Bændablaðið - 11.05.2023, Page 55

Bændablaðið - 11.05.2023, Page 55
55Bændablaðið | Fimmtudagur 11. maí 2023 TIMBUR EININGAHÚS Sími: 893 3022 einingar@einingar.is www.einingar.is   Þessi 20 tonna bátur til sölu. Báturinn er smíðaður úr eik hjá Slippstöðinni á Akureyri og sjósettur 1973, upphaflega Bliki EA á Dalvík. Skrokkur bátsins er uppgerður sem nýr, þilfar nýtt (mahogany), stýrishús nýtt (ál), brennsluolíutankar nýir. Upplýsingar í síma 8921669 og mail thorirjon@gmail.com um árabil starfað við rannsóknir á kartöflumyglu og þróun mygluspárkerfa. Ráðgjafarhluti verkefnisins var unninn í samstarfi við Benny Jensen, kartöfluráðunaut hjá BJ-Agro í Danmörku. Sjálfvirk veðurstöð var sett upp í Þykkvabæ og var mygluhættan metin út frá veðurgögnum og veðurspám eftir að kartöflugrös komu upp og út ræktunartímabilið. Fylgst var með ræktuninni og leitað að myglu, og bændur úðuðu með fyrirbyggjandi varnarefnum ef veðurfar benti til mygluskilyrða. Reynslan sumarið 2022 Fyrstu myglusmitin sáust í Þykkvabæ og í Flóa um 20. júlí. Þar sem bændur voru á varðbergi gagnvart myglu brugðust þeir skjótt við og úðuðu akrana skipulega um leið og myglu varð vart. Myglan náði ekki mikilli útbreiðslu og tjón varð óverulegt. Samkvæmt veðurmælingum var veruleg mygluhætta fyrir hendi seinni hluta sumarsins 2022 og því ljóst að myglan hefði getað náð mikilli útbreiðslu ef ekki hefði verið brugðist við af festu. Má því segja að árvekni bænda, mygluspáin og ráðgjöf hafi þarna skilað góðum árangri í baráttunni við kartöflumygluna. Komandi ræktunartímabil Sumarið 2023 verður framhald á verkefninu frá í fyrra. Haldið verður áfram að þróa mygluspá út frá veðurmælingum. Auk veðurstöðvar í Þykkvabæ verða settar upp veðurstöðvar í Eyjafirði og Hornafirði og mygluhætta metin þar á sama hátt. Bændur geta þá fylgst með mygluhættu út frá veðurfari yfir ræktunartímabilið og ráðgjöf vegna varnaraðgerða verður markvissari. Leitað verður að myglusmiti í samráði við bændur og upplýsingum og ráðgjöf miðlað til bænda til að samræma viðbrögð og varnaraðgerðir. Ef mygla kemur upp verða tekin sýni til arfgerðargreiningar þar sem mjög mikilvægt er að vita hvaða stofna um er að ræða. Stofnarnir eru misskæðir og sumir þeirra hafa þróað mótstöðu gegn ákveðnum varnarefnum. Lokaorð Út frá reynslu undanfarinna ára er líklegt að kartöflumygla verði viðvarandi vandamál í kartöfluræktun á Íslandi. Því er mikilvægt að allir sem hlut eiga að máli vinni að því að lágmarka það tjón sem sjúkdómurinn kann að valda. Þó svo að fjármögnun á mygluspárverkefni RML sé tryggð í ár með styrk úr Þróunarsjóði garðyrkju er ljóst að þessi vinna mun taka mörg ár og því þarf að tryggja fjármögnun til lengri tíma. Íslensku kartöfluyrkin Gullauga og Rauðar íslenskar eru sérstaklega viðkvæmar fyrir kartöflumyglu og annaðhvort þarf að kynbæta þessi yrki og efla mótstöðu, eða finna önnur yrki sem þola betur mygluna. Ef tryggja á framtíð kartöfluræktar á Íslandi þarf því að efla rannsóknarstarf sem bæði er fjárfrekt og kallar á sérfræðiþekkingu. Því miður er hvort tveggja af skornum skammti hér á landi. Kartöflur eru mikilvæg fæða fyrir okkur mannfólkið og kartöfluræktun er því mikilvæg atvinnugrein sem ber að styðja í baráttu við þennan vágest sem kartöflumyglan getur verið. Helgi Jóhannesson, ráðunautur í garðyrkju. Eigum hina vinsælu vagna frá þessum þekkta framleiðanda til afgreiðslu Strax BÚFJÁRFLUTNINGAVAGNAR frá Ifor Williams Víkurvagnar ehf. - Hyrjarhöfða 8. - 110 Reykjavík Sími 577-1090 - www.vikurvagnar.is - sala@vikurvagnar.is Sjálfvirk sólardrifin veðurstöð í Þykkvabæ til mælinga á mygluhættu. Missir þú alltaf af Bændablaðinu? Komdu í áskrift! Einungis 11.900 krónur á ári fyrir eldri borgara og öryrkja. 14.900 krónur fyrir alla aðra. Frekari upplýsingar á www.bbl.is eða í síma 563-0300

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.