Bændablaðið - 02.11.2023, Blaðsíða 32

Bændablaðið - 02.11.2023, Blaðsíða 32
32 Bændablaðið | Fimmtudagur 2. nóvember 2023 LÍF&STARF Vír og lykkjur ehf · viroglykkjur@internet.is · 772-3200 Stroffur Naglar Víralásar Járnabakkar Plastlistar og stjörnur Kambar Klippur og beygjuvélar Klippum og beygjum rúllustál í sjálfvirkri beygjuvél Skógrækt: Skakkaföll í skógum Skógar landsins komu ekki sérlega vel undan árinu sem er að líða en trjávöxtur var í meðallagi miðað við fyrri ár. „Nokkur skakkaföll urðu í skógum landsins á árinu,“ segir Þröstur Eysteinsson skógræktarstjóri. „Allmiklar skemmdir og nokkur afföll voru á nýgróðursettum plöntum í vetrarveðrum, sérstaklega á Suðurlandi, en mikla storma gerði í janúar. Vorfrost í apríl og maí eftir vetrarhlýindi ollu kali á viðkvæmum asparklónum á Norðurlandi en ekki tiltakanlegum skemmdum á trjágróðri þegar á heildina er litið. Hins vegar gerði mikið saltveður í vestanroki um hvítasunnu og meiri skemmdir urðu á nýlaufguðum trjám á Vesturlandi en við höfum séð í mörg ár. Bundnar vonir við náttúrulegan óvin birkiþélunnar Júnímánuður var síðan kaldur á vestanverðu landinu þannig að trén voru lengi að ná sér. Svo rættist úr restinni af sumrinu og trén náðu sér að miklu leyti. Annars staðar á landinu urðu ekki skemmdir í hvítasunnuveðrinu og á landinu austanverðu var maí ágætur og júní sá hlýjasti sem mælst hefur. Þó að júlí og ágúst hafi verið slakari þeim megin á landinu dugði hitinn í júní til þess að vöxtur trjáa varð þar ágætur,“ segir Þröstur jafnframt. Enn bar talsvert á skemmdum af völdum birkikembu og birkiþélu en Þröstur segir góðu fréttirnar þær að fundist hafi náttúrulegur óvinur birkiþélu á landinu (sníkjuvespa) þannig að vonandi haldi þær skemmdir ekki áfram að ágerast. Aðrar skemmdir af völdum skordýra eða sveppsjúkdóma hafi ekki verið meiri en venjulega ef frá sé talið að asparryð var mjög áberandi austur á Héraði þetta haust. Góð tíð hér og hvar vó á móti skemmdum „Þegar á heildina er litið var sumarið sennilega í meðallagi hvað varðar trjávöxt því góð tíð sem skiptist vel milli landshluta vó á móti skemmdum,“ segir Þröstur. Að hans sögn er of snemmt að segja nokkuð um hversu mikið var gróðursett af trjám í ár þar sem þær hafa ekki verið teknar saman hjá Skógræktinni enn sem komið er. Sama gildi um tölur varðandi trjáfellingar enda grisjun enn í gangi. /sá Á ýmsu gekk í veðrum ársins, eins og verða vill, og skógar döfnuðu misvel eftir landshlutum. Mynd / SÁ. Rjúpnaveiði fer vel af stað – Dagar mun fleiri en undanfarin ár Veiðitímabilið hófst föstudaginn 20. október og segir Áki Ármann Jónsson, formaður Skotveiðifélags Íslands (Skotvís), það fara vel af stað. Veiði verður heimiluð fimm langar helgar, eða frá föstudegi til þriðjudags, sem Áki segir aukningu frá fyrri árum. Nú sé opið fyrir veiði í samtals 25 daga, en þeir hafi ekki verið eins margir síðan 2006. Jafnframt séu þetta heilir dagar, en í fyrra hafi einungis mátt veiða hálfa daga. Síðasti veiðidagurinn verður 21. nóvember. „Það er mjög gott að hafa svona marga daga til að velja úr,“ segir Áki. Hans markmið er jákvæð upplifun af veiðunum umfram fjölda fugla og skipti veðuraðstæður miklu máli. Veiðimenn þurfi að leggja mikið á sig til að fanga bráðina þegar snjóinn skortir, en þá haldi rjúpan sig til hlés og feli sig milli steina og þúfna. Fyrstu veiðidagarnir hafi einkennst af rigningu og hvassviðri, sérstaklega sunnanlands og á suð- vesturhorninu, sem leiði til þess að fuglarnir séu dreifðir og styggir. Áki efast um að margir hafi farið til veiða í nágrenni Reykjavíkur, en af því sem hann hefur heyrt gekk veiðin prýðilega í öðrum landshlutum og ekki hafi verið merkjanlegur munur milli þeirra. Stofninn yfir meðaltali Áki segir rjúpnastofninn vera 30 prósent yfir meðaltali sem skýrist af venjulegum stofnsveiflum. Vöxtur hafi verið frá 2021 þegar stofninn var í lægð. Samt sem áður hafi verið viðkomubrestur vegna vor- og sumarhreta síðustu tvö ár á norð- austurhluta landsins. Ungarnir séu sérlega viðkvæmir fyrir bleytu og kulda þegar þeir eru nýkomnir úr eggi. Unnið sé að nýrri stjórnar- og verndunaráætlun, sem byggist á því að veiðin fari fram í fimm daga skorpum eins og fyrirkomulagið er núna. Þá geti veiðin farið upp í allt að 45 daga ef stofninn stendur vel. Áki bendir á að gögn úr veiðikortakerfinu sýni að fjöldi leyfilegra veiðidaga hafi lítil áhrif á hversu oft veiðimenn ganga til rjúpna eða heildarveiðina. „Þetta er jólamaturinn hjá tíu til tólf prósent þjóðarinnar samkvæmt könnunum,“ segir Áki. Þessi tala hafi haldist nokkuð stöðug, en sveiflist þó aðeins í takt við aflabrögð. Rjúpur varðveitast í mörg ár í frysti og geymi veiðimenn gjarnan fugla til hörðu áranna. Að jafnaði þurfi einn fugl til að metta hvern fullorðinn veislugest og samkvæmt könnunum sem Skotvís gerir meðal sinna félaga þá þarf hver veiðimaður að meðaltali níu rjúpur hver jól fyrir sína fjölskyldu. Að lokum segist Áki hvetja til hófsamra veiða eins og áður. /ÁL Þegar lítið er um snjó þurfa veiðimenn að leggja mikið á sig þar sem rjúpan heldur sig til hlés. Mynd / Óskar Andri Áki Ármann Jónsson. Sameining samþykkt Sameining Tálknafjarðarhrepps og Vesturbyggðar var samþykkt í íbúakosningu laugardaginn 28. október. Íbúar í Tálknafjarðarhreppi samþykktu tillöguna með 96% atkvæða. 139 greiddu atkvæði með sameiningu en 5 greiddu atkvæði gegn sameiningu. Auðir og ógildir atkvæðaseðlar voru 1. Kjörsókn var 78,1%. Íbúar í Vesturbyggð samþykktu tillöguna með 82% atkvæða. 364 greiddu atkvæði með sameiningu en 73 greiddu atkvæði gegn sameiningu. Auðir og ógildir atkvæðaseðlar voru 4. Kjörsókn var 52,48%. /mhh
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.