Bændablaðið - 02.11.2023, Blaðsíða 53

Bændablaðið - 02.11.2023, Blaðsíða 53
53Bændablaðið | Fimmtudagur 2. nóvember 2023 1. Ullur frá Hólum IS2015158300 Blup: 123 F: Viti frá Kagaðarhóli M: Ferna frá Hólum (mf: Hróður frá Refsstöðum) Lýsing: Ullur er fyrst og fremst frábær töltari. Góður ferða- og reiðhestur með fína fótlyftu. Ullur er mikið taminn og kann flestar fimiæfingar. Hentar sem keppnishestur í léttari flokkum. Ullur er sterkur, næmur og gæfur en hentar ekki byrjendum. Ullur er 144 cm á herðakamb. Tilboð óskast 2. Uggi frá Hólum IS2016158300 Blup: 123 F: Eldur frá Torfunesi M: Ferna frá Hólum (mf: Hróður frá Refsstöðum) Lýsing: Uggi er gangsamur, vakandi hestur og frekar þægur. Þægilegur útreiða- og ferðahestur en hentar ekki óvönum. Uggi er frekar sterkur og142 cm á herðakamb. Tilboð óskast 3. Íshildur frá Hólum IS2015258301 Blup: 134 F: Skýr frá Skálakoti M: Storð frá Hólum (mm: heiðursverðlaunahryssan Ösp frá Hólum) Sköpulag: 8,42 Hæfileikar: 8,32 Lýsing: Íshildur er með mjög góðan kynbótadóm, 8.36 í aðaleinkunn. Efni í virkilega gott keppnishross. Íshildur er með 8,5 fyrir marga verðmæta eiginleika eins og tölt, hægt tölt, skeið, brokk, fegurð í reið, háls-, herða og bógasamræmi o.fl. Íshildur er þæg, skemmtilega viljug og þjál. Hún kann flestar fimiæfingar og er 145 cm á herðarkamb að stærð. Tilboð óskast 4. Íþrótt frá Hólum IS2015258301 Blup: 117 F: Eldur frá Torfunesi M: Storð frá Hólum (mm: heiðurs- verðlaunahryssan Ösp frá Hólum) Sköpulag: 8,09 Lýsing: Íþrótt er efnileg hryssa í margt. 140 cm á herðar, þægilega viljug. Gæti hentað í keppni, ræktun eða sem virkilega góð útreiðahryssa. Hún kann flestar fimiæfingar. Hentar ekki byrjendum. Tilboð óskast SÖLUHROSS FRÁ HÓLUM - nóvember 2023 Sala fer í gegnum: Ríkiskaup / eignir - Bára Hafsteinsdóttir s. 863-6601 - netfang: bara.hafsteinsdottir@rikiskaup.is Háskólinn á Hólum áskilur sér rétti til að hafna öllum tilboðum ef svo ber undir. – flytur til borgarinnar og byrjar að borða sömu unnu matvælin og finnast alls staðar í heiminum, byrjar það líka að missa örverurnar sem það var vant áður. Þetta leiðir til heilsufarsvandamála, en einnig hnignunar á líffræðilegum fjölbreytileika. Gætum misst getuna til að melta ákveðin matvæli Í rannsókn sem Ole vitnar til eru leiddar líkur að því að raunveruleg hætta sé á að tilteknar gamlar örverur deyi út, sem brjóta niður trefjar í matvælum, með hraðri hnattvæðingu matvæla og með útbreiðslu á vestrænum lífsstíl. Ef það gerist gætum við misst getu okkar til að melta ákveðin matvæli. Fólk sé ekki bara frumurnar í mannslíkamanum og mannlegt DNA. Mannvera – og raunar hvaða lífvera sem er – samanstandi af mörgum öðrum lífverum sem búa inni í henni og eru hluti af henni. Ole segir að þessar lífverur komi utan frá. Þær komi úr víðara umhverfinu og mótist af matnum sem við borðum, sem mótist af aðstæðum og menningu á hverjum stað. Það sé því í raun ekki hægt að gera skýran greinarmun á innan og utan, á milli umhverfis og lífveru. Sá líffræðilegi fjölbreytileiki sem er innra með okkur – og við erum – komi utan frá og verði hið innra. Án líffræðilegs fjölbreytileika í umhverfi okkar verði ekki líffræðilegur fjölbreytileiki í þörmum okkar. Sem þýðir að án þess getum við ekki þrifist. Mannfólk og allt annað líf sé háð líffræðilegum fjölbreytileika. Engum geti liðið vel ef örverurnar í þörmunum fá ekki þá næringu sem þær þurfa. En til að fæða þessar örverur þarf að hugsa um umhverfið, samfélagið – og jörðina og andrúmsloftið í stærra samhengi. Vegna þess að þar liggi grunnurinn að heilsu hvers og eins. Sérstaklega þurfi að hugsa um jarðveginn, þar sem svo margar örverur eiga heimili og þar sem líffræðileg fjölbreytni sé hvað mest. Enda séu þær örverur ekki bara nauðsynlegar mönnum heldur einnig jörðinni. Við verðum hluti af líffræðilegri fjölbreytni jarðarinnar með því að neyta matar sem á uppruna sinn í henni. Jörðin sem vistkerfi og lífvera Líffræðilegur fjölbreytileiki í jarðvegi sé einnig nauðsynlegur til að viðhalda þeim jarðvegi. En hvernig við ræktum mat getur annaðhvort eyðilagt jarðveginn og örverurnar í honum, eða hjálpað til við að viðhalda honum. Hann segir að ef líkaminn sé vistkerfi sem hýsir allan þennan fjölda smærri lífvera, sé auðvelt að þysja út og hugsa um mannveruna sem lífveru í miklu stærra vistkerfi. Lífvera geti verið vistkerfi fyrir aðrar lífverur og vistkerfi geti virkað eins og lífvera. Í þeim skilningi mætti líta á jörðina alla bæði sem vistkerfi og lífveru – rétt eins og líkama. Þannig séum við öll eins og örverurnar í líkamanum en þó hluti af ofurlífverunni sem kallast lífhvolfið. Við séum hluti af stærri heild. Velferð okkar velti á heilbrigðri virkni þeirrar stærri heildar – alveg eins og velferð hennar veltur á okkur. /smh Ole Martin Sandberg flutti erindi um fæðuheimspeki. Sif Matthíasdóttir með geitaafurðir frá Hrísakoti. Svava Hrönn Guðmundsdóttir, formaður Samtaka smáframleiðenda matvæla, með sinnepsframleiðslu. Dóra Svavarsdóttir, formaður Slow Food Reykjavík, hélt erindi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.