Bændablaðið - 11.05.2023, Síða 27

Bændablaðið - 11.05.2023, Síða 27
27Bændablaðið | Fimmtudagur 11.maí 2023 Rögnvaldur Valbergsson var á dögunum útnefndur handhafi Samfélagsverðlauna Skagafjarðar árið 2023 af atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd Skagafjarðar. Í rökstuðningi segir að Rögnvaldur sé flestum Skagfirðingum að góðu kunnur. Hann hafi staðið vaktina í samfélaginu í áratugi og aðstoðað leika og lærða. Afrek hans séu mörg og tengist iðulega tónlist. Hann hafi verið óþreytandi að leggja góðum hlutum lið og sé hafsjór fróðleiks. Rögnvaldur hefur spilað undir hjá ýmsum kórum og hópum og verið organisti Sauðárkrókskirkju um árabil. Samfélagsverðlaun Skagafjarðar eru jafnan afhent á Sæluviku í maíbyrjun og eru árlega veitt þeim einstaklingi, fyrirtæki, stofnun eða félagasamtökum á sveitarfélaginu sem þykja standa sig afburðavel í að efla skagfirskt samfélag. /sá • WPL DIAMOND FRÁVEITUHREINSISTÖÐ • Engin rotþró eða siturlögn 25 ára ábyrgð. • Stenst allar kröfur Heilbrigðiseftirlits Er fyrir 1-55 PE þ.e bóndabýli, sumarbústaði, minni ferðamannastaði, tjaldstæði og húsa- þyrpingar þar sem ekki eru tengingar við fráveitu. • Hreinsistöðin í aðskildum einingum auðveldar aðgengi og uppsetningu á svæðum þar sem rými er lítið. • Engir vélknúnir eða rafknúnir íhlutir. • Þrautreynd tækni frá WPL byggð á meira en 25 ára reynslu. • Drif með stillanlegum hraða hámarka orkunýtni. • Sparneytnar þjöppur með tímastillum í boði sem aukabúnaður • Hreinsistöðin er grafin í jörðu og spillir því ekki útsýni • Uppfyllir allar Evrópskar byggingarreglugerðir og reglugerðir umhverfisstofnunnar Evrópu. • Tæming seyru á þriggja til fimm ára fresti • Engir hreyfanlegir hlutir • Stærðir frá 1 - 55 persónueiningar • Fyrirferðalítil fullkomin sambyggð skolphreinsistöð. • Uppfyllir ýtrustukröfur um gæði hreinsunar. kemur í ýmsum stærðum, allt eftir notkun og íbúafjölda. Allt frá 55 persónueiningum og upp í stærstu sveitarfélög. WPL HiPAF WPL DIAMOND LÍFRÆNAR SKÓLPHREINSISTÖÐVAR Í ÖLLUM STÆRÐUM Skinka sem þeir þróuðu hlaut gullverð- laun í Fagkeppni kjötiðnaðarmanna. Með því að þróa þessar vörur og selja með upprunatengingu við bæina teljum við að auka megi verðmætin. Við fundum það líka í kringum jólin að hangikjöt af ám í góðum holdum nýtur mikilla vinsælda hjá vissum hópi neytenda.“ Annars konar framleiðslukerfi Að sögn Tjörva fylgja ýmsar áskor- anir framleiðslunni, til dæmis vilja menn síður að búið sé að frysta ærkjöt sem fer í skinku og salami. „Við sömdum við Sindra í Bakkakoti um kaup á ám og þeim var síðan slátrað í Brákarey í Borgarnesi í nokkrum hollum. Þetta er auðvitað annars konar framleiðsla en tíðkast en er vel framkvæmanlegt. Það hentar til dæmis vel að fá ærkjöt í kjölfar sónarskoðunar að vetri og sleppa við að hafa geldærnar á húsi. Eins getur borgað sig fyrir bændur að halda einhverjum ám á fóðrum inn í veturinn ef þeim er umbunað fyrir það í sláturverðinu,“ segir Tjörvi. Hann segir að vörurnar úr ærkjötinu komi vonandi á markað með haustinu en þær er hægt að fá í takmörkuðu magni á Matlandi og í verslun Pylsumeistarans við Hrísateig í Reykjavík. „Tilraunirnar hafa lofað góðu og við höfum tröllatrú á því að þetta sé hægt. Við erum að þróa umbúðir og höfum verið með nokkrar vörur í tilraunasölu og til kynningar. Sigurður í Pylsumeistaranum sendi til dæmis skinkuna í Fagkeppni kjötiðnaðarmanna í fyrra og þar hlaut hún gullverðlaun, sem verður að teljast frábær árangur með glænýja vöru.“ Ærkjötið verið hornreka í vöruþróun Tjörvi segir að styrkjunum frá Matvælasjóði og úr Þróunarsjóði sauðfjárræktarinnar sé einkum ætlað að þróa vörurnar áfram svo þær henti til viðameiri markaðssetningar. „Markmið verkefnisins er að fullþróa vörurnar og gera þær markaðshæfar. Gera áætlun um að skala framleiðsluna upp svo hægt sé að koma vörunum í meiri sölu, til dæmis í stórmarkaði og inn á veitingastaði. Niðurstöður verkefnisins verða vonandi á þá leið að skapa frumframleiðendum hærra verð fyrir ærkjöt og öllum í framleiðslukeðjunni sanngjarnt endurgjald fyrir sína vinnu. Nýjar og spennandi vörur eru lykillinn að því að neytendur vilji borða þær. Það er mikil sóun fólgin í því að nýta ekki þau hráefni sem við framleiðum sjálf. Það á vel við þegar horft er til ærkjötsins sem hefur verið hornreka í vöruþróun síðustu áratugi og illa nýtt,“ segir Tjörvi Bjarnason hjá Matlandi . /smh Bændablaðið kemur næst út 25. maí Skagafjörður: Hefur staðið samfélagsvaktina í áratugi Samfélagsverðlaunahafi Skagafjarðar 2023, Rögnvaldur Valbergsson, ásamt eiginkonu sinni Hrönn Gunnarsdóttur. Mynd / Heba Guðmundsdóttir

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.