Bændablaðið - 02.11.2023, Blaðsíða 7

Bændablaðið - 02.11.2023, Blaðsíða 7
7Bændablaðið | Fimmtudagur 2. nóvember 2023 LÍF&STARF Í gegnum alla mína þáttagerð hér, hef ég lagt mig í framkróka við að hafa höfund að hverri vísu. Það held ég hafi lánast bærilega, þó ugglaust sé þar eitthvað misfarið með. Þátturinn þessi verður samt hafinn með einni ófeðraðri, (mæðraðri) vísu sem er svo hnyttin að varla er tækt að birta hana ekki, meinlega og myndræna: Víst ég tel mig vita það vonskufullur bófi, hvort mér heldur horfir að handarbak eða lófi. Mikil tíðindi bárust mér nýverið frá einum af lesendum þáttarins. Hafði hann í fórum sínum ljóðkorn eftir Rósberg G. Snædal. Næsta öruggt má telja, að þetta stutta ljóð hefur hvergi fyrr birst, enda ort á árinu 1980, aðeins þremur árum fyrir andlát hans. Rósberg er þetta ár kennari á Hólum í Hjaltadal, og fannst þetta ljóð innan í einni af bókum hans. Ljóðið er að sönnu meistaraverk líkt og allt hans háttbundna efni. Ljóðið nefnir höfundur „Drangey“: Útvörður okkar fjarðar ægifögur með kögur, öldunnar brimrót alda afrenndur klettur stendur. Drangey á drafnarengi dýrmætust perla merlar, hillir við hafsbrún gulli hádegi sólar slegin. Eftir svona náttúrusköpun er hollt og heilnæmt að birta lesendum eina perlu úr safni Orms Ólafssonar. Ormur var eitt sinn spurður: Hvenær kemur andinn svo yfir þig að þú getir sett saman vísu? Ormur svaraði með næstu þremur vísum: Þeir sem braska í þessu og hinu þurfa að nýta atvik hvert, og sumir hafa á salerninu sínar bestu vísur gert. Með rím og stuðla reyni að þrauka, rembist við að fornum sið. Með hendingar sem hægðarauka hef ég notað klósettið. Að yrkja mér til frama og frægðar festa kosti hefur skort. Aðeins mér til hugar-hægðar hef ég mínar vísur ort. Ásgrímur Kristinsson frá Ásbrekku orti: Ef að kynnu að bresta bönd og brosum linna svanna, kemst ég inn á undralönd endurminninganna. Eftir Ragnheiði Lýðsdóttur er þessi veðurlýsing: Meðan vinda vængur gnýr velli, rinda og gjögur, faðmar tind og töfrum býr tíbrá yndisfögur. Þórarinn Bjarnason járnsmiður orti í andleysi sínu: Minn er andi orðs við stjá ekki í standi góðu, brag þó vandað vildi fá vænni bandatróðu. Næstu tvær hringhendur Kristjáns frá Djúpalæk eru ekki samstæðar, en augljóslega ortar í einhverju orðaskaki: Eg á snúinn eins og þú orðagrúa, framar vonum. Óviðbúinn er því nú ekki þúfutittlingonum. Víst í lundi Vöðluþinga válegt stundum heyrist gelt kjöltuhunda Húsvíkinga hátt og undarlega hvellt. Umsjón: Árni Geirhjörtur Jónsson kotabyggd1@gmail.com MÆLT AF MUNNI FRAM Nemendur á Hvanneyri komu í Kópavoginn með rútu. Gefið var frí frá kennslu, enda snerti viðfangsefni fundarins framtíð þeirra. Samtök ungra bænda (SUB) boðuðu til baráttufundar undir yfirskriftinni Laun fyrir lífi ungra bænda og íslenskra sveita. Erindið var rekstrarumhverfi landbúnaðar á Íslandi, sem samtökin segja kominn að fótum fram. Í ályktun, sem samþykkt var í lok fundar, segir að ungir bændur standi frammi fyrir fjárhagslegum ómöguleika og engin tækifæri séu fyrir ungt fólk sem vilji komast í greinina. Eðlileg nýliðun sé forsenda áframhaldandi landbúnaðar í landinu og þar með fæðuöryggi þjóðarinnar. Ályktunin endar með þessum orðum: „Það er glapræði að leggja íslenskan landbúnað af. Þess vegna þarf að bregðast við án tafar. Seinna er of seint.“ Mæting var með besta móti, en á fundinum voru ekki einungis ungir bændur, heldur einnig eldri starfssystkin, stjórnmálamenn úr öllum flokkum, ráðherrar, fulltrúar fyrirtækja sem þjóna bændum, fjölmiðlafólk og margir fleiri. Setið var í nánast öllum sætum ásamt því sem fimm hundruð manns fylgdust með í beinni. Þá hefur á fimmta þúsund horft á upptökuna þegar þetta er ritað. /ÁL Kraftur í ungum bændum Ályktun baráttufundar Samtaka ungra bænda fyrir launum og lífi í sveitum landsins var samþykkt með dynjandi lófataki. Hér endar Steinþór Logi Arnarsson, formaður SUB, vel heppnaðan fund. Í pallborð mættu fulltrúar allra stjórnmálaflokka á Alþingi. Meðal þeirra var samhljómur um mikilvægi þess að hlúa vel að íslenskum landbúnaði. Tíu framsögumenn héldu erindi. Hér stendur Jón Helgi Helgason kartöflubóndi í pontu og bendir á að margir bændur stuðli að fæðuöryggi þjóðarinnar í sjálfboðavinnu. Nokkrir tugir búfræðinema komu á fundinn. Myndir / ÁL Fundargestir komu alls staðar að af landinu, sem og úr fjölmörgum geirum sem snerta landbúnaðinn. Fullt var út úr dyrum í Salnum í Kópavogi. Þá var mikið áhorf í streymi. Tveir Skagfirðingar taka þingmann Samfylkingarinnar tali.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.