Bændablaðið - 08.06.2023, Blaðsíða 40

Bændablaðið - 08.06.2023, Blaðsíða 40
40 Bændablaðið | Fimmtudagur 8. júní 2023 Stephan Stephensen, ljósmyndari, myndlistar- og tónlistarmaður, undirbýr sýningar á verkum sínum annars vegar á Borgarfirði eystra nú í júní og á Höfn í Hornafirði á næsta ári. Hvannir og hreindýr eru meðal viðfangsefna. Hann langar í kjölfarið að fara um landið og ljósmynda bændur. En hver er maðurinn? „Hann er Hafnfirðingur, Parísarbúi, Lónmaður (nei, ekki Lónsmaður) og tilfinningasmiður,“ svarar Stephan sem segist hafa lært til stúdents í Verslunarskólanum og síðan farið hina hefðbundnu leið til Parísar í ljósmyndanám. „Eftir gjöful ár Parísar stefndi hugurinn í kvikmyndatöku við Den Danske Filmskole, en þar gripu örlögin í taumana, björguðu mér frá kónginum og fleygðu mér ósyndum út í ólgusjó Gusgus-hópsins og tónlistarbransans. Tuttugu ár úti um allan heim samfleytt var skemmtilegur tími en ég er meira fyrir lífræna heimaslátrun, svo ég sé alveg hreinskilinn.“ Aðspurður um helstu hugðarefni Stephans í tilverunni segist hann hugsa stanslaust um sjóinn og siglingar, Lónið, Fjallabakið og ekki síst Borgarfjörð eystri. „Svo ég minnist ekki á Hafnarfjörð ógrátandi. Ljósmyndun og tónlist eiga svo afganginn sem kjarnast núna í „Les Aventures de President Bongo“, þessu tíu ára myndlistarverkefni mínu til heiðurs Tinna-bókunum tuttugu og fjórum. Hvönn og hreindýr Sýning Stephans á Borgarfirði eystra verður í sýningarrýminu Glettu í Hafnarhúsinu við smábátahöfnina, opnar á þjóðhátíðardaginn 17. júní og stendur fram í miðjan ágúst. Titill hennar er „True Believer“ en hún felur í sér 12 ljósmyndir af hvönninni í Loðmundarfirði, sem Stephan segir vera rammgöldrótta. „Þetta vissu allir, nema ég auðvitað, en konan hans Kalla Sveins, sem ég man ekki alveg hvað heitir, sagði mér þetta í fyrra,“ segir Stephan og bætir við að hann skuldi reyndar Kalla enn þá kryppling fyrir hálft horn. „Á sýningunni gefur þó að líta eina mynd og eina flösku sem breyta öllu og útskýra allt, og texta eftir Ófeig Sigurðsson rithöfund sem feykir manni um aldingarða og alla leið til Ameríku.“ Stephan dvaldi í Loðmundarfirði í þrjá daga við ljósmyndun hvannanna. Hvað fyrirhugaða sýningu hans í Listasafni Svavars Guðnasonar á Höfn í Hornafirði næsta sumar varðar er það enn umræddur krypplingur (lítil brennivínsflaska) sem þar kemur við sögu. „Krypplingurinn sem ég skulda Kalla Sveins er teppið sem límir þessa sýningu saman; „100 hjörtu á svæði 8“. Sýningin er óður til Austurlands fremur en heimildarljósmyndasýning, sem fer yfir æviskeið hreindýrsins á skotsvæði 8 (Lónsöræfin) en þessi titill er góður. Ég hef verið að mynda og hugsa í þrjú ár en núna er ár í sýninguna og ég kominn með nokkuð fallega sýn á endanlegt verk. Hér verður vínylplata nr. 12 (af 24) í langtímaverkefninu „Les Aventures de President Bongo“ kynnt ásamt ljósmyndum, kvikmynd, skúlptúr og innsetningu. Nema þetta breytist allt?“ spyr Stephan sjálfan sig og segir verkstæði tilfinningasmiðsins opna snemma og loka seint. „Við vinnum mikið, eins og bændur; alltaf á vakt,“ hnýtir hann við. Langar að ljósmynda bændur Stephan langar að gera svarthvíta myndaseríu um íslenska bændur. „Það er allt Richard Avedon að kenna. „100 hjörtu á svæði 8“, Höfn 2024 Trauðla raknar tryggðarband treyst í raunum mínum aldrei gleymist Austurland útlaganum sínum. (Á Hreindýraslóðum; Bókaútgáfan Norðri H.F.) Menning: Vinnur með englanna urt – Hvannir Loðmundarfjarðar og æviskeið hreindýrsins á skotsvæði átta í linsunni Aðskilnaður í Héraði. Myndir / Stephan Stephensen Vestrahorn úr Lóni. MENNING Stephan Stephensen.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.