landsvæðum sem talin eru
geta skilað bestum árangri í
þágu loftslagsmála í sátt við
landeigendur og aðra landnotkun.
Tillögunum er ætlað að nýtast
á öllum stigum skipulags-
og áætlunargerðar. Þá verði
kynningarefni gert aðgengilegt
og haldnir kynningarfundir og
vinnustofur í öllum landshlutum
um hvernig sveitarfélögin geti
þróað svæðið með tilliti til bættrar
landnotkunar. Fámennum og
landstórum sveitarfélögum verður
veitt sérstök athygli og þeim boðin
frekari og nánari ráðgjöf við sína
skipulagsvinnu.
Verkefnin sem hér um ræðir eru
brýn og munu vafalaust reynast
sveitarfélögum vel við sína
stefnumörkun og skipulagsvinnu.
Ef vel tekst til munu þeim standa til
boða leiðbeiningar og gögn til að
greina og ráðstafa sínu landi með
sjálfbærum hætti og mögulegu
framtíðar ræktarlandi.
Jafnframt til að gera áætlanir
um uppgræðslu lands með
viðeigandi aðferðum til lengri eða
skemmri tíma. En til að svo verði
þarf gott samráð við heimafólk og
helstu hagaaðila á hverju svæði
fyrir sig. Verkefnin eru einnig til
marks um gott og náið samstarf
tveggja stofnana sem báðar fást
við sama viðfangsefni, að stuðla
að vernd, viðgangi og heilleika
íslenskra vistkerfa.
Davíð Arnar Stefánsson,
sérfræðingur hjá
Landgræðslunni.
Gerð svæðisáætlana og bætt
landnotkun sveitarfélaga
Starfsfólk í felti að vakta ástand lands. Mynd / Landgræðslan
Á FAGLEGUM NÓTUMLANDGRÆÐSLA
Umrætt rannsóknarverkefni
sem fékk styrk frá Fagráð í
hrossarækt og Rannsóknastofu
Labor Böse, Þýskalandi, átti sér
stað árið 2021 í þeim tilgangi að
kanna kynheilbrigði í íslenska
hrossastofninum.
Ræktunarmarkmið fyrir íslenska
hrossakynið er að rækta heilbrigðan,
frjósaman og endingargóðan
íslenskan hest. Bakteríu- og
veirusýkingar á kynfærum geta
verið orsök frjósemissjúkdóma í
merum og í stóðhestum. Í flestum
nágrannalöndum okkar gilda
strangar reglugerðir um sýnatöku
bæði í merum og stóðhestum til
að tryggja að eingöngu fullfrískar
merar séu leiddar undir hest.
Sömu reglur gilda fyrir merar og
stóðhesta í sæðingu. Hins vegar
eru slíkar reglugerðir ekki í gildi
á Íslandi.
Bakeríusýking og legbólga
Þekktar bakteríusýkinga í kyn-
færum hrossa:
• Taylorella equigenitalis (CEM)
• β-hemolys. Streptokokka
• Klebsiella pneumoniae
• Pseudomonas aeruginosa
Legbólga getur komið fram með
ýmsum hætti og jafnframt komið í
veg fyrir að hryssa fyljist. Útferð er
talin óeðlileg þegar hún breytir um
lit, verður t.d grænleit eða brúnleit
eða illa lyktandi. Algengasta
orsök aukinnar útferðar er sýking
af völdum baktería, sveppa eða
veira. Sýking í legi veldur miklum
vefjaskemmdum og sterkum
viðbrögðum ónæmisfrumna.
Undirliggjandi legbólga hefur
töluverð áhrif á frjósemi hryssa.
Orsök hennar getur verið:
• Eigin bakteríuflóra fær aðgang
að leginu í gegnum leghálsinn.
• Stóðhestur í hólfi ber smit í
hryssuna.
• Fastar hildir eftir köstun eru ekki
teknar í tíma. Mælt er með að það
sé gert innan tveggja klukkustunda.
Þegar hryssa hefur verið með
legbólgu í langan tíma, jafnvel
án þess að hún sé greind og
meðhöndluð, getur haft þau áhrif
að samgróningar verða í leginu.
Afleiðingar þess eru til að mynda:
• Bólgur í grindarholi.
• Aukin hætta á fósturláti.
• Aukin hætta á fæðingu fyrir
tímann.
Smitandi legbólga í hrossum
Sjúkdómurinn Contagious Equine
Metritis (CEM) getur verið þýtt
á íslensku sem smitandi legbólga
í hrossum.
Orsök sjúkdómsins er bakterían
Taylorella equigenitalis. Einkenni
hans birtast helst á hryssum í mikilli,
gráleitri útferð frá skeiðinni sem
hefst dagana eftir að hestur fór
á hryssuna. Einkennin geta varað í
rúmar tvær vikur. Hryssurnar verða
ekki veikar að öðru leyti og ná sér
oftast án meðhöndlunar en sýkillinn
getur lifað mánuðum saman í
æxlunarfærum og valdið ófrjósemi.
Stóðhestar sýna ekki klínísk
einkenni en eru heilbrigðir
smitberar. Smit á sér einkum stað
við æxlun þó það geti einnig gerst
með tækjum eins og gerviskeiðum
og skoðunaráhöldum.
Eins geta heilbrigðir smitberar
borið smitið áfram. Erlendis
gilda strangar reglur um skimun
fyrir sjúkdómnum, bæði hjá
stóðhestum og hryssum sem koma
saman í hólf, til sæðistöku eða
sæðingar eða til meðhöndlunar hjá
dýralæknum.CEM sjúkdómurinn er
tilkynningarskyldur í útlöndum, en
ekki hér á landi
Tilgangur og markmið
Á Íslandi er ekki vitað um hlutföll
kynfærasjúkdóma í hryssum og
stóðhestum. Engar birtar rann-
sóknir eru til sem sýna fram á
alvarleika kynfærissjúkdóma eins
og CEM.
Gögn um tjón kynfærasjúkdóma
í hrossastofnum erlendis eru til
staðar en engin gögn eru til um
stöðuna hér á landi. Útflutningur
á íslenskum kynbótahestum
hefur aukist og gera kaupendur
einnig kröfur um umfangsmeiri
heilsufarsskoðanir hestanna og
kröfur um að tryggja kyn heilbrigði/
frjósemi hestanna.
Undanfarið ár hefur aukist
eftirspurn eftir sæðingum innan-
lands. Eftirspurn eftir frosnu sæði
til útflutnings frá Íslandi hefur enn
fremur aukist.
Rannsóknaaðferðir
Stroksýni voru tekið á ákveðnum
stöðum í æxlunarfærum hryssa og
stóðhesta með þar til gerðum pinna.
Svo voru strok sett í bakteríurækt
og næmnispróf eftir hraðsendingu
með kælibox í Labor Böse.
Nákvæmu ferli var fylgt við
sýnistöku. Hrossin voru fædd á
árunum 1995–2018.
Faraldsfræðileg könnun
á kynsjúkdómum hjá
íslenskum hestum
Stroksýni voru tekin á ákveðnum stöðum í æxlunarfærum hryssa og stóðhesta með þar til gerðum pinna.
Stroksýni úr klítoris tekin í CEM
greiningu.
Legbólga. Legbólga getur komið
fram með ýmsum hætti og jafnframt
komið í veg fyrir að hryssa fyljist.
Susanne Braun. Ulrike Nunrnus.
Davíð Arnar
Stefánsson.
Óspakseyrargátan gerist á
Vestfjörðum árið 1910 og
á sér sviplegan endi eftir löng
og þrúgandi réttarhöld, bæði á
Ströndum og í Reykhólasveit.
Óspakseyrargátan
Ný íslensk sakamálasaga eftir Finnboga Hermannsson.
Óspakseyrargátan fæst hjá höfundi,
póstfang: finnbh@simnet.is
sími: 861-8993