Bændablaðið - 06.07.2023, Qupperneq 24

Bændablaðið - 06.07.2023, Qupperneq 24
24 Bændablaðið | Fimmtudagur 6. júlí 2023 Útihátíðir að sumarlagi má finna víðs vegar um land allar helgar frá júní til ágústloka. Önnur helgin í júlí er þekkt fyrir sérstaklega mikla skemmtan, enda mætti segja að oftast væri að finna örlitla sólarglætu fyrst á þeim árstíma. Um ræðir bæði löggiltar útihátíðir á borð við þungarokkshátíðina Eistna- flug í Neskaupstað, Goslokahátíð Vestmannaeyja og Kótilettu þeirra Selfossbúa, en einnig hafa starfs- mannafélög ýmissa fyrirtækja gegnum tíðina staðið fyrir ferðum þessa helgi. Undirrituð minnist ferðar í boði ónefnds elliheimilis á tíunda áratugnum, er haldið var í Þórsmörk með hóp starfsmanna, þá á aldrinum fjórtán ára til fimmtugs. Ekkert þótti eðlilegra en að blanda þarna þessu aldursbili saman enda var farið í ýmsa leiki – minnisstæðastur ratleikur nokkur sem veitt voru verðlaun fyrir. Fóru leikar svo að fermingarbörnin hlutu fyrsta sætið og fengu í tilefni þess bjórkassa. Ekki leist ungviðinu á verðlaunin, enda bjór frekar ógeðs- legur drykkur og kassanum skipt snarlega fyrir vodkapela. Eistnaflug Útihátíðir þessa helgi hafa sumar lengi verið í föstum skorðum. Til að mynda hóf Eistnaflug göngu sína árið 2005. Er nafnið skírskotun í hátíðina Neistaflug sem haldin er árlega í Neskaupstað um verslunar- mannahelgina. Eistnaflug á þéttan hóp aðdáenda sem mæta árlega og sífellt bætast fleiri í hópinn, auk þess sem hljómsveitir erlendis frá sækja í að spila á hátíðinni. Árið 2016 spiluðu þar alls 77 hljómsveitir en frá árinu 2015 hefur íþróttahöllin í Neskaupstað verið notuð samhliða Egilsbúð sem var aðaltónleikastaðurinn fyrstu árin. Aldurstakmark á þessa frábæru hátíð er 18 ára og er tjaldsvæði austast í bænum ætlað tónleikagestum. Því miður verður hátíðin ekki haldin í ár, en verður þeim mun ferskari að ári. Goslokahátíð Mikið verður um að vera á Gosloka- hátíð Vestmannaeyja þetta árið, en hálf öld er síðan gosið varð. Yfirgripsmikil dagskrá er í tilefni þessa enda stendur hátíðin yfir frá 3.–9. júlí. Segir í útgefnu yfirliti goslokanefndar að í boði séu fjölbreyttir viðburðir, fjöldi ljósmynda- og myndlistarsýninga, auk tónleika af ýmsu tagi – bæði innandyra og utan. Barnadagskrá í boði Ísfélags Vest- mannaeyja verði fjölbreytt og má þar nefna Goslokahlaup, Latabæ, BMX brós, Línu Langsokk og Lalla töframann. Sundlaugarpartíið og Landsbankadagurinn verði á sínum stað og einnig ratleikur í boði Íslandsbanka. Goslokanefnd hefur lagt áherslu á að gera bæjarbrag hátíðarinnar sem mestan og hvetur nefndin því alla bæjarbúa og fyrirtæki til þess að skreyta umhverfi sitt í goslokalitunum sem eru gulur, appelsínugulur, rauður og svartur – litir elda og hrauns. Kótilettan Að lokum, á hinni sívinsælu Kótilettu Selfyssinga stíga á svið heimamennirnir vinsælu í hljómsveitinni Skítamóral auk fjölmargra vel þekktra listamanna á borð við Nýdönsk, Á móti sól, Herra Hnetusmjör og Jón Jónsson. Tilvera Kótilettunnar hófst fyrir þrettán árum og varð strax vel sótt fjölskylduhátíð þar sem, auk þess að njóta tónleikahaldsins, geti grilláhuga- menn kynnt sér allt á grillið, bæði kjöt og úrval grilla frá fjölda framleiðenda. Á meðal dagskrárliða eru Stóra Grillsýningin, Styrktarlettur SKB, Veltibíllinn og svo auðvitað stórglæsileg dagskrá á sviðinu fyrir alla fjölskylduna. Er aðgangur á bæði fjölskyldu- hátíðina og grillfestivalið er ókeypis, en borga þarf fyrir miða á tónleika. /SP HRINGINN Í KRINGUM LANDIÐ Austurland & Austfirðir 6.–9. júlí Fjölskylduhátíðin Støð í Stöð á Stöðvarfirði. Mikið fjör og húllumhæ, Íslandsmótið í bubblubolta, Pallaball, hoppukastalar, grill, froðubraut, golf, Vísunda Villi, Jógaganga, Stebbi Jak & Hafþór Valur stíga á svið o.m.fl. Norðurland & Norðausturland 5.–9. júlí Þjóðlagahátíðin á Siglufirði býður upp á: Flamenco tónleika Tríós Reynis Haukssonar, Ólína Ákadóttir leikur píanókonsertinn Sláttu eftir Jórunni Viðar og grísku systkinin Rena, Alex og George Rasoulis halda námskeið í grískum þjóðdönsum svo eitthvað sé nefnt. 7.–8. júlí Hríseyjarhátíðin, fjölskylduvæn dagskrá: Garðakaffið, óvissuferðir, kaffisala kvenfélagsins, ratleikur, hópakstur traktora, kvöldvaka, brekkusöngur og varðeldur svo eitthvað sé nefnt. Einnig er von á Sigga Gunnars, Benedikt búálfi, Dídí mannabarni, Kalla Örvars, Stúlla o.fl. Reykjanes, Suðurland, Suðaustur- & Suðvesturland 6.–9. júlí Fjölskylduhátíð Kótelettunar á Selfossi 3.–9. júlí Goslokahátíð Vestmannaeyja á hálfrar aldar afmæli þetta árið, en gosi lauk í byrjun júlí árið 1973. 7.–9. júlí Flughátíðin Allt sem flýgur, flugvellinum á Hellu. Hátíðin er opin flughátíð þar sem flugvélar af öllum stærðum og gerðum eru á flugi meira og minna alla helgina. Því er stanslaus dagskrá í loftinu á svæðinu, grillveisla laugardagskvöld, kvöldvaka og hljómsveit. 8. júlí Hljómsveitin Góss stígur á svið í Básum, Goðalandi (Þórsmörk), laugardagskvöldið 8. júlí, um kl. 20. Vesturland, Norðvesturland & Vestfirðir 7.– 9. júlí Sumarhátíð ÍslandRover. Haldin í sælureitnum Árbliki í Dölunum. Grill, ferðir, happdrætti, leikir o.fl. 8. júlí Kolrassa krókríðandi heldur tónleika. Tónleikarnir verða haldnir á Vagninum, Flateyri og munu hljómsveitameðlimir rokka og róla þar til Vagninn tekur af stað! 14.–16. júlí Náttúrubarnahátíð á Ströndum. Fjölskylduhátíð á Sauðfjársetrinu í Sævangi, sjá nánar bls. 38. Viðburðadagatal: – Frá og með 6.–20. júlí Tónleikar hljómsveitarinnar GÓSS í veðurblíðu og sæld Þórsmerkur. Hátíðahöld og skemmtanir: Önnur helgin í júlí Hljómsveitin Sólstafir á Eistnaflugi árið 2009. Mynd / Jóhannes G. Þorsteinsson Goslokahátíð Vestmannaeyinga er haldin árlega til minningar um Heimaeyjargosið sem hófst 23. janúar og lauk 3. júlí sama ár. Heppnuðust björgunaraðgerðir á fólki giftusamlega þótt hús færu mörg hver undir hraun, gjall eða urðu eldi að bráð þar sem hraunbombur lentu á þeim og kveiktu í. Í ár eru fimmtíu ár síðan gosið varð og verður haldin vegleg hátíð í tilefni þess dagana 3.–9. júlí. Myndir / Markaðsstofa Suðurlands Auðvitað hefur eitthvað ekki komist á lista, en hér að ofanverðu er ýmislegt upptalið sem má skemmta sér við. Sími 570 9090 • frumherji.is Komdu með hestakerruna á næs skoðunarstöð og hafðu hana klára rir vorið og sumarið.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.