Bændablaðið - 06.07.2023, Síða 8

Bændablaðið - 06.07.2023, Síða 8
8 Bændablaðið | Fimmtudagur 6. júlí 2023 FRÉTTIR www.kofaroghus.is - Sími 553 1545 TIL Á LAGER Ítarlegar upplýsingar og teikningar ásamt ýmsum öðrum fróðleik STAPI - 14,98 fm Tilboðsverð 779.000 kr. 25% afsláttur BREKKA 34 - 9 fm Tilboðsverð 489.000 kr. 25% afsláttur NAUST - 14,44 fm Tilboðsverð 539.000 kr. 30% afsláttur VANTAR ÞIG PLÁSS? Afar einfalt er að reisa húsin okkar. Uppsetning tekur aðeins einn dag TILBOÐ Á GARÐHÚSUM! Lögreglan fellir niður blóðmerarannsókn Rannsókn lögreglu á meðferð hryssna við blóðtöku hefur verið felld niður. Matvælastofnun hafði áður rannsakað þá meðferð sem kom fram í myndbandi sem dýrverndarsamtökin AWF og TBZ birtu á vefmiðlinum Youtube í nóvember 2021. Þá óskaði MAST eftir frekari upplýsingum og óklipptu myndefni frá dýraverndarsamtökunum en fékk þau ekki afhent. Í yfirlýsingu sem talsmenn AWF/TBS sendu frá sér í desember 2021 sögðust þau ekki ætla að afhenda MAST nein óklippt myndbönd en væru viljug til samstarfs ef opinber rannsókn færi fram. Vísaði MAST því málinu til lögreglu til frekari rannsókna í lok janúar 2022. Morgunblaðið hefur eftir Sveini Kristjáni Rúnarssyni, yfirlögregluþjóns á Suðurlandi, að málinu hefði verið vísað frá ári síðar, eða í lok janúar síðastliðinn Lögreglan hafi ítrekað reynt að komast yfir frekari gögn frá dýraverndarsamtökunum en þau hafi skýlt sér bak við þýsk lög sem krefji þau ekki til þess að afhenda frekari gögn. Heimildin segir hins vegar frá því að fulltrúar dýraverndar- samtakanna hafi verið viljug til að afhenda gögnin, en gegnum réttarbeiðni í því skyni að tryggja best sönnunargildi gagnanna. Slík beiðni hefði hins vegar aldrei borist frá Íslandi. /ghp Hryssa í blóðtökubás á Álftarhóli. Mynd /ghp Minnir á girðingar meðfram vegum Vegagerðin minnir að vanda bændur og búalið á að laga girðingar sínar meðfram vegum. Teknar verða út girðingar hjá landeigendum sem tilkynna að girðingar þeirra séu í lagi skv. 5 gr. reglugerðar nr. 930/2012, en þar segir: „Viðhaldskostnaður girðinga með stofn- og tengivegum greiðist að jöfnu af Vegagerðinni og landeiganda. Þegar landeigandi hefur lokið árlegu viðhaldi girðinga með stofn- og tengivegum skal hann tilkynna það til sveitarstjórnar og viðkomandi þjónustustöðvar Vegagerðarinnar og óska eftir greiðslu á kostnaðarhlutdeild veghaldara. Vegagerðin skal greiða landeiganda sem svarar helmingi af áætluðum viðhaldskostnaði girðinga eins og hann er skilgreindur í 3. mgr. Vegagerðinni er heimilt að synja um greiðslu komi í ljós að viðhaldi hefur ekki verið sinnt með fullnægjandi hætti að mati Vega- gerðarinnar.“ Húnabyggð hvetur þá land- eigendur sem hafa uppfyllt skilyrði reglugerðarinnar að tilkynna viðhald sitt á girðingum til sveitarfélagsins fyrir byrjun ágústmánaðar. /sá Smass borgarar frá Stjörnugrís, merktir íslenska fánanum, eru brot á lögum samkvæmt ákvörðun Neytendastofu sem hefur bannað fyrirtækinu að viðhafa slíkar merkingar. Kjötið í hamborgurunum er að stærstum hluta framleitt úr þýsku nautakjöti. Í lok júní birti Neytendastofa ákvörðun sína sem hún byggir á lögum um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu. Í þeim er sagt að viðskiptahættir séu villandi ef þeir eru líklegir til að blekkja neytendur eða eru með þeim hætti að neytendum eru veittar rangar upplýsingar í þeim tilgangi að hafa áhrif á ákvörðun þeirra um viðskipti. Smass borgararnir frá Stjörnugrís innihalda að stærstum hluta innflutt nautakjöt og þar sem það er einkennandi hluti vörunnar og eðlislík búvöru sem framleidd er hér á landi er því óheimilt, skv. 12. grein laga um þjóðfánann, að merkja hana með fánaröndinni. Af þeim sökum bannaði Neytendastofa Stjörnugrísi hf. að viðhafa slíkar merkingar. Hún taldi hins vegar ekki tilefni til að grípa til sektarúrræðis þar sem Stjörnugrís segist hafa breytt umbúðum þannig að límdur hefur verið þýskur fáni yfir íslensku fánamerkinguna. Takmarkaðar fjárheimildir Neytendastofu Í svari menningar- og viðskipta- ráðherra við fyrirspurn frá Bjarkey Olsen Gunnarsdóttur þingmanns um notkun íslenska fánans og fánalitanna við merkingar á matvælum kemur fram að mál sem Neytendastofa hafði til meðferðar vegna notkunar þjóðfána Íslendinga á matvöru væri fyrsta sinnar tegundar eftir gildistöku fyrrnefndrar 12. greinar. „Þess má geta að stofnuninni hafa borist óljósar ábendingar um að ýmsir aðilar merki innflutta matvöru með þjóðfána Íslendinga. Þrátt fyrir ítrekaðar beiðnir stofnunarinnar hafa henni ekki borist skýrari upplýsingar um það hvaða vörur er þar átt við. Vegna takmarkaðra fjárheimilda stofnunarinnar og fjölda lögbundinna verkefna hefur stofnunin til þessa ekki haft svigrúm til að fara í almenna heildarskoðun á þessum málum,“ segir jafnframt í svari ráðherra. /ghp Merking matvæla: Ólögmæt notkun á þjóðfánanum Stjörnugrís er óheimilt að merkja smass borgara sína með íslenska fánanum. Þýskur fánalímmiði hefur verið settur yfir fánaröndina. Mynd /ghp Vestur-Húnavatnssýsla: Ný sæðingastöð Ingunn Reynisdóttir dýralæknir og Pálmi G. Ríkharðsson, kennari og hrossabóndi, hafa opnað sæðingastöð fyrir hross á Syðri- Völlum rétt við Hvammstanga. Þau segjast leitast við að bjóða upp á sæði úr sem flestum og bestu hestum landsins ár hvert. Einnig eru þau með stóðhesta á staðnum í sæðingum. Stöðin er opin í júní og júlí. Ingunn og Pálmi stunda hrossarækt og vissu að eftirspurn væri eftir slíkri þjónustu á Norðurlandi. „Við höfum verið að fækka okkar hrossum og erum með mikið land sem við vildum nýta betur. Til að komast í að halda undir bestu og vinsælustu hestana voru sæðingar auðveldasta leiðin. Einnig vorum við að hugsa til framtíðar þar sem alltaf er að verða algengara að vinsælir, góðir stóðhestar séu í sæðingum og vildum við því geta boðið upp á þjónustu við hryssur og stóðhesta. Við erum með kjöraðstæður, með mikla og góða haga með rennandi fersku vatni í öllum hólfum. Dýralæknir er á staðnum allan sólarhringinn og mikið og gott eftirlit er með hrossunum,“ segir Ingunn. Ingunn sér um allt sem við kemur sónarskoðunum, sæðingum og vinnslu á sæðinu en Pálmi sér um allt umstang með merar og stóðhesta. „Fyrir hryssueigendur viljum við leitast við að geta boðið upp á að fá sent sæði úr sem flestum og bestu hestum landsins ár hvert, sem verið er að taka sæði úr hverju sinni. Mikið og gott eftirlit er með aðbúnaði mera og folalda. Stóðhesteigendum getum við boðið upp á að vera með hesta hér í sæðingum og einnig að sæða með þeirra hestum með aðsendu kældu sæði,“ segir Ingunn. Þekktir stóðhestar Hægt verður að fá sæði úr nokkrum þekktum stóðhestum hjá Ingunni og Pálma í ár. „Þeir sem standa til boða eru Álfaklettur frá Syðri-Gegnishólum, Fróði frá Flugumýri, Hrannar frá Flugumýri og Skýr frá Skálakoti. Okkar stóðhestur, Brynjar frá Syðri-Völlum, stendur einnig til boða. Þeir hestar sem verða staðsettir hér á Syðri-Völlum verða kynntir síðar,“ segir Pálmi og bætir við: „Sumarið leggst mjög vel í okkur og erum við spennt að geta boði hryssueigendum upp á þann möguleika að geta nýtt sér þessa þjónustu hjá okkur. Pantanir fara vel af stað þó svo að við höfum enn þá ekki verið mikið að auglýsa.“ /mhh Ingunn Reynisdóttir dýralæknir og Pálmi G. Ríkharðsson, kennari og hrossabóndi, sem hafa opnað sæðingastöð á Syðri-Völlum rétt við Hvammstanga. Starfsemin fer vel af stað. Myndir / Aðsendar Allar merar þarf að ómskoða oft til að tímasetja egglos sem og staðfesta fang.

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.