Bændablaðið - 02.11.2023, Blaðsíða 70

Bændablaðið - 02.11.2023, Blaðsíða 70
70 Bændablaðið | Fimmtudagur 2. nóvember 2023 Kubota dráttarvélar hafa getið sér gott orðspor hér á landi, enda á hagstæðu verði og áreiðanlegar. Þær hafa þó aldrei verið þekktar fyrir að bjóða upp á mikinn lúxus því stefna framleiðandans er að gera hlutina einfalda og þar með færri atriði sem geta bilað. Að utan er þessi vél nútímaleg og mjög svipuð flestum hefðbundnum traktorum. Helsti munurinn er að þessi er appelsínugulur, ekki grænn, rauður eða blár. Ámoksturstækin og felgurnar eru í sama lit. Dekkin virðast minni en á mörgum traktorum í þessum stærðarflokki – sérstaklega framdekkin. Annað sem vekur athygli er að ökumannshúsið er staðsett nokkuð framarlega og er afturrúðan nánast í línu við afturöxulinn. Óvíst hvort þetta hafi nokkur áhrif önnur en að útsýnið að dráttarkróknum getur verið skert. Fyrstu viðbrögð þegar stigið er um borð er að allt er hrátt og einfalt. Sést það til að mynda á því að hægra megin við sætið eru fjórar mekanískar stjórnstangir fyrir vökvaúrtökin, í staðinn fyrir hátæknilegar rafmagnsstýringar. Þetta er einfalt og gott kerfi sem bilar seint og er ódýrt að laga ef eitthvað fer aflaga. Það er hvorki hægt að segja að innréttingin sé falleg eða ljót, enda er þetta bara traktor þar sem allt snýst um að vera praktískt og endingargott við mikla vinnu. Fjaðrar prýðilega Ökumannshúsið er á gormafjöðrun á meðan framhásingin er á vökvafjöðrun. Þótt fjöðrun hússins gæti talist frumstæð í samanburði við þær vélar sem eru með loftpúðafjöðrun, þá ræður hún býsna vel við ójafnt undirlag, hvort sem brunað er eftir þjóðvegi eða akri. Ökumannssætið er af þýsku bergi brotið – frá framleiðandanum Grammer, sem þykir gera gæðavörur. Það er með loftpúðafjöðrun og fjaðrar bæði upp og niður, sem og fram og aftur. Ekki er hægt að segja annað en að Kubota M6 sé vel fjaðrandi og almennt þægilegur traktor. Útsýnið úr ökumannshúsinu er til sóma. Ámoksturstækin sjást þó þau séu í neðstu stöðu – ekki þar sem nefið er svo lágt, heldur er það svo mjótt. Þá er þakgluggi til að ökumaðurinn sjái í tækin í hæstu stöðu. Húsið er sérstaklega rúmgott og kemst bóndi í fullri stærð vel fyrir í farþegasætinu. Hljóðeinangrunin er nokkuð góð og í þjóðvegaakstri undir litlu álagi þarf rétt aðeins að hækka róminn til að ræða við farþegann sér við hlið. Hægt er að þakka gírkassanum að vissu leyti fyrir þennan eiginleika, enda er hæsti gírinn mjög hár og snýst vélin á lágum snúningum þegar þeyst er um á hámarkshraða, sem eru fjörutíu kílómetrar á klukkustund. Skiptingar stífar Gírkassinn á það til að vera með harðar skiptingar, sérstaklega þegar hann er kaldur. Skiptingarnar verða liprari þegar allt er búið að hitna, en finnur ökumaðurinn samt sem áður vel fyrir hverri gírskiptingu. Gírkassinn er með þrjú drif, sem eru með átta kúplingsfría gíra hvert. Kassinn býður upp á sjálfskiptingu eða að ökumaðurinn skipti sjálfur milli þrepa með því að ýta eða toga í stjórnpinnann fyrir gírana, sem staðsettur er fremst á stjórnborðinu. Þegar gírkassinn er í sjálfskiptingu á hann til að vera seinn að skipta niður þegar álagið eykst upp brekkur og dregur þá niður í vélinni. Við stýrið er vendigír eins og í flestum traktorum. Einnig er hægt að velja akstursstefnu með takka á stjórnpinnanum fyrir gírana. Hægt er að kveikja á sjálfvirkri kúplingu og er því hægt að nema alveg staðar með því einu að ýta á bremsufetilinn. Þessi sjálfvirka kúpling er þó ekki alveg fumlaus og vilji maður losna við alla rykki er betra að nota gamla góða kúplingsfetilinn í vinnu eins og að safna rúllum. Stjórnpinninn fyrir ámoksturstækin er nokkuð fyrir ofan og til hliðar við stjórnborðið. Því getur verið ankannalegt að beita honum og nær maður ekki að vera alveg slakur með höndina. Kubota M6-132 er liprari en gengur og gerist. Hún er útbúin svokölluðum Bi-Speed búnaði sem snýr framdrifinu hraðar en afturdrifinu og klórar hún sig í enn þrengri beygju en þegar hún er einungis í afturdrifinu. Mótorinn er 6,1 lítra en fjögurra strokka, þannig að hver stimpill er býsna stór, sem skilar góðu togi. Þá er hann 133 hestöfl við flestar aðstæður, en undir álagi losnar um 20 auka hestöfl. Skjár með ýmsa möguleika Vélin í þessum prufuakstri var útbúin sjö tommu snertiskjá, sem staðsettur er rétt framan við stjórnborðið. Þetta er aukahlutur sem gefur notandanum möguleika á að nálgast mun meiri stillingar á vélinni en ella. Með skjánum er til að mynda hægt að afmarka gírana sem vélin notar og velja byrjunargír, en óþarfi er að taka af stað í lægsta gír. Skjárinn er með Iso-Bus tengi sem fer beint í aukahluti eins og rúllusamstæðu og áburðardreifara. Þá getur skjárinn tengst við GPS kúlu sem gefur ýmsa möguleika þegar kemur að nákvæmnisbúskap og myndavél til að sjá betur á blinda punkta. Valmyndin er ekki sú nútímalegasta, en þeir sem eru með metnað fyrir að nýta alla eiginleika dráttarvélarinnar ættu að geta ráðið fram úr henni. Að lokum Hjá Þór hf. kostar Kubota M6 frá 14.787.000 krónum, en vélin í þessum prufuakstri myndi vera á 16.024.000 krónur miðað við gengi evru 146. Öll verð eru án vsk. Þessi traktor er engin lúxuskerra, en með flestum þeim búnaði sem bændur vantar, eins og Load-Sensing vökvadælu, fjóra hraða á aflúrtaki, frambúnað, skotkrók, loftkælingu o.s.frv. Notkun hennar er blátt áfram og ættu flestir bændur að vera snöggir að tileinka sér alla eiginleika hennar. VÉLABÁSINN Ástvaldur Lárusson astvaldur@bondi.is – Prufuakstur á Kubota M6-132 Kubota M6-132 er traktor sem gerir allt, en þó með minni lúxus en í sumum tilfellum. Appelsínuguli einkennislitur Kubota er áberandi og þekkist tegundin úr mikilli fjarlægð. Myndir / ÁL Hér er flóknum rafmagnsstýringum á vökvasneiðum fórnað í nafni einfaldleika og áreiðanleika. Snertiskjár fyrir nákvæmar stillingar og Iso-Bus. Húsið er nokkuð framarlega miðað við afturdekkin. Útsýnið fram á við er með sóma. Mjúkt sæti, fjöðrun á húsi og hljóðeinangrun gera notkun Kubota M6 nokkuð þægilega. Farþegasæti rúmar fullorðna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.