Bændablaðið - 11.05.2023, Page 45

Bændablaðið - 11.05.2023, Page 45
45Bændablaðið | Fimmtudagur 11. maí 2023 Kristján og Kjartan eru ekki snjallmenni á netinu Hringdu í vini og fáðu tilboð hjá fyrirtækjaþjónustu Olís, í síma 515 1100, eða á olis.is. Fyrirtækjaþjónusta Olís Alvöru fólk með alvöru þekkingu og reynslu Þeir eru til í alvörunni og vita allt um rafgeyma fyrir landbúnaðartæki – og almennt flest um vörur fyrir tæki og fyrirtæki. STEINHELLA 4, HAFNARFJÖRÐUR SÍMI: 837 7750 INFO@BILXTRA.IS kr425,000 KERRUR Á HAGSTÆÐUM VERÐUM! BILXTRA.IS kr950,000 kr,000 kr1,450,000 Grasflötin tamin í eitt skipti fyrir öll Garðyrkjufélag Íslands stendur fyrir fræðslufundi þann 16. maí þar sem farið verður yfir hvernig ná á grasflötum fallegum og heilbrigðum „í eitt skipti fyrir öll“ eins og segir á vef félagsins, gardurinn.is. Bjarni Þór Hannesson, íþrótta­ yfir borðstæknifræðingur og grasagúru svonefndur, mun þar fara yfir meðal annars hvernig losna á við mosa úr grasflötum, hvort nota skuli kalk og hvaða áburð er best að nota. Fræðslan fer fram í sal Garð­ yrkju félagsins að Síðumúla 1, Reykjavík, og hefst kl. 20. Boðið er upp á streymi fyrir þá sem ekki eiga heimangengt. Að fræðslu lokinni verður almennt garðyrkjuspjall yfir kaffinu og opið bókasafn. /sá Nú er tíminn til að takast á við gras- flötina. Mynd / Ochir-Erdene Oyunmedeg Íslenskur hópur á heims- þing dreifbýliskvenna Dagana 17.-25. maí nk. fer fram 30. heimsþing Alþjóðasambands dreifbýliskvenna (ACWW) í Kuala Lumpur í Malasíu. Auk þingstarfa og kosninga verður boðið upp á skoðunarferðir um nágrennið og blásið til hátíðarkvölds í Þjóðarhöll Malasíu. Samtökin beita sér fyrir hagsmunum dreifbýliskvenna um heim allan og bættri stöðu þeirra innan eigin samfélaga. Á vefnum acww.org.uk kemur fram að auk brýnna umhverfis­ sjónarmiða er fókusinn fram til ársins 2026 meðal annars settur á umhverfisvæna tæknivædda ræktun, heilbrigði kvenna í dreifbýli og kennslu­ og þróunar­ verkefni ýmis, stór og smá. Sem dæmi um slíkt verkefni er að safna fé fyrir áveitukerfi fyrir þorp í Afríku. ACWW hefur ráðgefandi stöðu hjá Sameinuðu þjóðunum varðandi málefni dreifbýliskvenna. Jenný Jóakimsdóttir á skrifstofu Kvenfélagasambands Íslands á Hallveigarstöðum segir að 10 íslenskar konur, einkum af Suður­ og Suðvesturlandi, séu skráðar í ferðina. Um 450 þátttakendur frá öllum heimsálfum hafi boðað komu sína á þingið að þessu sinni. Jenný sótti einnig Evrópuþing samtakanna í Skotlandi í haust. Hún segir íslenska hópinn hlakka mjög til að sækja þingið og kynna sér starf og áherslur ACWW nánar. /sá TíuíslenskarkonurfaraáheimsþingACWW.  Mynd / acww.org

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.