Bændablaðið - 02.11.2023, Blaðsíða 21
21Bændablaðið | Fimmtudagur 2. nóvember 2023
niður í 60.000 fugla til að lágmarka
skaða sem þær valda á uppskeru og
gróðri í freðmýri án þess að gera út
af við stofninn.
Ekki hefur verið farið út í að
skilgreina ásættanlega verndarstöðu
íslenskra fuglastofna, en sú
forsenda þarf að vera fyrir hendi
ef ráðast á í fækkunaraðgerðir. Þar
sem álftin er vernduð sérstaklega
samkvæmt Bernarsamningnum
myndi markviss fækkun þeirra eða
opin veiðileyfi aldrei samrýmast
alþjóðlegum skuldbindingum
Íslands gagnvart samningum.
Ef út í slíka stofnstýringu færi farið
væri nauðsynlegt að samræma
aðgerðir milli aðildarríkja
viðkomandi samninga.
Eins og áður sagði hefur
fjórum sinnum verið lögð fyrir
Alþingi þingsályktunartillaga um
tímabundið leyfi til veiða gæsa, álfta
og helsingja. Ein slík tillaga liggur
nú fyrir Alþingi en áður hefur málið
ekki hlotið framgang.
Sjöunda grein laga um vernd,
friðun og veiðar á villtum
fuglum og villtum spendýrum
nr. 64/1994 kveður á um að
ráðherra geti, að fenginni
umsögn Umhverfisstofnunar og
Náttúrufræðistofnunar Íslands, veitt
tímabundið leyfi til veiða í því skyni
að koma í veg fyrir tjón. Bændur
hafa látið á þessa undanþágu reyna
en með litlum sem engum árangri.
Þurfti að forða fénu
og fékk ekki undanþágu
Í vor fór Hákon Bjarki Harðarson,
bóndi á Svertingsstöðum 2 í
Eyjafjarðarsveit, þess á leit við
umhverfis-, orku- og lofts lags-
ráðherra að hann veitti honum
undanþágu til að skjóta allt að
fimm álftir í þeim tilgangi að fæla
frá álftahóp sem var þaulsetinn
á beitarhólfi fyrir lambfé í nær
tvo mánuði.
Hákon segir að hundruð
geldfugla hafi sótt í þetta tiltekna
beitarhólf, tekið undir sig svæðið
og haldið lambfénu frá um helming
beitarhólfsins. Hann þurfti að
endingu að færa hluta af lambfénu
í annað beitarhólf þar sem beitin
var búin sökum mikils ágangs álfta.
Beiðni Hákonar fór í umsagnarferli
og niðurstaðan var neikvæð –
ráðherra hafnaði henni.
Í umsögn Náttúrufræðistofnunar
Íslands vegna málsins kemur
fram að ekki séu forsendur fyrir
tímabundinni afléttingu friðunar
vegna þess að skýra stefnumótun
vanti. Hins vegar er þar viðurkennt
að álftastofninn hafi farið stækkandi
og ágangur á akra og tún sé
vaxandi vandamál. Hákon segist
þekkja til þess að fleiri hafi látið á
undanþáguákvæðið reyna en ekki
haft erindi sem erfiði. Samkvæmt
upplýsingum frá umhverfis-, orku-
og loftslagsráðuneytinu hafa aðeins
tvær undanþágubeiðnir borist því
á sl. fimm árum. Ein er óafgreidd.
„Mér finnst ekkert að því að
sækja þurfi um sérstakt veiðileyfi,
en mér finnst engu að síður
réttlætanlegt að bændur fengju þá
einhvern tímann heimild til veiða.
Í Danmörku geta bændur fengið
veiðileyfi með þeim skilyrðum
að þeir skili inn hluta af hræinu.
Ég myndi vilja sjá einhvers konar
fyrirkomulag þar sem bændur gætu
fengið leyfi til að verja sín lönd,“
segir Hákon og bætir við að það
þurfi aðeins heilbrigða skynsemi og
sjón til að átta sig á stærðargráðu
vandamálsins.
„Þótt við höfum farið allt að tíu
sinnum á dag til að reka upp fuglana
þá vorum við oft ekki komin nema
heim að íbúðarhúsi aftur, í 200
metra fjarlægð, og þá voru fuglarnir
komnir aftur á beitarhólfið,“ segir
Hákon.
Tjónið bætt en
styrkur minnkar á móti
Í svari ráðuneytisins til Hákonar er
honum bent á að hægt sé að sækja
um styrki vegna tjóns af völdum
villtra dýra. Hákon segist einu sinni
hafa sótt um þann styrk og fengið
bætt tjón þegar álftir lögðust á
byggakur.
„En þá féll jarðræktarstyrkurinn
niður á móti og sama upphæð
kom sem styrkur vegna tjóns.
Eftir það hef ég því bara tekið
jarðræktarstyrkinn og sleppt því
að eyða tíma í að skrifa umsókn og
tjónamat vegna ágangs fugla.“
Hann segir að ekki sé hægt að
sækja um bætur ef ágangurinn er
á tún nema það sé nýrækt á fyrsta
ári. „Mér finnst það skjóta verulega
skökku við að eingöngu sé bætt fyrir
tjón á nýræktum á fyrsta ári. Í okkar
tilfelli leggjast álftirnar á tún sem
ætlað er fyrir lambfé á vorin. Þar
verðum við ekki eingöngu af grasi
sem ætlað var fénu heldur skilja
álftirnar eftir sig mikið magn af skít
sem skemmir svo fyrstu uppskeru á
túninu. Skepnurnar vilja síður hey
sé það mengað af skít.“
Geldfuglar hreinustu vandræði
Eiríkur Egilsson, bóndi á Selja-
völlum í Nesjum í Hornafirði, er
einnig að kljást við ágang bæði að
vori og hausti. „Við erum þannig í
sveit sett að gæsin kemur um miðjan
apríl og því er þetta sérstaklega
slæmt á vorin. Þær passa sig á því
að velja bara það besta,“ segir hann
og vísar þar í nýræktartún sem bæði
heiðagæsir og grágæsir gæða sér
á. Á seinni árum hafi helsingjum
einnig fjölgað mikið.
Álftin er þó erfiðari að eiga við,
hún mæti eilítið síðar til Seljavalla
en dvelji lengur við og virðist
meðvituð um að vera vernduð
fyrir veiðum. „Geldfuglarnir eru
hreinustu vandræði. Þeir eru komnir
jafnharðan og maður rekur þá upp.
Það er allt of mikið af þeim og alveg
nauðsynlegt að fara að fækka þeim
eitthvað.“
Eiríkur segist bregða á það ráð að
setja upp fuglahræður en þrátt fyrir
það þurfi hann að fara oft á dag til
að styggja fugla í burt. „Þetta snýst
líka um að sá alveg að skurðbökkum
til að koma í veg fyrir að fuglarnir
geti lent einhvers staðar, því þá er
voðinn vís. Einnig höfum við verið
að girða kanta.“
Því fari mikil aukavinna í að
verjast ágangi fugla. Eiríkur segist
ekki hafa sótt um tjónabætur, enda
liggi kostnaðurinn í efni og vinnu
við að afstýra búsifjum frekar en
að verða fyrir tjóni.
Hann telur æskilegt að bændur
fái í hendur frekari úrræði til að
verja tún sín og akra og nefnir þar
möguleika á vorveiðum á gæs og
heimild til að veiða álft.
„Slíkar veiðar mættu náttúrlega
ekki vera stjórnlausar því það yrði
auðvelt að skjóta álftina. En ef það
væri skotið á álftina þá myndi hún
styggjast og ekki gera jafn mikinn
usla,“ segir Eiríkur.
Uppskerutapið mælt
Náttúrustofa Suðausturlands
vann skýrslu árið 2018 um
uppskerutap vegna ágangs gæsa á
valin ræktarlönd í landshlutanum
vorið 2018. Höfundar skýrslunnar
voru Kristín Hermannsdóttir,
Pálína Pálsdóttir og Snævarr
Guðmundsson. Þar var gerð tilraun
til að meta fjárhagslegt tjón bænda af
völdum ágangs. Könnuð voru áhrif
gæsabeitar að vori og fram á sumar
á grasuppskeru. Bornar voru saman
uppskerur, annars vegar á grasi sem
óx á friðuðum grasreitum og hins
vegar á reitum sem fuglar komust
að. Einnig voru skoðuð tengsl á milli
fuglafjölda á ákveðnum túnum og
rýrnun uppskeru.
Niðurstöður sýndu að þurrefnis-
uppskera var að meðaltali 24% minni
þar sem fuglar komust um túnin.
Uppreiknað töpuðust 3,1 heyrúlla
af þurrefnisuppskeru á hektara
að meðaltali á tilraunatúnunum.
Grófir útreikningar, miðað við
kostnaðarforsendur árið 2015, sýndu
að mismunur á uppskeru kostaði að
meðaltali 24.647 kr./ha.
Í umræðukafla skýrslunnar segir:
„Það er mikilvægt að finna viðunandi
lausnir á þeim vanda og tjóni sem
bændur standa frammi fyrir á jörðum
sínum en öruggar upplýsingar
um stofnstærð og þróun íslenska
grágæsastofnsins og grænlensk/
íslenska heiðagæsastofnsins er ein
af forsendum þess. Rannsóknir
sýna að aukinn ágangur gæsa í
ræktarlönd bænda er ekki einungis
vegna fjölgunar í gæsastofnum.
Varpsvæði þeirra eru að stækka og
farvenjur þeirra að breytast vegna
loftslagsbreytinga sem hefur þær
afleiðingar að gæsir dvelja lengur
á landbúnaðarsvæðum á hverju ári
heldur en áður.“
Veiðar gætu haft þveröfug áhrif
Ágangur fugla á ræktarlöndum var
efni veggspjalds sem Náttúrustofa
Vesturlands hafði til sýnis á nýlegri
líffræðiráðstefnu. Höfundar þess
voru Hafrún Gunnarsdóttir, Róbert
A. Stefánsson og Menja von
Schmalensee. Yfirlitsgrein eftir þau
um efnið mun birtast í næsta tímariti
Fugla, félagariti Fuglaverndar.
„Við fórum yfir fjölda greina
þar sem fjallað var um tjón fugla
á ræktarlandi, hvaða afleiðingar
það getur haft og til hvaða aðgerða
hægt er að grípa. Á Íslandi eru það
náttúrlega álftir og gæsir sem hafa
gert bændum lífið leitt enda standa
bændur að mestu einir gegn þessum
vanda og hafa fá tól í höndunum til
að bregðast við.
Framhald á næstu síðu.
Suzuki á Íslandi
Skeifunni 17
Sími 568 5100
www.suzuki.is
LÁTTU EKKERT STOPPA ÞIG!
Suzuki fjórhjól eru með power stýri og 100% driflæsingu.
Þau eru létt, lipur og meðfærilegTraust, ódýr í rekstri
og þægileg í notkun.
SUZUK I FJ Ó RHJ Ó L
KINGQUAD 750AXI 4X4
VERÐ KR. 2.590.000
Álftahópur á túni í Eyjafirði í vetur.
Hákon Bjarki Harðarson. Eiríkur Egilsson.
Ég myndi vilja
sjá einhvers
konar fyrirkomulag
þar sem bændur gætu
fengið leyfi til að
verja sín lönd ...“