Bændablaðið - 11.05.2023, Qupperneq 51

Bændablaðið - 11.05.2023, Qupperneq 51
51Bændablaðið | Fimmtudagur 11. maí 2023 hátt og lágt reglulega, enda þarf að halda nærumhverfi hænanna hreinu svo smitálag á þær sé í lágmarki, en einnig vegna hænanna sjálfra. Hænurnar þrífast reyndar ágætlega í rökkri og þurfa ekki ljós þess vegna, en ef ætlunin er að halda uppi eggjaframleiðslunni er mikilvægt að vera með góða lýsingu yfir veturinn. Þeim er nefnilega eðlislægt að verpa færri eggjum á veturna og sumar tegundir af hænum stoppa alveg varp yfir vetrartímann. Með því að stjórna lýsingunni í hænsnakofanum má þó lengja varptímann og viðhalda eggjaframleiðslunni lengur. Miða skal við að halda hefð- bundinni daglengd hjá hænum upp á a.m.k. 10 klukkustundir og einfaldast er að stýra því þannig að ljós kvikni einfaldlega sjálfkrafa, þegar þess er þörf, á morgnana og seinnipartinn þegar dimmt er úti. Þetta má gera með ofureinföldum tímastilltum klukkum eða búnaði sem nemur birtu. Þess má geta að góð lýsing hjálpar einnig hænum að komast í gang með varpið ef þær hafa fellt fjaðrirnar síðsumars eða að hausti en sá tími er þeim eðlislægur til þess að fella fjaðrir enda er þá gnótt fæðu í umhverfinu í náttúrunni og því upplagt að skipta um fjaðrir á þeim tíma. Setprik Hænurnar eiga að geta setið samtímis á setpriki og ætti að miða við 20-25 cm plássi fyrir hverja hænu á slíku priki. Heppilegt er að prikið sé þannig að þær nái góðu gripi og reynist vel að nota ferkantaðar spýtur, sem eru 38 mm á breidd, með afhefluðum köntum. Setprikin má setja víða í kofanum og í stíunum en þau ætti að setja í ólíkum hæðum svo hver hæna geti fundið sér heppilegan náttstað. Miða ætti við að staðsetja þau um 20-25 cm frá vegg, svo hænurnar hafi nægt rými og svo ætti að vera prik 10 cm framan við varpkassana, til að auðvelda hænunum inn- og útgang. Undir setprikum getur verið afar gagnlegt að staðsetja plötu sem safnar á sig skítnum sem hænurnar skila af sér þegar þær sitja á prikunum. Þetta sparar bæði undirburð og gerir alla vinnu við þrif einfaldari. Hænsnastigi Hænsnastigi er sjálfsagður hlutur í hænsnakofa og auðveldar hænunum að ferðast um kofann án þess að flögra. Svona stiga, sem getur t.d. verið 20-25 cm breið plata með áfestum þverfestum spýtum, með 12,5 cm bili á milli hverrar, ætti að setja t.d. upp að varpkössum og hallinn ætti að vera um 45 gráður. Jarðvegsbað Hænum er eðlislægt að þrífa fjaðrirnar og þetta gera þær í náttúrunni með því að nudda sér upp úr jarðvegi með því að fara í eins konar moldarbað. Þegar hænur eru einungis með aðgengi að kofa og stíu er ekki víst að þær geti fullnægt þessari þörf sinni þar en til þess að koma til móts við þær má t.d. staðsetja bala með þurrum jarðvegi í, oft er notaður sandur eða mold, á gólfinu, sem þær geta þá notað til þess að þrífa sig. Fóður og vatn Hænur ættu alltaf að hafa aðgengi að vatni og fóðri allan sólarhringinn og einfaldast er að nota þar til gerð trog sem deila út fóðri og vatnsdalla með drykkjarstútum enda haldast þeir hreinni. Mælt er með a.m.k. tveimur drykkjarstútum fyrir 10 hænur og a.m.k. 10 sentímetra plássi fyrir hverja hænu við fóðurtrogið. Varpaðstaðan Varpkassar eru hænum mikilvægir og fer fjöldi þeirra eftir fjölda hænanna, en ráðlagt er að miða við eitt varpsvæði fyrir hverjar 4-5 hænur og að lágmarki a.m.k. 2 varpkassa. Þessir varpkassar ættu að vera a.m.k. 30x30x30 sentímetrar og ætti að staðsetja nokkuð frá gólfi, ekki nær gólfi en 60 sentímetra. Varðandi hönnun varpkassa má benda á grein um hönnun þeirra í 11. tölublaði Bændablaðsins árið 2021. Heimavist MA og VMA 8 MÍNÚTUR 3 MÍNÚTUR 7 MÍNÚTUR 3 MÍNÚTUR 15 M ÍN ÚT UR RUTÚ NÍ M 2 RUTÚ NÍ M 8 MENNINGARHÚS SU ND RÆ KTIN ÍÞ RÓ TT AHÚS M IÐBÆ RINN VERSLANIR BÍÓHÚS LYSTIGARÐURINN KAFFIHÚS HL ÍÐ AR FJ AL L VE IT IN GA RS TA ÐU R MA HE IM AVIST MA OG VMA Á AKUREYRI VMA NÁNARI UPPLÝSINGAR OG UMSÓKNIR HEIMAVIST.IS FRAMHALDSSKÓLANEMENDUR ALLS STAÐAR AÐ AF LANDINU TIL 8.JÚNÍ Jörðin Hallgilsstaðir 1 í Langanesbyggð er til leigu. Á jörðinni er stundaður sauðfjárbúskapur með um 400 fjár. Tún og ræktarlönd eru um 35 ha, beitiland gott og húsakostur ágætur. Leigutími er frá 1. ágúst nk. en getur verið samkomulagsatriði. Nánari upplýsingar fást hjá Jónasi Pétri Bóassyni formanni Jarðasjóðs Langanesbyggðar s. 844 0752 og á netfanginu jpb@centrum.is Þeir sem hafa áhuga á því að leigja jörðina eru vinsamlegast beðnir að skila inn tilboði á skrifstofu Langanesbyggðar eða á netfangið bjorn@langanesbyggd.is. Umsóknarfrestur framlengdur til 20.júní. Jarðasjóður Langanesbyggðar. Límtréshús, bogahús og færanlegar byggingar Hýsi.is Færanlegar byggingar Bogahús Límtréshús Drykkjarstútar eru einfaldir í uppsetningu og veita hænunum hreint og gott vatn. Bændablaðið kemur næst 25. maí
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.