Bændablaðið - 02.11.2023, Blaðsíða 10
10 Bændablaðið | Fimmtudagur 2. nóvember 2023
FRÉTTIR
Skipulagsauglýsing
Samkvæmt 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010
er hér auglýst tillaga að eftirfarandi breytingu á
deiliskipulagi: Breyting á deiliskipulagi hafnar-
og þjónustusvæðis á Patreksfirði, Vesturbyggð.
Tillagan felur í sér skilgreiningu á fjórum íbúða-
lóðum við Þórsgötu, neðan við Mýrar, á svæði
sem skilgreint er sem ÍB1 í gildandi Aðalskipulagi
Vesturbyggðar 2018-2035.
Tillagan liggur frammi á skrifstofu Vesturbyggðar,
Aðalstræti 75, frá og með 23. október
til 4. desember 2023 og er einnig til sýnis á
heimasíðu Vesturbyggðar, www.vesturbyggd.is.
Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta
er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir
til 4. desember 2023.
Skila skal athugasemdum á skrifstofu Vesturbyggðar,
Aðalstræti 75, 450 Patreksfirði.
Athugasemdir og ábendingar skulu vera skriflegar.
Virðingarfyllst,
Skipulagsfulltrúi Vesturbyggðar
Hrútaskráin kemur út 17. nóvember
Eitt vinsælasta blað landsins, Hrútaskráin, kemur úr prentun 17. nóvember nk.
Í henni verða kynntir 48 glæsilegir hrútar, sem verða meðal annars í notkun á
sauðfjársæðingastöðvum yfir fengitímann. Hrútakosturinn er að venju gríðar-
lega öflugur, blanda af reynsluboltum og yngri köppum sem hafa nú hafið sinn
fyrsta vetur á sæðingastöðvunum. Þetta er í 26. skipti sem hrútaskráin kemur út
en ritstjóri hennar er Guðmundur Jóhannesson, ráðunautur hjá RML. /mhh
Atmonia:
Viljayfirlýsing um framleiðslu
á umhverfisvænu ammoníaki
Fyrirtækin Qair Ísland og Atmonia
hafa gert með sér samstarfssamning
um framleiðslu á umhverfisvænu
ammoníaki á Grundartanga. Gert
er ráð fyrir að framleiðsla verði
komin í gang árið 2028.
Um viljayfirlýsingu er að ræða þar
sem stefnt verður að því að hagnýta
nýja tækni Atmonia til að framleiða
ammoníak sem umhverfisvænan
orkugjafa, með sjálfbæru hráefni frá
Qair; eins og raforku og vatni.
Orkuframleiðsla úr
endurnýjanlegum auðlindum
Qair Group er raforkuframleiðandi
með langa reynslu af því að þróa
og reka innviði til orkuframleiðslu
úr endurnýjanlegum auðlindum og
starfar nú í 18 löndum.
Frá 2019 hefur vetnisframleiðsla
verið mikilvæg stoð í stefnu Qair, sem
rekur nú slík verkefni í Frakklandi,
Íslandi og Brasilíu. Staðsetning
framleiðslustöðvarinnar á amm
oníakinu á Grundartanga verður
einmitt við nýju vetnisvinnslustöð
Qair sem er í þróun.
Tvær markverðar vörur í þróun
Atmonia er nýsköpunarfyrirtæki,
stofnað 2016, sem er með tvenns
konar vöruþróun í vinnslu sem munu
geta lagt mikið af mörkum í baráttunni
gegn loftslagsvandanum.
Önnur varan gengur út á framleiðslu
á ammoníaki úr lofti og vatni án
þess að losa gróðurhúsalofttegundir,
en talið er að um tvö prósent af
koltvísýringslosun af mannavöldum
í heiminum megi rekja til núverandi
framleiðsluaðferðar ammoníaks.
Vinsældir ammóníaks sem orkugjafi
á skip og aðrar stórar vélar eru að
aukast sem gerir hina nýju aðferð
Atmonia mjög vænlega til nánustu
framtíðar. Hin vara fyrirtækisins
gengur út á framleiðslu á sjálfbæru
nítrati úr ammoníaki en núverandi
nítratframleiðsla er sérstaklega
mengandi ferli. Nítratið mun nýtast
sem áburður og getur stuðlað að
sjálfbærni og fæðuöryggi á tilteknum
svæðum.
Tvær viðurkenningar
Atmonia hefur nýlega hlotnast tvær
viðurkenningar fyrir árangur sinn.
Í sumar hlaut fyrirtækið
viðurkenningu úr Nýsköpunarsjóði
dr. Þorsteins Inga Sigfússonar við
Háskóla Íslands árið 2023. Þetta er í
þriðja sinn sem viðurkenning er veitt
úr sjóðnum en tilgangur hans er að
stuðla að auknum áhuga á nýsköpun
og styrkja efnilega frumkvöðla,
nemendur eða vísindamenn, sem með
einhverjum hætti sinna verkefnum eða
rannsóknum er lúta að nýsköpun.
Getur aukið hróður
íslenskrar tækni
Nýverið fékk svo Atmonia Nýsköpunar
verðlaun Samorku 2023. Í greinargerð
Samorku um viðurkenninguna
segir að tækni Atmonia sé
einkaleyfavarin sem beri vott um
nýnæmi hennar.
„Við mat dómnefndar var horft
til ýmissa þátta eins og nýnæmis,
samsetningar teymis, verðmætis fyrir
Ísland, markaðstækifæra, verðmætis
m.t.t. loftslagsmála og nýtingar
orku, vatns og hliðarstrauma fyrir
verkefnið.
Það er mat dómnefndar að
verkefni Atmonia mæti mjög vel
lýsingu Samorku á nýsköpunar
verðlaununum og þeim þáttum
sem hér voru nefndir. Dómnefndin
var einróma í mati sínu og telur að
framgangur verkefnisins geti haft
afar jákvæð og þýðingarmikil áhrif.
Má þar nefna nýtingu hreinnar
innlendrar orku fyrir eldsneytis
og áburðarframleiðslu, minnkun
kolefnislosunar, auknar útflutnings
tekjur og minni innflutning erlendra
afurða. Verkefnið getur einnig nýst
víða annars staðar og aukið hróður
íslenskrar tækni erlendis,“ segir í
umsögn dómnefndarinnar.
/smh
Guðbjörg Rist, framkvæmdastjóri Atmonia, og Tryggvi Þór Herbertsson,
stjórnarformaður Qair Ísland, eftir að viljayfirlýsingin var undirrituð.
Mjög mikið er að gerast í uppbyggingu í kringum
ferðaþjónustu í Rangárþingi ytra, bæði hjá litlum
aðilum og stórum.
„Það virðist ekki vera neitt lát á uppbyggingu hjá
okkur, alls staðar er verið að byggja og byggja. Núna eru
til dæmis 74 íbúðir í byggingu á Hvolsvelli. Hinar 23 eru
í byggingu í póstnúmeri 861, það er að segja í Fljótshlíð,
Landeyjum og undir Eyjafjöllum,“ segir Anton Kári
Halldórsson, sveitarstjóri Rangárþings ytra, aðspurður
hvort það hafi hægst eitthvað á byggingaframkvæmdum
í sveitarfélaginu vegna hárrar verðbólgu og vaxta.
„Við erum að fara að opna á lóðaumsóknir í þriðja
áfanga Hallgerðartúns á Hvolsvelli sem eru par,
rað og fjölbýlishúsalóðir, alls 32 íbúðir,“ segir Anton
enn fremur.
En hvaða fólk er aðallega að flytja í sveitarfélagið?
„Það er alls konar fólk að byggja hjá okkur, til dæmis
ungt fólk sem hefur verið í minni íbúðum er að stækka
við sig og eldra fólk sem er að byggja sér hentugra og
viðhaldsminna húsnæði. Svo alls konar fólk sem flytur
til okkar til þess að sinna sínum störfum í ferðaþjónustu,
skólastofnunum og annarri þjónustu. Leigumarkaður á
Hvolsvelli er mjög lítill eða enginn og þar er verulegur
skortur. Við vonumst til að sú uppbygging sem er
hafin og er í kortunum leysi það að einhverju leyti,“
segir Anton Kári.
„Það er mest megnis í dreifbýli, en þar eru áætlanir
um talsverða uppbyggingu eins og nokkur stór hótel
og gríðarlega flott spa. Einnig eru minni aðilar í
uppbyggingu smáhýsa og fleira. Talsverð plön eru líka
í gangi á Hvolsvelli, t.d. fyrsti áfangi 200 herbergja
hótels sem verður staðsett við LAVA og svo er líka
að fara í gang núna á næstu dögum uppbygging á
miðbæjarreitnum okkar, en þar verða íbúðir í bland
við verslun og þjónustu,“ segir Anton Kári og telur
þróunina mjög ánægjulega og góða fyrir sveitarfélagið.
„Að vísu kallar það að sjálfsögðu á að okkar innviðir
ráði við fjölgunina, sem við gerum nú þegar með nægu
leikskólaplássi, skólaplássi og góðu úrvali af verslun og
þjónustu.“ /MHH
Uppbygging á Hvolsvelli
Anton Kári Halldórsson, sveitarstjóri Rangárþings
ytra, getur ekki verið annað en ánægður með þá miklu
uppbyggingu sem á sér stað í sveitarfélaginu. Mynd/MHH
Kjötafurðastöðvar:
Stjórnarfrumvarp um
heimild til samstarfs
Svandís Svavarsdóttir matvæla
ráð herra mun leggja fram stjórnar
frumvarp um heimild kjöt
afurðastöðva til aukins samstarfs.
Var tilkynnt um þetta á vef
matvælaráðuneytisins í gær þar
sem fram kom að samþykkt hefði
verið í ríkisstjórn að leggja málið
fram sem stjórnarfrumvarp um
framleiðendafélög. Því er ætlað að
styrkja stöðu framleiðenda búvara og
skapa tækifæri til aukinnar samvinnu
og verðmætasköpunar.
Heimild til samstarfs
eins og á Norðurlöndunum
Í frumvarpinu er lagt til að fyrir
tækjum sem eru í eigu eða undir
meirihlutastjórn frumframleiðenda
verði heimilt að eiga með sér samstarf
um afmarkaða þætti líkt og tíðkast í
nágrannalöndum.„Við teljum þetta
frumvarp vera lið í því að bæta
stöðu bænda. Með skýrt afmarkaðri
heimild til samvinnu í samræmi við
landbúnaðarstefnu þá sem samþykkt
var á Alþingi í vor“, er haft eftir
Svandísi í tilkynningunni.
Þar segir einnig að í landbúnaðar
stefnunni komi fram að tryggja
skuli með löggjöf að innlendir
framleiðendur hafi ekki lakara
svigrúm til hagræðingar og samstarfs
en framleiðendur í nágranna
löndunum. Í frumvarpinu sé einkum
horft til útfærslu á reglum í Finnlandi.
Fallið frá fyrri drögum
Áður hafði matvælaráðherra lagt
sams konar frumvarpsdrög í Sam
ráðsgátt stjórnvalda til umsagnar í
desember á síðasta ári. Það byggði
meðal annars á tillögum spretthópsins
frá því í júní á síðasta ári, sem
ráðherra kallaði eftir vegna slæmrar
stöðu í matvælaframleiðslu á Íslandi.
Samkeppniseftirlitið lagðist hins
vegar gegn þeim hugmyndum sem
komu fram í frumvarpsdrögunum,
um undanþágu frá grunnreglum
samkeppnislaga. Var talið að
undanþágan færi mögulega gegn
ákvæðum EESsamningsins og var
því fallið frá þeim drögum. /smh