Bændablaðið - 02.11.2023, Blaðsíða 24
24 Bændablaðið | Fimmtudagur 2. nóvember 2023
Eitt öflugasta áhugaleikfélag
landsins, Leikfélag Keflavíkur,
setur nú upp hina víðfrægu
Jólasögu Dickens, sem samin var
árið 1842 af enska rithöfundinum
Charles Dickens.
Hann var afar vinsæll og afkasta-
mikill rithöfundur, en eftir gott gengi
þessarar frægu sögu tók hann þá
ákvörðun að hann skyldi skrifa svo
að segja eina jólasögu á ári það sem
eftir væri ævinnar.
Sagan fjallar, eins og flestir vita,
um nirfilinn og fyrirtækjaeigandann
hann Scrooge sem hefur ímugust á
jólahaldi – og raunar öllu því sem
felur í sér gleði eða fjárútlát þó hann
eigi fleiri aura en hann kann að telja.
Á jólanótt heimsækir hann draugur
fyrrverandi sameiganda hans – sem
segist hafa verið dæmdur til heljar
eftir dauðann fyrir framkomu sína
og hegðun í lifanda lífi. Flytur hann
þær fréttir að Scrooge eigi von
á heimsókn þriggja jólaanda sem
munu reyna að leiða hann á betri
vegu. Scrooge bregður við, en telur
þetta hið mesta rugl.
Það reynist ekki rétt og er hann
leiddur í gegnum líf sitt, fortíð,
framtíð og loks nútíð, sem verður
til þess að hann ákveður að bæta ráð
sitt, gera betur og létta öðrum lífið
eins vel og hann kann.
Leikfélag Keflavíkur hefur haft
ærið gaman af að setja þessa sýningu
upp, en að henni koma rúmlega 50
manns og líkt og alltaf er líf og fjör
í mannskapnum. Þess má geta að
af 24 manna leikhópi eru 16 börn
en sýningin er sett upp í samstarfi
við Regnbogaraddir, barnakór
Keflavíkurkirkju, og í honum eru um
það bil 25 börn á grunnskólaaldri.
Um ræðir nútímauppfærslu af
sögunni sem gerist í hvorki meira né
minna en í Reykjanesbæ samtímans,
en leikgerðin er skrifuð af þeim
Brynju Ýr Júlíusdóttur og Guðlaugi
Ómari Guðmundssyni.
Leikstjóri er Guðmundur Lúðvík
Þorvaldsson og danshöfundur
Sigríður Rut Ragnarsdóttir Ísfeld.
Stefnt er á frumsýningu þann
10. nóvember í húsnæði félagsins
að Vesturbraut 17 í Reykjanesbæ.
Miða má nálgast á tix.is og miðaverð
er 3.000 krónur. /SP
Freyvangsleikhúsið í Eyjafirðinum er
mörgum kunnugt, en undanfarið hafa þar
staðið yfir æfingar á frumsamda verkinu
Bangsímon og Gríslingur í jólasveinaleit,
en höfundur er engin önnur en formaður
leikfélagsins, hún Jóhanna Sigurbjörg
Ingólfsdóttir.
Leikhúsgestir fá að fylgja ferðalagi þeirra
Bangsímons og Gríslings, sem Disney gerðu
svo ódauðlega, en þessir ástsælu félagar eru
komnir alla leið til Íslands. Ástæða þess er að þeir
höfðu haft fregnir af því að hér væru heilir þrettán jólasveinar,
í stað þess eina sem býr í Bandaríkjunum.
Kynnast Bangsímon og Gríslingur klassísku íslensku verunum okkar
sem allir þekkja – þá með talinn jólaköttinn – á leið sinni um fjöllin blá, en
gengur ferðin upp og ofan eins og vænta má.
Til viðbótar við að hafa samið verkið er
leikstjórn einnig í höndum Jóhönnu. Er þetta
í annað sinn sem hún leikstýrir barnaverki
hjá Freyvangsleikhúsinu, fyrir jólin í fyrra.
leikstýrði hún nefnilega verkinu um þá
Karíus og Baktus.
Miðasalan er þegar hafin á www.tix.is og
í síma 857 5598 enda má enginn missa
af þessu stórskemmtilega verki. Áætlaðar
sýningar eru sex talsins, frá 17. nóvember til 3.
desember og er miðaverð 2.500 krónur.
Sýnt verður í Freyvangsleikhúsinu en þar má einnig kaupa sér eitthvað
gott í munninn til að njóta meðan á sýningunni stendur. /SP
Á döfinni ...
MENNING
Leikfélag Austur-Eyfellinga:
Maður í mislitum
sokkum
Leikfélag Austur-Eyfellinga var stofnað 1970 og hefur
á þessum áratugum sett upp klassísk stórverkefni á
borð við Kardimommubæinn og Önnu í Stóruborg
auk þess að sinna leiklistarkennslu.
Nú í ár, um miðjan september, hóf leikfélagið
æfingar á gamanleiknum Maður í mislitum sokkum eftir
Arnmund S. Backman. Um ræðir grátbroslegan farsa þar
sem ekkjan Steindóra er í aðalhlutverki. Hún er búsett
í blokk eldri borgara og lifir heldur tilbreytingarsnauðu
lífi þar til dag einn að hún finnur ókunnan mann sitjandi
í farþegasætinu í bílnum hennar.
Sá er illa áttaður, þekkir hvorki nafn sitt né hvernig
stendur á því að hann situr í bílnum – veit hvorki hvort
hann er að koma eða fara.
Steindóra ákveður í einhverju fáti að fara með
hann heim til sín sem í kjölfarið veldur bæði alls kyns
misskilningi og vandamálum, enda skilja nágrannar
hennar og vinir ekkert í því hvaða (mögulega spennandi)
maður þetta er og hvort megi bara hirða fólk upp af
götunni sisvona?
Býður þessi bráðfyndni farsi bæði upp á hlátur og
grátur undir leikstjórn Gunnsteins Sigurðssonar, en
áætlað er að frumsýna um miðjan nóvember í félags-
heimilinu Heimalandi. /SP
Leikfélag Keflavíkur:
Jólasaga Dickens
Æfingaferlið er skemmtilegt eins og sjá má hér bak við tjöldin en af 24 manna
leikhópi eru 16 börn í sýningunni. Myndir / Aðsendar
Á sviðinu standa þær stöllur Anna Margrét Aðalsteins-
dóttir og Þórunn Ólafsdóttir.