Bændablaðið - 02.11.2023, Blaðsíða 50

Bændablaðið - 02.11.2023, Blaðsíða 50
50 Bændablaðið | Fimmtudagur 2. nóvember 2023 LÍF&STARF Birt m eð fyrirvara um m ynd- og textabrengl. Bílabúð Benna áskilur sér rétt til að breyta verði og búnaði án fyrirvara. Bíll á m ynd er m eð aukabúnaði. Eigum jeppa til afendingar. Rexton lúxus ferðafélagi! Bílabúð Benna kolefnisjafnar selda bíla Bílabúð Benna Reykjavík Krókháls 9 Sími: 590 2020 Nánari upplýsingar á benni.is • Byggður á grind • Hátt og lágt drif • Sparneytin dísel vél • Læstur millikassi • Sjálfstæð fjöðrun • 7 manna • Læst afturdrif* • 3 t dráttargeta • 5 ára ábyrgð Rexton * Í Adventure og Ultimate. Þann 30. apríl árið 1933 sást hin fyrsta kókoskúluauglýsing skjóta upp kollinum í blöðum Íslendinga. Var það auglýsing frá Brjóst- sykurs og sætindaverksmiðju / efnagerð – Umboðsverslun og Heildsölu Magnúsar Th. S. Blöndalh, sem staðsett var í Vonarstræti 4b. Þar var kókoskúlan talin upp ásamt fleira söluvænu hnossgæti. Þarna hefur verið um að ræða kókoskúlur gerðar úr kakó, sykri og kókosmjölsblöndu, sætar litlar kúlur sem bráðnuðu í munni eins og nokkrir eldri borgarar rifjuðu upp á dögunum. Farið yfir söguna Gegnum tíðina hafa svo hinar ýmsu uppskriftir að kókoskúlum fundist í helstu uppskriftaritum. Fyrst um sinn, eða í kjölfar stríðsáranna síðari, voru þær heldur fábrotnar, og hljóðuðu á þá leið að hræra mætti saman 250 g af kókosmjöli, 75 g af smjöri, svo 25 g kakói, 175 g flórsykri og 2 dl af rjóma ( sem mátti reyndar sleppa). Aðferðinni var lýst í tímaritinu Melkorku, (sem sérstaklega var ætlað konum), þann 1. nóvember árið 1957: „Kakó og flórsykur siklað saman, allt blandað og hitað upp yfir vægum hita, þangað til deigið loðir saman. Látið það kólna og búið til kúlur, dýfið þeim í kókosmjöl. Geymið á köldum stað í þéttri dós.“ Um tuttugu árum síðar var uppskriftin orðin heldur dýrari, en í Dagblaðinu þann 11.12 1976 birtist eftirfarandi: „3 stórar matskeiðar smjör, 125 g flórsykur, 125 g kókó, 3 matskeiðar rjómi og lítið glas af koníaki. Öllu er hrært vel saman og búnar til kúlur, sem velt er upp úr kókosmjöli og látnar standa á köldum stað. Bezt að geyma kúlurnar í luktri dós í ísskápnum.“ Í kringum árið 1980 fór svo haframjöls að gæta í uppskriftunum og þótti slíkt jafnan smart í matreiðslutímum hinna helstu grunnskóla. Útkoman á þeim vígvelli var oft upp og ofan en nú gæti einhver farið að spyrja sig hvers vegna verið er að rekja feril kókoskúlunnar. Endurnýtanleg, sjálfbær og kolefnishlutjöfnuð Jú – það er nefnilega svo merkilegt, að eins og alþjóð veit, er í tísku allt sem fellur undir þann staðal að vera endurnýtanlegt, sjálfbært, kolefnis- jafnað og þar fram eftir götunum – og viti menn. Kókoskúla sú sem hefur fengist í bakaríum í áratugi fellur undir alla þessa flokka. Þarna er um að ræða óskaplegt gómsæti, samansett úr því sem til fellur (sjálfbært/endurnýtanlegt). Í stað þess að henda gömlum vínarbrauðsendum, formkökum eða því sem til fellur er því blandað saman, romm- og kakóbættu. Því næst eru mótaðar kúlur sem ekki þarf að baka (kolefnisjöfnun) og þeim velt upp úr kókos. Eða eins og einn vinsælasti bakari landsins orðar það: „Þetta er ansi einfalt, bara hræra saman gömlum kökum, marmelaði, kakó og rommi. Croissant-afgangar mega fara í þetta líka, en þá þarf að passa að hnoða það nógu lengi. Ég hef annars ekki gert þetta i mörg ár… Þetta er þó bakkelsi sem stendur alltaf fyrir sínu og alltaf jafn vinsælt, hvar á landinu sem er.“ /SP Umhverfisvernd: Kókoskúlur Endurnýtanlegt : Hægt að nýta oftar en einu sinni. – Allir helstu afgangar, jafnvel nokkurra daga gamlir, eru nýttir við gerð kókoskúlunnar. Sjálfbært: Að uppfylla helstu þarfir án þess að þurfi mikið eða nokkuð til viðbótar. –Innihald kókoskúlunnar stendur nær eitt og sér, þarf ekki mikið til svo hægt sé að njóta hennar. Kolefnisjafnað: Það sem vegur upp á móti losun kolefnis í andrúmsloftið. – Rafmagnsnotkun, eins og þarf í bakstri, á ekki við í tilfelli kókoskúlugerðar. Auglýsing dagblaðsins Vísi í apríl fyrir 90 árum síðan kynnti sætindi á borð við kókoskúlur. Mynd / timarit.is Smáframleiðendur: Einu sinni hugmynd en nú þekkt gæðavara Fyrir þrjátíu og sjö árum fékk Svava H. Guðmundsdóttir þá hug- mynd að þróa og framleiða eigið sinnep. Í dag er það þekkt vara. Svava, sem er formaður Samtaka smáframleiðenda matvæla (SSFM), segir að í byrjun hafi sinnepsframleiðslan aðeins verið til fjölskyldunota en árið 2014 hafi hún tekið af skarið og hafið framleiðslu sinnepsins fyrir almenna sölu. En af hverju sinnep? „Ég bjó lengi í Svíþjóð og vandist þar á að nota skánskt sinnep í gljáa á jólaskinku og hamborgarhrygg,“ segir Svava. „Þar sem sinnep af þeirri gerð fékkst ekki hér var einfaldast að framleiða það sjálf.“ Aðspurð um leiðina frá hugmynd til framleiðslu segir hún að sú leið hafi verið heldur flókin og megi þar nefna leyfin, að finna framleiðslustað og koma vörunni í sölu. „Ég tel mig hafa verið mjög heppna og hef kynnst mörgu flottu fagfólki, til dæmis hjá Matís þar sem ég hóf framleiðsluna, í Eldstæðinu sem er deilieldhús þar sem ég framleiði í dag og hjá Samtökum smáframleiðenda matvæla (SSFM). Ekki má gleyma þeim ótal mörgu smáframleiðendum sem hafa stutt mig og gefið mér ótal góð ráð.“ Mætir aukinni eftirspurn SVAVA sinnep er handverks- framleiðsla sem fer fram í Eldstæðinu. Svava sér sjálf um framleiðsluna, sem er þar af leiðandi ekki mjög umfangsmikil en á uppleið vegna aukinnar eftirspurnar. Hún segist ekki vera með fólk í vinnu, en fjölskylda og vinir hjálpi til. Sinnepið er selt hér innanlands og ekki ráðgert að sækja út fyrir landsteina að markaði. Svava heldur úti vefnum sinnep.is og þar er, auk upplýsinga um vöruna, að finna nokkrar fyrirtaks uppskriftir. Þegar talið berst að nýsköpunar- umhverfi dagsins í dag telur Svava það nokkuð flókið hjá smáframleiðendum matvæla en með tilkomu Samtaka smáframleiðenda matvæla hefi það batnað. „Þekking almennings á gæðum og tilvist afurða smáframleiðenda hefur aukist. Sölutækifærum í verslunum landsins hefur fjölgað. Ég veit ekki hvort frumkvöðlaumhverfið hjá smáframleiðendum er erfiðara hjá konum en körlum, hef sjálf ekki orðið vör við mismunun og held að það fari meira eftir verkefnum og frumkvöðlinum sjálfum. Það sem er mest aðkallandi í dag er að samræma og einfalda regluverkið fyrir greinina,“ segir hún. Góður undirbúningur lykill Svava hvetur þá sem eru að huga að smáframleiðslu til að hugsa hugmyndina vel, tala við frumkvöðla sem komnir eru af stað í framleiðslu og setja sig í samband við SSFM, Matís og aðra aðila í greininni. Um það hvað helst sé á döfinni hjá SSFM segir hún það vera að halda áfram að styðja félagsmenn og veita þeim ráðgjöf ásamt því að vera gátt inn til smáframleiðenda matvæla og miðla gagnlegum upplýsingum til þeirra. „Líka að halda áfram að vinna að því að regluverkið í kringum smáframleiðslu matvæla verði samræmt og einfaldað.“ /sá Svava H. Guðmundsdóttir kynnir sinnepið sitt á Bragðagarði í Grasagarðinum í Laugardal. Hún segist þurfa að herða á framleiðslunni vegna vaxandi eftirspurnar. Mynd / Aðsend Málgagnið finnst víða. Hjörleifur Jóhannesson tók þessa skemmtilegu mynd af búðareiganda í Tam Duong í Norðvestur-Víetnam á dögunum. Þar var hann ásamt tveimur vinum að ferðast á mótorhjólum og fékk síðasta tölublað Bændablaðsins að fara með í ferðina. „Það er þannig að Bændablaðið er bara eins og tannburstinn. Alltaf með,“ segir Hjörleifur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.