Bændablaðið - 11.05.2023, Page 50

Bændablaðið - 11.05.2023, Page 50
50 Bændablaðið | Fimmtudagur 11. maí 2023 Margir hafa gaman af því að vera með nokkrar hænur, bæði sér til ánægju og yndisauka en einnig mögulega til eggjaframleiðslu og virðist sem þessi iðja sé heldur að færast í aukana á Íslandi. Þegar kemur að hænsnahaldi í smáum stíl þarf sérstaklega að huga að aðbúnaði hænanna og hér er hænsnakofinn og útistían lykillinn að góðri velferð þeirra og eykur líkurnar á því að hænurnar verði framleiðslugóðar. Hópdýr Þegar nærumhverfi búfjár er hannað er alltaf litið til náttúrulegs eðlis skepnanna en sé það gert fást gríðarlega mikilvægar upplýsingar sem nýtast vel við hönnun aðbúnaðarins. Í tilfelli hæna þá eru þær, í náttúrunni, saman í litlum hópum sem einn hani heldur utan um. Þessir hópar eru með allt að 10 einstaklingum og það er upplögð hámarksstærð fyrir hænsnahald í smáum stíl. Hænurnar ná þá vel að þekkja hver aðra og eru síður að slást og jagast hver í annarri. Orðið goggunarröð kemur væntanlega beint frá hænsnahaldi og það á sér náttúrulega skýringu, þ.e. hænurnar koma sér upp eins konar virðingarröð og vita hvar þær standa innan hópsins. Ef hópurinn verður hins vegar mun stærri vandast málið, enda ekki auðvelt fyrir heilabú hænanna að halda utan um slíkar upplýsingar. Þetta getur því leitt til aukinna áfloga. Þess má geta að hænur þurfa ekki á hana að halda til þess að verpa og því óþarfi að vera með karldýr í flokknum ef einungis er ætlunin að framleiða egg til heimilis. Hænsnakofinn Þegar kemur að kofanum sjálfum er margt í boði varðandi hönnun hans, en það er um að gera að hafa hann a.m.k. manngengan upp á þrif, viðhald, fóðrun og eggjatínslu. Varðandi stærð kofans þarf að fara eftir reglugerð u m aðbúnað hænsna en oft er miðað við að hámarki 5-6 meðalstórar hænur á hvern fermetra að jafnaði. Þá ætti að miða við að a.m.k. þriðjungur gólfplássins sé þannig frágenginn að hænurnar geti valsað þar um og rótað í, sem er þeim eðlislægt. Með öðrum orðum þá þarf sem sagt í raun ekki sérlega stóran kofa fyrir 10 hænur! Einangraður og frostfrír Hænur þola ágætlega kulda en trekkur er ekki æskilegur þó svo að þær átti sig nú ekki endilega á því sjálfar! Í náttúrunni eru þær auðvitað úti allt árið en þeim er eðlislægt að kroppa í fóður í skógi og rjóðrum og þar fá þær náttúrulegt skjól frá vindinum. Frost gerir þeim í raun ekki mikið, enda vel dúðaðar, en það er s.s. vindurinn eða trekkur sem getur sótt að þeim og því þarf aðstaðan að vera þannig gerð að ekki næði um hænurnar. Þá er afar hagstætt að vera með frostlaust umhverfi, fyrst og fremst svo drykkjarvatnið frjósi ekki, en hænur ættu að hafa aðgengi að vatni allan sólarhringinn eigi velferð þeirra að vera í hávegum höfð. Þetta má t.d. leysa með því að vera með einfaldan rafmagnsofn, sem kveikir sjálfur á sér þegar og ef verður of kalt. Stíurnar Aðstaðan sem hænurnar hafa aðgengi að þarf að bjóða upp á að þær geti flögrað aðeins um, enda er það þeim eðlislægt og því ættu hænur að hafa aðgengi að rúmgóðri stíu allan ársins hring. Erlendis er víða hægt að kaupa tilbúna en mjög litla hænsnakofa með áfastri útistíu. Þessir smákofar eru í raun fyrst og fremst hugsaðir sem fóðrunar- og varpstaður fyrir hænurnar, en ekki íverustaður til lengri tíma og henta því fyrst og fremst í löndum þar sem veðurfar er stöðugt og gott því þá geta hænurnar valið sjálfar hvort þær vilji vera í útistíunni allan sólarhringinn eða nota litla kofann. Þar sem ekki viðrar nú alltaf til langrar útiveru á Íslandi, a.m.k. yfir vetrartímann, ætti því að vera með rúmgóða innistíu fyrir hænurnar, sem og útistíu. Stíustærðin ætti auðvitað að vera sem mest en þumalfingurregla er að vera með þrefalt stíupláss miðað við húspláss. Lýsing Í hverjum kofa þyrfti að vera góð lýsing. Bæði svo hægt sé að sjá vel til þegar kofinn er þrifinn Um áratuga skeið hefur landgræðsla verið mikilvægt verkefni í Víkurfjöru en síðan þorpið byggðist upp hefur ávallt þurft að verja byggðina fyrir ágangi sands. Stöðugt landbrot af völdum sjávar hefur einnig verið viðfangsefni sem Vegagerðin hefur brugðist við með byggingu varnargarða. Mikill ágangur sjávar brýtur stöðugt af grónu landi milli sjávar og byggðar sem getur fangað sandinn áður en hann berst inn í þorpið. Á síðastliðnum árum hafa tugir metra af landi tapast með þessum hætti og fjöruborðið færist stöðugt nær byggðinni. Varnargarðar sem Vegagerðin hefur byggt hafa hægt á þessari þróun og nær stöðvað hana vestan Víkurár. Austar er fjaran enn að ganga nær byggðinni og sér orðið á veikbyggðum sjóvarnargarði sem ver byggðina. Austan við byggðina austur að nýlegum Kötlugarði er sjávarkamburinn farinn, svo sjór gengur í verstu veðrum upp að þjóðvegi 1. Bygging varnargarðanna hefur haft það í för með sér að stór sandsvæði verða til í skjóli þeirra, tímabundið eftir vindátt hverju sinni. Þessi sandur getur fokið inn í þorpið með tilheyrandi óþægindum, tjóni og kostnaði fyrir íbúa. Landgræðslan, í samvinnu við sveitarfélagið og áhugafólk á svæðinu, hefur unnið að því að draga úr sandfokinu um áratuga skeið en viðfangsefnið er erfitt vegna þess hve óstöðug fjaran er og lítið er eftir af grónum svæðum til að vinna með. Í skjóli varnargarðanna hefur þó náðst árangur við að stöðva gróðureyðingu og byggja upp gróður sem getur dregið úr sandfoki. Sérstaklega á þetta við vestast á svæðinu, en þar var fyrri varnargarðurinn byggður. Skilyrði þess að landgræðsla sé möguleg lausn er að stöðug fjara og svæði þar sem gróður þolir sandfok sé til staðar. Í dag á þetta ekki við á austanverðu svæðinu og því möguleikar til aðgerða takmarkaðir í landgræðslu. Nú í sumar á að vinna að styrkingu gróðurs eins og unnt er í fjörunni. Er það gert með því að sá melgresi í ný sandsvæði sem eru að myndast vestast í fjörunni og styrkja gróður milli fjöru og byggðar með áburðargjöf. Svigrúm til þess hefur þó farið síminnkandi með árunum vegna landbrotsins. Austan Víkurár er frekari vörn gegn ágangi sjávar lykilatriði í því að koma böndum á sandfok og landeyðingu. Sveitarfélagið, Vegagerðin og Landgræðslan hafa unnið að mögulegum lausnum en frekari aðgerðir eru nauðsynlegar til verndar þorpinu. Að mati greinarhöfunda býr ekkert þéttbýli á Íslandi við sambærilega náttúruvá og Vík í Mýrdal og því telur Landgræðslan brýnt að farið sé í heildstæða skoðun á mögulegum varnaraðgerðum og hlýtur það að vera verkefni næstu missera. Gustav Magnús Ásbjörnsson, sviðsstjóri á sviði verndar og endurheimtar. Árni Eiríksson, hópstjóri í Gunnarsholti. Landgræðsla og landbrot í Víkurfjöru – Betur má ef duga skal Landbrot að verki. Aldan er kolsvört af sandi sem hún losar úr bakkanum. Myndir / Þórir N. Kjartansson Snorri Sigurðsson snorri.sigurdsson@outlook.com LANDGRÆÐSLA Á FAGLEGUM NÓTUM Hænum er eðlislægt að þrífa fjaðrirnar í þurrum jarðvegi. Með afar einföldum búnaði má stjórna lýsingu hjá hænum. Hænsnahald í smáum stíl Yfirlitsmynd yfir Víkurfjöru og sandvarnargarða. Sandfok yfir byggðina sést glögglega sem og hversu stutt er úr fjöru í byggðina. Gustav Magnús Ásbjörnsson. Árni Eiríksson.

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.