Bændablaðið - 06.07.2023, Síða 24

Bændablaðið - 06.07.2023, Síða 24
24 Bændablaðið | Fimmtudagur 6. júlí 2023 Útihátíðir að sumarlagi má finna víðs vegar um land allar helgar frá júní til ágústloka. Önnur helgin í júlí er þekkt fyrir sérstaklega mikla skemmtan, enda mætti segja að oftast væri að finna örlitla sólarglætu fyrst á þeim árstíma. Um ræðir bæði löggiltar útihátíðir á borð við þungarokkshátíðina Eistna- flug í Neskaupstað, Goslokahátíð Vestmannaeyja og Kótilettu þeirra Selfossbúa, en einnig hafa starfs- mannafélög ýmissa fyrirtækja gegnum tíðina staðið fyrir ferðum þessa helgi. Undirrituð minnist ferðar í boði ónefnds elliheimilis á tíunda áratugnum, er haldið var í Þórsmörk með hóp starfsmanna, þá á aldrinum fjórtán ára til fimmtugs. Ekkert þótti eðlilegra en að blanda þarna þessu aldursbili saman enda var farið í ýmsa leiki – minnisstæðastur ratleikur nokkur sem veitt voru verðlaun fyrir. Fóru leikar svo að fermingarbörnin hlutu fyrsta sætið og fengu í tilefni þess bjórkassa. Ekki leist ungviðinu á verðlaunin, enda bjór frekar ógeðs- legur drykkur og kassanum skipt snarlega fyrir vodkapela. Eistnaflug Útihátíðir þessa helgi hafa sumar lengi verið í föstum skorðum. Til að mynda hóf Eistnaflug göngu sína árið 2005. Er nafnið skírskotun í hátíðina Neistaflug sem haldin er árlega í Neskaupstað um verslunar- mannahelgina. Eistnaflug á þéttan hóp aðdáenda sem mæta árlega og sífellt bætast fleiri í hópinn, auk þess sem hljómsveitir erlendis frá sækja í að spila á hátíðinni. Árið 2016 spiluðu þar alls 77 hljómsveitir en frá árinu 2015 hefur íþróttahöllin í Neskaupstað verið notuð samhliða Egilsbúð sem var aðaltónleikastaðurinn fyrstu árin. Aldurstakmark á þessa frábæru hátíð er 18 ára og er tjaldsvæði austast í bænum ætlað tónleikagestum. Því miður verður hátíðin ekki haldin í ár, en verður þeim mun ferskari að ári. Goslokahátíð Mikið verður um að vera á Gosloka- hátíð Vestmannaeyja þetta árið, en hálf öld er síðan gosið varð. Yfirgripsmikil dagskrá er í tilefni þessa enda stendur hátíðin yfir frá 3.–9. júlí. Segir í útgefnu yfirliti goslokanefndar að í boði séu fjölbreyttir viðburðir, fjöldi ljósmynda- og myndlistarsýninga, auk tónleika af ýmsu tagi – bæði innandyra og utan. Barnadagskrá í boði Ísfélags Vest- mannaeyja verði fjölbreytt og má þar nefna Goslokahlaup, Latabæ, BMX brós, Línu Langsokk og Lalla töframann. Sundlaugarpartíið og Landsbankadagurinn verði á sínum stað og einnig ratleikur í boði Íslandsbanka. Goslokanefnd hefur lagt áherslu á að gera bæjarbrag hátíðarinnar sem mestan og hvetur nefndin því alla bæjarbúa og fyrirtæki til þess að skreyta umhverfi sitt í goslokalitunum sem eru gulur, appelsínugulur, rauður og svartur – litir elda og hrauns. Kótilettan Að lokum, á hinni sívinsælu Kótilettu Selfyssinga stíga á svið heimamennirnir vinsælu í hljómsveitinni Skítamóral auk fjölmargra vel þekktra listamanna á borð við Nýdönsk, Á móti sól, Herra Hnetusmjör og Jón Jónsson. Tilvera Kótilettunnar hófst fyrir þrettán árum og varð strax vel sótt fjölskylduhátíð þar sem, auk þess að njóta tónleikahaldsins, geti grilláhuga- menn kynnt sér allt á grillið, bæði kjöt og úrval grilla frá fjölda framleiðenda. Á meðal dagskrárliða eru Stóra Grillsýningin, Styrktarlettur SKB, Veltibíllinn og svo auðvitað stórglæsileg dagskrá á sviðinu fyrir alla fjölskylduna. Er aðgangur á bæði fjölskyldu- hátíðina og grillfestivalið er ókeypis, en borga þarf fyrir miða á tónleika. /SP HRINGINN Í KRINGUM LANDIÐ Austurland & Austfirðir 6.–9. júlí Fjölskylduhátíðin Støð í Stöð á Stöðvarfirði. Mikið fjör og húllumhæ, Íslandsmótið í bubblubolta, Pallaball, hoppukastalar, grill, froðubraut, golf, Vísunda Villi, Jógaganga, Stebbi Jak & Hafþór Valur stíga á svið o.m.fl. Norðurland & Norðausturland 5.–9. júlí Þjóðlagahátíðin á Siglufirði býður upp á: Flamenco tónleika Tríós Reynis Haukssonar, Ólína Ákadóttir leikur píanókonsertinn Sláttu eftir Jórunni Viðar og grísku systkinin Rena, Alex og George Rasoulis halda námskeið í grískum þjóðdönsum svo eitthvað sé nefnt. 7.–8. júlí Hríseyjarhátíðin, fjölskylduvæn dagskrá: Garðakaffið, óvissuferðir, kaffisala kvenfélagsins, ratleikur, hópakstur traktora, kvöldvaka, brekkusöngur og varðeldur svo eitthvað sé nefnt. Einnig er von á Sigga Gunnars, Benedikt búálfi, Dídí mannabarni, Kalla Örvars, Stúlla o.fl. Reykjanes, Suðurland, Suðaustur- & Suðvesturland 6.–9. júlí Fjölskylduhátíð Kótelettunar á Selfossi 3.–9. júlí Goslokahátíð Vestmannaeyja á hálfrar aldar afmæli þetta árið, en gosi lauk í byrjun júlí árið 1973. 7.–9. júlí Flughátíðin Allt sem flýgur, flugvellinum á Hellu. Hátíðin er opin flughátíð þar sem flugvélar af öllum stærðum og gerðum eru á flugi meira og minna alla helgina. Því er stanslaus dagskrá í loftinu á svæðinu, grillveisla laugardagskvöld, kvöldvaka og hljómsveit. 8. júlí Hljómsveitin Góss stígur á svið í Básum, Goðalandi (Þórsmörk), laugardagskvöldið 8. júlí, um kl. 20. Vesturland, Norðvesturland & Vestfirðir 7.– 9. júlí Sumarhátíð ÍslandRover. Haldin í sælureitnum Árbliki í Dölunum. Grill, ferðir, happdrætti, leikir o.fl. 8. júlí Kolrassa krókríðandi heldur tónleika. Tónleikarnir verða haldnir á Vagninum, Flateyri og munu hljómsveitameðlimir rokka og róla þar til Vagninn tekur af stað! 14.–16. júlí Náttúrubarnahátíð á Ströndum. Fjölskylduhátíð á Sauðfjársetrinu í Sævangi, sjá nánar bls. 38. Viðburðadagatal: – Frá og með 6.–20. júlí Tónleikar hljómsveitarinnar GÓSS í veðurblíðu og sæld Þórsmerkur. Hátíðahöld og skemmtanir: Önnur helgin í júlí Hljómsveitin Sólstafir á Eistnaflugi árið 2009. Mynd / Jóhannes G. Þorsteinsson Goslokahátíð Vestmannaeyinga er haldin árlega til minningar um Heimaeyjargosið sem hófst 23. janúar og lauk 3. júlí sama ár. Heppnuðust björgunaraðgerðir á fólki giftusamlega þótt hús færu mörg hver undir hraun, gjall eða urðu eldi að bráð þar sem hraunbombur lentu á þeim og kveiktu í. Í ár eru fimmtíu ár síðan gosið varð og verður haldin vegleg hátíð í tilefni þess dagana 3.–9. júlí. Myndir / Markaðsstofa Suðurlands Auðvitað hefur eitthvað ekki komist á lista, en hér að ofanverðu er ýmislegt upptalið sem má skemmta sér við. Sími 570 9090 • frumherji.is Komdu með hestakerruna á næs skoðunarstöð og hafðu hana klára rir vorið og sumarið.

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.