Bændablaðið - 11.05.2023, Page 4

Bændablaðið - 11.05.2023, Page 4
4 Bændablaðið | Fimmtudagur 11. maí 2023 FRÉTTIR Vetrarsól er umboðsaðili Sláttuvélar & sláttuorf Snjóblásarar Askalind 4 | Kópavogi | Sími 564 1864 | vetrarsol.is Gulltryggð gæði 40 ár á Íslandi Sláttutraktorar Fjármálaáætlun: Kostnaðarauki búgreina kallar á aukið fjármagn Í umsögn Bændasamtaka Íslands um fjármálaáætlun ríkis- stjórnarinnar 2024–2028 segir að samtökin styðji eindregið þá framtíðarsýn stjórnvalda fyrir íslenskan landbúnað sem birtist meðal annars í stjórnarsáttmála, matvælastefnu og landbúnaðarstefnu fyrir Ísland. Hins vegar er áhyggjum lýst af rekstrarafkomu bænda, en að tryggja hana sé eitt af meginmarkmiðum búvörulaga og meta samtökin stöðuna þannig að fjármagn á bilinu 9.400 til 12.200 milljónir króna vanti inn í atvinnugreinina. Auka þurfi hlutfall innlendra matvæla með samræmdum aðgerðum stjórnvalda, bænda og hagaðila í landbúnaði til að treysta fæðuöryggi. Jafnvægi verði náð á tímabilinu Umsögnin er um þings ályktunar­ tillögu um fjármálaáætlun og er sett fram í formi kynningar samtakanna á stöðu íslensks landbúnaðar árið 2023 þar sem lagðar eru til bæði langtíma­ og skammtímaaðgerðir til að raungera megi framtíðarsýnina. Telja samtökin að grunnforsenda þeirrar framtíðarsýnar sé sú að jafnvægi verði náð varðandi afkomu íslensks landbúnaðar á tímabili fjármálaáætlunar. Í stöðumatinu kemur fram að verðhækkanir aðfanga í landbúnaði á síðasta ári hafi ekki gengið til baka, auk þess sem fjármagns­ og launakostnaður hafi hækkað verulega á milli ára. Flestar búgreinar standi frammi fyrir miklum áskorunum í sínum rekstri og sé staðan ekkert frábrugðin frá síðasta ári. Gera samtökin ráð fyrir að það vanti á bilinu 9.400 til 12.200 milljónir króna inn í atvinnugreinina svo hún geti staðið undir rekstrarlegum skuldbindingum og eðlilegri launagreiðslugetu árið 2023. Hörð samkeppni erlendis frá Bændasamtökin segja að íslenskur landbúnaður standi frammi fyrir harðri samkeppni erlendis frá, til dæmis við risafyrirtæki eins og Danish Crown og Arla, sem skýra megi með lægra virði tollverndar. Styðja þau markmið um hagræðingu í íslenskum afurðageira, svo lengi sem hagræðingin skili sér til neytenda og bænda. Samtökin segja að samkvæmt búvörusamningum hvíli ákveðin skylda á samningsaðilum. Bændur skuldbinda sig til að framleiða landbúnaðarafurðir, bændur og ríkisvaldið skuldbinda sig til að stuðla að þróun atvinnugreinarinnar. Ríkisvaldinu beri að tryggja afkomu bænda. Í umsögninni eru sex markmið lögð til fyrir fæðuöryggisáætlun. Að gerðar verði reglulega úttektir á matvælabirgðum, skilgreindar verðir lágmarksbirgðir á matvælum og aðföngum til matvælaframleiðslu, gerðar verði viðbragðs­ og neyðaráætlanir vegna matvælaskorts, að sjálfbær og fjölbreytt matvæli verði framleidd hér á landi, að mikilvæg svæði til fæðuframleiðslu og vegna vatnsöryggis verði kortlögð og þau metin og loks að hugað verði að stefnumótun í landnýtingu til matvælaframleiðslu með tilliti til landkosta og ræktunarmöguleika. Fjármálaáætlun endurspeglar ekki skyldur Telja samtökin að fjármálaáætlunin endurspegli ekki skyldur stjórn­ valda; samkvæmt búvöru­lögum, búvörusamningum og fæðuöryggis­ áætlun, ekki heldur með tilliti til stjórnarsáttmála eða samkvæmt markmiðum um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda og aukna kolefnisbindingu í landbúnaði. Samtökin leggja til að ráðist verði í nokkur forgangsatriði. Beinn stuðningur verði við innlenda framleiðslu sem viðbrögð við tímabundnum aðfangahækkunum, sem yrði á sama grundvelli og áburðar­ og spretthópsgreiðslur voru á síðasta ári. Varðandi tollvernd er lagt til að niðurfelling tolla frá löndum utan Evrópusambandsins hafi ekki neikvæð áhrif á verð eða framboð íslenskra landbúnaðarvara og að raunverulegt og virkt eftirlit verði með framkvæmd tollverndar. Varðandi starfsumhverfi landbúnaðarins er lagt til að aukinn stuðningur verði tryggður við verkefnið um upprunamerkinguna Íslenskt staðfest. Þörf er talin á reglugerð um kröfur til merkinga á vörum unnum úr dýrum eða dýraafurðum á grundvelli sjónarmiða um velferð dýra. Þá segja samtökin að það sé grundvallaratriði að komið verði á sameiginlegum hagtölugrunni um allt sem snýr að landbúnaði. /smh Erfiðleikar hafa verið í rekstri sauðfjárbúa frá því að hrun varð í afurðaverði árið 2017. Mynd / smh Riða: Hvammsfjarðar- og Tvídægrulína styrktar Matvælaráðuneytið hefur samþykkt aukafjárveitingu til Matvælastofnunar (MAST) vegna viðhalds á Hvammsfjarðar- og Tvídægrulínu. Var sótt um viðbótarfjármagn vegna nýlegra riðutilfella á Norðurlandi vestra og umræðu um takmarkað viðhald á varnarlínum og verður því varið til viðhalds á Hvammsfjarðar­ og Tvídægrulínu. Samtals er um að ræða 4,5 milljónir króna sem koma til viðbótar því fé sem þegar hafði verið ákveðið að úthluta til viðhalds á þessum tveimur girðingum. Segir á vef MAST að Matvælastofnun fagni því að auknum fjármunum sé veitt í sjúkdómsvarnir með þessum hætti. /sá Reynt verður að styrkja varnargirðingar. Mynd / Úr safni Breytt aðferðarfræði við útrýmingu á riðu – Hraða á ræktun á riðuþolnum sauðfjárstofni Breyta á um aðferðarfræði í átt að því markmiði að útrýma riðuveiki í íslensku sauðfé og verður áhersla lögð á hraðari ræktun riðuþolins sauðfjárstofns á ræktunarsvæðum sem eru skilgreind sem áhættusvæði. Mynd / smh Matvælaráðherra tilkynnti í lok apríl um breytta aðferðarfræði í átt að því markmiði að útrýma riðuveiki í íslensku sauðfé. Fallist hefur verið á tillögur yfirdýralæknis um að markvisst verði unnið að hraðari ræktun riðuþolins sauðfjárstofns á svæðum sem eru skilgreind sem áhættusvæði, auk þess sem gripir með verndandi arfgerðir gegn riðusmiti verða undanskildar frá niðurskurði þegar riðutilfelli koma upp í hjörðum. Þannig er gert ráð fyrir að hægt verði að rækta upp fjárstofn með verndandi arfgerðum á riðusvæðum sem myndi þá minnka verulega líkurnar á því að sjúkdómurinn geri vart við sig. Eftir fimm ár verða hverfandi líkur á niðurskurði Ákall hefur verið um þessa breyttu nálgun um nokkra hríð innan búgreinarinnar enda hefur á síðustu misserum verið ráðist í markvisst ræktunarstarf með verndandi arfgerðir gegn riðusmitum og má búist við að þúsundir lamba fæðist á þessu vori með þessar arfgerðir. Í tillögunni er gert ráð fyrir að yfir 80 prósent af ásettu fé á mestu áhættusvæðunum verði ólíklegt til að veikjast af riðu eftir fimm ár og þar með hverfandi líkur á niðurskurði. Stjórnvöld hafa tryggt nægt fjármagn til að áætlunin nái fram að ganga, eða alls 567 milljónir króna til næstu sjö ára. Þar á meðal eru arfgerðagreiningar á 15 til 40 þúsundum fjár árlega. Aðkoma Íslenskrar erfðagreiningar Eyþór Einarsson, ráðunautur hjá Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins (RML), hefur stýrt verkefnum varðandi arfgerðagreiningar og ræktunarstarfið með verndandi arfgerðir. Hann fagnar útspili stjórnvalda en segir að enn hafi ekki átt sér stað viðræður um útfærslu á þeim stuðningi sem stjórnvöld hafi tryggt til verkefnanna. Hann reikni þó með því að fjármagnið verði hægt að nota til að styðja við sæðingastöðvarnar og rannsóknar­ verkefni auk þess að niðurgreiða arfgerðargreiningar. Hann segir að það sé einnig fagnaðarefni að Íslensk erfðagreining hafi lýst yfir vilja til að aðstoða RML við þær arfgerðagreiningar sem fram undan eru. „Með aðkomu Íslenskrar erfðagreiningar að verkefninu er hægt að greina mikinn fjölda sýna á stuttum tíma og með hagkvæmari hætti. Við ætlum að prófa þetta samstarf núna í byrjun sumars og vonandi mun svo Íslensk erfðagreining koma inn í þetta að fullum þunga í haust. Ljóst er að fjöldi sýna sem þarf að taka mun aukast jafnt og þétt á næstu árum. Það þarf að fylgja eftir notkun hrúta með verndandi arfgerðir á komandi árum með markvissri sýnatöku,“ segir Eyþór, sem hefur lýst áhyggjum sínum af því að kostnaður bænda gæti orðið mjög íþyngjandi við þessar greiningar og utanumhald. /smh

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.