Bændablaðið - 08.06.2023, Blaðsíða 38

Bændablaðið - 08.06.2023, Blaðsíða 38
38 Bændablaðið | Fimmtudagur 8. júní 2023 honda@byko.is | 515-4018 HONDA GARÐVERKFÆRI FÁST Í BYKO FAGVERSLUN SELHELLU 1 GÆÐI Í YFIR 40 ÁR Það var óvenju mannmargt af víkingum innandyra þegar leið á laugardag, þar sem orðið var ansi napurt. Hátíðin Torf og trefjar á Eiríksstöðum í Haukadal var haldin helgina 20. og 21. maí sl. Þar mættu víkingar úr félaginu Rimmugýgi, unnið var með handverk af ýmsu tagi, blásið var til leikja og bardagar og glímubrögð sýnd. „Ungir iðkendur glímu í Dala- byggð komu og kenndu víkingum handbrögðin, en fengu líka til baka smá leiðsögn í að berjast með sverðum. Dagskráin riðlaðist allnokkuð vegna veðurs og var laugardeginum varið að miklu leyti í að verja búnað og fólk fyrir ágangi veðurguðanna. Haft var á orði að þrumuguðinn Þór hafi ekki fengið nógu spennandi fórnir fyrir hátíðina,“ segir í tilkynningu frá Eiríksstöðum. Þá tók Bjarki Þorsteinsson, sveitar- stjóri Dalabyggðar, fyrstu skóflu- stungu að nýju tilgátuhúsi með trépáli sem var algengasta moksturs- verkfærið á landnámsöld. Tilgátuhús þetta er jarðhýsi sem byggir á rannsókn Þjóðminjasafns Íslands í aldarlok 20. aldar. „Þau Atli Freyr Guðmundsson og Rain Mason, sem eru hluti eigendateymisins á Eiríksstöðum, unnu á árinu 2022 rannsókn á jarðhýsum og undirbjuggu framkvæmdina, en til stendur að reisa húsið á þessu ári og verður það svokölluð dyngja, eða vefhús, um 9 fermetrar, rétt eins og fyrirmyndin.“ Verkefnið hefur hlotið styrk frá Skógræktinni í formi timburs og einnig 700.000 kr. frá DalaAuði, verkefni Byggðastofnunar, SSV og Dalabyggðar. Segir í tilkynningu að margir sjálfboðaliðar hafi boðið fram aðstoð við framkvæmdina sjálfa. „Verkefnið er í sjálfu sér vettvangur svokallaðrar tilraunafornleifafræði, þar sem hægt verður að rannsaka hvernig svona hús verður til, hvernig eldstæðið virkar í því, hvernig lýsingin er, því ekki var hægt að vefa í myrkri og svo má lengi telja. Sérstaklega verður reynd kenning fornleifafræðinga um að við eldstæði slíkra húsa hafi verið loftop, neðst við vegg, til að veita fersku lofti beint að eldinum og auka þannig streymi reyks beint út um loftop á þaki,“ segir í tilkynningu frá Eiríksstöðum. LÍF&STARF Haukadalur: Nýtt tilgátuhús rís Hér er saman kominn hópurinn frá Rimmugýgi, starfsmenn Eiríksstaða, sveitarstjóri Dalabyggðar og nokkrir ferðamenn. Myndir / Eiríksstaðir Bjarki Þorsteinsson, sveitarstjóri Dalabyggðar, tekur fyrstu skóflustungu að nýju tilgátuhúsi. LANDBÚNAÐUR Í SKÁLDSKAP „Blessað veri grasið“ Orðsins list kemur að þessu sinni frá Snorra Hjartarsyni sem sagði að flest væri hægt að segja í ljóði en margt ekki hægt að segja öðruvísi en í ljóði. „Það er svo með mig að kvæðið kemur til mín og heimtar að það sé ort; ég kemst ekki undan því að yrkja það,“ sagði Snorri, og einnig: „Það yrkja náttúrlega allir fyrir sjálfa sig, að minnsta kosti sönn skáld.“ Snorri var fæddur árið 1906 á Hvanneyri í Borgarfirði en ólst upp í Arnarholti í Stafholtstungum frá níu ára aldri. Eftir menntaskóla lagði hann stund á listnám í Kaupmannahöfn og Ósló og fékkst einkum við málaralist. Hann sendi frá sér skáldsöguna Høit flyver ravnen í Ósló 1934 og hafði þá jafnframt birt fyrstu ljóð sín. Hann flutti svo heim og starfaði m.a. sem borgarbókavörður, auk þess að gegna ýmsum trúnaðarstörfum fyrir samtök listamanna. Ljóðabækur Snorra urðu fjórar talsins: Kvæði (1944), Á Gnitaheiði (1952), Lauf og stjörnur (1966) og Hauströkkrið yfir mér (1979). Fyrir þá síðastnefndu hlaut hann Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs árið 1981. Árið 1986 sæmdi heimspeki- deild Háskóla Íslands hann heiðursdoktorsnafnbót og er hann einn örfárra skálda sem hana hafa fengið. Snorri Hjartarson andaðist 1986. / sá Heimild: Landsbókasafn Vor Blessað veri grasið sem grær kringum húsin bóndans og les mér ljóð hans, þrá og sigur hins þögula manns. Blessað veri grasið sem grær yfir leiðin, felur hina dánu friði og von. Blessað veri grasið sem blíðkar reiði sandsins, grasið sem græðir jarðar mein. Blessað veri grasið, blessað vor landsins. Landslag Í einum fossi hendist áin niður morgunhlíð dalsins undir mjúku sólskýi: ungur smali ofan úr heiði með ljóð á vör, lamb á herðum. Á Gnitaheiði, 1957. Snorri Hjartarson við skriftir úti í náttúrunni. Við skylmingar var Bjarni víkingur orðinn fáklæddur og mjög ákafur í einvígi sínu við saklausan ferðamann sem freistaðist til að reyna sig við hann. Þeir Þórarinn og Benoný leiðbeindu víkingum um rétt glímutök og brögð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.