Bændablaðið - 02.11.2023, Blaðsíða 46

Bændablaðið - 02.11.2023, Blaðsíða 46
46 Bændablaðið | Fimmtudagur 2. nóvember 2023 Það er vel hægt að rækta grasker í köldum gróðurhúsum á Íslandi, þó ekki hafi farið mikið fyrir slíkri ræktun fram til þessa. Í sumar sannreyndi Helgi Sigfússon það í Skagafirði í tilraunaræktun, þar sem hann uppskar um 40 stykki. „Ég er uppalinn í Keflavík og vann á „Vellinum“ sem ungur maður og þar komst ég fyrst í kynni við grasker. Ég er búfræðingur þannig að ég hef alltaf haft svolítinn áhuga á margvíslegri ræktun. Svo hafa áhrifin orðið sterkari frá Bandaríkjunum varðandi ýmsa siði eins og með hrekkjavökuna og ég hugsaði alltaf meira og meira um að það væri gaman að prófa ræktun á þessu,“ segir Helgi, spurður um forsöguna á bak við tilraunaræktunina. Stór og ljúffeng graskersfræ Helgi ræktar graskerin í köldu gróðurhúsi á landi dóttur sinnar og tengdasonar á Reykjum í Skagafirði, en hann er sjálfur búsettur á Reyðarfirði. „Þar sem svona ræktun krefst þess að það sé haldið nokkuð vel utan hana þá ákvað ég að hafa þetta ekkert umfangsmeira í þessari tilraun. Plönturnar verða svo rosalega stórar og aldin geta náð 900 kílóum af þessu yrki þar sem aðstæður eru bestar. En maður stoppar vöxtinn áður en þau ná slíkri stærð.“ Fræin eru mjög stór að sögn Helga og afar ljúffeng ristuð. „Hefð er fyrir því að nota aldinkjötið í súpur og bökur ýmiss konar.“ Hann telur ágæta möguleika vera fyrir graskersræktun á Íslandi, þau þurfa að minnsta kosti kalt gróðurhús en ættu að þrífast enn betur með lýsingu og hita. „Eftir að hafa fengið þessa hugmynd og afnot af gamla gróðurhúsinu pantaði ég fræ frá Svíþjóð. Þá var að sá í potta inni og eftir fimm til sex daga spíruðu þau, sem heppnaðist vel. Sáði fyrst 30. mars og aftur tvisvar með eins til tveggja vikna millibili,“ segir Helgi og bætir við að hann hafi sótt sér upplýsingar frá Norður- Ameríku. „En þar er reyndar ræktað á stórum ökrum, skiljanlega.“ Hefði með lagni getað ræktað 200 grasker „Ég hins vegar vissi að svo til allt má rækta lóðrétt, það er í brúsum, dunkum og þess háttar og fullyrt að væri hið minnsta mál. Þegar var svo búið að tvíumpotta varð að koma plöntunum í 20-25 lítra brúsa, sem búið var að skera ofan af og bora göt á botninn og þau frekar fleiri en færri. Ílátin mega alveg vera aðeins stærri,“ útskýrir Helgi. Hann telur að í plássinu í litla gróðurhúsinu sem hann notaði hefði með lagni mátt rækta og uppskera um 200 grasker. „Þessi tilraun tókst en ef ég hefði ætlað að fá sem mest út úr þessari ræktun þá hefði ég stýft plönturnar og látið hverja þeirra bera um þrjú aldin.“ Gælir við möguleikann um meiri framleiðslu Helgi segist alveg geta hugsað sér að fara út í litla framleiðslu og markaðssetja graskerin. En það velti dálítið á hvort hann fái að nota gróðurhúsið áfram. „Þá þyrfti ég líka að dvelja þarna lengur sem væri svo sem ekki vandamál þar sem ég gæti eitthvað hjálpað til líka á bænum. Á meðan plönturnar uxu – og það var gífurlega hraður vöxtur – þurfti að finna réttu moldina, mala hana í taðkvörn ásamt þurri mykju, sem ég safnaði í beitarhólfi holdanautanna á bænum. Þessu blandaði ég saman ásamt tilbúnum áburði í hlutföllum, sem var nú nokkur ágiskun. Og svo hófst daglegt eftirlit, upphenging á klifurþráðum, klipping og ekki minnst vökvun og enn meiri áburður. Ef nokkur planta þarf umönnun, mikið vatn og áburð þá er það grasker og sérstaklega þetta afbrigði sem ég hafði valið og fengið sent.“ LÍF & STARF Skagafjörður: Farsæl tilraunaræktun á graskerum Sigurður Már Harðarson smh@bondi.is YLEININGAR Léttar stálklæddar samlokueiningar sem fást með þéttifrauðs- eða steinullarkjarna. Auðveld og fljót uppsetning, auðveld þrif, mikil burðargeta, mikið einangrunargildi og er ódýr kostur ef miðað er við hefðbundnar lausnir. Henta vel fyrir eldri gripahús þar sem skipta þarf út þak- og eða veggjaklæðningum. Hafðu samband: bondi@byko.is Helgi Sigfússon ræktaði til gamans grasker í sumar og uppskar um 40 stykki af aldinum. Hann telur ágæta möguleika vera fyrir graskersframleiðslu á Íslandi. Myndir / Aðsendar Dagbjört með vinalegt heimaræktað hrekkjavökugrasker. Helgi telur að með lagni hefði hann getað ræktað og uppskorið um 200 grasker. Hann segir plöntuna kröfuharða þegar kemur að næringarþörf.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.