Bændablaðið - 06.07.2023, Page 38

Bændablaðið - 06.07.2023, Page 38
38 Bændablaðið | Fimmtudagur 6. júlí 2023 Ásgrímsleiðin er ökuferð um Flóann á söguslóðir Ásgríms Jóns- sonar listmálara, með viðkomu á sýningum Listasafns Árnesinga og Byggðasafns Árnesinga. Leiðin byrjar eða endar í Húsi Ásgríms, við Bergstaðastræti í Reykjavík. Ásgrímur var fæddur 4. mars 1876 í Suðurkoti í Rútsstaðahverfi í Flóa og varð brautryðjandi í listasögu þjóðarinnar. Í Húsinu á Eyrarbakka er sýningin Drengurinn, fjöllin og Húsið, en þar réðist Ásgrímur til vistar upp úr fermingu. Þar er varpað ljósi á æsku hans og unglingsár. Frá þessu er greint í fréttatilkynningu. Farið er um Stokkseyri að Gaulverjabæjarkirkjugarði þar sem Ásgrímur hvílir. Hægt er að heimsækja minnismerki um listamanninn, sem stendur innan skógræktarinnar Timburhóls, stutt frá æskustöðvum hans. Þótt húsin í Rútsstaðarhverfi séu löngu horfin, má enn sjá frá veginum Álfakirkju Ásgríms. Á þessari leið sést vel fjallahringurinn sem fóstraði sveininn og veitti honum innblástur. Svo er sýningin Hornsteinn, afmælissýning Listasafns Árnesinga í Hveragerði, heimsótt en þar eru fjölmörg verk Ásgríms sýnd. Með Ásgrímsleiðinni vilja söfnin vekja athygli á ævi og störfum Ásgríms Jónssonar en einnig fagna afmæli safnanna. Byggðasafnið á 70 ára afmæli á árinu og Listasafn Árnesinga fagnar 60 ára afmæli. Ásgrímsleiðin er samstarfsverkefni Byggðasafns Árnesinga, Listasafns Árnesinga og Listasafns Íslands, og er styrkt af Safnaráði og Uppbyggingarsjóði Suðurlands. Rætur Listasafns Árnesinga má rekja til gjafar Bjarnveigar Bjarnadóttur, frænku Ásgríms, og tveggja sona hennar sem færðu Árnesingum sjötíu listaverk eftir helstu listamenn þess tíma. Nítján þessara verka voru eftir Ásgrím. Listamaðurinn sjálfur ánafnaði Listasafni Íslands verk sín og heimili á Bergstaðastræti 74 og þar er í dag sýning á heimili hans og verkum. /ÁL Bílferð um söguslóðir Ásgríms Ásgrímur Jónsson, listamaður. MENNING Á dögunum birtist í Bændablaðinu smáauglýsing þar sem tækifæris- skáld bauð fram krafta sína. Var boðin þjónusta við samningu ljóða, sönglaga, níðvísna og annarra texta. Vettvangurinn gæti verið til dæmis brúðkaup, skírnir, skilnaðarpartí, afmæli eða bara stofuveggurinn. Þegar grennslast var fyrir um manninn á bak við auglýsinguna kom í ljós að þar var á ferðinni Daníel Daníelsson frá Stykkishólmi, sem einnig ólst upp á Kirkjubæjarklaustri og Selfossi en er nú háskólanemi í Reykjavík „Ég var einn af þeim útvöldu sem komust inn í meistaranám í ritlist við Háskóla Íslands fyrir tveimur árum og nú þegar útskrift nálgast er mikil áskorun fólgin í því að verða sér úti um verkefni sem miða að ritstörfum,“ segir Daníel. „Ég er búinn að vinna mig upp á hnefanum, flutti í borgina fyrir háskólagráðu og prófaði að feta launþegabrautina, draum sem var í raun tálsýn og breyttist fljótlega í martröð. Níu til fimm er ekki fyrir háfleyga, ég sé það í dag.“ Hann segist því reyna að sækja tækifærin í stað þess að bíða eftir þeim, nýkominn úr fæðingarorlofi. „Svo ef fólk vill ástarbréf, ljóð, vísur, barnasögur, smásögur eða söngtexta fyrir afa sinn eða systur eða besta vin eða yfirmann eða undirsáta eða fyrrverandi, þá veit fólk hvert það getur leitað fyrir öðruvísi gjöf. Og auðvitað er prís á vinnuna.“ Daníel var fyrr í vor meðhöfundur að bókinni Best fyrir með söguna Þessi saga er mín upplifun. Seinna á árinu er áætluð útgáfa ljóða- bókarinnar Ég get ekki hætt að hugsa um Rithöfundasamband Íslands. Um hvers vegna hann kaus að auglýsa í Bændablaðinu segir hann að án fjölbreyttra verkefna til að spreyta sig á geti hann lítið þróast sem skáld. Hann hefur fengið einhver viðbrögð við auglýsingu sinni. „Fólk er varfærið þegar skáld ber að garði og ég skil vel að flest kaupi bara bók í Bónus fyrir jólin handa sínum nánustu – ég var þar fyrir ekki svo löngu. Ég legg áherslu á að list er list, hana má gagnrýna en ritskoðun kaupenda finnst mér vafasöm, svo það sé á hreinu. Pöntun hjá skáldi er alltaf hættuspil!“ /sá Skáldskapur við öll tækifæri Daníel Daníelsson segist hafa að markmiði að skapa augnablik sem geti breytt lífi fólks. Mynd / Aðsend Smáauglýsingin sem vakti athygli. Sumarhátíðir: Náttúrubörn á Ströndum Náttúrubarnahátíð á Ströndum verður haldin helgina 14.–16. júlí á Sauðfjársetrinu í Sævangi, rétt sunnan við Hólmavík. Á fjölskylduhátíðinni fá gestir, börn og fullorðnir tækifæri til að finna eða rækta sitt innra náttúrubarn á fjölbreyttum viðburðum sem einkennast af útivist, fróðleik og skemmtun, að því er fram kemur í tilkynningu frá skipuleggjendum. Náttúrubarnaskólinn stendur fyrir hátíðinni og Dagrún Ósk Jónsdóttir þjóðfræðingur heldur utan um viðburðinn. „Skipulagningin gengur mjög vel, við erum komin með glæsilega dagskrá, fjölbreytt og skemmtileg atriði, tónlist, spennandi smiðjur, gönguferðir og útivist. Við hefjum hátíðina alltaf á að framkvæma veðurgaldur, til að tryggja gott veður fyrir helgina, enda fer hún að mestu fram utandyra á svæðinu umhverfis Sævang.“ Á hátíðinni verður meðal annars kvöldskemmtun með Gunna og Felix, Ingó Geirdal töframaður verður með töfrasýningu, Benedikt búálfur og Dídí koma í heimsókn. Haldnar verða spennandi smiðjur og stöðvar, meðal annars frá Þykjó, Náttúruminjasafni Íslands og Eldraunum. Hægt verður að fara á hestbak hjá Strandahestum og prófa kajak frá Sjóíþróttafélaginu Rán, taka þátt í núvitundarævintýri með Kyrrðarkrafti, gönguferðum, útileikjum, fjölskylduplokki, spurningaleik um náttúruna, hlusta á drauga- og tröllasögur, skjóta af boga og ótal margt fleira.Ókeypis er á öll atriði hátíðarinnar, en hún er styrkt af Uppbyggingarsjóði Vestfjarða. „Öll börn eiga rétt á menningu og að læra að þekkja náttúruna. Ég hlakka mikið til, þetta er alltaf svo ótrúlega skemmtilegt og það eru svo sannarlega öll velkomin að koma og kynnast náttúrunni, leika sér saman og skapa skemmtilegar minningar,“ segir Dagrún. /ghp Frá Náttúrubarnahátíðinni á Ströndum í fyrra. Gestir prófa kajaka. Myndir / Aðsendar Hægt er að taka þátt í núvitundarævintýri, gönguferðum og útileikjum. BREYTING Á HREINNI EIGN TIL GREIÐSLU KENNITÖLUR 2022 LÍFEYRIS í milljónum króna 2022 Nafnávöxtun (5,8%) Iðgjöld 769 Hrein raunávöxtun (14,2%) Lífeyrir (2.121) Hrein raunávöxtun, 5 ára m.tal 2,6% Hreinar fjárfestingartekjur (2.557) Hrein raunávöxtun, 10 ára m.tal 3,3% Rekstrarkostnaður (171) Fjöldi virkra sjóðfélaga 2.030 Breyting á hreinni eign (4.080) Fjöldi sjóðfélaga með réttindi 10.768 Hrein eign frá fyrra ári 45.108 Fjöldi lífeyrisþega 4.036 Hrein eign til greiðslu lífeyris 41.028 Tryggingafræðileg staða (9,3%) EFNAHAGSREIKNINGUR Í ÁRSLOK Stjórn í milljónum króna 2022 Skúli Bjarnason, formaður stjórnar Eignarhlutir í félögum og sjóðum 19.549 Guðrún Lárusdóttir, varaformaður Skuldabréf 21.075 Erna Bjarnadóttir Skammtímakröfur o.fl. 146 Guðbjörg Jónsdóttir Handbært fé 300 Örn Bergsson Eignir alls 41.070 Skuldir 42 Framkvæmdastjóri Hrein eign til greiðslu lífeyris 41.028 Ólafur K. Ólafs STARFSEMI Á ÁRINU 2022 Sími 563 1300 - lsb@lsb.is - www.lsb.is Lífeyrissjóður bænda - Stórhöfða 23 - 110 Reykjavík

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.