Bændablaðið - 11.05.2023, Qupperneq 54

Bændablaðið - 11.05.2023, Qupperneq 54
54 Bændablaðið | Fimmtudagur 11. maí 2023 Í nýrri skýrslu Ráðgjafarmið- stöðvar landbúnaðarins er fjallað um niðurstöður úr rekstri 185 sauðfjárbúa sem skiluðu inn gögnum fyrir 2019-2021. Þátttöku- búin eru með að jafnaði 485 vetrar- fóðraðar ær og endurspegla um fjórðung landsframleiðslu dilka- kjöts árið 2021. Í meðfylgjandi töflu má sjá afkomu þessara búa, raðað eftir framlegð tekna. Niðurstöðurnar sýna að afkoma íslenskra sauðfjárbúa er að meðaltali óviðunandi en breytileiki milli búa er nokkuð mikill. Það byggir að mestu á afurðasemi, greiðslumarkseign, bústærð, tekjusamsetningu og síðast en ekki síst kostnaðardreifingu. Meðalframleiðslukostnaður dilkakjöts árið 2021 er 1.269 kr/kg og meðalbúið í verkefninu greiðir 171 kr. með hverju kílói lambakjöts þegar tekið hefur verið tillit til fjármagnsliða og afskrifta. Hefði afurðaverð dilkakjöts haldið í við almenna verðlagsþróun frá 2014 til 2021, hefði meðalafurðaverð ársins 2021 átt að vera 726 kr/kg en var þess í stað 532 kr/kg. Þessi verðmunur hefði skilað að jafnaði jákvæðri rekstrarniðurstöðu búanna. Helstu tækifæri sauðfjárbænda liggja í aukinni afurðasemi og lægri breytilegum kostnaði á hvert fram- leitt kíló dilkakjöts. Munurinn á breytilegum kostnaði efsta og neðsta þriðjungs eru tæplega 350 kr/kg árið 2021. Hagnaður af heildarrekstri þátttökubúanna jókst á milli ára en í því samhengi er vert að hafa í huga að launakostnaður er úr takt við vinnuframlag rekstrarins. Einnig vekur athygli að búin sem eru í efsta þriðjungi eru að ganga á eignir, sem sést m.a. á hlutfallslega minni viðhaldskostnaði og afskriftum. Búin í neðsta þriðjungi eiga mörg hver það sameiginlegt að vera skuldsettari og hlutfallslega meira í annari atvinnustarfsemi samhliða sauðfjárræktinni en búin í efsta þriðjungi. Nauðsynlegt er því að tryggja rekstrarumhverfi sérhæfðra sauðfjárbúa þannig að beinar tekjur af framleiðslu sauðfjárafurða standi undir eðlilegri launakröfu, nauðsynlegum fjárfestingum, tæknivæðingu og nýliðun. Launagreiðslugeta sauðfjárbænda Ef skoðaðar eru atvinnutekjur á mánuði eftir landsvæðum skv. gögnum Hagstofunnar árið 2021, skilgreindum mikilvægum sauðfjársvæðum skv. skilgreiningu Byggðastofnunar og á sauðfjárbúum skv. greiningu RML, kemur þessi launamunur skýrt fram. Í stöðugri umræðu verkalýðs- forystunnar um kaup og kjör fólks á almennum vinnumarkaði er gjarnan og ákaft fjallað um mikilvægi þess að matvælaverði sé haldið niðri en um leið er þá vegið að kjörum frumframleiðenda, í þessu samhengi að launakjörum bænda. Rekstraruppgjör 2022 Öflun rekstrargagna ársins 2022 er þegar hafin og er öllum þátttökubúum auk nýrra boðin þátttaka. Svona gagnvirk greiningarvinna verður ekki unnin nema í nánu samstarfi við bændur og er þeim þakkað kærlega fyrir. Eyjólfur Ingvi Bjarnason og María S. Jónsdóttir, ráðunautar á rekstrar- og umhverfissviði RML. RÁÐGJAFARMIÐSTÖÐ LANDBÚNAÐARINS María Svanþrúður Jónsdóttir. Eyjólfur Ingvi Bjarnason. Afkoma sauðfjárbúa 2021 2019 2020 2021 Efsti 1/3 Meðaltal Neðsti 1/3 Efsti 1/3 Meðaltal Neðsti 1/3 Efsti 1/3 Meðaltal Neðsti 1/3 Afurðatekjur kr/kg 517 505 488 581 562 538 604 588 570 Greiðslur úr sauðfjársamning kr/kg 676 629 572 696 643 608 787 743 718 Greiðslur úr rammasamning kr/kg 28 29 33 36 36 38 30 38 45 Tekjur vegna sauðfjárræktar kr/kg 1.221 1.163 1.093 1.314 1.242 1.183 1.421 1.368 1.333 Aðkeypt fóður kr/kg 22 33 38 28 40 55 28 43 55 Áburður og sáðvörur kr/kg 122 149 180 137 167 199 130 179 226 Rekstur búvéla kr/kg 110 144 186 103 147 198 133 165 224 Rekstrarvörur kr/kg 72 93 121 85 102 129 91 117 158 Ýmis aðkeypt þjónusta kr/kg 79 116 155 95 128 176 102 136 168 Breytilegur kostnaður alls kr/kg 406 535 680 448 584 756 484 639 832 Framlegð kr/kg 815 627 412 866 657 427 937 729 501 Framlegðarstig tekna af sauðfjárrækt 66,7% 54,0% 37,7% 65,9% 52,9% 36,1% 66,0% 53,3% 37,6% Viðhald eigna kr/kg 61 69 77 78 103 116 72 100 122 Rekstur húsnæðis kr/kg 59 63 70 61 63 67 66 67 72 Bifreiðakostnaður kr/kg 56 64 76 62 63 73 68 66 68 Annar rekstrarkostnaður kr/kg 53 62 80 66 63 72 59 67 83 Laun og launatengd gjöld kr/kg 332 308 284 346 311 288 344 330 309 Fastur kostnaður alls kr/kg 560 565 588 614 603 616 610 630 653 Rekstr.niðurst. f. fjármagnsl. og afsk. kr/kg 255 62 -175 252 54 -190 328 99 -152 Afskriftir kr/kg 206 178 156 190 179 159 169 185 192 Fjármagnsliðir kr/kg 74 83 87 73 81 80 80 86 101 Rekstrarniðurstaða sauðfjárbús kr/kg -25 -198 -419 -11 -206 -429 79 -171 -444 Rekstrarn. sauðfjárbús % af sauðfjárt. -2,0% -17,1% -38,3% -0,9% -16,6% -36,3% 5,5% -12,5% -33,3% Framl.kostn. án afskrifta og fjárm.liða kr/kg 966 1.100 1.268 1.062 1.188 1.372 1.093 1.269 1.485 Hagnaður/tap af heildarrekstri, þús. kr. 1.834 821 32 1.816 808 214 2.923 1.647 1.232 Kartöflumygla (Phytophtora infestans) er sveppasjúkdómur sem veldur myglu og rotnun bæði á kartöflugrösum og hnýðum. Í hlýju og röku veðri – hiti yfir 10 °C og rakastig yfir 75% – eru kjöraðstæður fyrir mygluna að breiða úr sér og getur það gerst mjög hratt. Myglan getur borist nokkuð langar leiðir með vindi en talið er að virk smitgró geti borist með vindi einhverja tugi kílómetra. Veðurskilyrði ráða því miklu um útbreiðslu myglunnar en smit þarf líka að vera til staðar. Smitleiðir Algengasta smitleiðin er sýkt útsæði. Smit berst þá frá móðurplöntu upp í kartöflugrasið, sveppurinn myndar þar gró sem dreifast í lofti á nærliggjandi plöntur og svo koll af kolli. Smit getur einnig borist frá hnýðum sem hafa orðið eftir í garðinum, lifað af veturinn og spírað upp árið eftir. Ef smituðum kartöflum er fargað utan dyra er mikilvægt að urða þær vandlega eða hylja með svörtu plasti þannig að smit berist ekki í nærliggjandi kartöflugarða. Útsæði og kartöflumygla Mikilvægt er að velja heilbrigt útsæði þegar kartöflur eru settar niður og alls ekki velja útsæði úr sýktum görðum. Stofnræktun útsæðis fer fram í Eyjafirði og Hornafirði. Þau landsvæði hafa að mestu verið laus við myglu og því ber að forðast að flytja þangað útsæði af ræktunarsvæðum þar sem myglan hefur komið upp. Erlendis má segja að kartöflumygla sé landlæg, en veðurfar ræður þar mestu um útbreiðslu hverju sinni. Því er alltaf hætta á að innflutt kartöflu- útsæði beri með sér myglusmit. Við arfgerðargreiningu á kartöflumyglu árin 2021 og 2022 hafa öll sýnin verið af sama stofninum, EU41A2. Sá stofn var algengur í Danmörku á árunum 2018-2019 og því líklegt að smit hafi borist hingað annaðhvort með dönsku útsæði eða matarkartöflum. Myglusmit undanfarin ræktunarár Ef litið er nokkra áratugi aftur í tímann hefur kartöflumygla komið upp á Suðurlandi af og til og valdið mismiklu tjóni. Nú er hins vegar staðan þannig að mygla hefur komið upp á hverju ári frá sumrinu 2019. Hvort um er að ræða breytt veðurfar, meira smit í umferð, eða hvort tveggja, er umhugsunarefni. Hlýrra veðurfar eykur hættu á kartöflumyglu og því getum við búist við að þurfa að glíma við þennan sjúkdóm á hverju ári. Mikil útbreiðsla varð á myglu sumarið 2021 og skemmdist þá uppskera bæði hjá bændum og í heimilisgörðum víða á Suðurlandi. Við skoðun á útsæði í Þykkvabæ vorið 2022 kom í ljós mikið myglusmit og því líklegt að smit bærist í ræktun bænda þá um sumarið. Mygluspá og aðgerðir sumarið 2022 Haustið 2021 var sett í gang verkefni hjá Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins sem miðaði að því að draga úr tjóni af völdum kartöflumyglu og auðvelda bændum að fást við sjúkdóminn. Verkefnið hlaut styrk úr Þróunarsjóði garðyrkju. Markmið verkefnisins var annars vegar að þróa mygluspá byggða á veðurmælingum og hins vegar að fylgjast með myglusmiti, miðla upplýsingum til bænda og veita þeim ráðgjöf við mygluvarnir. Mygluspárhluti verkefnisins var unninn í samstarfi við Jens Grønbæk Hansen, lektor við Aarhus Universitet. Hann hefur Kartöflumygla og mygluspá – Staða og horfur á komandi ræktunartímabili Helgi Jóhannesson. Reiknuð mygluhætta út frá veðurgögnum 2022 og dæmi um ráðgjöf vegna úðunar.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.