Bændablaðið - 02.11.2023, Blaðsíða 14

Bændablaðið - 02.11.2023, Blaðsíða 14
14 Bændablaðið | Fimmtudagur 2. nóvember 2023 Þann 1. september 2024 hefst gjaldtaka á bílastæðum við Dyrhólaey í Mýrdal. Í Dyrhólaey hafa innviðir verið efldir síðustu ár með nýjum bílastæðum, göngustígum og salernishúsi svo eitthvað sé nefnt. Rukkað er inn á salernin á staðnum. Mikil aukning gestafjölda hefur verið á svæðinu og rekstrarkostnaður fer því samhliða ört hækkandi. Má þar nefna viðhald, umsjón bæði svæðis og salernis, landvörslu og fleira. Þjónustugjöldin, sem verða innheimt á bílastæðunum munu alfarið renna í rekstur svæðisins, samkvæmt upplýsingum frá Ingu Dóru Hrólfsdóttur hjá Umhverfisstofnun. „Fundað hefur verið með sveitarfélaginu, sem er Mýrdalshreppur, og fulltrúa landeiganda og hefur komið fram á þeim fundum að þau séu sátt við þessa leið okkar. Þjónustugjöld, sem eru innheimt á bílastæði, eru einfaldari í framkvæmd heldur en fyrirkomulagið er núna, sem er gjaldavél og hlið inn á salernið. Verið er að vinna í að senda póst til helstu ferðaþjónustufyrirtækja og SAF til upplýsingar. Ákveðið var að gildistíminn væri um haustið því fyrirtæki eru þegar byrjuð að selja ferðir fyrir næsta sumar,“ segir Inga Dóra. Dyrhólaey er í óskiptu landi jarðarinnar Austurhúsa, sem er í eigu Mýrdalshrepps, og þriggja einstaklinga; Matthildar Ólafsdóttur Valfells, Jóns Valfells og Vigfúsar Ásgeirssonar. Mýrdalshreppur á 53,86% Dyrhólaeyjar. Austur- og Vesturhúsajarðir í Dyrhólahverfi eiga sameiginlega nytjar í Dyrhólaey. Dyrhólaey var friðlýst sem friðland árið 1978 og er í umsjón Umhverfisstofnunar. / MHH Nýtt hús undir um 400 gyltur og grísi þeirra er risið frá grunni á Sölvastöðum í Eyjafjarðarsveit. Um 3.000 gyltur eru nú í landinu. Gyltuhúsið er 2.900 m2 að stærð og hús fyrir starfsmannaaðstöðu og fóðurblöndun er 300 m2. Ingvi Stefánsson, svínabóndi í Teigi í Eyjafjarðarsveit og formaður Félags svínabænda, segir vonir standa til að húsin verði fullkláruð að utan og hægt verði að setja upp innréttingar og fóðurkerfi eftir áramótin. Gangi það eftir gætu fyrstu gripirnir farið inn í húsin í apríl 2024. „Þetta eru fyrst og fremst byggingar fyrir gyltur þar sem framleiddir verða smágrísir sem fara á önnur bú til áframeldis,“ segir Ingvi. „Þó verður um helmingur af grísunum alinn upp í 30 kg á búinu.“ Í upphafi eru keypt lífdýr inn á búið. Það eru unggyltur. Þær þurfa svo að ná ákveðnum aldri til að hægt sé að hleypa þeim til. Þá er meðganga og mjólkurskeið eftir. Þetta er ferli sem tekur 6-9 mánuði. Þá fer búið fyrst að skila frá sér grísum til áframeldis. Viðbragð við samdrætti Aðspurður um hvernig aðbúnaði svínanna verði háttað segir Ingvi stærstu breytinguna felast í því að afleggja alveg hefðbundið básahald þar sem gyltur eru komnar í lausagöngu. „Þannig eru gylturnar einnig í lausagöngu á mjólkurskeiði. Jafnframt eru stíur stækkaðar mikið frá því sem áður var,“ segir hann. Í takt við reglur sem fela í sér auknar kröfur um aðbúnað svína þótti skynsamlegt að byggja nýja aðstöðu frá grunni. Áætlaður kostnaður mun vera rúmlega 700 m.kr.Ingvi er í samstarfi við Kjarnafæði/Norðlenska og Bústólpa um uppbyggingu hins nýja svínabús. „Framleiðsla hér fyrir norðan hefur verið að dragast saman og að óbreyttu hefði hún getað horfið alfarið af svæðinu innan tveggja til þriggja ára, ef ekkert hefði verið gert,“ segir hann og heldur áfram: „Bæði þessi félög hafa hagsmuna að gæta að viðhalda þessari framleiðslu á svæðinu. Það eru bæði störf og samlegðaráhrif með öðrum kjötvörum í húfi. Því var stofnað félag um þennan rekstur og KN og Bústólpi eru hluthafar í því ásamt svínabúinu á Teigi.“ Um framtíðarsýn hans fyrir hönd Sölvastaðabúsins segir Ingvi að metnaður standi til að hafa allan aðbúnað eins og best verði á kosið, bæði fyrir menn og dýr. „Sem dæmi má í því samhengi nefna að við höfum gotstíur umtalsvert stærri en regluverkið fer fram á. Við leggjum einnig mikið upp úr því að öll ásýnd og umgengni verði til fyrirmyndar. Höfum líkað skoðað hvernig við getum nýtt svínaskítinn til húshitunar og á sama tíma minnkað kolefnissporið í rekstrinum. Vonandi verður hægt að takast á við þá áskorun i nánustu framtíð.“ Miklar áskoranir en líka bjartsýni Ingvi er spurður hvaða augum hann líti stöðu svínaræktar á Íslandi í dag og hverjar hann telji vera helstu áskoranir. „Maður fer ekki af stað í svona verkefni nema að hafa trú á framtíðinni í greininni,“ segir hann og heldur áfram: „Helsta áskorunin er nú sennilega sú að vera í síaukinni samkeppni við kollegana erlendis sem fá talsverðan afslátt af kröfum er snúa að dýravelferð og nota margfalt meira magn af sýklalyfjum en við gerum í okkar búskap. Svo er nú vaxtastigið ekki heldur að hjálpa okkur þessi misserin. Einnig er maður alltaf hræddur við pólitíkina, við erum að stunda það sem ESB skilgreinir sem heimskautalandbúnað. Það ásamt miklum kaupmætti þýðir að landbúnaður á Íslandi verður ekki stundaður án þokkalega skilvirkrar tollverndar. Á móti kemur að við höfum hreina vatnið og ódýra og endurnýjanlega orku, ásamt gnægð landrýmis. Þetta tel ég að muni hjálpa okkur meira á næstu áratugum en við gerum okkur grein fyrir í dag,“ segir Ingvi að endingu. /sá FRÉTTIR ZipWake stöðugleikabúnaður fyrir báta. Báturinn verður fljótari á plan, stöðugri á ferð og sparar eldsneyti. Svansson ehf, Melabraut 19, 220 Hafnarfjörður Sími 697 4900, Netfang : sala@svansson.is Ístex: Námskeið í rúningi og ullarflokkun ÍSTEX stendur fyrir tveimur námskeiðum í rúningi og kynningu á ullarflokkun nú í byrjun nóvember. Tilgangurinn er að auka almenna fagmennsku í rúningi og meðhöndlun ullarinnar. Sigurður Sævar Gunnarsson, framkvæmdastjóri ÍSTEX, segir að rétt vinnubrögð skipti miklu máli varðandi rúning og frágang á ull. „Til dæmis er mjög mikilvægt að fá ekki tvíklippur eða óhreinindi í ullina. Þá er mikilvægt að þetta sé sem auðveldast fyrir bæði kindina og rúningsmanninn. En oft fer þetta mjög vel saman.“ Það er skoski rúningskennarinn Robbie Hislop sem kemur aftur til landsins og mun stýra námskeiðunum sem verða haldin annars vegar 1.–3. nóvember í Mýrdal, Kolbeinsstaðahreppi, og hins vegar 5.–7. nóvember á Hákonarstöðum, Jökuldal. Hislop hélt vel sótt námskeið í vor, en hann er kunnur rúningskennari og sauðfjárbóndi í Skotlandi. Sigurður segir að samhliða rúningsnámskeiðinu verði boðið upp á kynningu á ullarflokkun á vegum starfsmanna ÍSTEX. Hann segir að hafa þurfi allnokkra hluti í huga til að hámarka gæði ullarinnar og frágangsins. „Ull tekur fljótt í sig óhreinindi eftir að sauðfé er tekið á hús. Þess vegna skiptir máli að komast í rúning sem allra fyrst. Vöntun á reyndum rúningsmönnum hjálpar því ekki til við að auka gæði á ull. Góð ull er lykilatriði fyrir ÍSTEX. Að sögn Sigurðar hefur Unnsteinn Snorri Snorrason, á Syðstu-Fossum í Borgarfirði, verið aðalhvatamaður að því að fá Hislop til landsins. „Það eru ansi margir íslenskir bændur og áhugafólk um íslenska ull sem fylgjast með honum á samfélagsmiðlum. Þetta var klárlega til gagns og gamans fyrir þá sem tóku þátt í vor.“ Eykur þekkingu og tengsl „Þetta er skemmtilegt verkefni sem margir bændur hafa áhuga á. Einnig er skortur á reyndum rúningsmönnum víða um land og ákveðin kynslóðaskipti virðast vera að eiga sér stað. Við vildum því halda áfram að styðja svona og gera meira úr þessu, til dæmis með ullarflokkunina. Von okkar er að þessi rúnings- námskeið auki ekki aðeins þekkingu og skilning í greininni, en einnig tengsl á milli fólks. Þannig geta góðir siðir og reynsla dreifst sem víðast á sem skemmstum tíma. Jafnframt hvetjum við sauðfjárbændur með góðar hugmyndir í heimahéraði um að auka veg og gæði ullar að hika ekki við að hafa samband. Svoleiðis gerast oft góðir hlutir,“ segir Sigurður enn fremur. /smh Námskeiðunum er ætlað að auka fagmennsku í rúningi og meðhöndlun ullarinnar. Mynd / ghp Svínarækt: Fyrstu gylturnar inn næsta vor Selma Dröfn Brynjarsdóttir og Ingvi Stefánsson standa að uppbyggingu hins stóra Sölvastaðabús sem mun hýsa um 400 gyltur og grísi þeirra á komandi árum. Aðbúnaður dýra og manna mun verða til fyrirmyndar. Myndir / SÁ Sölvastaðasvínabúið risið. Stefnt er á að taka húsið í notkun næsta vor. Dyrhólaey: Gjaldtaka hefst á bílastæðum Gjaldskráin frá 1. september 2024 a) Fólksbifreið með allt að 5 sætum kr. 750 b) Fólksbifreið með 6 til 9 sætum kr. 1.000 c) Rútur með 10 til 18 sætum kr. 2.000 d) Rútur með 19 til 32 sætum kr. 4.000 e) Rútur með 33 til 64 sætum kr. 7.500 f ) Bifhjól kr. 300
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.