Bændablaðið - 02.11.2023, Blaðsíða 16

Bændablaðið - 02.11.2023, Blaðsíða 16
16 Bændablaðið | Fimmtudagur 2. nóvember 2023 Mér líður satt að segja hálf hjárænulega að setjast við skriftir um þrasið og ósættið sem ríkir um íslenskan sjávarútveg, mitt í því ástandi að stríðsátök í heiminum lita allar fréttir. Þrát t fyr i r h ö r m u n g a r tveggja heims- styrjalda og stór- stríða hist og her undanfarna áratugi virðist mannskepnan ekki læra eitt né neitt af reynslunni. Fórnar mannslífum eins og ekkert sé sjálfsagðara. Ef ég man rétt lét Einstein það út úr sér að tvennt í heimi hér væri óendanlegt: alheimurinn og heimska manna. Hann efaðist þó um hið fyrrnefnda. Ég fæddist 10 árum eftir síðari heimsstyrjöldina og alinn upp við að „Ísland væri fjarri heimsins vígaslóð“. Á unga aldri fannst mér þetta ekki passa því mér var og er í fersku minni lýsing móður minnar heitinnar af skelfingunni sem greip hana við að verða vitni að því sem lítil stúlka í Glerárþorpinu við Akureyri að sjá þýskar herflugvélar nasista fljúga lágflug inn Eyjafjörðinn. Móðir mín losnaði aldrei við þessa hræðilegu upplifun. Ísland var og er ekki svo fjarri „heimsins vígaslóð“. Stórveldin líta vafalaust svo á að um sé að ræða 100 þúsund ferkílómetra ósökkvandi flugmóðurskip og eftirsóknarvert sem slíkt undir „réttum“ kringumstæðum. Dagar bernsku minnar eru liðnir. Dagar sem ég svo sannarlega óskaði dóttur minni og fóstursonum. Dagar friðar og sátta. Ísland ræður yfir 0,16% af yfirborði jarðar Á litla Íslandi ríkir enginn friður né sátt. Þó svo ekki sé um blóðug átök að ræða er ósætti, togstreita og skautuð orðræða daglegt brauð. Við búum, eins og áður sagði, á 100 þúsund ferkílómetra eyju með tæplega 740 þúsund ferkílómetra efnahagslögsögu. Samtals um 840 þúsund ferkílómetrar. Jörðin er rúmlega 510 milljónir ferkílómetra, þar af er þurrlendi tæplega 130 milljónir ferkílómetrar. Semsagt: Ísland ræður yfir um það bil 0,16% af yfirborði jarðar en Íslendingar eru einungis 0,05% hluti mannkynsins. Það er með ólíkindum að ekki ríki sátt um nýtingu þeirrar auðlindar sem skapaði þá velferð sem við búum við. Hinn 21. október sl. var boðið upp á fyrirlestur á Háskólatorgi þar sem Gary Libercap, prófessor í auðlinda- hagfræði við Kaliforníuháskóla Santa Barbara. Hann hefur sérhæft sig í auðlindahagfræði og flutti erindi undir fyrirsögninni „Mikilvægi eignar- réttinda í fiskveiðum og áskoranir“. Ég mætti fullur vonar um að heyra eitthvað nýtt – annað en síbylju íslenskra hagfræðinga / stjórnmála- fræðiprófessora í gegnum árin. Sú von varð að engu. Að loknu erindi dr. Libercap var gefinn kostur á spurningum. Ég ákvað að spyrja prófessorinn þriggja spurninga: 1. Er það ekki grundvallaratriði við lögleiðingu fiskveiðikerfis, hvernig svo sem því er háttað, að það stuðli að verndun og uppbyggingu þeirra fiskistofna sem um ræðir? 2. Hvaða stofnar í íslenska fiskveiðikerfinu sýna merki þess að vel hafi til tekist? 3. Þarf ekki að huga að því strax í upphafi hversu auðvelt/erfitt er fyrir stjórnvöld að hverfa frá viðkomandi kerfi, reynist það ekki ná upphaflegum markmiðum? Skemmst er frá því að segja að ég fékk ekki svar við þessum spurningum. Í mínum huga snýst þetta um fyrstu spurninguna og hvernig til hafi tekist. Kvótakerfið var hálfa leið til öndvegis í febrúar 1984 og nánast að fullu árið 1990. Því er löngu tímabært að skoða árangurinn. Svartar skýrslur Hafró og skilyrðislausar kröfur stofnunarinnar um hlýðni við kröfum hennar voru lagðar til grundvallar árið 1984. Þetta er árangurinn frá upphafsári kvótakerfisins: • Langlúra: Veiðin hefur dregist saman um meira en helming. • Stofnstærðarmat sandkola hefur dregist saman um 95% síðan 2003/2004. • Stofnstærðarmat skrápflúru dróst saman um 95% á fimm fiskveiðiárum frá 2004/2005 til 2009/2010. • Ráðlagður afli í löngu hefur dregist saman um rúm 60% síðan 2015/2016. • Ráðgjöf í blálöngu hefur dregist saman yfir 90% síðan 2011/2012. • Ráðgjöf í steinbít hefur dregist saman um 40% síðan 2003/2004 • Veiðiráðgjöf í keilu hefur dregist saman um 70% síðan 2011/2012 • Veiðiráðgjöf í skötusel hefur minnkað um tæp 85% síðan 2011/2012. • Veiðiráðgjöf í úthafsrækju er innan við 10% af því sem áður var. • Veiðiráðgjöf í gullkarfa á Íslandsmiðum minnkaði um 45% síðan 2013/2014. • Þá leggur Hafró til veiðibann á humri. 2009/2010 var veiðin 2.200 tonn. • Veiðiráðgjöf í djúpkarfa hefur dregist saman um meira en helming síðan fiskveiðiárið 2018/2019. Ég hef áður birt á þessum vettvangi töflu um árangurinn varðandi þá nytjastofna sem rötuðu inn í fyrstu reglugerðina árið 1984. Í framhaldi af framangreindri upptalningu er rökrétt að birta nýtt súlurit sem sýnir þennan glæsilega árangur. Eða hitt þó heldur. Kvótakerfið heldur upp á 40 ára afmæli á næsta ári og barátta smábátaeigenda gegn ofríki stjórnvalda og ónefndra hagsmuna- aðila upp á 39 ára afmæli. Dettur þessum aðilum aldrei í hug að semja um frið og sátt? Þessu tengt birti ég hér minnisblað að loknum fundi Landssambands smábátaeigenda, Strandveiðifélags Íslands og Samtaka fiskframleiðenda og útflytjenda með forsætisráðherra, Katrínu Jakobsdóttur, hinn 14. ágúst síðastliðinn: • Í áliti Mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna hinn 24. október 2007 segir að íslenska fiskveiðistjórnunarkerfið brjóti á jafnræði/mannréttindum borgaranna um atvinnufrelsi og rétt til að velja sér búsetu. Viðbrögð stjórnvalda voru að heita allsherjarskoðun á íslenska fiskveiðistjórnunarkerfinu í náinni framtíð með breytingar í huga þannig að komið verði til móts við kröfur mannréttindanefndarinnar, eftir því sem unnt væri. • Strandveiðikerfið er ekki afrakstur af allsherjarskoðun á íslenska fiskveiðistjórnunarkerfinu. Hins vegar geta stjórnvöld sagt það vera svar við áliti mannréttindanefndarinnar. • Strandveiðikerfið er eini gluggi almennings (ásamt grásleppu- veiðum) inn í fiskveiðarnar. Þetta eru sóknarmarkskerfi og passa því engan veginn inn í aflamarkskerfi. Fyrsta grein laga um stjórn fiskveiða kveður skýrt á um að nytjastofnar á Íslandsmiðum eru sameign íslensku þjóðarinnar. • Rýmið sem þessar veiðar þurfa eiga að vera forgangsmál í upphafi hvers fiskveiðiárs en ekki afgangsstærð eins og raunin hefur verið allt frá upphafsári strandveiðikerfisins 2009. Rökin fyrir eflingu strandveiða: • Umhverfisrök: Strandveiðar eru umhverfisvænustu veiðarnar, hvort sem litið er til kolefnisspors, röskunar á lífríki sjávar, meðafla eða plastmengunar. • Gæðarök: Afli strandveiða er fyrsta flokks vara sem er eftirsótt á dýrustu ferskfiskmörkuðum heims, enda er söluverð á strandveiðifiski umtalsvert hærra en skuttogarafiski. • Byggðarök: Strandveiðar eru mikilvægur liður í því styrkja brothættar byggðir og glæða sjávarpláss nýju lífi. Kosturinn við strandveiðar er að þær eru alfarið sjálfsprottin grasrótarlausn á byggðavandanum. Þær eru að auki algjörlega sjálfbær liður í því að styrkja brothættar byggðir. Þeim fylgir enginn kostnaður fyrir skattgreiðendur. • Sjálfstæðisrök: Strandveiðar opna dyr fyrir þá sem vilja stunda sjósókn óháð ákvarðanatöku stórútgerðarinnar, enda er kerfið sprottið af úrskurði mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna um rétt til atvinnufrelsis og rétt til að velja sér búsetu. Strandveiðar njóta mikillar velvildar meðal þjóðarinnar. Samkvæmt skoðanakönnun Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands vilja 72,3% Íslendinga að hærra hlutfall aflaheimilda renni til strandveiða. Aflamark hvers árs miðast við vísindalega ráðgjöf. Mikil vantrú ríkir meðal sjómanna á ráðgjöf Hafró. Það er tvennt ólíkt að hafa hana til hliðsjónar eða sem trúarbrögð: • Í greinargerð Jóhanns Sigurjónssonar frá október 2022 um haf- og fiskirannsóknir segir orðrétt: „Við endurskoðun aflareglu fyrir þorsk hefur ítrekað fengist sama niðurstaða um að 20–22% veiðihlutfall sé skynsamlegt markmið og tryggi sjálfbærni veiðanna.“ 20% talan er því ekki heilög og hafa má í huga að strandveiðiafli hefur að jafnaði verið innan við 1% af útreiknuðum veiðistofni þorsks. • Minna má á, að hér var notuð aflaregla upp á 25% frá 1995-2005 en hún síðan lækkuð og frá 2007 hefur verið notuð 20% aflaregla. Veiðiárin 2004/2005 var ráðgjöfin 205 þús. tonn af þorski en nú (2022/2023) 18 árum síðar er hún 208.846 tonn. Þetta þýðir að breytileiki í aflareglu hefur ekki breytt neinu í „uppbyggingu“ þorskstofnsins. • Það er grundvallaratriði að staðið verið við það lagaákvæði um „að hverju skipi sé heimilt að stunda strandveiðar í 12 veiðidaga á mánuði mánuðina maí, júní, júlí og ágúst.“ Það verður aldrei hægt meðan strandveiðarnar eru tengdar kvótakerfinu með tilteknu aflahámarki. Það er raunar í mótsögn við rökhugsun og fer einnig gegn áliti mannréttindanefndar SÞ frá 2007 um framkvæmd kvótakerfisins. Allt að 5 ára tilraun um framkvæmd strandveiða Þeirri hugmynd var varpað fram á fundinum með forsætisráðherra að gera 3-5 ára tilraun með að leyfa 4 x 12 veiðidaga á strandveiðum (skv. lögum) án þess að setja upp tiltekið heildaraflamark á þær og skoða síðan reynsluna að því er varðar þróun þorskstofnsins, fjölda báta sem og byggðapólitíska þróun. Rökin fyrir þessari hugmynd eru eftirfarandi: 1. Með þessu fyrirkomulagi hyrfi öll keppni milli svæða, staða og útgerða úr strandveiðikerfinu. Öryggið væri í fyrirrúmi. 2. Ef strandveiðiafli er tekinn út úr aflamarkskerfinu yrði svokallaður 5,3% pottur minnkaður niður í ca 3% ef menn vilja halda því sem þar er að finna að óbreyttu (línuívilnun, byggðakvóti, tómstundaveiðar o. fl.). Strandveiðiafli væri því ekki „tekinn af“ neinum „kvótaeigendum“ og togstreita milli þeirra og strandveiðiútgerða myndi hverfa. 3. Með því að skilja að aflamarkskerfið og sóknarkerfi strandveiða væri verið að fara til fulls eftir úrskurði mannréttindanefndar SÞ frá 2007. Trúlega myndi ekkert stuðla að meiri sátt í stéttinni þótt fleira þurfi væntanlega að koma til að ná sátt við þjóðina. 4. Fullkominn fyrirsjáanleiki yrði fyrir alla aðila sem hagsmuna eiga að gæta; sjómenn, fiskkaupendur, fjölda landfyrirtækja og sveitarfélaga/ hafna að ekki sé talað um þá sem flytja ferskan fisk á erlenda markaði. 5. Samkvæmt fv. forstjóra Hafró getur sk. aflaregla verið 20-22% án þess að það hafi nein áhrif á þróun stofnsins. Í þessari tilraun væri aflaregla upp á 20% áfram í gildi en strandveiðiafli sem hingað til hefur verið að jafnaði verið innan við 1% af útreiknuðum þorskstofni myndi hugsanlega fara í 1-1,5% af veiðistofninum en vera samt innan þess ramma sem ekki er talinn valda neikvæðum áhrifum á þróun hans. 6. Í ljós kæmi hvort um „stjórnlausa“ fjölgun báta yrði að ræða á tímabilinu. Hafa verður í huga að nánast allir sem stunda strandveiðar eru virkir atvinnusjómenn eða menn sem hafa mismikla reynslu af fiskveiðum. Þeir fáu sem ekki fylla þennan hóp eru oftast fyrrverandi og/eða eldri sjómenn með mismikla og misgamla reynslu af fiskveiðum. Hér verður að hafa í huga að fyrir um aldarþriðjungi voru fiskveiði- sjómenn hér á landi rúmlega 6.000 en eru nú um 2.500. Það fækkar því ört í „heldri manna“ hópi strandveiðimanna. Aflabrögð á strandveiðum fara fyrst og fremst eftir veðri og fiskimagni á miðunum. Breytilegur afli allt í kringum landið yrði því mikilvæg viðbót við rannsóknargögn sem vísindamenn fengju þá aðgengi að. Svo mörg voru þau orð. Svo er að sjá hvernig stjórnvöld bregðast við. Boltinn er þeirra megin. Arthur Bogason, formaður Landssambands smábátaeigenda. NYTJAR HAFSINS Kjötvinnsluvélar til sölu Við hjá Multivac erum með notaðar kjötvinnsluvélar til sölu, hakkavélar, kjötsagir - snitzelvélar – farsvél og filmupökkunarvélar. Allar nánari upplýsingar má finna á Facebook síðu okkar: www.facebook.com/MULTIVACISLAND Einnig má senda fyrirspurn á netfangið sala@is.multivac.com Arthur Bogason. Hinn glæsilegi árangur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.