Bændablaðið - 08.06.2023, Blaðsíða 53

Bændablaðið - 08.06.2023, Blaðsíða 53
53Bændablaðið | Fimmtudagur 8. júní 2023 Hreinsistöð HEYRÐU Í OKKUR www.hagvis.is +354-4601706 hagvis@hagvis.is -án siturlagnar Uppfyllir ströngustu kröfur um hreinsun á frárennsli frá böðum, salernum, vöskum, þvotta- og uppþvottavélum Hreinsar forfór og nitrit Engir hreyfanlegir hlutir GETUR VERIÐ ÁN NOTKUNAR Í ALLT AÐ 180 DAGA ENGIN AUKAEFNI SETT Í FORHREINSUN SIGTI AUÐVELT AÐ TÆMA ROTÞRÓ ER FORTÍÐIN HREINSISTÖÐ ER FRAMTÍÐIN • 12 m trefjaplast bátur með tveimur nýlegum 240 HP Yanmar vélum, keyrðum 600 klst. • Nýleg siglingatæki. • Svefnpláss fyrir allt að 8 manns. • Báturinn er til sölu í einu lagi eða í 4 hlutum og þar af eru 4 hlutar til sölu. • Það fer best með bátinn að notkun sé sem mest og kostnaður dreifist. • Báturinn er staðsettur á Alcudía Mallorca. • Báturinn er skráður í Póllandi. Til sölu er skemmtibáturinn Hafgola III Birchwood TS 37 Aft cabin Allar nánari upplýsingar sendist í tölvupóst magni@alnabaer.is Landbúnaðurinn og aðstoð við Úkraínu Við lifum á óstöðugustu og hættulegustu tímum síðan síðari heimsstyrjöldinni lauk. Stríð geisar í Evrópu, sem hæglega gæti farið úr bönd- unum og breiðst út. Líkurnar á umfangsmiklum a l þ j ó ð l e g u m deilum fara vaxandi. Úkraína berst fyrir lífi sínu. Ríki Evrópu styrkja varnir sínar og Bandaríkin og ýmis önnur ríki senda vopn til Evrópu sem aldrei fyrr. Ísland er herlaus og fámenn þjóð í Norður-Atlantshafi sem leggur sitt af mörkum við að styðja við úkraínsku þjóðina á erfiðum tímum. Við höfum staðið fyrir margvíslegri aðstoð við Úkraínu og tekið á móti fjölmörgum flóttamönnum sem flýja stríðsátökin. Þar með talið rúmlega 100 heyrnarlausum einstaklingum og er Ísland þar í sérstöðu meðal norrænu þjóðanna. Móttaka heyrnarlausra er krefjandi og má nefna að Danmörk treysti sér ekki til að taka við nema 20 heyrnarlausum einstaklingum frá Úkraínu. Núna síðast samþykkti Alþingi að færa Úkraínu færanlegt sjúkrahús að andvirði einum og hálfum milljarði króna. Við Íslendingar getum því verið stolt af verkum okkar í þessum efnum. Innflutningur á kjúklingakjöti farinn að hafa neikvæð áhrif Fyrir ári síðan samþykkti Alþingi lög sem heimila tollfrjálsan innflutning frá Úkraínu. Heildartollverð innfluttra vara til landsins frá Úkraínu árið 2022 nam 827 milljónum króna. Innflutningur á kjúklingakjöti frá Úkraínu nam um 80 tonnum. Það sem af er þessu ári er hann kominn í nær 300 tonn og eykst jafnt og þétt. Nú er svo komið að innflutningurinn er farinn að hafa neikvæð áhrif á innlenda alifuglaframleiðslu og er það áhyggjuefni. Innlend framleiðsla er okkur mikilvæg m.a. út frá fæðuöryggi. Auk þess veitir greinin hátt í 500 manns atvinnu. Allar þjóðir standa vörð um sína landbúnaðarframleiðslu. Evrópusambandið fer þar fremst í flokki. Pólland og Ungverjaland, nágrannaríki Úkraínu, banna innflutning á landbúnaðarvörum frá Úkraínu vegna neikvæðra áhrifa á þeirra eigin landbúnað. Kjúklingurinn sem er fluttur út frá Úkraínu m.a. til Íslands fer að stórum hluta í gegnum Pólland. Frystigámar eru innsiglaðir á landamærum og strangt eftirlit er haft með því að varan fari ekki á pólskan markað. Pólverjar hafa staðið vel við bakið á Úkraínu í stríðinu, en gæta þess þegar kemur að landbúnaði að standa vörð um eigin framleiðslu. Gleymum ekki mikilvægi okkar eigin landbúnaðar Aðstoð okkar við Úkraínu stendur ekki og fellur með innflutningi á kjúklingi. Ég hef farið tvisvar sinnum til Úkraínu eftir að stríðið hófst með hjálpargögn og þekki það af eigin raun að við getum stutt við bakið á Úkraínumönnum með margvíslegum hætti án þess að stefna okkar eigin landbúnaðarframleiðslu í vanda. Við gætum til að mynda keypt af þeim korn og hveiti, ávexti eins og epli, en mikil eplaframleiðsla er í landinu svo fátt eitt sé nefnt. Förum að fordæmi Pólverja og styðjum við bakið á Úkraínu á stríðstímum en gleymum ekki mikilvægi okkar eigin landbúnaðar. Birgir Þórarinsson þingmaður. Birgir Þórarinsson. Frosinn úkraínskur kjúklingur í matvörubúð í Reykjavík. Mynd / ghp Kristín Linda sálfræðingur hjá Huglind og Inga Geirs. fararstjóri hjá Skotgöngu bjóða upp á vikuferð til Albír á Alicante á Spáni 10. október í haust. Bókanir hafnar, beint flug, gott hótel, hálft fæði innifalið. KONUR 40 + SJÁLFSRÆKT OG GANGA Vikuferð fyrir konur 40 ára og eldri, uppskrift sem hefur algjörlega sannað sig enda þétt og gefandi dagskrá. Inga Geirs sér um fararstjórn, skoðunarferðir og gönguferðir. Kristín Linda heldur sín vinsælu uppbyggjandi lífsgæðanámskeið sem eru bæði hagnýt og skemmtileg. Vikuferðir sem hlotið hafa frábær meðmæli, stakar konur sérstaklega velkomnar en líka kjörið fyrir vinkonur. Þetta verður 12 ferðin á fjórum árum. Um 300 konur hafa nú þegar nýtt sér þessa dagskrá og margar komið aftur og aftur það segir sína sögu! Samkennd, gleði, upplifanir, uppbygging og ný kynni, vilt þú koma með? NÁNARI UPPLÝSINGAR OG BÓKANIR: www.skotganga.co.uk inga@skotganga.co.uk kristinlinda@huglind.is Kristín Linda & Inga Geirs. ÆVINTÝRI Á SPÁNI HAUSTIÐ 2023 UPPBYGGJANDI OG SKEMMTILEG KVENNAFERÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.