Bændablaðið - 02.11.2023, Blaðsíða 62

Bændablaðið - 02.11.2023, Blaðsíða 62
62 Bændablaðið | Fimmtudagur 2. nóvember 2023 Vitað er að samsetning á CO2 auðgun og viðbótarlýsingu getur haft meiri jákvæð áhrif á vöxt og uppskeru plantna en aukning hvors þáttar fyrir sig. En ef báðir umhverfisþættir eru bornir saman, er áhrif viðbótarljóss á uppskeru betri en CO2 auðgun og því er mælt frekar með að auka ljósstyrkinn. Mynd / Aðsend. Á að nota CO2 í tómataræktun og ef svo er, hversu mikið? – Nýjustu niðurstöður úr gróðurhúsatómataræktun að vetri Eins og fram kom í 2. tölublaði Bændablaðsins 2023 var kynnt tilraun með tómata sem gerð var veturinn 2022/2023 í tilraunagróðurhúsi á Reykjum með mismunandi styrkleika CO2 auðgunar. Þar var einnig fjallað um uppsetningu tilraunar og sjást þar myndir frá öllum CO2 meðferðum. Markmiðið með tilrauninni var að rannsaka samspil ljóss og mismunandi styrkleika CO2 auðgunar á vöxt tómata, uppskeru og gæði yfir háveturinn og athuga hvað er hagkvæmast. Verkefnisstjóri undirrituð og verkefnið var unnið í samstarfi við tómatabændur og styrkt af Þróunarsjóði garðyrkjunnar og Matvælasjóði. Tilraunaskipulag Gerð var tilraun með óágrædda tómata (Lycopersicon esculentum Mill., yrki 'Completo') frá lok nóvember 2022 og fram í lok mars 2023 í tilraunagróðurhúsi á Reykjum. Tómatarnir voru ræktaðir í steinullarmottum í þremur endurtekningum með 2,5 toppi/m2 með einum toppi á plöntu. Prófaðar voru fjórar mismunandi CO2 meðferðir með HPS topplýsingu (450-470 µmol/m2/s) að hámarki í 16 klst.: 1. náttúrulegar CO2 aðstæður (0 ppm CO2 ), 2. 600 ppm CO2 auðgun (600 ppm CO2 ), 3. 900 ppm CO2 auðgun (900 ppm CO2 ), 4. 1200 ppm CO2 auðgun (1200 ppm CO2 ). Gögn úr gróðurhúsatölvu CO2 (ppm) (meðaltal yfir ræktunartímabil) 0 600 900 1200 Lofthiti (°C) 21,6 21,8 21,6 21,5 Undirhiti á daginn (°C) 40,5 40,4 40,8 40,1 CO2 (ppm) 372 564 819 1068 Gluggaopnun (%) 2,8 3,0 2,5 2,3 Tafla 1: Stillingar í klefum samkvæmt gróðurhúsatölvu í mismunandi CO2 meðferðum. CO2 (ppm) 0 600 900 1200 Ræktunarefni (°C) 20,9 b 21,4 a 20,7 b 20,9 b Laufhiti (°C) 19,8 b 20,2 a 19,5 c 18,8 d Tafla 2: Mælingar í ræktunarefni og laufhita í mismunandi CO2 meðferðum. Taflan gefur til kynna marktækan mun (HSD, p ≤ 0,05). CO2 (ppm) 0 600 900 1200 Söluhæf uppskera (kg/m²) 7,2 b 15,7 a 15,5 a 16,3 a Uppskornir klasar (fjöldi/m²) 25 28 28 28 Söluhæf uppskera (kg/klasa) 0,29 0,56 0,55 0,58 Meðalþyngd söluhæfrar uppskeru (g/aldin) 73 c 83 b 85 ab 87 a Tafla 3: Uppskera á tómötum árið 2022/2023 í mismunandi CO2 meðferðum. Taflan gefur til kynna marktækan mun (HSD, p ≤ 0,05). Fjöldi markaðshæfra aldina 1. fl. 2. fl. samtals (1. fl. + 2. fl.) CO2 meðferð (ppm) (fjöldi/m2) (fjöldi/m2) (fjöldi/m2) 0 7 c 96 b 103 b 600 48 b 152 a 199 a 900 56 ab 131 a 198 a 1200 71 a 124 ab 195 a Tafla 4: Markaðshæfni uppskeru, fjöldi aldina eftir mismunandi CO2 meðferðum. Taflan gefur til kynna marktækan mun (HSD, p ≤ 0,05). Christina Stadler. KORNHORN Byggyrkjatilraun á melajörð á Hvanneyri varð fyrir miklu áfalli í austanstormi 1. september síðastliðinn. Gríðarlegt tjón varð á tilrauninni eins og byggökrum víða eftir storminn. Niðurstöður tilraunarinnar sýndu veðurþol tvíraða yrkja. Sáð var 1. maí í svellkalda jörð á melajarðveg á Hvanneyri. Borið var á því sem samsvarar 500 kg/ha af 15-7- 12 áburði og allt fellt niður með sáðinu. Sáð var til 29 mismunandi arfgerða, 14 tvíraða og 15 sexraða. Þar af voru 14 íslenskar kynbótalínur og fjögur skráð íslensk yrki til samanburðar við 11 erlend yrki sem voru á sáðvörumarkaði í vor. Vorið var blautt og kalt fram undir mánaðamótin júní-júlí þegar sól tók að skína með lítilli sem engri úrkomu út ágúst. Þau tíðindi urðu að stormur gekk yfir 1. september og stóð í nokkra daga en var hvassast fyrst þegar meðalvindhraði stóð í 27 m/ sek og hviður í rúmum 40 m/ sek. Tilraunin var svo skorin 20. september í góðum þurrki. Niðurstöðurnar sýndu að snemmþroska bygg kom verr út en seinþroska bygg sem var enn grænt þegar veðrið gekk yfir. Grænt bygg á það til að sveigjast í vindi fremur en að brotna eins og stökkt þroskað bygg. Tvíraða bygg er oftar seinna til þroska en sexraða í tilraunum. Í umræddri tilraun var sexraða bygg að meðaltali tveimur dögum fljótara til skriðs og 10% þurrara við skurð en tvíraða. Tvíraðakorn heldur fast í kornið í axinu, en sexraða bygg er viðkvæmara fyrir því að hrynja úr axinu. Tölfræðileg greining sýndi að fylgni milli uppskeru sexraða byggs og hruns úr axi var sterk neikvæð (r = -0,84) og hámarktæk (p<0,001) en fyrir tvíraða var fylgnin og marktæknin minni (r = -0,28; p<0,1). Sem þýðir að uppskerutap í sexraða arfgerðum útskýrist að nánast öllu leyti af hruni úr axi. Í tilraunum síðustu ára hefur sexraða bygg alltaf verið uppskerumeira en tvíraða að meðaltali en í þessari tilraun var því öfugt farið og sexraða korn uppskeruminna (2,7 t/ha) samanborið við tvíraða (3,4 t/ ha). Þrátt fyrir þessi meðaltöl raðgerða var uppskerumesta arfgerðin í tilrauninni sexraða með tæp 5 t/ha. Þessi sexraða arfgerð er dvergvaxin og mældist rétt rúmir 50 cm á hæð en meðalhæð sexraða yrkja var 78,5 cm. Meðalhæð tvíraða arfgerða í tilrauninni var 58,5 cm en þar vegur þungt talsverður fjöldi dvergvaxinna arfgerða sem mældust rúmir 40 cm á hæð. Samkvæmt fylgni greiningar sýndu dvergvöxnu arfgerðirnar meiri strástyrk sem leiddi til meiri uppskeru. Um strástyrk Uppskerumagn hefði getað orðið í meðallagi gott í tilrauninni en áhrif stormsins voru greinilega mikil eins og sjá má á meðfylgjandi myndum. Mestur var skaðinn vegna hruns úr axi en stráin brotnuðu einnig við hné og sumar arfgerðirnar tóku að leggjast. Þessir eiginleikar eru allir mismunandi og við þá bætist hálsbrot en það er þegar stráið brotnar rétt undir axinu sem fellur heilt ofan í svörðinn (meira um það síðar). Allir þessir eiginleikar geta flokkast undir strástyrk. Strástyrkur kemur fram í ýmsum eiginleikum sem við vitum of lítið um. Til að mynda vitum við ekki hvort erfðafylgni sé milli eiginleikanna en við vitum að svipgerðarfylgni milli legu og strábrots er neikvæð. Þessir eiginleikar strástyrks koma ekki alltaf fram í tilraunum og getur verið vandasamt að meta. Hæð byggs kemur alltaf fram og einföld mæling í framkvæmd og lítil samspilsáhrif milli mælingamanna. Arfgengi fyrir hæð er með því hæsta sem mælist meðal eiginleika í byggtilraunum LbhÍ. Þetta þýðir að einfaldasta, ódýrasta og skilvirkasta leiðin til þess að ná auknum strástyrk í víðri merkingu er að stytta stráið. Þess skal þá um leið getið að ekkert samband er milli hálmmagns og hæðar, tvíraða bygg skilar alltaf meiri hálmi en sexraða vegna þess að tvíraða bygg myndar fleiri hliðarsprota. Hér er þess þó ógetið hve vel tekst til við skurð dvergvaxinna yrkja í ójöfnu landi. En eins og einn búvísindanemi sagði í kornakrinum í haust, „það þýðir ekki að kynbæta kornið fyrir ójöfnum ökrum“. Hrannar Smári Hilmarsson, tilraunastjóri í jarðrækt hjá LbhÍ Hrannar Smári Hilmarsson. Stormasamt ár í korntilraunum Tómt byggstrá sem bar sex raðir af byggi fyrir storminn. Kornið liggur allt í sverðinum eftir storminn. LANDBÚNAÐARHÁSKÓLI ÍSLANDS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.