Bændablaðið - 02.11.2023, Blaðsíða 2
2 Bændablaðið | Fimmtudagur 2. nóvember 2023
FRÉTTIR
Biggi alhliðablandaEkta bætiefnasteinn
Alhliðasteinn Super Booster
Sauðfjárfata
Kalksalt
HIMAG Magnesíum
FW steinefnasteinn
Kjarngóðar ærblöndur
Ærblanda
Próteinríkt (24%) orkufóður sem
hentar þar sem þörf er á sterku
fengieldi.
Ærblanda LÍF
Hagkvæm blanda með 15% próteini
sem leggur til viðbótar prótein og orku.
Hentar með betri heyjum.
sala@lifland.is sími 540 1100
Garðyrkja:
Halla kaupir Mela
– Íhugar að hætta útiræktun grænmetis
Halla Sif Svansdóttir Hölludóttir rekur nú tvær garðyrkjustöðvar nálægt Flúðum, Gróður á Hverabakka og Mela,
og ræktar nú grænmeti í rúmlega 9.000 fm af gróðurhúsum. Með kaupum á Melum fylgir einnig rekstur Litlu
bændabúðarinnar. Myndir /Aðsendar
Halla Sif Svansdóttir Hölludóttir
hefur fest kaup á garðyrkjustöðinni
Melum á Flúðum og er tekin við
rekstri stöðvarinnar af Guðjóni
Birgissyni og Sigríði Helgu
Karlsdóttur.
Með kaupunum fylgir einnig
rekstur Litlu bændabúðarinnar
á Flúðum. Fyrir á og rekur Halla
garðyrkjustöðina Gróður á Hvera-
bakka þar steinsnar frá.
Á Hverabakka hefur framleiðsla
sólskinstómata verið undirstaða
reksturs auk útiræktunar á selleríi
og káli. Á Melum hefur verið ræktað
fjölbreytt grænmeti en Halla hyggur
fyrst um sinn á að rækta alfarið
gúrkur þar, þó áfram verði aðrar
tegundir í mun minna mæli ætlaðar
fyrir Litlu bændabúðina.
„Það er ákveðin hagræðing
í stærðinni. Ég sá ekki fram á að
geta snögglega aukið framleiðsluna
mína með því að fara út í stórar
framkvæmdir á Hverabakka. Ég
heyrði af því að þau væru að íhuga
að selja og sá því mikil tækifæri í að
sameina rekstur á stöðvunum,“ segir
Halla Sif, en með kaupunum stækkar
umfang starfsemi hennar ríflega.
Starfsmannafjöldi fer úr tæp tíu í
rúmlega tuttugu stöðugildi yfir allt
árið, sem svo tvöfaldast á sumrin.
„Þetta er rúmlega tvöföld stækkun
á framleiðslu í gróðurhúsum. Auk
þess tek ég við rekstri verslunarinnar.
Svo er það útiræktunin,“ segir hún
en hikar.
„Ég er þó tvístígandi um framtíð
útiræktunar sem stendur. Ég er ekki
að sjá að það sé mikil framlegð í
henni eins og staðan er í dag, ekki
nema að hækka verðið talsvert. Þá er
vinnan í kringum útiræktunina mjög
mikil og bitnar hún alltaf eitthvað á
starfsemi gróðurhúsanna, sem eru
þó undirstaða rekstursins. Ég tek til
dæmis ekki neitt af mínum launum
út úr útiræktuninni.“
Samspil sem gengur ekki upp
Ástæðurnar telur hún margþættar,
framleiðsla útiræktaðs grænmetis
kalli á mikinn starfsmannafjölda og
veðrið spili stóran þátt í ræktuninni.
Þannig hefðu þurrkar sumarsins
orðið til þess að bændur bjuggust
við uppskeru síðar en venjulega,
sem leiddi til þess að innflutningur
verslana á grænmeti stöðvaðist síðar.
Á Melum var ræktun blómkáls
aukin til að fylla upp í eftirspurn en
einhver hluti þess náði ekki á sölu
og skemmdist.
„Neytendur eru kröfuharðir
líka, þeir vilja að það sé alltaf til
blómkál í búðum og verslanir eru
ekkert tilbúnar að taka á sig að það
sé kannski blómkálslaust í einhverja
daga til að vera tilbúnar með rými
fyrir okkur. Þetta bitnar á öllum í
keðjunni. Framleiðendur vilja koma
sínum vörum að, svo frétta neytendur
að það er komin íslensk uppskera af
blómkáli, kjósa það frekar og kaupa
því ekki þetta innflutta til að klára
það úr búðunum til að skapa rými
fyrir okkar framleiðslu, svo þetta
verður algjör hringavitleysa.“
Hún veltir einnig fyrir sér hvort
verðhækkanir hafi haft áhrif á
verslanir og neytendur.
Útiræktun grundvallarmál
Halla segir ástandið eins þvert yfir
allar þær tegundir sem hún hefur
verið að rækta úti en nú liggi hún
yfir tölum og þurfi að taka ákvörðun
á allra næstu vikum hvort hún
muni stunda einhverja útiræktun
næsta sumar.
„Ég veit ekki hvort ríkið sé
eitthvað tilbúið að stíga meira inn í
þetta, til að styðja bændur. Ef þetta er
eitthvað sem við viljum vera að gera
á Íslandi. Þetta er pínu prinsippmál
fyrir mér að við séum að rækta
grænmeti úti. Við erum bara ekkert á
sérstaklega góðum stað til þess. Það
er ekki eins og við getum fært okkur
til um breiddargráður. Við erum með
betri kröfur á vinnumarkaði um
aðbúnað starfsmanna, launakröfur
eru allt öðruvísi en í löndunum í
kringum okkur og stöðvarnar úti eru
reknar með meiri stærðarhagkvæmni
og fyrir stærri markaði. Ég veit ekki
hvað við getum gert. Sjálf vil ég ekki
vera að rækta vöru sem þarf að vera
á miklu hærra verði, ég vil að varan
sé aðgengileg fyrir alla.“
Bjartsýn þrátt fyrir
þunga vaxtabyrði
Þó Halla viðurkenni fúslega að
kaup á annarri garðyrkjustöð sé
nokkuð djörf ákvörðun segist hún
skuldbundin framleiðslu grænmetis
og er stórhuga á framtíðina. „Ég vil
og ætla mér að starfa við þetta og
ég vil geta fundið leiðir til að auka
framleiðsluna.“
Hún segir því drauminn að
byggja við stöðina þegar betur árar
á markaðnum. „Vaxtarumhverfi á
lánunum mínum eru ekkert frábær
í augnablikinu en ég bind miklar
vonir við að eftir tvö eða þrjú ár
verði ástandið betra. Ég held að með
því að sameina rekstur stöðvanna þá
nái ég að styrkja rekstur stöðvanna
aðeins og hagræða í aðfanga- og
launakostnaði en hingað til hef
ég einbeitt mér að því að reyna
að auka framleiðsluna örlítið með
breytingum sem kosta ekki of mikið.
En ný gróðurhús til að rækta
meira í er draumurinn, því það er
gat á markaðnum fyrir vörur sem
fólk vill.“ /ghp
Frá síðustu uppskeru blómkáls í haust. Um 6-8 kíló rúmast í einum kassa.
Byggðastofnun:
Lækka vexti til bænda
Stjórn Byggðastofnunar tók
þá ákvörðun 18. október sl.
að lækka álag á óverðtryggða
vexti landbúnaðarlána um 1
prósentustig, að því er fram kemur
í tilkynningu frá stofnuninni.
„Vaxtakjör slíkra lána verða
REIBOR+2,5%. Þá var ákveðið
að lækka álag á óverðtryggða
vexti lána til kynslóðaskipta í
landbúnaði, lán sem falla undir
COSME ábyrgðarsamkomulag
Evrópska fjárfestingasjóðsins,
um 1,3 prósentustig og verða
kjörin REIBOR+2,0%,“ segir í
tilkynningunni en breytingarnar
taka gildi 1. nóvember.
Haft er eftir Arnari Má Elíassyni,
forstjóra Byggðastofnunar, að
ákvörðunin sé viðbragð við slæmu
rekstrarástandi í landbúnaði.
„Mikil hækkun stýrivaxta
síðustu misserin samhliða hækkun
verðbólgu hefur gert lántakendum á
Íslandi mjög erfitt um vik. Stofnunin
hefur samt sem áður ekki hækkað
vaxtaálag á sínum lánum yfir þetta
tímabil en vextir óverðtryggðra
lána hafa þó hækkað mikið vegna
tengingar þeirra við REIBOR vexti
og þar með stýrivexti.
Bændur hafa sérstaklega fundið
fyrir þessum aukna fjármagns-
kostnaði og víða er staða þeirra
orðin mjög erfið. Stjórn stofnunar-
innar tók því ákvörðun að lækka
vaxtaálag á óverðtryggðum lánum
til landbúnaðar til þess að bregðast
við ástandinu. Þá mun stofnunin
vera þátttakandi í frekari leiðum
sem til skoðunar eru í bráðum
rekstrarvanda stéttarinnar.“
Fram kemur að hlutverk Byggða-
stofnunar sé að vinna að
eflingu byggðar og atvinnulífs
í landsbyggðunum. „Í samræmi
við hlutverk sitt vinnur stofnunin
að undirbúningi, skipulagi og
fjármögnun verkefna og veitingu
lána með það að markmiði að treysta
byggð, efla atvinnu og stuðla að
nýsköpun í atvinnulífi.“ /ghp
Verðlækkun á áburði
Áburðarvísitala Alþjóðabankans
hefur fallið um liðlega 35 prósent
frá sama tíma í fyrra í kjölfarið af
samsvarandi lækkun á orkuverði,
sérstaklega jarðgasi.
Ef horft er til verðbreytinga til
skemmri tíma hefur áburðarvísitalan
hækkað um liðlega þrjú prósent á
þriðja ársfjórðungi samanborið
við þann á undan. Er það vegna
hækkunar á köfnunarefni, sakir
rofs á framleiðslunni. Á móti kom
lækkun á fosfór og kalíum sem hélt
verðhreyfingunni í skefjum.
Áburðarverð er því farið að
nálgast meðalverð áranna 2012 til
2019. Heildarlækkun ársins 2023
mun líklega enda í 33 prósent og eru
horfur til áframhaldandi lækkunar
um 15 prósent á árinu 2024. Frá
þessu er greint í októberskýrslu
Alþjóðabankans um horfur á
hráefnismörkuðum.
Ef horft er nánar til einstakra
áburðarefna, þá hækkaði
köfnunarefni (í formi þvagefnis) um
átján prósent á þriðja ársfjórðungi.
Þrátt fyrir það eru verðin 41 prósent
lægri en á sama tíma í fyrra og
er áætlað að heildarverðlækkun
þessa árs verði 49 prósent. Þá eru
gerðar væntingar til áframhaldandi
lækkunar um 13 prósent á næsta ári
þegar framleiðsla kemst á skrið.
Verðin á fosfór á formi DAP
(díammoníumfosfat), féllu um fimm
prósent á þriðja ársfjórðungi og hafa
lækkað um 34 prósent frá sama tíma
í fyrra. Orkuverð stjórnar að nokkru
verði DAP þar sem ammoníak er
hluti efnasambandsins.
Kalíumklóríð lækkaði um sex
prósent á þriðja ársfjórðungi. Miðað
við sama tíma í fyrra hafa verðin
fallið um 60 prósent. Gert er ráð fyrir
að heildarlækkun ársins 2023 verði
55 prósent og verðið haldi áfram
að falla um 22 prósent árið 2024.
Þrátt fyrir viðskiptabann á Rússland
og Belarús hafa bæði löndin náð að
selja mun meira en áætlað var, en þau
réðu yfir 40 prósent af framleiðslu
á kalíumklóríð. Áðurnefnd lönd
hafa komið áburðarefninu inn á
Kínamarkað, á meðan Evrópulönd
hafa aukið innflutning frá Kanada.
/ÁL
Fyrirséð er að innihaldsefni tilbúins
áburðar falli í verði til loka ársins
2024. Mynd / ÁL